Tíminn - 13.03.1982, Page 9

Tíminn - 13.03.1982, Page 9
Laugardagur 13. mars 1982 9 menningarmál Stórgód sýriing á Kjarvalsstöðum KJARVALSSTAÐIR STÍEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR Myndlistarsýning. Sk'úlptúr 27ifebr. —14. mars ■ Éitt vandræðaorð i móðurmál- inu er heitið höggmynd, og reyndar er orðið myndhöggvari lika i þeim flokki. Orðið er mjög lýsandi og maður sér fyrir sér kraftalega menn er ráðast að heljarstórum kletti með hamar og meitil að vopni til að gjöra — eða höggva til mynd. Þyrftu orða- smiðir endilega að búa til nýtt orð, sem nær yfir skúlptúr, eins og menn nefna „höggmyndalist- ina” núna, þvi þótt enn starfi menn við grjóthögg, fer aðeins litill hluti vinnunnar þannig fram nú orðið, steinsmiði þessi er neínilega á undanhaldi og „högg- myndir” eru búnar til á allt apnan hátt. Éf til vill mætti nota orðið skúlptúr og nefna islensku. Til er sögnin að skúlpa og mun þýða að bólgna, eða þrútna, sem er nú hliðstæð meining. Mér kom þetta i hug, þegar ég kom á myndlistarsýningu Stein- uþnar Þórarinsdóttur (f. 1955) en þar sýnir hún skúlptúra, sem gerðir eru úr brenndum leir, gleri, járni, gifsi, plasti, lérefti ogýmsum efnum öðrum, en sýning hennar er á vesturgangi á Kjarvalsstöðum, sem nú er að verða einn viðfeldnasti sýningar- staður þessa húss, og reyndar austurgangurinn lika, það er að segja fyrir hentugar sýningar á svoleiðis stað, þvi þarna eru veggir að mestu úr gleri. Steinunn Þórarinsdóttir Steinunn Þórarinsdóttir hefur ekki verið fyrirferðarmikil i myndheimi hér á landi, þótt verk hafi hún átt á sýningum hér, svo til nýverið en hún hélt einkasýn- ingu i Galleri Suðurgötu 7 árið 1979 og tók þátt i sýningu mynd- höggvarafélagsins á Korpúlfs- stöðum þeirri er haldin var i til- efni af listahátið. Steinunn á að baki góðan náms- feril erlendis. Nam á árunum 1974-1975 við Portsmouth College of Art and Design, Foundation Course og Portsmouth Poly- technic, Fine-art department 1976-1979, en fór þá til Italiu eins og allir sannir myndhöggvarar verða endilega að gjöra og var þar á Accademia Bella Arte i Bologna sem gestastúdent 1979- 1980. Og nú er hún komin heim með sin föng og sýnir okkur ellefu verk sem ef til vill þykja nú ekki margar myndir, en standa þó býsna vel fyrir sinu vægast sagt. Þótt það hljómi ef til vill eins og þversögn að það sé list, svona i sjálfu sér að halda myndlistar- sýningu þá er það mesti mis- skilningur. Auðvitað skiptir það þó miklu máli að góð verk séu á sýningu en sjaldgæfara er að sýn- ing sé frumleg og vel sett upp. Yfirleitt eru myndirnar i röðum, oft allar af svipaðri stærð og veggurinn litur út eins og járn- brautarlest hafi verið parkerað meðfram veggjunum. Allar myndirnar i sömu hæð. Og fram- haldið þekkjum við. Sýningin Steinunn fer öðruvisi að. Kjarni i sýningu hennar eru hvitar strengbrúður, eins konar marionettur i hvitum fötum og þær bera ógn og alla dul brúðunn- ar og grimunnar. Og siðan koma skúlptúrarnir, sem yfirleitteru úr brenndum leir, þar sem sag er notað til aðfá fram yfirborð eins og oft er á veðruðum legsteini. I raun og veru má segja að flest verkin séu hin athyglisverðustu og öll eru þau m jög sterk, nema ef vera kynni maður með gasgrimu og mæla á brjóstinu sem er verk af annarri ætt og gæðagráðu. Steinunn notar spegla og gler með þessum leirmyndum og ef til vill eru athyglisverðustu verkin það sem er einskonar fóstur, en þó fullvaxta vera. Mjög dularíull og mögnuð mynd er kallar á hug- leiðingar. Þá er að nefna leirbók, þar sem önnur siðan er úr spegli (gleri). Leir hefur nú ekki áður þótt sérlega góður i bækur, en þarna vinnur hann, ásamt speglinum að frumlegri bók sem auðveldara er að lesa en greina frá efninu. I þessari bók stendur nefnilega heilmargt sem erfitt er að skrifa um svo skiljanlegt sé á prenti. Það efni stendur nefniiega i þeirri bók einni. Það má fjölyrða um svona sýn- ingu en verður ekki gjört hér. En listunnendum skal bent á að þarna er spennandi og einkar vel gjorð sýning er sem flestir ættu að sjá. Ekki aðeins til að fagna listamanni, heldur til að fagna farangri listamannsins sem er óvenjumikill að þessu sinni. Storbætt aðstaða og ankin þjóntista Laugarnesútibú Iðnaðarbankans að Dal- braut 1 hefur nú flutt starfsemi sína um set í ^ sama húsi. Við það stórbatnar öll aðstaða íSb^/. fyrir viðskiptavini okkar og starfsfólk. Við bjóðum nú næturhólf (innkast) og geymsluhólf fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Verið velkomin í rúmgóð húsakynni okkar. Iðnaðarbankinn Sundlaugarvegur Laugarnesútibú. Dalbraut 1. sími 85250

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.