Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 13
Sunnudagur 14. mars 1982
Enginn vissi hvaö
af Brandi hafði orðið
Ekki vitnaðist að togarinn hefði
strokið úr höfn fyrr en klukkan 6
um morguninn er tveir lögreglu-
þjónar voru sendir til þess að
leysa félaga sina af.
Landhelgisgæslunni var þegar
tilkynnt um atburðinn og hófst nú
leit að Brandi. Enginn hafði hug-
mynd um hvert skipið hafði farið
eða hvað orðið hafði af lögreglu-
mönnunum, sem ekki höfðu
annað „vopna” en kylfu og hand-
járn sin.
Hið fyrsta sem fréttist af
skipinu var það að um klukkan 2
um nóttina hafði bátur frá Akra-
nesi séð til þess úti á Flóa en ekki
þótt neitt grunsamlegt við feröir
þess. Nokkur varðskip og flugvél-
ar hófu mikla leit og um klukkan
10 á laugardagsmorgun þóttust
menn orönir vissir um að ekki
hefði „Brandur” farið suður fyrir
Reykjanes, þvi þrautleitað hafði
verið á Selvogsbanka og á Eld-
eyjarbanka.
Kl. 11.30 fann svo landhelgis-
gæsluflugvélin Sif skipið þar sem
það var á siglingu á Kolluál um 44
milur vestur af Snæfellsnesi.
Sinnti skipið engum köllum
gæslumanna og svaraði ekki i tal-
stöðina. Var nú búið að breyta
einkennisstöfum á stafni, skut og
skorsteini og i staðinn fyrir
GY-111 stóð nú H-255, eins og
skipið væri frá Hull.
Var varðskipið óðinn i grennd-
inni og hélt það þegar á vettvang
og dró „Brand” uppi kl. 12 á há-
degi.
23 mannslíf fyrir fisk
Kl. rúmlega 11 á laugardags-
morgun heyrðu lögreglumennirn-
ir um borð i „Brandi” flugvélar-
dyn og skömmu siðar sáu þeir Sif.
Skaut flugvélin stöðvunarljósum,
en skipstjóri sagðist engin ljós sjá
og hélt áfram. Rétt á eftir gekk
Hilmar út á bakborðsvæng togar-
ans og sá þá hvar Óðinn bar að.
Sagði hann skipstjóra að nú væri
varðskip einnig komið á vettvang
og spurði hvort ekki væri nóg
komið og rétt að stööva skipið.
Fóru þá skipverjar að tinast niður
úr brúnni. Togarinn sigldi enn
áfram og spurði Hilmar hvort
Newton ætlaði að hætta 23 manns-
lifum fyrir nokkur tonn af fiski
þvi liklega yrði skotið á skipið.
Svaraði hann engu en gekk um
gólf i brúnni, fölur og miður sin.
Sögðu lögreglumenn skipverjum
sem enn voru uppi við að fara
niður áður en skothrið hæfist.
Spurðu þeir skipstjóra einskis en
fóru að orðum Hilmars.
Nokkru siðar hrintu lögreglu-
þjónarnir skipstjóra frá stýrinu
hringdu niður i vélarrúm og
stövuðu skipið. Fyrsti stýrimaður
var einnig i brúnni en hafðist ekki
að. Skömmu siðar komu varð-
skipsmenn um borð.
Hét auknum romm-
skammti
Það kom fram við réttarrann-
sókn að Newton hafði talað við
nokkra skipverja um það á föstu-
deginum að vera mætti að hann
legði úr höfn á föstudagskvöldið.
Þá kom það einnig fram aö hann
haföi lofað nokkrum skipverja
sinna auknum rommskammti
vegna flóttans frá Reykjavik.
Hann hlaut þrjú hundruð þús-
und króna sekt fyrir landhelgis-
brot auk þess sem afli og veiðar-
færi voru gerð upptæk, og þriggja
mánaða varðhaldsdóm. Setti
hann tryggingu fyrir sektinni og
varðhaldinu og sigldi af stað
áleiðis til Grimsby þann 5. mai.
