Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 28. nóvember 2008 29 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Ólafur Gíslason skrif- ar um þjóðfélagsmál Kári Stefánsson skrifar skemmti- lega grein í Fréttablað- inu á laugardag þar sem hann rifjar upp hvernig hann á Þor- láksmessu 1968 bjarg- aði félaga okkar Leifi Jóelssyni alblóðugum frá bar- smíðum lögreglunnar í Banka- strætinu í kröfugöngu sem farin var í kjölfar verkfallsfundar í gamla Sigtúnshúsinu. Deiluefnin voru kjaramál, stríðið í Víetnam og valdarán í Tékkóslóvakíu og Grikklandi. „Þetta var fyrir 40 árum … og við vorum hnípin fátæk þjóð og áttum greinilega í erfiðleikum með að skipta því sem við áttum á milli fólksins í landinu,“ segir Kári. Nú, 40 árum síðar, erum „við“ í sambærilegri stöðu, segir Kári, en þó er eitthvað sem hefur breyst. Kári lýsir áhyggjum sínum af því að leynimakk stjórn- valda muni fara með þjóðarlík- amann eins og skurðlæknirinn á Landspítalanum sem fjarlægði eistað úr sjúklingi sínum í hag- ræðingarskyni og án hans vit- undar „af því það var að flækjast fyrir mér í aðgerðinni“ eins og læknirinn komst að orði. Niðurstaða Kára er sú, að við eigum að hætta að karpa um sökudólgana, því við séum öll sek: „Sumir kreistu þúsund millj- arða úr bankakerfinu … en aðrir dáðust að þeim fyrir það.“ Sem sagt: við erum öll á sama báti og eigum að læra að vera góð hvert við annað eins og dýrin í Hálsa- skóginum. Í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman átökin í kringum 1968 og það ástand sem ríkir í veröldinni nú. Á þeim tíma var járntjaldið enn við lýði og hin gamla landfræðilega heimsvalda- stefna í fjörbrotum sínum með nýlendustyrjöldum í SA-Asíu og Afríku og beitingu hervalds gegn þjóðum Mið-Evrópu. Þetta voru átök sem snerust um yfirráð yfir landi og auðlindum og um sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Átök sem áttu sér skil- greind landamæri og skilgreinda andstæðinga. Í háskólum í Evrópu snerust námsmenn gegn úreltu og and- lýðræðislegu menntakerfi og víða tengdist sú barátta jafnrétt- isbaráttu sem snerist um réttinn til lýðræðislegrar þátttöku í skipulagningu vinnunnar og skiptingar arðsins af henni. Einnig þar voru landamæri skýrt dregin og andstæðingar skilgreindir, og þau landamæri voru mörkuð með táknrænum hætti af lögreglunni í Reykjavík á Þorláksmessu 1968 þegar hún lokaði Bankastrætinu og beitti friðsama mótmælendur ofbeldi með vasaljós að vopni, eins og Kári segir. Nú eru aðrir tímar, og allt í einu eru landamærin horfin, óvinirnir orðnir óskilgreinanleg- ir og „allir á sama báti“. Hvernig stendur á því? Kári fer lofsamlegum orðum um þær framfarir er hafi orðið hér á landi á þessum 40 árum og nefnir byggingu Hallgrímskirkju sem dæmi. Það eina sem brást var „regluverkið“ sem „lánaðist ekki að sjá til þess að áhættan sem þeir [útrásarvíkingarnir] tóku væri á þeirra kostnað … en ekki allrar þjóðarinnar“. Í þessu samhengi getur verið áhugavert að líta út fyrir landamærin til heimsins í stærra sam- hengi. Einnig þar hafa orðið „framfarir“ sem birtast í glæstum mann- virkjum á borð við Hall- grímskirkju, en þó eink- um í neysluaukningu sem jafnframt hefur stefnt vistkerfi jarðarinnar í stórhættu og skapað meiri ójöfnuð en hið gamla landfræði- lega nýlendukerfi gat nokkurn tímann látið sig dreyma um. Opinberar tölur frá Sameinuðu þjóðunum segja okkur að „fram- farirnar“ hafi skilað þeim árangri að 10% mannkyns hafi tekið sér 99% af eignaköku heimsins á meðan hin 90% láti sér nægja það eina prósent sem eftir stendur. Önnur skýrsla segir okkur að Norður-Ameríka og Evrópusam- bandið (12,6% mannkyns) losi nú um 40% þess koltvísýrings sem verður helsti orsakavaldur nátt- úruhamfara og vaxandi hungur- sneyðar þróunarlanda á komandi áratugum. Nú um stundir stendur heimur- inn á barmi kollsteypu þar sem við Íslendingar erum fyrstir í fallinu, en þegar bandaríski bíla- iðnaðurinn fellur mun hann taka hagkerfi Vesturlanda og verald- arinnar allrar með sér í fallinu. Vistfræðin segir okkur að það sé einmitt þetta fall sem jörðin þurfi á að halda til þess að lifa. Bílaiðnaðurinn er hornsteinn þess Babelsturns sem mannkyn- ið hefur reist sér. Hagfræðing- arnir segja hins vegar að hag- kerfi heimsins standi nú eða falli með aukningu eftirspurnar eftir bílum. Sjúkdóminn skal lækna með aðgerð sem kann að verða afdrifaríkari en þegar skurð- læknirinn á Landspítalanum fjar- lægði eistað úr sjúklingnum í hagræðingarskyni. „Framfarir“ síðustu 40 ára felast í því að landamærin hafa horfið. Landamærin á milli nátt- úruauðlinda og fjármagns, herra og þjóns, vinnuafls og auðmagns. Það er ekki lengur neinn veggur lögregluþjóna í Bankastrætinu til að verja yfirráðasvæði stjórn- valda og berja Leif Jóelsson í höfuðið með vasaljósi því við erum öll á sama báti. Það var „regluverkið“ sem brást, og nú þarf að rétta það við og þá verða allir vinir í Hálsaskógi. „Reglu- verkið“ er markaðurinn og undir- staða hans er skammtíma ágóði. Við Íslendingar fáum nú þá dýr- mætu reynslu að vera fyrstir í falli hins mikla Babelsturns neyslusamfélagsins og markaðs- hyggjunnar. En heimurinn mun fylgja okkur í fallinu og ekki rísa upp samur. Þökk sé reglu- verkinu. Höfundur er listfræðingur og leiðsögumaður. Kári Stefánsson og regluverkið ÓLAFUR GÍSLASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.