Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 25

Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 25
Sunnudagur 14. mars 1982 Hljómleikar Egó á Borginni: Sló í gegn svo um munaði iMjög glaður’ - segir Bubbi Morthens ■ „Þetta gleður min mjög mikiö,” sagöi Bubbi Morthens, þegar viö sögöum honum frá þvi hversu vel hann heföi komiö út úr þessum kosningum. ,,Ég er virkilega ánægöur, eiginlega orölaus, en þessi úrslit munu styrkja mig mikið í minu starfi.” Bubbi starfar nú sem kunnugt er meö hljómsveit- inni Egó, sem mun innan skamms gefa út sina fyrstu plötu. Sú plata mun væntan- lega koma út í byrjun næsta mánaöar. Viö spuröum Bubba hvort nýja platan væri i svipuöum dúr og Plágan sem viröist hafa náö þessum feiknavin- sældum meöal unga fólksins. „Hún veröur ekki ósvipuö, kannski dálitiö poppaöri, en i heild er hún undir töluveröum áhrifum frá Plágunni. Og þaö munar um aö nú er Magnús Stefánsson kominn til liös viö Egó en hann átti ekki minnstan þátt i Plágunni. Þá eru sömu menn viö stjórnvöl- inn á upptökutækjunum, Tómas Tómasson og Gunnar Smári.” Aö iokum sagöi Bubbi Morthens: „Ég held mér hafi ekki veitt af svona góöum fréttum, kannski ég komist nú upp úr þeirri andlegu ládeyöu sem ég hef veriö i undanfariö, þaö hefur veriö mikiö aö gera og svo framvegis. Þarna er þó alla vega ein rós i hnappa- gatiö.” ■ Áður hafði ég séð hljómsveitina Egó nokkr- um sinnum og alltaf leiðst jafn mikið. Núna — það vill segja á Hótel Borg síðast- liðið fimmtudagskvöld — var annað uppi á teningn- um. Hvort sem þar er til- komu Magnúsar Stefáns- sonar trommara að þakka eða einhverju öðru: altént sló Egó i gegn svo um mun- aði. Og Bubba Morthens hefur Luigi ekki séð betri í annan tima! Tónleikarnir hófust um hálf tólf, fullseint fyrir minn smekk og heföi varla veriö vitlaust aö fá aöra hljómsveit til aö hita upp. En bandiö heitir nú einu sinni Egó, ha? Bubbi byrjaöi á þvi aö fara meö ljóö, viö nokkurn undir- leik hinna þriggja, ætli hann hafi ekki fariö meö svona fjögur, fimm ljóö þessa kvöldstund. Satt aö segja þótti mér Morri- son-keimurinn einum of sterkur af þessum flutningi. Að minnsta kosti fyrir sjóaða Doors-aðdá- endur. Raddbeiting og undir- leikur var hvort tveggja komið beinustu leiö af ljóðaplötu Morri- sons, yrkisefnin voru sum hver ekki ólik heldur. Dæmi: „Limur minn grætur” / „Lament for my cock” og áköll til móöur og fööur. En það er nýjabrum af þessu hér á landi og tókst bara vel, að minnsta kosti eitt ljóða sinna flutti Bubbi spontant og hljóð- færaleikararnir lika. Hljóöfæraleikararnir eru orönir býsna góöir. Magnús Stefánsson var simpelthen frábær, kannski voru sólóin hans sum hver of löng. Gitar- og bassaleikarnir hafa einnig styrkst mikiö, eftir þvi sem best varð heyrt. Og Bubbi var öruggari og söng betur en ég að minnsta kosti hef séö hann gera áöur með Egó. Afleiöingar? Jú, lögin sem áöur höfðu virst hundleiöinleg, þung og fráhrindandi reyndust allt I einu vera bara góö. Ég kann ekki aö nefna nema sum þeirra en yrkis- efnin voru af ýmsum toga: hvit- flibbamenn á Kviabryggju, Thatcher og Skinheads á Bret- landi, diskópönkarar hér á landi, innantómt borgaralif og svo framvegis. Og einnegin: útmáluð heimspeki, fyrir neðan, ofan og i mitti, dauðinn. Þar sagöi Morri- son lika til sin stundum. En Bubbi var heldur ekkert aö fara i felur meö áhrifin, hann flutti eitt lag sem annað hvort hét eöa var til- einkaö Jim Morrison. Allt sem sagt i lukkunnar vel- standi, flutningur geysilega markviss, lögin kýld I gegn meö stælum, söngur firna öruggur, lög og textar bara góð. Enda voru áhorfendur ánægöir. Þeir klöpp- uöu hljómsveitina upp þó nokkr- um sinnum og virtust alveg til i að halda áfram. Eins og kemur ef aö likum læt- ur fram einhvers staöar annars staðar hér á siðunni er innan skamms væntanleg plata frá Egó. Sú lofar bara góðu, ef marka má tónleikana — einhverja þá bestu sem Luigi hefur setið undir á sin- um langa og litrika ferli sem poppfréttaritari. — Luigi. Eigum fyrirliggjandi: YAMAHA EC 540, 55 ha. YAMAHA SR 540,58 ha. Kraftur — énding — öryggi VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavlk S. 38 900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.