„Auðvitað kem ég aftur til
veiöa við tsland”, sagði hann við
blaðamann Timans að skilnaði.
„Ég vil alltaf vera meðal vina
minna”.
Newton stóð við þessi orö og
sigldi nokkrum sinnum á Islands-
mið eftir þetta. Arið eftir lét hann
þó af skipstjórn og þegar við hitt-
um hann á Hótel Sögu sl. fimmtu-
dag spurðum við hann hvort þessi
atburöur fyrir 15 árum hefði átt
þátt i að hann hætti skipstjórn.
„Nei, hreint ekki”, sagöi þessi
glaðbeitti ævintýramaður. „Eg
hafði alltaf ætlað mér að hætta,
þegar ég yrði 45 ára. Þetta breytti
engu þar um”. —AM
Texti: Atli
Myndir: G.E.
„Loftskeytamaðurinn kom upp um okkur,
- annars hefðum við líklega sloppið”
Newton skipstjöri rifjar upp hina sögulega atburði frá árinu 1967
■ ,,Jú, sei, sei. Vfst er gott að
vera kominn aftur til tslands og
það ekki sist þar sem aðstæðurn-
ar eru nú aðrar, en þegar ég var
hér 1967”,segir Bernard Newton,
sem varð alfrægur á Islandi og i
heimalandi sinu það árið þegar
hann stakk af úr höfn i Reykjavik
með tvo islenska lögregluþjóna
um borð. Þetta var lika .hinn
sögulegasti viðburður og þegar
horfter tilbaka er þrátt fyrir allt
svo að sjá sem öllum sé skemmt
bæði Newton skipstjóra og hinum
islensku lögreglumönnum, sem
eru orðnir ágætir vinir hins
breska sægarps.
Newton kom hingaö til lands sl.
þriðjudag og með honum i för eru
sonur hans, Clifford og kunnur út-
varps og blaðamaður, Tony van
den Bergh, sem jafnframt því að
gera útvarpsprógram fyrir BBC
hér á landi þessa dagana er að
rita ævisögu Newtons. Þar er
enginn hörgull á söguefni enda er
Newton ágætur frásagnamaður,
höfðinglegur og hinn vörpulegasti
og glettnin skin Ur augunum.
„Ég hef stundað sjó frá 1942 til
1968”, segir Newton þegar spyrj-
um hann um sjómennskuferil
hans. „Frá 1948 var ég skipstjóri.
Já, já, á ýmsum togurum. Þeirra
á meðal voru „The Eagle”, „The
Northern Jewel” og „Lifeguard”.
Hann var mitt uppáhaldsskip.
Jú, það errétL Ég þóttiaflasæll
skipstjóri. 1 Grimsby kölluðu þeir
mig „The King”.
— Þú hefur lengst af fiskað viö
Islandsstrendur?
„Já, lengst af. Ég kynntist Is-
lendingum nokkuð eins og gengur
i mörgum ferðum hingað að
ströndinni. Jú,mérféll vel við þá.
Ég vissi að hér bjó þjóð sem vann
hörðum höndum og við slíkt fólk
hefur mér alltaf fallið vel. Ég er
ekki að segja að það hafi breyst,
eða að ég sé að skjóta eitthvað á
ungu kynslóðina en nú eru
timarnir aðrir. Aðrar eins
kempur og voru uppi hér fyrr á
árum finna menn ekki lengur, —
hvorkiá IslandinéiEnglandi. Ja,
drottinn minn! þar er nú munur á
orðinn!
Bresku sjómennirnir sem ég
hafði um borð voru yfirleitt úr-
valsmannskapur, harðduglegir
menn. Auðvitað fundust innan um
menn sem ég kalla „scallywags”.
Hvað það þýðir? Það þýðir ein-
faldlega „bloody idiots!” — En
99% voru þetta góðir menn”.
