Tíminn - 14.03.1982, Page 28

Tíminn - 14.03.1982, Page 28
Sunnudagur 14. mars 1982 undanrenna Lolli Alfreðs- son kemur til sögunnar - SEM ER HINN ÖGNARLEGA SLOJ BRÓÐIR OKKAR MANNS í UNDIRHEIMUM Bruninn á Grettis- götu? ■ Alfreð Alfreðsson sat niður- brotinn maður á kaffiteriu Hótels Loftleiða, andlit hans var atað kornflexi og tárum. Draumurinn um aðkomastburt —komast burt til Mandeley — hafði breyst i matrtöð, hann var neyddur til að halda kyrru fyrir hér á landi, út- skúfaður, smáður, meðan gömlu félagarnir i Svörtu svipunni færðu sifellt út kviarnar. Engin von um uppreisn æru fyrir fallinn kóng undirheimanna. Alfreð reis þung- lega á fætur og rölti heim á Barónstiginn með köflóttu ferðatöskuna i hendinni, vonleys- ið skein úr augum hans og æði öllu. Mútta kelling var farin i kaffi og vinarbrauð til vinkonu sinnar á Bergþórugötunni svo það var enginn heima til að sjá niður- lægingu Alfreðs Alfreðssonar. Annars hugar rykkti hann upp stifri skáphurð og fleygði tösk- unni þar inn, er hann ætlaöi að skella hurðinni aftur stirðnaði hann upp. Hann heyrði þvoglu- mælta rödd úr skápnum: „Hvað er að sjá þig, Alfreð? Hver hefur leikið þig svo grátt?” Furðu lostinn stakk Alíreð hausnum inn i „skápinn”. Hann glennti upp augun: „Lolli bróðir! ” „Auðvitað,” ansaði Lolli Alfreðsson draíandi rómi. „Hver hélstu það væri?” Lolli Alfreösson var þremur ár- um yngri en Alfreð, og meöan stóri bróðir var úti sandkassa að eyðileggja l'yrir hinum krökkun- um eða brjóta rúðu kunni Lolli best við sig inni rúmi. Hann þótti snemma ákaflega sloj, og eftir þvi sem árin liöu tóku menn eftir þvi að hann hreyíði sig æ sjaldn- ar. „Hann er svo ósgu sloj, þessi drengur”, þusaði móðir bræðr- anna þegar vinkonur hennar litu inn. ,,Eg veit bara ekkert hvað ég á að gera”. Hún tók það ráð að lát'a leti Lolla afskiptalausa enda hafði hún i nógu að snúast þar sem var Alfreð Alfreðsson, sem þegar á unglingsárum var orðinn krón- prins i undirheimum. Afleiöingin var sú að Lolla leiðst að vanrækja skólann og annað félagslif, þar kom að hann bað um aö sér yrði færður matur i rúmið svo hann þyrftiekki að ganga alla leið inni eldhús eftir soðningunni eða grjónavellingnum. Móðirin lét sig hafa það, enda varð Lolli neyslu- grannur af hreyfingarleysinu svo brátt þurfti aðeins að færa honum mat annan hvern dag og siðan sjaldnar eftir þvi sem drengurinn eltist. Lolli átti einn vin, og hét sá Guðni. Guðni hélt lengst allra tryggö við Lolla og kom á hverj- um degi til að reyna að peppa hann upp. Samræður þeirra urðu æ slitróttari og þagnirnar lengri, að sama skapi óx vinskapur Guðna við móður þeirra bræðra. Alfreö var þá lagstur út og leit ekki inn nema endrum og eins, Guðni varð gömlu konunni kær- kominn félagsskapur. Aö lokum var svo komið að þegar Guðni kom i heimsókn leit hann fyrst inn til Lolla og kastaði á hann kveðju, sem ekki var svarað, siöan settist hann inn i eldhús til mömmunnar. Hún gaf honum að borða og stjan- aði við hann á alla lund, svo sátu þau þegjandi fyrir framan hrör- legt sjónvarpstækið og fylgdust með lifi annars fólks. Þegar dag- skránni var lokið þakkaöi Guðni fyrir sig, kvaddi Lolla i fljótheit- um og fór. Gamla konan fór að lita á Guðna sem sinn eigin son eftir þvi sem minningar hennar um Lolla dofnuðu, og dag einn var svo komið að hún hafði stein- gleymt syni sinum sem lá hreyf- ingarlaus undir sæng i herbergi sinu. t>á versnaði i þvi þegar Guðni hafði einnig gleymt tilveru l.