Tíminn - 14.03.1982, Síða 22
Sunnudagur 14. mars 1982
22
á bókamarkaði
acm
THE
FUJTE-PLAYER
D M.THOMAS á
D.M. Thomas:
The Flute-Player,
Picador 1982
■ Bretar eru nú i sjöunda
himni, bókmenntir viröastaft-
ur eiga upp á pallboröið hjá
lesendum, raunverulegar bók-
maintir. Fjórar bækur hafa
selst firna vel að undanfömu,
eftir gömlu kempurnar Bur-
gess og Golding, og nýliöana
Salman Rushdie og D.M.
Thomas. Engin seldist betur
en bók Thomas, Hvíta hótelið,
enda tóku Bandarikjamenn
ástfóstri viö þær sálfræöilegu
pælingar sem þar voru i
bókarformi — hér er önnur
bók eftir sama höfund.
Flautuleikarinn kom fyrst út
1979 og gerist i borg sem aldrei
er nefnd en ekki fer milli mála
aðer Leningrað. Þetta er saga
um listir, eða öllu heldur lista-
menn, undir ráðstjórn, bókin
er m.a. tileinkuð Pasternak og
Osip Mandelstam. Einn dag-
inn eru listamennirnir ofsótt-
ir, þann næsta sleppa þeir
rækilega fram af sér beislinu.
Þungamiðja sögunnar, er
flautuleikarinn Elena, gjaf-
mild kona á fleiri en einn hátt,
hún heldur hlutunum gang-
andi þegar allt virðist vera að .
hrynja til grunna, verða óreið-
unni að bráð. D.M. Thomas '
virðist óðum að festa sig i
sessi sem einn sérkennilegasti
og athyglisverðasti höfundur á
Englandi.
TOH
STOPPARD
A'lapti'd frcm
Kincn3uii Viillersich m.i.lion
Tom Stoppard:
On the Razzle,
Faber & Faber 1982
■ Stoppi karlinn hefur gert
dálitið af þvi undanfarið að
færa leikrit úr austur-
risku/þýsku umhverfi i ensk-
an búning. Hann samdi t.a.m.
leikgerð af Das Weite Land
eftir Arthur Schnitzler og var
það sýntírómaðri uppfærslu i
Olivier, hér hefur hann tekið
Einen Jux will er sich machen
eftir Johann Nestroy til með-
feröar. En þar sem leikur
Schnitzlers var i raun og sann
ádeila á hnignandi þjóðlif er
On the Razzle ekkert annað en
skopleikur. Nestroy samdiein
áttatiu leikritá sinni tið, feiki-
vinsæla gamanleikien féll sið-
an igleymsku. Þó hafa ýmsir
leitað til hans, Thornton Wild-
er samdi The Matchmaker
upp úr Einen Jux... og úr þvi
var siðan gerður söngleikur-
inn Hello Dolly. Stoppard fer
allt aðra leið. Hann heldur
söguþræði Nestroys að mestu:
tveir þjónar bregða á leik i Vin
er húsbóndi þeirra er fjarri og
verður úr þvi mikið vesin, en
replikkureru allar hans eigin.
Children
Salman Rushdie
‘The litcrary map ítf toiiia
isaboullohervdrawn-.
iMidnigtn’s Cbildren
suundslikeaconlinent
linding itsvoice.An
aulhortnwclcome
tuwurldcompany'
NCWWHKTIMES
fiCóIS*
ofthcKiSI I
'X*' $3r liookcr iVize
Salman Rushdie:
Midnight’s Childrcn,
Picador 1982
■ Likt og D.M. Thomas skaut
Salman Rushdie allt i einu upp
kollinum i enskum bdk-
menntaheimi án þess að til-
heyra honum i raun og veru.
Rushdie er Ind ver ji en
skrifar að sönnu á ensku.
