Tíminn - 14.03.1982, Side 24

Tíminn - 14.03.1982, Side 24
Sunnudagur 14. mars 1982 nútiminnl ■ bá er lokið vinsældakosningu Nútimans þetta árið, við lofum engu um framhaldið. Kosið var um vinsælustu LP-plöturnar, inn- lendar sem erlendar, og vinsæl- ustu lögin, einnig bæði innlend og erlend. tmtttaka var mikil að okkar dómi, það voru hátt i hundrað seðlar sem bárust hvaðanæva af af landinu og ftfr langt fram úr okkar björtustu vonum. Við þykjumst sjá að það hafi einkum verið aldursflokkur- inn 15—20 ára sem tók þátt i kosn- ingunni og teljum okkur aukin- heldur geta fullyrt að þessi þver- skurður gefi að minnsta kosti a 11- góöa mynd af smekk þessa ald- ursflokks. Samantekin ráð voru ekki um kosninguna, svo mikið er víst. En víkjum nú nánar aö hverri kosningufyrirsig. Þess skal getið að við ákváðum að taka „litlar stórar” plötur gildar sem LP-plötur, teljum að hér á landi sé litið á þær sem slik- ar, þótt eflaust megi deila um þá ákvörðun. Innlendar LP-plötur Bubbi Morthens var ótviræður sigurvegari hérinnanlands. Plata hans Plágan varð yfirburðasigur vegari ihópi innlendra LP-platna og flestöll lögin af plötunni kom- ust auk þess á lista yfir vinsæl- ustu lög ársins. Svo miklir voru yfirburðirPlágunnar að hún fékk þvi' sem næst helmingi fleiri stig INNLEND LoG 1. Segulstöðvarblús, Bubbi Morthens 2. Bjór, Fræbbblarnir 3. Plágan, Bubbi Morthens 4. Ulfur, Þeyr 5. Sekur, Start 6. Bolivar, Bubbi Morthens 7. -8. Chile, Bubbi Morthens 7. -8. Tedrukkinn, Þeyr 9. Himinn og jörð, Gunnar Þórðarson o.fl. 10. Gullúrið, Grylurnar. INNLENDAR LP-PLoTUR 1. Plagan, Bubbi Morthens 2. Mjötviður mær, Þeyr 3. Ekki enn, Purrkur Pilnik 4. Himinn og jörö, Gunnar Þorðarson o.fl. 5 i upphafi skyldi endinn skoða, Utangarðsmenn 6.-7. Grylurnar, Grýlurnar .0.-7. En hún snyst nú samt, Start 3. 9. Tass, Johann Helgason 8. -9. 45 rpm, Utangarðsmenn 10. Sumargleðin syngur, Sumargleðin ERLENDAR LP PLoTUR 1. Dare, Human League 2. -3. Chosts in the Machine, Police 2. 3. Sandinista, Clash 4. Greatest hits, Queen 5. Architecture and morality, Orchestral Manu- veures in the Dark 6. For Those about to rock, AC/DC 7. Tattoo you, Rolling Stones 8.10. Time, Electric Light Orchestra 8.10. Still, Joy Division 8. 10. Best of Blondie, Blondie ERLEND LoG 1. Don't you want me, Human League 2. Magnificent seven, Clash 3. -4. Radio Clash, Clash 3.-4. Start me up, Rolling Stones 5.-7. Hold on tight, Electric Light Orchestra 5.-7. Physical, Olivia Newton-John 5.-7. Souvenir, Orvhestral Manuveurs in the Dark 8.-12. Every little thing, Police 8.-12. Hands up, Ottawan 8.-12. Golden Brown, Stranglers 8.-12. The Voice, Ultravox 8.-12. Ghost Town, Specials en næsta plata á eftir, Mjötviður mær, með hljómsveitinni Þey, en spölkornþar á eftirkom Ekki enn með Purrki Pilnikk. Himinn og jörð Gunnars Þórð- arsonar var ekki langt undan, og þarrétt fyrir neðan var safnplata Utangarðsmannanna sálugu, í upphafi skyldi endinn skoða. Þá var dálitið bil niður í plötur Starts og Grýlanna en næstu plötur voru nokkuð jafnar. Næstar þvi að komast á Kstann voru plötur Þeys, Iður til fóta, Bara-flokksins, Mikka Pollock, Take Me Back, og þeirra bræðra Gisla og Amþórs Helgasona, i Bróðerni. Alls voru það rúmlega tuttugu plötur sem fengu atkvæði i þessari könnun, athygli vakti slæm Utreið Brimklóarplötunnar Glimt við þjóðveginn, sem fékk aðeins þrjú stig en mun þó hafa selstallvel — þá væntanlega ekki meðal þess aldursflokks sem helst tók þátt i þessari könnun. Innlend lög Hér var það Bubbi, Bubbi og aftur Bubbi! Segulstöðvarblúsinn fékk um það bil helmingi fleiri stig en næstvinsælasta lagið, B jór með Fræbbblunum, og aöeins munaði þremur stigum að Plága BuggaMorthens velti Bjórnum Ur sessi. Úlfur Þeys kom þar skammt áeftir, einnig Sekurmeð Start, og siðan var aðeins ör- skammt niður i þriðja