ólla — einn góðan veðurdag spuröi hann sjálfan sig þar sem hann sat yfir rúgbrauðssúp- unni:,,Hvað ér ég að gera hér?” Hann fann ekkert svar og kom ekki aftur, gömlu konunni til mikiliar sorgar. Og i bráðum fjögur ár hafði enginn munað eftir þvi að til væri piltur meö nafninu Lolli Alfreðs- son, nema ef vera skyldi Alfreð eldri en af honum fór engum sög- um siðan hann skrapp á þorra- blótið 1956. Sjálfum leiö Lolla prýðilega undir sænginni enda var hann að eðlisfari afskaplega sloj. Nú — þegar Alfreö stóri bróðir hafði ruðst inná hann og i þessu lika ásigkomulagi — fannst Lolla hins vegar ekki úr vegi að opna munninn og tala. Eftir að Alfreð hafði jafnað sig af sjokkinu sagði hann Lolla alla sólarsöguna: af svikum Arfs Kelta og kliku hans, niðurlæging- unni sem Alfreð sjálfur mátti búa við,og loks reisunni misheppnuðu til Mandefey. Lolli bróðir var inn við beinið vænsta skinn og nú sá hann að við svo búið mátti ekki standa. Hann ákvað að taka til óspilltra málanna. Eftir að Alfreð var farinn fram aö sjæna sig ofurlitið til einbeitti Lolli öilum kröftum sinum — og sjá: visifingur hægri handar bif- aðist um nokkra sentimetra. Eftir tveggja vikna þrotlausar æfingar hafði Lolli safnað svo miklu afli að hann lét færa sér sima og hringdi þvi næst i fornvin sin Guðna. „Þetta er Lolli”, sagði hann. „Lolli Alfreðsson, „bætti hann við þegar Guðni hváði. Það urðu fagnaðarfundir i simalíum og Guðni flýtti sér i heimsókn. Eftir að hafa spurt tiðinda sneri Lolli sér að efninu. Hvort Guðna langaði ekki til að kaupa sér lik- amsræktartæki, verða vöðvamik- ill og sterkur. Ha, jújú, Guðni var til i það, hafði raunar lengi ætlað sér þaðen aldrei komið i verk. Nú hvatti Lollihann óspart áfram og tókst aukinheldur að sannfæra hann um að rétti staðurinn fyrir umrædd likamsræktartæki væri hvergi annars staðar en i her- bergi Lolla. Með það fór Guðni i bæinn og eyddi öllu sparifénu sinu sem hann hafði ætlað til kaupa á átta silindra Mústáng ’73 i kraftlyft- ingatæki handa Lolla. Næstu vikur æfði Lolli sig þrot- laust, pumpaði járn eins og hann hefði aldrei gert annað á ævinni og stæltist með hverjum degin- um. Alfreð eldri bróðir hans varð hins vegar stöðugt minni fyrir mann að sjá og hreyfði sig helst ekki út fyrir dyr af ótta við að fyrri félagar hans eða óvinir hi- uðu á hann. Þar kom að Lolli lagði niður tækin og sagði styrkum rómi: „Nú læt ég til skarar skriða. Hertu upp hugann, Alfreð bróð- ir.” Þvinæst æddi Lolli eins og grenjandi ljón niðrá Austurvöll — þvi þaðfannst honum bæði rétt og upplagt — öskraði svo að undir tók i Alþingishúsinu: „Hvarertu —Arfur Kelti!” Svo tautaði hann i barm sér: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.” framhald ■ Einhver ónefndur laumaði að okkur eftirfarandi bókarkafla úr bókinni Fólkið mitt, og fleiri dýr, eftir Gerald Durrell, sem þýdd var á islensku fyrir allmörgum árum. Hinn óþekkti lét þessi skilaboð fylgja, stafrétt: „Litil- lega stilfærður útdráttur um brunann á Grettisgötu”. Og taki þeir til sin sem eiga... „Já, eldsvoði”, byrjaði hann með glampa i augum. „Hef ég sagt ykkur frá þvi þegar slökkvi- liðið á Korfú var endurbætt? Slökkviliðsstjórinn hafði sem sé verið i' Aþenu og orðið — hér — ákaflega hrifinn af nýju slökkvi- tækjunum þar. Honum fannst timi til kominn að Korfú kveddi slökkvidæluna á hestvagninum og fengi sér slökkvibil og hann átti aðverarauður og gljáandi. Ýms- ar fleiri endurbætur hafði hann i huga og það mátti segja, að hann logaði af áhuga þegar hann kom heim. Það fyrsta sem hann lét gera var að brjöta kringlótt gat i loftið á slökkvistöðinni svo að slökkviliðsmennirnir gætu rennt sér niður staur