Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 25. febrúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjuri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jokulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skaftí Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins dóttir. Ritstjórn, skrifsio'fur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinqasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð 'i lausasölu • 6.00. Askriftargjald 4 mánuöi: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Mesta vandamál níunda áratugarins ■ Nýlega voru birtar tölur um, að atvinnuleys- ingjar i löndum Efnahagsbandalags Evrópu væru orðnir rúmlega tiu milljónir. Þvi var jafn- framt spáð, að þeim myndi enn fjölga. Raunar sér enginn enn fyrir endann á þvi, hve- nær atvinnuleysinu muni ljúka i þessum löndum. Þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til að draga úr þvi, hafa hingað til ekki borið árangur. öfugþróunin hefur samt haldið áfram. I vaxandi mæli er deilt um, hvaða leiðir muni heppilegastar til útrýmingar á atvinnuleysinu. Sumir telja vænlegast að dregið sé úr rikisaf- skiptum, skattar lækkaðir og fyrst og fremst verði treyst á hagnaðarvon hinna áræðnu og heppnu einstaklinga. Þetta er hin svonefnda leiftursóknarleið, eða það nafn hefur hún hlotið hér á landi. Nú er verið að reyna hana i Bretlandi og Bandarikjunum. Ekki verður sagt að hún hafi reynzt vel til þessa. Aðrir telja þvi vænlegast að hafna henni og treysta á aukin rikisafskipti, og frumkvæði hins opinbera um atvinnuframkvæmdir, en þvi hljóta að fylgja hækkandi skattaálögur. Þessi stefna hefur einnig verið reynd, með misjöfnum ár- angri. En þótt þannig sé deilt um það út i heimi, hvaða aðferðir séu vænlegastar til að draga úr atvinnu- leysinu eru allir á einu máli um, að það sé eitt- hvert mesta böl sem hugsazt geti. Riflegir at- vinnuleysisstyrkir fullnægi ekki heilbrigðum ein- staklingi. Það brjóti þá niður andlega og likam- lega. Mönnum er ekki aðeins hollt, heldurnauð synlegt að hafa starfi að gegna. Af þessum ástæðum er i vaxandi mæli rætt um atvinnuleysið, sem mesta vandamál niunda ára- tugarins i hinum vestrænu iðnaðarrikjum. Ef til vill gera fslendingar sér ekki nægjanlega ljóst, hvilikt böl atvinnuleysið er, þvi að þeir hafa ekki reynt það i neinum mæli á siðari áratugum. Góðu heilli var ekki haldið inn á leiftursóknar- brautina eftir siðustu alþingiskosningar og hér hefur þvi ekki orðið atvinnuleysi i likingu við það, sem er hjá Reagan og Thatcher. Það tókst að koma i veg fyrir stjórnleysi og mynda rikisstjórn, sem hefur reynzt fær um að halda atvinnuleysis- vofunni utan landsteinanna. Sú reynsla, sem fengin er af þessum málum, er ekki sizt sú, að eigi að verjast atvinnuleysi sé ekkert ráð öruggara en að láta það aldrei koma til sögunnar. Kenningin um að hæfilegt atvinnu- leysi sé jafnvel æskilegt, hefur reynst argasta falskenning. Hæfilegt atvinnuleysi leiðir án telj- andi undantekninga til óviðráðanlegs atvinnu- leysis. Það var eitt af aðalsmerkjum framsóknaráratug - arins á íslandi að halda atvinnuleysinu utan landsteinanna. Það tókst. Þetta þarf að vera á- fram aðalsmerki niunda áratugarins á fslandi. Næstum hvað sem það kostar þurfa íslendingar að forðast mesta vandamál, sem nú þjáir vest- rænu rikin. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Bókaþjónustu við blinda ber að efla að mun eftir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra ■ Frumvarpiö um blindrabóka- safn sem liggur fyrir Alþingi felur i sér grundvallarbreytingu á eignarhaldi og rekstri bókasafns fyrir blinda i landinu. Kjarni frumvarpsins er sá að bókaþjónusta við blinda og sjón- skerta og aðra, sem ekki geta lesið venjulegar bækur vegna fötlunar, verði sérstök starfsemi á vegum rikisins og leysi af hólmi núverandi Hljóðbókasafn Blindrafélags íslands og Borgar- bókasafns i Reykjavlk. Eins og málum háttar nú er bókaþjónusta við blinda fyrst og fremst á vegum hljóðbókasafns- ins, og hefur verið svo siðan 1975, þegar safnið hóf starfsemi sina i núverandi formi. Reyndar á þessi starfsemi sérlengri sögu. Samtök blindra hófu bókagerð á blindra- letri fyrir rúmlega hálfri öld, i kringum 1930. Hins vegar er út- gáfa á blindraletri erfið og kostnaöarsöm, auk þess sem fjöl- margt blint fólk, t.d. margt aldrað fólk, kann ekki blindra- letur og á erfitt með að læra það. Á undanförnum árum hafa viðhorf i þessum málum veriö aö breytast. Meö tilkomu segul- banda og sibættri upptökutækni og möguleikum þess að dreifa lestrarefni á meðfærilegum segulbandsspólum hefur aðstaöa i þessum efnum gerbreyst. I flest- um menningarlöndum, ekki sist á Norðurlöndum, hefur verið leitast viö aö nýta þessar tækniframfarir I þágu þeirra, sem ekki geta lesið venjulegar bækur vegna fötlunar. tslendingar hafa fylgst vel meö umræöum og aögeröum á þessu sviöi. Blindrafélag tslands hefur tvimælalaust haft forystu i mál- inu eins og jafnanþegar um hags- munamál blindra hefur veriö aö ræða. Blindrafélag tslands er eitt gleggsta dæmið um framtak og samtakamátt frjálsra mannúöar- félaga hér á landi. 1 fremstu röð I þessum félagsskap standa menn, sem sjálfir eru fatlaöir, en eru annars gæddir svo miklum hæfi- leikum og dugnaði aö þeir eru fullfærir um að ráða sinum mál- um sjálfir og sækja fram á eigin spýtur i baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum og mannréttindum. Sjálfsbjargarstarf fatlaðs fólks hér á landi er i einu orði sagt að- dáunarvert, og á ég þá við fatlað fólk i viðtækri merkingu og nota sjálfsbjargarhugtakið um alla félagsstarfsemi og félagslegt framtak fatlaös fólks; hvernig svo sem fötlunin lýsir ser. Sjálfhoða- og menningar- starf Samtök blindra eiga vissulega sgmmerkt með öðrum félagsskap fatlaðra að vinna af ósérplægni að bættum kjörum félagsmanna sinna. í þeim félagsskap leggjast allir á eitt um að efla getu hvers einstaklings til sjálfsbjargar og lifsfyllingar. Það var I samræmi viö þá stefnu og viöhorf að Blindrafélagiö hafði sjálft for- göngu um það að farið var að hljóðrita bækur vorið 1957 og koma þannig upp fyrsta visi að hljóöbókasafni. Þessi starfsemi hefur siðan verið að smáaukast þessi 25 ár sem hún hefur staðið. Þá gerðist það að i kringum 1970 fór Borgarbókasafn Reykjavikur að viða aö áér hljóðrituðum sög- um frá Rikisútvarpinu. Jafn- framt þvi voru nokkrar bækur lesnar sérstaklega á vegum safnsins. Sýnt var að Blindra- félagið og Borgarbókasafn hefðu hag af þvi að starfa saman áð hljóðbókagerð, og I október 1975 var gerður samningur milli þess- ara aöilja. Borgarbókasafn hefur annast dreifingu bókanna og greitt laun eins tæknimanns. Blindrafélagið leggur til tækja- búnað og húsnæöi, en efniskostn- aöi er skipt milli aðilja. Vert erað geta sérstakrar sam- vinnu við Rlkisútvarpið i þessu sambandi. Þegar hljóðbókasafnið tók formlega til starfa áriö 1975 var komið á samvinnu við Rikisút- varpið á þann hátt, að þær sögur, sem þar eru lesnar, eru afritaðar hjá Blindrafélaginu og lánaöar út Blöndungar og fyrirgefning sync eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum ■ 1 Timanum 9. febrúar ’82 birt- ist grein meö yfirskrift, „Blönd- ungar í sviðsljósi”. Hún er eftir Rósmund á Hóli, ein af átján. 