Hann fæddist i Bombay árið
1947 og hafði gefiö út eina
skáldsögu á undan þessari, sú
hét Grimus. Það voru aftur á
möti Börn lágnættisins sem
vöktu á honum þessa lika at-
hygli, er bókin kom út i fyrra-
sumar. Það er eng-
inn leikur að ætla sér að lýsa
þessari bók, margir gagnrýn-
endur hafa þvi valið þánn kost
að segja að hér sé Indland lif-
andi komið. Bókin er fremur
löng og frásögnin ekki ýkja
hröð, hér segir frá ferðalagi
um indverskt þjóðfélag og fyr-
ir þann sem ekki þekkir til
hlýtur bókin að verða sem
opinberun. Stillinn er yfir-
höfuð ljóðrænn og fallegur en
Rushdie tekur undir sig mörg
hliðarstökk til að varpa ljósi á
hina og þessa þætti indversks
þjóðli'fs, persónur eru fjölda-
margar og höfundurinn auð-
sæilega sagnameistari par
excellance.
One woman's ViArrowínj'
expenencc became a
sbocV l'cftscilcr
AN AinDfflOGRAPHV
LindaLovdace
with MikcMcGrady
Linda Lovelace + Mike Mc-
Grady: Ordeal, Star 1982
■ Assi sker þessi bók sig úr
meðal hinna þriggja. Hér er
komin sjálfsævisaga ,,klám-
myndadrottningarinnar”,
sem svo var eitt sinn kölluð,
um það bil sem hún saug sig
gegnum klámarann viöfræga
Deep Throat... Varð aö sögn
ekki betur séð en Linda hefði
mestu skemmtun af öllu sam-
an en að sjálfsögðu var maðk-
ur í mysunni. Linda, sem hét
ekki Lovelace heldur Bore-
man, var i verunni fangi
skúrks nokkurs sem hafði af
henni gögn og gæði og leigði Ut
til ýmissa hluta sem fæstar
stúlkurkynnast. Eftir margra
ára baráttu tókst henni loks að
sleppa endanlega frá honum
og skrifaði þá þessa bók,
ásamt blaðamanninum Mc-
Grady, til að ,,set the record
straight”. Og það lukkast
bærilega. Bókin ber furðu lit-
inn svip af æsiblaðamennsku,
fyrir báðum vakir sýnilega að
varpa ljósi á hlutskipti þeirra
stúlknasemlenda afeinhverri
slysni i net klámmangara,
sem kunna aö haga hlutunum
svo að þeir hafa i raun öll ráð
fórnarlambanna I hendi sér,
þeirhirða gróðann —sem oftá
tiðum er gifurlegur — og
niðurlægja og kúga stúlkurnar
á allan hugsanlegan máta.
Ordeal er réttnefni á bókinni!
Nöldur
nóbelshafa
PATRICK WHITE REKUR
ÓTRÚLEGAR RAUNIR SÍNAR
■ Nóbelsverölaunahöfundurinn Patrick White
hefur nýlega sent frá sér æviminningar sínar sem
vakið hafa furðu bókmenntamanna. Bókin er sem-
sé nöldur frá upphafi til enda, skrifuð af hams-
lausri fýlu og að því er virðist fyrirlitningu á sam-
ferðamönnum rithöfundarins.
Boris Pasternak sagði eitt sinn að kosturinn við
að vera rithöfundur væri „að þó listamaðurinn deyi
þá er ánægjan sem hann hefur haft af lífinu ódauð-
leg, bundin í persónulegt en þó alþjóðlegt form, svo
aðrir geta endurupplifað gleði hans". I hinni bitru
en hreinskilnu ævisögu Whites finnur maður á hinn
bóginn litla lífshamingju. White f jölyrðir um allan
þann vonda mat sem hann hefur étið á ævinni, alia
þá f jaðralausu strætisvagna sem hann hefur ekið i
öll þau biluðu klósett sem hann hefur skitið í og allt
það hvimleiða fólk sem hann hefur hitt á lífsleið-
inni. Hann er jafnvel pirraður á þvi að hafa hlotið
Nóbelsverðlaunin, segir að það hafi verið álíka
þreytandi og að hafa læst lyklana inní bil sínum í
þrumuveðri.
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar. Tekiö skal fram að um kynningar er að ræöa en
öngva rltdóma.