— Þú hefur þá verið oröinn
kunnugur á tslandsmiðum?
„Já, það er nú h'kast til. Ég var
vanur að fiska úti af Snæfellsnesi
i janúar en hélt mig á Eldeyjar-
banka og við Vestmannaeyjar i
mars til april. 1 mai var svo
skarkað við Færeyjar. Þegar
haustaði var oft ágætt fiskiri úti
af Vestfjörðum, gjarna gott
fiskiri af kola á nóttinni.
Hvort við fiskuðum ilandhelgi?
Það var ekki eins algengt og fólk
imyndar sér. Auövitað kom það
fyrir, en það varinnan við 10% af
veiðitimanum. Það skal ég
ábyrgjast. En skipstjórinn verður
að gera það sem hann getur til
þess að standa i stykkinu og þeg-
ar menn höfðu stundum ekkert
fengið i einhverja daga, — ja,
hvað átti þá að gera”.
— En svo viö hverfum aftur til
1967. Hvað hafðir þú hugsað þér
að gera við þessa Islensku lög-
regluþjóna?
„Já, það er nú það. Ég bauð
Hilmari reyndar að setja hann af,
þegar viö kæmum til Færeyja, en
sagði jafnframt að honum væri
velkomið að koma með til Eng-
lands og njóta þess að eiga
„weekend” i Grimsby. Til þessa
kom nú þó aldrei. Ég reyndi aö
gera lögregluþjónunum lifið sem
þægilegast áður en úr höfn var
haldið ogbauð þeim upp á tebolla
að góðum breskum sið þvi ekki
gat ég boðið lögregluþjónum neitt
stcrksr h ^
Já það kom ágæt skopmynd hér
Enannars hafði ég góð kynni af
Islendingum. Ég byrjaði meö
Páli Aðalsteinssyni á sjó og
„Brandur” var að hálfuleytii is-
lenskri eigu. Já, um Islendinga er
margt gott aö segja. En ekki leist
mér á matargerðina þeirrai tugt-
húsinu hérna. Þetta fina hráefni
en alveg hræðilega matreitt!
— Hver er hugur breskra
togarasjómanna til islendinga
nú?
„Ég get vel skiliö aö þeir séu
ekki ánægðir með sinn hlut, það
er eðlilegt. Skipin verða nú að
sigla út um öll höf, til fjarlægra
staða og mega varla nokkurs
staðar vera. Auðvitað eru menn
ekki ánægðir. Ég er hins vegar
þeirrar skoðunar að við hefðum
átt að þiggja boðið um 60 þúsund
tonnin á sfnum tima og halda dyr-
unum þannig opnum til samninga
um frekari veiðar siðar. En það
er annað mál”.
— Þegar þú litur til baka.
Hvernig ævi var þessi togara-
mennska?
,,Ó, alveg dásamleg. Maður er
alls staðar búinn aö vera, sigla
um aliar mögulega fiskislóðir, við
tsland, Labrador og Hvitahaf.
Minnstu ekki á það. Ógleyman-
legar minningar.
— Reynir jafn mikið á
skipstjórann nú og var, þegar
skipin eru orðin svona fullkomin?
„Engin tæki eöa skip leysa
góöan togaraskipstjóra af hólmi.
Aivegsama hvað þeir finna upp. t
gamla daga var það svoleiðis að
sumir f iskuðu og fiskuöu en næsti
maður ekki. Menn þurfa aö kunna
á trollið, kunna að toga, hafa
þetta i blóðinu. Sumir læra það
aldrei”.
— Nú hefur þú hætt skipstjórn
og rekur skemmtistaði i Grims-
by?
„Já, ég á fjóra skemmtistaði i
Grimsby. Þar er bingó, billiard
ogennfremur (81 greiðasala,kaffi
sterkir drykkir og hvað eina. Til
minkoma 18 þúsund gestir á viku.
