Tíminn - 24.02.1982, Qupperneq 11

Tíminn - 24.02.1982, Qupperneq 11
Miðvikudagur 24. febrúar 1982 ÞEIR Asgeir Jón Bjarni Ingi Oddur Sigurður I Ómar Gisli Kristján I Siguröur S. Finnur Björn „Arsenal eru lerfiðir heim að sækja” — segir Ásgeir Gunnarsson sem spáir þeim sigri gegn Swansea Ásgeir Gunnarsson bifvélavirki: ■ „Arsenal leikur á heimavelli og þeir eru erfiðir heim að sækja og ég á ekki von á þvi að Swansea takist að sigra, heldur spái Arsenal sigri i þessum leik”. Jón Hermannsson prentari: „Ég hef trú á þvi að Aston Villa fari að rétta úr kútnum, enda ekki seinna vænna ef þeir ætla sér i toppbaráttuna. Ég hef trú á að þeir sigri Coventry á laugardaginn”. Bjarni óskarsson verslunarmaður: ,,Ég held að þetta séu mjög áþekk lið, Brighton og W.B.A. og ég spái þeim jafntefli”. Ingi Jónsson framkvæmdast jóri: „Sem gamall West Ham að- dáandi þá spái ég þeim sigri i leiknum gegn Everton þó ég viti það aö Everton verða eríiöir heim að sækja”. Oddur Eiriksson húsasmiður: „Stigataflan sýnir aö Liver- pool er sterkara lið heldur en Leeds og þvi spái ég þeim sigri i þessum leik”. Sigurður Ingólfsson hljóðm. „Ég hef ekki trú á öðru en að Man. United vinni leikinn gegn City á Old Trafford, annars yllu þeir mér og Hemma miklum vonbrigöum”. Ómar Ragnarsson fréttamaður: „Maður er i heimasigrunum og lætur ekki botnliðin komast upp með neitt, og ég spái þvi Nottingham Forest sigri gegn Middlesboro”. Gisli Hrafnsson nemi: „Southampton vinnur þennan leik gegn Birmingham þeir eru með mun sterkara lið og viö þann sigur munu þeir áfram halda efsta sætinú”. Kristján Þorgeirsson húsgagnasmiður: „Tottenham vinnur þennan leik gegn Stoke, þeir eru meö miklu betra lið allavega eftir þvi sem maöur hefur séð i sjón- varpinu”. Sigurður Sigurðsson húsgagnasmiður: „Ég ætla að spá Sunderland sigri i þessum leik gegn Notts. County, þeir eru með sterkara lið aö minu mati”. Finnur Sigurðsson nemi: „Ipswich vinnur þennan leik gegn Wolves, þeir eru með miklu sterkara lið”. Björn Karlsson húsgagnasmiður: „Ég spái Norwich sigri i þess- um leik gegn W.P.R. enda leika þei á heimavelli”. Steve Archibald sést hér I kröppum dansi. Sjö af tólf þátttakendum okkar tókst að spá rétt til um i Getraunaleiknum hjá okkur i siðustu viku. Bætast þvi að- eins fimm nýir inn i leikinn að þessu sinni. Ekkert lát virðist vera á snilli Ómars Ragnarssonar sem hafði rétt fyrir sér sam- kvæmt venju i siöustu viku. Ómar er nú að fara að spá i 12 ■ skiptið og ber hann höfuð og herðar yfir aðra i Getrauna- leiknum. Næstu menn á eftir Ómari eru þeir Jón Her- mannsson og Sigurður Ingólfsson sem eru að spá i fjórða sinn. Hver veit nema þar séu nýir snillingar á ferð- inni. Þeir láta alla vegana litiö yfir sér. röp-. Nafn 25 leikvika Leikir Spá 1. Asgeir Gunnarsson bifvélav. (3) Arsenal-Swansea i 2. Jón Hermannsson prentari (4) Aston Villa-Coventry i - 3. Bjarni óskarsson verslunarm. (3) Brighton-W.B.A. X 4. Ingi Jónsson framkvæmdastj. (nýr) ' Everton-West Ham 2 5. Oddur Eiriksson húsasmiöur (nýr) Leeds-Liverpool 2 6. Siguröur Ingólfsson hljóöm. (4). Man.United-Man. City 1 7. Ómar Itagnarsson fréttamaöur (12) Nottingham F.-Middlesboro 1 8. Gisli Hrafnsson nemi (2) Southampton-Birmingham 1 9. Kristján Þorgeirsson húsgagnasm. (nýr) Stoke-Tottenham 2 10. Siguröur Sigurösson húsgagnasm. (nýr) Sunderland-Notts. C. 1 11. Finnur Sigurösson nemi (2) Wolves-Ipswích 2 12. Björn Karlsson húsgagnasm. (nýr) Norwich-Q.P.R. 1 . , . . - - -. . jT

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.