Glæsilegir hæfileikar
þeirra til að láta mér
leiðast"
White fékk verðlaunin árið 1974
og alla tið siðan hefur hann haldið
dyggan vörð um einkalif sitt.
Hann veitir ekki viðtöl og segist
ekki mundu hafa tima til að lifa
eða vinna ef hann gerði ekkert
annaö en blaðra um sjálfan sig og
verk sin. Or ævisögunni má hins
vegar lesa sitt af hverju. Lesari
kemst til að munda að þvi að
White er kynvillingur, sem að
visu hefði mátt giska á eftir
siöustu bók hans, The Tayborn
Affair — hann kemst aukinheldur
að þvi að hann fæddist áriö 1912 i
London sonur auðugra Astraliu-
búa og að hann var sendur aftur
til Englands til að ganga i einka-
skóla og siðan til Cambridge að
lesa nýmál. Hann var haldinn
astma og litill fyrir mann að sjá,
ekki sá kröftugi erfingi sem hann
efar ekki að foreldrar hans hafi
vonast eftir. Um foreldra sina rit-
ar hann af mikilli fyrirlitningu:
„Ég þoldi ekki glæsilega hæfi-
leika þeirra til að láta mér
leiðast, né heldur þráláta viðleitni
móður minnar til að ákveða hvað
mér væri fyrir bestu en meðal
þess var að senda mig i fangelsi i
skóla nokkrum hinum megin á
hnettinum”. Eina ánægjan sem
White fékk út úr lifinu siðarmeir
var ást hans á Grikkja nokkrum
sem hann hitti i siðari heims-
styrjöldinni. Sá hét Manoly Las-
caris og stóð samband þeirra i 40
ár. Einnig hafði V/hite nokkra
gleði af ritstörfum sinum og trú-
hneigður var hann og er þóti hann
skilgreindi trúarhugmyndir sinar
ekki nákvæmlega.
Tækni móðurinnar með
svipuna óaðfinnanleg
1 ævisögunni segir White frá
ýmsu þvi sem seinni tima ævi-
söguritarar eiga áreiðanlega eftir
að gera sér mat úr, ekki sist þeir
sem gaman af af sálfræði. Faðir
Whites, „pervisinn og mildur”,
lét móðurina um að hýða dreng-
inn, „en tækni hennar með
svipuna var óaðfinnanleg”. Hann
hefur enn ekki fyrirgefið þeim, er
ennþá reiður vegna þeirrar
skemmtunarsem þau höfðu af til-
raunum afkvæmisins til að tjá
hugmyndir sinar. Vænta má hins
vegar að almennum lesara þyki
bók Whites nokkuð erfið aflestr-
ar. Svo virðist sem White ögri
beinlinis lesara sinum með þvi að
sneyða af miklum hroka hjá réttri
timasetningu, kynna mjög form-
lega allar persónur til sögunnar
og með þvi að snúa setningunum
á alla kanta og nota óvænt
likingamál.
Bókin hefst að visu i æsku hans.
Hann var „grænn, veikludrengur
drengur sem sá og vissi of mik-
ið”. Hann fjölyröir um alla
hugsanlega ættingja sina og fer
ómildum höndum um þá flesta,
siðan er hann sendur i skólann
sem hann hataöi. f skólunum á
Englandi var White sifellt
minntur á „vansköpun mina —
uppruna minn i Ástraliu”. Það er
ekki fyrr en sögusviðið verður
London og siðan New York i
seinni heimsstyrjöldinni sem
auðvelt er að lesa. Það er þó eink-
um vegna þess að við könnumst
fyrirfram við umhverfið og
getum þvi metið lýsingar hans
sjálfs — eins og: „málmregnið i
London” eða: „hin leiðinlegu
Alexandriu, kramin milli sjávar
og eyðimerkurinnar svo undan-
komuleiðir voru engar nema
framhjáhald og bridge-spil”.
Fýlan er ótrúleg!