Þorkell annar lögreglumann-
anna frá þvi á árunum hefur
komið i heimsókn til min og næsta
sumar á ég von á að Hilmar liti
við hjá mér. Af þessum ágætu
vinum hef ég þegið gjafir i þess-
ari ferð minni núna, þessi
vönduðu ullarteppi og það sem
gladdi migekkiminna, — sli'paöa
hvaltönn með merki lögreglunnar
á tslandi”.
—AM
■ „Ef eitthvað var, þá fannst mér tslendingar almennt full alvörugefnir. Mér fannst þvi ekki til of
mikils mælst þótt þeir reyndu að taka gamni svona einu sinni”.
■ i för með Newton nú eru þeir van Bergh, útvarps og blaðamaður,
sem er aðrita ævisögu hans og Clifford sonurhans.
i islensku blaöi af þessu. Þar var
ég sýndur i brúarglugganum að
bjóða lögregluþjónunum i teboll-
ana, meðan strákarnir hömuðust
við að mála yfir nafn og númer.
Æ, égvildiaðég ætti þessa mynd
enn. Ég lánaði hana blaðamönn-
um og vitanlega var henni aldrei
skilað aftur”.
— Nú var um það rætt aö þú
kynnir að fá ákæru i Englandi
fy rirað mála yfir nafn og númer?
„Já, eitthvað var um það rætt,
ensvo fór nú samt að ekkert varð
úr neinu sliku. Raunin var lika sú
að þetta hefði breytt afar litlu. Ég
vissi að ensku og islensku togar-
arnir voru að fiska við Eldey og
Eyjar og auövitað hefðu þeir
þekkt skipið hvortsem var. Þetta
var eiginlega ástæðan fyrir þvi að
ég fór vestur fyrir Snæfellsjökul
en ekki suður fyrir þvi ég vissi að
þar var mest hættan á að ég
þekktist”.
— Þú hefur þá gert þér raun-
verulegar vonir um að sleppa úr
greipum Islenskra yfirvalda?
„Já, það geröi ég. Ég vissi það
hérna og hérna (nú bendir New-
ton á höfuö sér og hjartastað) að
þetta átti að geta tekist. Það var
snjókoma og afar slæmt skyggni
þennan dag og möguleikar mínir
voru þvi hreint ágætir á að kom-
ast undan. Ég haföi ákveðið að
fara vestur á Dohrnbanka og
fiska þarum hrið og halda svo til
Englands. Ég verð að segja að
það kom mér ákaflega mikið á
óvart þegar flugvélin birtist
skyndilega beint yfir okkur. Nú
hef ég komist að þvi að það átti
sínar skýringar...”
— Ilverjar voru þær?
„Jú, þvi miður var það svo aö
Quisling var um borð, — loft-
skeytamaðurinn. Þessu komst ég
að nú á dögunum. Hann hafði á
laun samband við Islensku land-
helgisgæsluna og sagði þeim á
hvaða rás þeir gætu miðað mig
út. Þannig var nú það.
Ég minnist þess núna að ég sá
islensku lögregluþjónana inni hjá
loftskeytamanninum, en klefi
hans var undir brúnni. Ég sagði
lögregluþjónunum að þeir mættu
ekki vera hérog fékk þau svör hjá
„Quisling” að þetta væri allt i
lagi. Þeir væru bara að spjalla
saman. Ja, hefði maður vitað
þetta þá!”
— Þegar lesnar eru frásagnir
Islenskra blaða frá þessum at-
burði er samt ekki að sjá að þú
hafir veriö sérlega hnugginn
þrátt fyrir allt?
„Nei, það var nú eitthvað
annað. Auðvitað var þetta mest
grin í aðra röndina. Þú spurðir
áðan hvernig mér hefði fallið við
Islendinga. Ef eitthvað er þá
fannst mér þeir stundum ánum
of alvffl’ugefnir. Þvi fannst mér
ekki tíl of mikils mælst að þær
gætu tekið gamni svona einu
sinni!