Tíminn - 14.03.1982, Page 2

Tíminn - 14.03.1982, Page 2
■ Nemendaleikhús Leiklistar- skóla tslands er óöum að öölast fastan sess i leikhúslifi höfuð- borgarsvæöisins. baö eru nemar á fjóröa ári sem nota siðasta skólaár sitt til aö setja upp nokk- ur leikrit sem atvinnuleikhús væri, þarna er afrakstur þriggja ára náms i hnotskurn. Enda þótt nemarnir séu að sjálfsögöu litt reyndir leikarar og hafi fæstir náö fullu valdi á list sinni hafa sýningar Nemendaleikhússins oftsinnis vakið mikla athygli, sakir ferskleika og djarflegra vinnubragöa. I fyrra gekk einn gagnrýnandi svo langt að kalla Nemendaleikhúsiö besta leikhús i bænum. En nú er komið nýtt fólk og ekki siöur metnaöargjarnt. Að venju eru átta i hópnum og bera þessi nöfn: Arnór Benónýsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla Skúla- dóttir, Kjartan Bjargmundsson, Pálmi A. Gestsson, Ragnheiöur Tryggvadóttir, Sólveig Pálsdóttir og örn Arnason. Þetta fólk frum- sýndi siðastliðið fimmtudags- kvöld leikritið Svalirnar eftir Frakkann Jean Genet og er þá ekki ráöist á garöinn þar sem hann er lægstur. Fremur en venja er hjá Nemendaleikhúsi. ■ i hóruhúsinu Stóru svölunum fá menn uppfylltar allar sinar óskir, fá að leika öll þau hlutverk sem hugurinn girnist. Hér eru frá vinstri Hers- höfðinginn (Kjartan Bjargmundsson), Dómarinn (Arnór Benónýsson), Biskupinn (Ellert A. Ingimundarson), Irma: Drottningin (Erla B. Skúladóttir), Erindreki Drottningar (Pétur Einarsson, skólastjóri Leik listarskólans) og Lögregluforinginn (Pálmi A. Gestsson). Á myndinni á forslðu eru Roger (örn Arnason), Þrællinn, liggjandi (Solveig Páls dóttir) og Carmen (Ragnheiður Tryggvadóttir). Glitrandi perla úr sora Nemendaleikhúsið sýnir „Svalirnar” eftir Jean Genet ■ Jean Genet. Teikninguna gerði Cocteau. Fegurð þar sem aðrir sjá viðbjóð Jean Genet á um margt óvenju- legan lifsferil aö baki. Hann fæddist árið 1910, foreldrar hans yfirgáfu hann og hann ólst að mestu upp á munaöarleysingja- hæli. TIu ára gamall var hann staöinn að verki við smáþjófnaö, hann var úthrópaöur sem þjófur og Jean Genet sagöi sem svo: „Jæja þá, ég skal þá veröa þjóf- ur.” Næstu áratugir voru viö- buröarikir, hann var meðal ann- ars i Útlendingaherdeildinni um tima en strauk þaöan og lagöi óhikað og af nautn út á glæpa- brautina. Hann fór um alla Evrópu, stundaöi þjófnaöi, vændi og annaö sem til féll — heillaðist af hinni ruddalegu fegurö undir- heimanna og undirheimalýösins, sat oft I fangelsum. Genet hefur verið kallaöur dýrlingur glæpa- manna, einu gildir hversu ljótum atburðum eöa slæmu fólki hann lýsir, honum lánast alltaf að gæöa þaö dulúöugri, upphafinni fegurö sem aörir sjá ekki eöa vilja ekki sjá. Þaö var á striösárunum sem Genet byrjaöi aö skrifa, segja frá reynslu sinni, segja frá fólkinu sem hann haföi kynnst á flakki sinu um Evrópu. Gallinn var sá aö hann sat þá I fangelsi I Frakk- landi og stóö vist ekki til hann fengi um frjálst höfuö strokiö á næstunni. Er bækur hans tóku að streyma á markaö skömmu fyrir 1950 var athygli hins vegar vakin á honum, Jean-Paul Sartre féll i stafi og skrifaöi um Genet langa og mikla bók, Leikari eöa pislar- vottur, sem auk þess aö vera rækileg úttekt á Genet sjálfum og verkum hans er bókin gegnsýrö existentialisma Sartres sjálfs. Genet byrjaöi á þvi aö skrifa prósa, bækur hans geta trauðla kallast skáldsögur, þvi siöur endurminningabækur, þær hafa verið nefnd prósaljóö, sumar hverjar. Þekktust þessara bóka er óefaö Dagbók þjófs, en önnúr prósaverk hans eru Dauöadæmd- ur, Heilög Maria blómanna, og Kraftaverk rósarinnar. Meðfram þessum verkum fór Genet að þreifa fyrir sér við leikritagerð sem átti eftir aö falla honum vel I geð, Strangasta gæsla hóf hann að skrifa 1944 meðan hann sat i Santé-fangélsi i Paris, Vinnu- konurnar fylgdu