1 þessari grein ráöleggur hann mér, að biðjast fyrirgefningar opinberlega, vegna þess, sem ég hef skrifað um virkjun Blöndu. Vegna þess bið ég Timann að birta athugasemdir minar af þvi tilef ni. Rósmundi gremst það sem ég benti á, að ef hann ræktaði heimalönd si’n, þyrfti hann ekki að reka á fjall nema gemlinga. Honum finnst dýrt að rækta og kostnaður við girðingar og pössun i heimahögum og ekkert sparist nema kostnaöur við að reka á fjall. Vist er það gott, að hafa sauðfé á fjalli tveggja mánaða tima, en ekki er það alltaf vel útlitandi þegar það kemur heim og fer það eftir ýmsu, svo sem vetrarfóðri og tiöarfari yfirsumarið. Aseinni áratugum hafa ýmsir bændur haft þann hátt á, að fita sláturfé eftir að það kemur af fjalli, með beit á há eða káli og hefur það gefist vel. Það er lika gott, að hafa sauðfé i heimahögum á ræktuðu landi yfirsumarið. Ýmsir bændur reka ekki tvilembdar ær á fjall. Það var fyrir alllöngu að ég missti tvi- lembda á ofan i Hólskelduna um rúning. Ég fór með lömbin heim á tún, en þau vildu ekki vera þar, en voru i túninu á Hóli allt sumar- ið.Rósmundur var svo góður ná- granni, að hann umbar það, og þessir móðurlausu tvilembingar voru með 18 kilóa fallþunga um haustið. Af þvi graslendi sem fer undir vatn við virkjun Blöndu er einn fjórði austan árinnar. Það land er svo litill hluti af Eyvindarstaða- heiði,aö mér þykir ekki liklegt aö þaö breyti miklu um, hvað mik- inn pening hægt er aö hafa þar yfir sumarið, og þvi síður aö það valdi röskun i búskap, eins og sumir andblöndungar halda fram. Á seinni árum hefur verið rætt um ofbeit á Eyvindarstaðaheiði. Ag veit ekki hvað rétt er i þvi. Ég hef farið um heiðina vor og haust, flest ár siðan 1915 og sé ekki mik- inn mun á graslendi, eftirþvi sem ég man best. Lækjarbakkar meö valllendi eru mikið bitnir og hefur svo alltaf verið og svo er ofbeit á spildu innan við afréttargirðingu, siðan hún var sett upp. í Fossa- dalsdrögum hefur orðið nokkur uppblástur, en sú landsskémmd mun ekki hafa orðið vegna of- beitar, heldur af þvi að jarðvegur er of þurr og sendinn. 1 áratugi hafa verið til lög um itölu i afréttarlönd, en hafa óviða verið framkvæmd. Gangi itala i gildi fyrir Eyvindarstaðaheiði á næstu timum verður Rósmundur aö sætta sig við að jörð hans er ekki stór, 20hundruð að fornu mati og mun heiðarkvóti hans verða i' samræmi við það. Vonandi fær hann að reka á f jall talsvert fleira fé en gemBngana. Svo gæti hann snúið á samfélagið, með þvi að byrja afíur á mjólkur- framleiðslu. Rósmundur er ekki slæmur. Hann er vel efnaður, fóðrar bú- pening sinn vel, hirðir vel um allt, sem búinu kemur við og er snyrti- maöur i starfi. Hann er búnubbur i þess orðs fyllstu merkingu. Hann ergóðuri reikningi og hefur fjármálavit gott, vandaður og ná- kvæmur i viðskiptum við náung- ann og vill ekki hafa ranglega af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.