Bubbalag- ið, Bólivar. Nokkurt bil var ofani næstu lög, Bubbi var enn á ferðinni og nU með Chile sem varð jafnt Te- drukkinn með Þey. Himinn og jörð af plötu Gunnars Þórðarson- ar var skammt undan en Grýl- umar náðu tiunda sætinu með söng sinum um Gullúrið. Ekki er öll sagan sögð af Bubba Morthens. Rétt fyrir neðan list- ann með tiu efstu lögunum voru tvö lög enn af Plágunni að flækj- ast, Blús fyrir Ingu og Heróin. Bubbi fer þvi langbest út Ur þess- ari könnun. önnur lög sem litlu munaði að kæmust á lista Guöir hins nýja timameð Taugadeildinni, Égfer i friið sem Þorgeir Ástvaldsson syngur (Já! Hvenær fer Þorgeir i frlið?), Bás 12meðÞey, Skólaball með Brimkló, og Af litlum neista með Pálma Gunnarssyni. Það vakti nokkraathygli okkar að það lag, sem var langmest spilað i Rikisútvarpinu á sfðasta ári, skyldi ekki komast hærra á list- ann. Annað sem vekur athygli er að f æs t þessara la ga sem n áðu inn á listann okkar reyndust mikið spiluð i útvarpinu. Þá vekur einnig eftirtekt að ekkert laga Purrks Pillniks náði inn enda þótt Purrkurinn ætti þriðju vinsælustu plötuna. Það lag Purrksins sem næst var þvi að komast á lista var Hvað get ég gert? og siðan Gluggagægir en lög hljómsveitarinnar dreifðust allmikið. Sömu sögu er reyndar að segja af Þey sem átti mörg lög neðarlega á listanum. Erlendar LP-plötur Hér dreifðust atkvæði mun meira en raunin var i innanlands- kosningunni, enda fengu hátt i' 50 plötur atkvæði. Dare með Human League náði nokkuð öruggri for- ystu en þó var ekki mjög langt niður i næstu plötur sem urðu jafnar i öðru til þriðja sæti, nýj- ustu plötur Police og Clash. Safn- plata Queen kom þar i humáttina áeftirogsiðanOMDogAC/DC. Það gladdi okkur gamlingjana ósegjanlega að Rollingarnir skyldu ná inn á lista með nýjustu atkrð sina, Tatto You, en annars munar ekki miklu á plötunum sem eru neðarlega á listanum. Þærplötur sem næstar eru voru meðal annarra Solid Gold með Gang of Four, Visitor með ABBA, Prince Charming með Adam og maurunum, La Folie með Stranglers, safnplata Pink Floyd, Rage in Eden með Ultravox, Get Lucky meö Loverboy, 7 með Madness, og What’sThis For með Killing Joke. Erlend lög Hérdreifðustatkvæði geysilega mikið, einsog raunarsést berlega á listanum, f jöldi laga hefur feng- ið jafn mörg atkvæði. Þó var Human League nokkuð öruggt I efsta sætinu, næstu þrjú lög komu fremur skammt á eftir en siðan var nokkuð langt niður i næstu lögin. Það voru rúmlega sjötiu lög sem fengu atkvæði. Þau sem komust næst þvi að ná á lista, og voru sannlega ekki langt undan, voru Stand and Deliver með Ad- am og maurunum, Centrefold með J.Geil’s Band, Invisible Sun meðPolice ogLet’sGetlt Up með AC/DC. Nokkuð bar á þvi i þessari kosningu að menn greiddu eld- gömlum lögum atkvæði, einkum af safnplötum Blondie og Queen og þau atkvæði gátum við að sjálfsögðu ekki tekið gild. Hins vegar tókum við Radio Clash með enda þótt það muni hafa komið út á þessu ári en ekki i fyrra. Svo dragi hver sinar ályktanir af þessu s em han n vi 11... Verðlaunahafarnir — Fá plötu að eigin vali ■ Eins og við Benni pis margtók- um fram áttu þeir sem tóku þátt i vinsældakosningu Nútimans möguleika á að hreppa dálitinn glaðning, plötu aö eigin vali frá Fálkanum. Við Benni erum menn orðheldnir og höfum nú dregið úr búnkanum sem okkur barst. Fjórir lukkunnar pamfilar skulu þvi setja sig i samband við okkur á Helgar-Timanum, Siðumúla 15, Reykjavik, simi 91-86300, og við munum siðan sjá um að koma plötum þeirra til þeirra með ein- hverjum hætti. öllum hinum þökkum við þátttökuna. Verðlaunahafarnir eru: Stefán Guðmundsson, Hrisalundi 16 e, Akureyri. Sæunn Guðmundsdóttir, Skálholtsskóla, Biskupstungum, Arnessýlu. Helga Vala Helgadóttir, Suðurgata 31, Reykjavik. Kristján Guðmundsson, Barónsstig 61, Reykjavik.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.