fljótlega á eftir. Áriö 1948 var Genet dæmdur i lifstiöarfangelsi fyrir siendur- tekna glæpi, sem fæstir voru þó stórir i sniöum, þaö átti aö flytja hann i eina af hinum illræmdu fanganýlendum Frakka. En þeg- ar neyðin er stærst er hjálpin næst. Maöur gekk undir manns hönd aö fá hann náöaöan, Sartre var náttúrlega fremstur i flokki, og eftir nokkra umhugsun féilst forseti lýðveldisins á aö Genet væri merkilegri listamaður en svo aö nokkuö væri upp úr þvi hafandi aö geyma hann bak viö lás og slá. Svo Genet var laus. Leikurinn gerist í hóruhúsi Umdeildur hefur hann alla tið veriö. Hann hefur tekið málstaö fjölmargra hópa sem eru illa séö- ir meöal valdsmanna á Vestur- löndum: hann hefur tekið upp hanskann fyrir Svarta léparða i Bandarikjunum, Palestinuaraba fyrir Miöjarðarhafsbotni, Rote Armee Fraktion i Vestur-Þýska- landi, og innfluttra verkamanna i Frakklandi. Og hann hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar lent i vandræðum fyrir svokallaö „klám” i verkum sinum. Þaö voru leikritin sem áttu hug hans allan fyrst eftir hann losnaöi úr fangelsi. Svaiirnar voru frum- sýndar árið 1957, Negrarnir 1959 og Skermarnir 1961, en frægust er sýning Roger Blins á þvi leikriti i Paris áriö 1966, áöur höföu Peter Brook o.fl. reynt sig viö það. Vakti sú sýning mikiö irafár eins og viö var aö búast en eftir á er hún griöarlega rómuö. Siöan Skermarnir voru settir á sviö hefur Genet ekki skrifaö stakt orö aö vitaö sé, nema mis- jafnlega pólitiska texta, hin fyrri hans halda nafni hans enn á lofti. Svalirnar — leikurinn gerist i hóruhúsi. Ekki skulu menn samt láta sér til hugar koma að á svið- inu sé plussklætt, hálfnakið um- hverfi pútnahúsa i stil New Or- leans —■ i rauninni eru þaö enn dýpri hvatir sem fullnægt er i hóruhúsinu Stóru svölunum en kynhvötinni. Peter Brook hefur látið hafa það eftir sér aö leikur- inn snúist um leit einstaklingsins aö sjálfsvitun, aðrir hafa talaö um ádeilu á stofnanir þjóöfélags- ins, eða beitta árás á valdið og beitingu þess af hverslags yfir- völdum. Sigurður Pálsson, þýð- andi verksins, segir i klausu nokkurri sem birt er i leikskrá Nemendaleikhússins: Díalektísk samloka „í Svölunum er vitanlega mikiö um leik með hlutverk, hugsun um leik og veruleik, alvöru og þykj- ustu, ytra borð og innsta kjarna, tálmyndir og raunveru. í Svölun- um kemur fram þráhyggja Ge- nets tengd speglunum og endur- skini og speglasjónum, imyndir sem „hinir” endurvarpa til hvers og eins. Þjófurinn og dómarinn, hið góöa og hiö illa, réttlætiö og glæpurinn i dialektiskri samkomu ástar og haturs, aðdáunar og fyrirlitningar, þar sem hvorugt getur án hins verið. Þótt heimur Genet sé allur eitt vændisbúr með dólgum, hórum af báðum kynjum, hommum, þjóf- um og morðingjum er merkingarheimur verka eins og Svalanna auðvitaö miklu viötæk- ari og djúpstæöari. Þar er undir- alda eins og endranær hjáGenet, umþenkingar um valdið, beitingu þess og eðli, um ástina og dauð- ann, um tilveru mannsins og innsta eöli og undirtónninn tragiskur að venju, máliö jafnan tignarlegt og skáldlegt, stundum hreinlega hátiðlegt og helgisiö- fágaö, glitrandi perla úr sora.” Leikstjóri sýningar Nemenda- leikhússins á Svölunum er Brynja Benediktsdóttir en leikmynd og búninga hefur Sigurjón Jóhanns- son hannað. Ólafur örn Thorodd- sen hefur umsjón með allri tækni- vinnu en David Walters sá um lýsingu. Aö öðru leyti hafa nemendurnir sjálfir unnið flest störf, enda er markmiö Nem- endaleikhússins ekki sist að kynna nemendum alla hina margslungnu þætti sem mynda leikhús. Sýningar fara fram i Lindarbæ, fylgist með auglýsingum! Þaö er ekki svo oft sem Islendingar hafa tækifæri til aö kynnast Jean Genet, eöa eins og Sartre kallaði hann: Saint Genet, heilögum Ge- net.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.