eins og vera ber. Svo virðist sem ákafi hans í að endurnýja allt hafi verið svo mik- ill að hann gleymdi staurnum, þvi að á næstu æfingu eftir breyting- arnar fótbrotnuðu tveir slökkvi- liðsmenn”. „Nei, Theodore, nú neita ég að trúa”. „Blessaður vertu, þetta er heilagur sannleikur. Þeir komu með mennina til min til að láta taka af þeim röntgenmyndir. Það kom i ljós, að slökkviliðsstjórinn hafðialveg gleymt að segja þeim frá þessu með staurinn og þeir héldu að þeir ættu að stökkva niður um gatið. En það var nú bara byrjunin. Með ærnum til- kostnaði var keyptur ákaflega stór slökkvibill. Slökkviliðsstjór- inn heimtaði þann stærsta og besta. Þvi miður var hann svo stór að þeir gátu ekki ekið honum nema i eina átt frá slökkvi- stöðinni þið vitið nú hve þröngar göturnareru. Það var þvi algengt að mæta þeim flautandi og hringjandi á æsihraða frá bruna- staðnum. Þegar svo komið var Ut úr borginni á breiðari veg, sneru þeir við og óku að eldinum. En furðulegast var þó þetta með brunaboðann sem slökkviliðs- stjórinn lét kaupa. Það var einn af þessum finu með sima undir gleri — þú verður að brjóta glerið til að geta kállað i si'mann. Nú upphófst mikil deila um það hvar hengja ætti brunaboðann. Slökkviliðsstjórinn sagði mér sjálfur, að vandinn hefði verið mikill, þvi þeir vissu ekki fyrir- fram hvar eldur myndi brjótast út. Til þess að fyrirbyggja allan rugling, þá settu þeir bruna- boðann á hurðina á slökkvi- stöðinni”. Theodore gerði hlé, fékk sér vinsopa og kóraði sér i skegginu. „Þeir voru rétt aðeins búnir að koma öllu fyrir, þegar fyrsta eldsvoðann bar að höndum. Eg var svo heppinn að vera nær- staddur og fylgdist með öllu saman. Það kviknaði i bilaverk- stæði og eldurinn var búinn að ná sér vel niðri þegar eigandinn var búinn að hlaupa að slökkvi- stöðinni og brjóta glerið á bruna- boðanum. Það leiddi til nokkurra orðahnippinga, þvi slökkviliðs- stjórinn reiddist þvi að bruna- boðinn skyldi vera brotinn svona fljótt. Hann sagði manninum, að hann hefði átt að berja á dyrnar, brunaboðinn værispánnýr og það tæki hann margar vikur að fá i hann nýtt gler. Loksins var þó brunabilnum ekið Ut og slökkvi- iiðsmennirnir kallaðir saman. Slökkviliðsstjórinn hélt stutta ræðu og hvatti mennina til að gera skyldu sina. Næst tóku þeir sér stöðu. Smávegis ósætti kom upp út af þvi hver ætti að hringja klukkunni, sem endaði með þvi að slökkviliðsstjörinn gerði það sjálfur. Eg verð að segja, að þeg- ar slökkvibíllinn kom, þá var hann mikilfenglegur á að sjá. All- ir stukku af honum og þeyttust fram og aftur og virtust ákaflega vel skólaðir. Þeir greiddu sundur langa slöngu en þá kom babb i bátinn. Enginn gat fundið lykilinn til að opna afturdyrnar á bilnum, þar sem tengja átti slönguna. Slökkviliðsstjórinn sagðist hafa fengið Yani hann en Yani var i leyfi. Eftir mikið rifrildi hljóp einhver heim til Yani, en sem bet- ur fór var það skammt að fara. A meðan þeir biðu, dáðust slökkvi- liðsmennirnir að bálinu sem nú logaði verulega glatt. Sendi- maöurinn kom aftur og sagði, að Yani væri ekki heima, kona hans hefði sagt, að hann væri farinn til að horfa á brunann. Þá var tekið að leita i áhorfendahópnum og slökkviliðsst jóranum til hneykslunar fundu þeir Yani þar með lykilinn i vasanum. Slökkvi- liðsstjórinn benti réttilega á i reiði sinni að einmitt svona at- burðir sköpuðu vantraust. Jæja, þeir opnuðu slökkvibilinn.tengdu slönguna og skrúfuöu frá vatninu. En þá var nú harla litiö eftir af bilaverkstæðinu til að slökkva i”.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.