Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 32

Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 32
 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR4 BARNA- OG UNGLINGALEIKHÚSIÐ BORGARBÖRN frumsýnir Jólasöngleik eftir Erlu Rut Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur í Iðnó á sunnudaginn. Miðinn kostar 1.000 krónur. Áhorfendur geta komið með jólapakka til Mæðrastyrksnefndar sem jólaálfar taka á móti. „Í tíð Halldórs og Auðar var Gljúfrasteinn óopinbert sendiráð þar sem móttökur voru haldnar og margt var um manninn, fyrir utan að þau stóðu sjálf fyrir tónleika- haldi og fleiri uppákomum í stof- unni heima. Því er eðlilegt fram- hald þeirrar sögu að bjóða til viðburða og veislna á Gljúfrasteini, enda viljum við hafa sem mest líf í húsinu,“ segir Guðný Dóra Gests- dóttir framkvæmdastjóri Gljúfra- steins, sem um hálfrar aldar skeið var heimili og vinnustaður Hall- dórs Kiljan Laxness og fjölskyldu hans. „Gljúfrasteinn var opnaður almenningi í september 2004 og á aðventu sama ár buðum við rithöf- undum fyrst að koma og lesa úr nýútkomnum bókum sínum sunnu- dagana fjóra í aðventu. Síðan höfum við haldið fast í þessa hefð sem hefur verið mjög skemmtileg, og vel þegið í skammdeginu að koma hingað í kyrrðina og friðinn,“ segir Guðný Dóra sem opnar áhugasöm- um bókaunnendum stofuna að Gljúfrasteini á sunnudag klukkan 16, eins og næstu þrjá sunnudaga í aðventu á eftir. „Það er viðeigandi að lesið sé úr bókum á heimili rithöfundarins og virkilega notalegt að tylla sér í stof- una, enda heimilislegt andrúmsloft í húsinu. Vissulega væri indælt að bjóða upp á sérrítár með upplestr- inum, en við bjóðum bara andlega næringu í staðinn,“ segir Guðný Dóra þar sem hún flytur heila þjóð á milli hæða á Gljúfrasteini. „Jólin voru ekki tími glingurs hjá Halldóri og Auði, en Halldór keypti mikið af brúðum handa dætrum sínum á ferðalögum vítt og breitt um heiminn. Þær voru alla jafnan geymdar í vinnuherbergi hans, en á jólum færði fjölskyldan dúkkurnar niður í stofu og stilltu þessu smá- gerða fólki, sem þau kölluðu alltaf Þjóðina, sem jólaskrauti á skenk- inn. Í þá jólahefð höldum við líka, sem og að setja jólakort í skál, eins og þau gerðu alltaf, og leggja á borð eins og gert var á aðfangadags- kvöld, með malti, appelsíni og fleiru sem þótti ómissandi á jólum,“ segir Guðný Dóra í heimsborgaralegri stofu Nóbelskáldsins, sem rúmar vel sextíu manns. Dagskráin skiptist í lestur ljóða og skáldsagna. Á sunnudag lesa upp úr verkum sínum þau Ingunn Snædal, Magnús Sigurðsson og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, en Ingunn les einnig upp úr Sjálfstæðu fólki. Dagskrá Gljúfrasteins á aðventu má skoða á www.gljufra- steinn.is. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. thordis@frettabladid.is Jól í stofunni hjá Laxness Gljúfrasteinn er heillandi staður í kyrrlátri sveit við borgarmörkin. Staður með mikla sögu og minningar. Þar var jafnan gestkvæmt í búskapartíð Nóbelskáldsins, og enn er boðið til stofu skáldsins á aðventu. Það eru hátíðlegt að koma heim að Gljúfrasteini á aðventunni, en alla sunnudaga á aðventu býður Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gljúfrasteins, gestum að hlýða á rithöfunda lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum í stofu Nóbelskáldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Basar KFUK verður haldinn á morgun, laugardaginn 29. nóvem- ber, frá klukkan 14-17 að Holta- vegi 28 í Reykjavík. Mikið úrval fallegra muna og góðgætis verður á boðstólum. Þar má nefna hand- gert jólaskraut og ljúffengar heimabakaðar kökur. Einnig lukkupakkar fyrir börn. Sérstakt horn verður á basarnum með nýjum og notuðum slæðum, töskum, hönskum og öðrum fylgihlutum. Í kaffiteríunni verða nýbakaðar vöfflur, kaffi, súkkulaði og djús. Allur ágóði af basarnum rennur til starfs KFUM og KFUK á Íslandi sem býður upp á ókeypis félags- starf fyrir börn og unglinga á yfir 20 stöðum á landinu. - gun Jólaskraut og góðgæti Ljúffengar jólasmákökur, hand- gert jólaskraut og slæðuhorn verða á basar KFUK á morgun. Kökur, lukkupakkar og skraut einkennir jólabasar KFUK. Þéttikantar framleiddir eftir máli á allar gerðir kælitækja. NÝVAKI Dvergshöfða 27 • S. 557 2530 F ru m teg. 4331 - létt fylltur toppur með spöngum í BC skálum á kr. 4.685,- buxur í stíl kr. 1.950,- Dvöl opið hús alla laugardaga Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi sími 554 1260, dvol@redcross.is, www.redcross.is/dvol Markmið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, auka lífsgæði og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar bjóða gesti velkomna í Dvöl á laugardögum, boðið er upp á léttan hádegisverð. Hægt er að kynna sér starfsemi Dvalar, spila, mála, slaka á eða tala saman. Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. Almenn starfsemi fer fram í húsinu alla virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum) Miðvikudaga og laugardaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.