Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 6
6 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Kjararáð hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að lækka laun helstu ráða- manna og æðstu embættismanna þjóðarinnar þar sem of skammt sé liðið frá því efnahagsáföll dundu yfir, kjarasamningar hafi ekki verið endurskoðaðir og traust gögn um launaþróun síðustu tveggja mánaða liggi ekki enn fyrir. Svar ráðsins má þó skilja þannig að ákvörðunin verði endurskoðuð þegar upplýsingar liggja fyrir. „Í ljósi þess að skammt er liðið frá því að efnahagsáföllin dundu yfir, kjarasamningar hafa ekki verið endurskoðaðir og traust gögn um launaþróun síðustu tveggja mánaða liggja ekki enn fyrir, telur kjararáð ekki lagaskilyrði til að fella nýjan almennan úrskurð um laun og starfskjör þeirra, sem úrskurðarvald ráðsins tekur til,“ segir í bréfi sem ráðið sendi til for- sætisráðherra. Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra tilkynntu fyrir tæpum hálfum mánuði að ríkisstjórnin myndi óska eftir því við kjararáð að lækka laun ráð- herra og helstu embættismanna um 5 til 15 prósent. Ráðherrarnir kynntu svar ráðsins í gær og sögðu jafnframt að ríkisstjórnin myndi ekki láta staðar numið við þetta heldur leita annarra leiða til að lækka launin. Lagasetning væri ein af þeim leiðum sem kæmu til greina. „Ef þessi leið gengur ekki þá finnum við aðra leið,“ segir Geir. - ghs LÆKKAR EKKI LAUNIN Frá fundi kjara- ráðs í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kjararáð telur sig ekki hafa forsendur til að lækka laun helstu ráðamanna: Stjórnin leitar annarra leiða Húsmóðir í Hlíðunum lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að finna langt hár og torkennilegt kusk í piparoststykki frá Osta- og smjörsölunni. Hún hringdi í framleiðandann og þar sagði alúðleg kona henni að koma endilega með sönnunar- gagnið upp í Bitruháls. „Eftir að hafa hringsólað um svæðið fann ég loks afgreiðsluna,“ skrifar húsmóðirin. „Börnin biðu út í bíl á meðan ég fór inn með ostinn. Þar sátu tvær konur á kafi í tölvum sem litu ekki upp þótt ég ræskti mig itrekað við afgreiðsluborðið. Eftir dúk og disk hringdu þær þó eitthvert inn í fyrirtækið, tóku ostinn og tóku niður upplýsingar um mig. Daginn eftir kom svo starfsmaður heim til mín með sex piparosta í rifnum kassa. Mér hefði nú þótt eðlilegra að einhver hefði þakkað mér fyrir samviskusemina og fyrirhöfnina, enda er Osta- og smjörsalan ekki beint í leiðinni fyrir mig. Hvað er annars best að gera þegar aðskotahlutir birtast í matnum manns?“ Þegar matvara er ekki eins og hún á að vera skal hafa samband við heilbrigðiseft- irlit þess sveitarfélags sem varan var keypt í. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er með tvo símatíma á dag, kl. 8.30-9 og kl. 13-14, í númerinu 411 8500. Neytendur: Hvar á að kvarta yfir ónýtri matvöru? Hár í piparosti TÁKN UM LITLA ÞJÓNUSTULUND „Computer-says- no“-kerlingin í Little Britain.  VERKEFNASTJÓRNUN meðMortenFangel 12.14.janúar2009 Árangurogagiístjórnunverkefna Skráningáwww.opnihaskolinn.is VERK RNUN með Fangel 12.-14. janúar 2009 rangur og agi í stjórnun verkefna Skráning á www.opnihaskolinn.is Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is FJÖLMIÐLAR Það er til skammar að Ríkisútvarpið sem opinbert hluta- félag skuli vera í fararbroddi með fjöldauppsagnir, segir í ályktun starfsmannafundar sem haldinn var í gær vegna niðurskurðar- aðgerða hjá stofnuninni. Starfs- menn krefjast þess að nýtilkynntar uppsagnir verði dregnar til baka og hafna skerðingu á samnings- bundnum réttindum og kjörum. Páll Magnússon útvarpsstjóri kynnti endurskoðaða rekstrar- áætlun stofnunarinnar á fimmtu- daginn. Niðurskurðurinn verður 700 milljónir króna og rúmlega fjörutíu starfsmönnum var sagt upp. Í kjölfarið hefur risið alda óánægju og mótmæla starfsmanna fyrirtækisins og félög þeirra hafa ályktað hvert af öðru. Eru aðgerð- irnar gagnrýndar á þeim forsend- um að vegið sé að getu stofnunar- innar til að rækja hlutverk sitt. Eins hafa laun útvarpsstjóra og aðgangur hans að bifreið verið gagnrýnd; forréttindi hans séu sem blaut tuska í andlit þess starfsfólks sem missi nú vinnuna í sparnaðar- aðgerðum. Það sé réttlætismál að æðstu stjórnendur fyrirtækisins deili kjörum með öðrum starfs- mönnum. Fundurinn í gær undirstrikar ályktanir sem starfsmannafélög sendu frá sér um helgina og að fyr- irsjáanlegar hömlur á auglýsingar hjá RÚV muni valda frekari sam- drætti og uppsögnum tuga starfs- manna til viðbótar. Útvarpsstjóri hefur sagt að standist endurskoðuð rekstrar- áætlun ekki þýði það frekari upp- sagnir. Rekstur RÚV sé hins vegar í fullkominni óvissu á meðan ekki liggja fyrir ákvarðanir um tekju- möguleika og hver nefskatturinn verður, en hann tekur við af áskriftargjöldum í byrjun árs 2009. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir hefur sagt að frekari niður- skurður hjá RÚV komi vart til greina. Um slíkt sé hins vegar ekki hægt að fullyrða. Útvarpsstjóri hélt fund með Félagi fréttamanna í gær. Félagið hafði um helgina sent frá sér harð- orða ályktun þar sem meðal ann- ars fréttalestur Páls var gagnrýnd- ur og hann afþakkaður. Félagið hefur jafnframt óskað eftir fundi með menntamálanefnd Alþingis til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er starfsfólk RÚV ekki síst óánægt með hvernig staðið var að uppsögnunum fyrir helgi. Trúnaðarmanni rafiðnaðarmanna hjá RÚV var sagt upp með því for- orði að annar starfsmaður hefði tekið við hlutverki hennar innan fyrirtækisins. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, skrifaði útvarpsstjóra bréf vegna þessa og var viðkom- andi starfsmaður endurráðinn. svavar@frettabladid.is Segja uppsagnir hjá RÚV til skammar Starfsmenn Ríkisútvarpsins krefjast þess að uppsagnir starfsmanna verði dregnar til baka. Félög þeirra álykta hvert af öðru. Skorað er á stjórnendur að deila kjörum með undirmönnum sínum. Mótmælaaðgerðir hafa verið nefndar. FRÁ STARFSMANNAFUNDI Páll Magnússon útvarpsstjóri var til svara á fundinum. Svavar Halldórsson fréttamaður var einn þeirra sem tóku til máls. Ekki var um sérstakan hitafund að ræða eða því lýst yfir að starfsmenn ætluðu að grípa til mót- mælaaðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Turni ofaukið Snæfellsbær krefst þess að eigandi byggingar á Hellissandi láti rífa turn ofan af húsinu. Sótt var um leyfi fyrir húsinu en það síðan byggt bæði breiðara, lengra og hærra en gefið var upp. SKIPULAGSMÁL Eldri borgarar fá aðstoð Sveitarstjórn Mýrdalshrepps tekur jákvætt í tilmæli um að sveitarfélagið aðstoði eldri borgara og öryrkja með snjómokstur frá húsum sínum en vill fá umsögn félagsmálanefndar áður en ákvörðun er tekin. FÉLAGSMÁL Brunahúsið rifið Einbýlishús sem brann á Baldursgötu í nóvember verður rifið samkvæmt heimild sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur veitt eigandanum. Eldur kom upp í mannlausu húsinu eftir fikt skólabarna. Ætlar þú að eyða minna í jóla- gjafir í ár en í fyrra? Já 81,5% Nei 18,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru „skrílslæti“ réttnefni yfir aðgerðir mótmælenda að undanförnu? Segðu þína skoðun á visir.is VINNUMARKAÐUR Rafiðnaðarsam- bandið (RSÍ) mótmælir því að Bára Halldórsdóttir hafi ekki verið talin meðal trúnaðarmanna hjá Ríkisútvarpinu þegar henni var sagt upp störfum. Uppsögn Báru var dregin til baka í gær, þegar hún var á leið til lögmanns RSÍ til að skoða lögmæti uppsagnarinnar. Ríkisútvarpið telur að trúnaðar- menn stéttarfélagsins séu tveir, og Bára sé ekki þar á meðal. Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir hins vegar að trúnaðarmennirnir séu þrír. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að uppsögnin hafi ekki verið dregin til baka vegna trúnaðar- stöðu Báru. „Ég lét draga uppsögn- ina til baka einfaldlega vegna þess að ég taldi hana ranga,“ segir hann. - ss Rafiðnarsamband mótmælir: Segja Báru víst trúnaðarmann LÖGREGLUMÁL Karlmaður kýldi lögreglumann að tilefnislausu á lögreglustöðinni í Reykjavík í gærmorgun. Lögreglumaðurinn vankaðist lítillega. Þá hruflaðist hann og það blæddi úr sári. Hann kom sér sjálfur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Árásarmaðurinn hafði skömmu áður verið tekinn fyrir ölvunar- akstur. Verið var að færa hann fyrir varðstjóra þegar hann veittist að lögreglumanninum. Hann gat ekki gefið neinar skýringar á hegðun sinni sökum ölvunar. Af sömu ástæðu var ekki unnt að taka af honum skýrslu fyrr en í gærkvöldi. - hhs Árás á lögreglustöðinni: Ölvaður kýldi lögreglumann KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.