White var i leyniþjónustu
breska flughersins i heimsstyrj-
öldinni og hafði meðal annars
þann starfa að leita i likum flug-
manna sem skotnir höfðu verið
niður svo og að lesa og ritskoða
bréf sem flugmennirnir sendu til
ættingja sinna og vina. Þau bréf
svo og bréfaskipti hans við
Manoly segir White að hafi verið
einu tengsl sin við raunveruleik-
ann og liklegt má telja að bréfa-
lesturinn hafi ekki haft slæm
áhrif á rithöfundargáfu Whites.
Annars eru lýsingarnar á þessu
timabili þunglyndislegar, eins og
striðið gaf tilefni til. Þó tekur
steininn úr þegar White tekur til
við að lýsa ferðalögum þeirra
Manolys um Tyrkland og Grikk-
land, svo og vinum sínum og óvin-
um i Astraliu. Það fer i taugar
lesara þegar hann þarf stöðugt að
lesa um vondan mat slæmt lofts-
lag, ljót hús og svo framvegis.
Fýlan er ótrúleg. Ekki bara i
óeiginlegri merkingu. White
virðist einnig hrifinn af að lýsa
svitafýlunni af fólkinu sem hann
hitti eða táfýlu. Og hann talar
álika óvirðulega um lesendur
sina.
„Mann langar að æla..."
Raunar segir White berum
orðum að án algerrar einangrun-
ar gæti hann ekki skrifað.
Kritikerinn George Steiner hefur
enda lýst White sem „meistara
einsemdarinnar. bæði i landslagi
og innra með manninum”. Af
ævisögunni má ráða að þær
manneskjur sem White getur
þolað að hafa kringum sig séu
harla fáar. „Ég segi sjálfum mér
að ég megi ekki hata fólk”, skrif-
ar hann. „Ég verð að töfra upp
raunverulegt landslag og það fólk
sem þar býr. En það er erfitt fyrir
imyndir að þrifast i plastveröld
nútimans er maskari drýpur úr
smurðum augum og ofmálaðar
varir gleypa i sig fjöldafram-
leiddan mat. Mann langar að
æla”.
Þrátt fyrir allt væri synd ef þessi
ævisaga sem heitir Flaws in the
Grass, fældi fólk frá að lesa smá-
sögur og skáldsögur Whites. A
Fringe of Leaves og Voss eru
einkum frábær lesning. Báðar eru
sagnfræðilegar skáldsögur um
strauma i bókmenntum fremur
en sálfræði. 1 skáldsögum sinum
hefur White auk þess tekist að
vinna bug á ógeði sinu á öllu þvi
sem hann hatar, þótt vissulega
skini það sums staðar i gegn. Og
þrátt fyrir allt virðist White enn-
þá telja manneskjur þess virði aö
skrifa um þær þó hann þoli þær
ekki. Hann fjallar dálitið um mis-
muninn á þvi að skrifa ævisögu og
skáldsögu og segir meðal annars
að hann lesi aldrei bækur sinar
eftir að hann hefur lokið
prófarkalestri. „Slysist ég til að
lita I þær furðar mig á að finna
þar hluti sem ég fæ ekki séð að ég
hafi skrifað nema þá undir dá-
leiðsluáhrifum. Sumt kannast ég
við af eigin reynslu, annað
minnist ég ekki að hafa skrifað”.
Ekki allt sem sýnist
Titill bókarinnar, Flaws in the
Glass kemur úr gamalli endur-
minningu Whites af gömlum
spegli og virðist gefa til kynna að
varlegt sé að treysta endurminn-
ingunni um of. Og vissulega gefur
þessi bók alis ekki rétta mynd af
White þeim sem skrifaö hefur
skáldsögurnar sem halda munu
nafni hans á lofti. Og þótt hann
virðist fúll og bitur og vondur út i
mennina hefur White gert ýmis-
legt fyrir meðreiðarsveina sina.
Hann hefur stutt ýmsa skóla i
Astralíu dyggilega og féð sem
hann fékk með Nóbelnum notaði
hann til að setja á stofn verð-
launasjóð fyrir óþekkta ástralska
rithöfunda.
Þýtt —ij