Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2008 13 VERSLUN „Þrátt fyrir kreppuna heldur lífið áfram,“ segir Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri ZO-ON Iceland, sem opnaði sérverslun með útivistar- og íþróttafatnað í Kringlunni á laugardaginn. Hann segir að framvegis verði talað um fyrir og eftir kreppu. „Við erum mjög bjartsýnir og vitum að hverju við göngum,“ segir Jón en hann stofnaði fyrirtækið, ásamt Ámunda Sigurðssyni, fyrir tólf árum. Fram til þessa hafa vörur fyrirtækisins fengist í öðrum útivistarverslunum. Jón segir að svo verði áfram en að með nýju búðinni sé ætlunin að þjónusta viðskipta- vini þeirra enn betur. Jón segir þá félaga sjá möguleika í kreppunni. Fyrir um ári hafi þeir ákveðið að opna verslun en svo hafi kreppan skollið á. „Þá settumst við niður og hugsuðum málið en niðurstaðan var sú að það væri engin ástæða til að vera neitt að slá þetta af. Þetta væri það eina rétta sem við gerðum, að halda áfram enda er fyrirtækið lítið skuldsett og svo höfum við fulla trú á að við Íslendingar náum okkur upp úr þessum öldudal,“ segir Jón. - ovd Fullir bjartsýni opna sérverslun með útivistar- og íþróttafatnað í Kringlunni: Tala um fyrir og eftir kreppu SKIPULAGSMÁL Formanni skipu- lagsráðs, Júlíusi Vífli Ingvars- syni, var á föstudag færður undirskriftalisti með 350 nöfnum íbúa miðborgar, ásamt nýlegri samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar. Mótmæla íbúarnir byggingu Listaháskólans við Laugaveg. Magnús Skúlason arkitekt, formaður Íbúasamtaka miðborg- ar, afhenti Júlíusi Vífli undir- skriftirnar. Samtökin hafa lýst yfir eindreginni andstöðu við fyrirliggjandi tillögu að Listahá- skóla. Segja þau bygginguna allt of umfangsmikla fyrir lítið svæði. Hvetja þau borgaryfirvöld til að finna skólanum annan viðeigandi stað í miðbænum. - hhs Íbúasamtök miðbæjar: Vilja ekki skóla á Laugaveginn MAGNÚS SKÚLASON ARKITEKT Færði formanni skipulagsráðs undirskrifta- lista þar sem lýst er yfir andstöðu við byggingu Listaháskólans við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐLAUN Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) verða veitt öðru sinni í dag í tilefni alþjóðadags fatlaðra. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, stofnun og einstaklingi sem þykir hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfé- laginu. Í tilkynningu segir að leitað hafi verið til aðildarfélaga ÖBÍ, fulltrúa bandalagsins í svæðis- ráðum um málefni fatlaðra og ýmissa annarra aðila sem vinna að málefnum fatlaðra um tilnefningar. - kg Alþjóðadagur fatlaðra: Hvatningar- verðlaun veitt ALLT KLÁRT Iðnað- armenn voru á fullu að undirbúa opnun verslunarinnar þegar ljósmyndara Frétta- blaðsins bar að garði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 - 2 2 1 8 Og allir elskuðu Adam Hann sendi svo mörg jólakort www.postur.is Pósturinn kemur með jólasendingarnar til þín í tæka tíð fyrir jólin. Komdu tímanlega svo að sendingin þín komist í réttar hendur á réttum tíma, innanlands eða utan. Komdu tímanlega með jólakortin og jólapakkana sun 6 7 14 21 28 98 1 2 3 4 5 10 11 12 13 1615 17 18 19 20 22 23 24 25 26 27 29 30 31 mán þri mið fim fös lau Jólapakkar utan Evrópu TNT utan Evrópu Jólakort utan Evrópu Pakkar og kort innanlands TNT til Evrópu Jólakort til Evrópu Jólapakkar til Evrópu Síðustu öruggu skiladagar fyrir jólakort og jólapakka í desember: Hefti ekki vöxt Möguleg skráning verndarsvæðis Breiðafjarðar sem Ramsarsvæði og/ eða á heimsminjaskrá UNESCO má ekki verða til þess að hefta sveitar- félagið við eðlilega uppbyggingu og vöxt, segir bæjarstjórn Stykkishólms. UMHVERFISMÁL LÖGREGLUMÁL Fjórtán ára piltur braust inn í bifreiðaverkstæði á Akranesi fyrr í vikunni og stal öllum þeim bíllyklum sem hann fann. Síðan stal hann bíl og bauð tveimur jafnöldrum sínum í bíltúr. Bifreiðin fannst skömmu síðar mannlaus og mikið skemmd. Piltarnir höfðu í millitíðinni farið aftur á verkstæðið og náð sér í annan bíl. Lögreglan gómaði þá þegar þeir höfðu rúntað víða um sveitir. Fram kom hjá piltunum, sem allir eru fæddir 1994, að sá sem frumkvæðið átti og braust inn í bifreiðaverkstæðið hafi annast aksturinn að mestu leyti. Félagsmálayfirvöldum verður afhent málið til meðferðar. - jss Lögreglan á Akranesi: Fjórtán ára bíl- þjófar á ferð Konur læri að prjóna Amal Tamimi hefur óskað eftir styrk frá Hafnarfjarðarbæ til að halda prjónanámskeið fyrir konur af erlend- um uppruna. Fræðsluráð bæjarins frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi. FÉLAGSMÁL MÝRDALUR Íbúasamtökin Betri byggð í Mýrdal vilja að sveitar- stjórnin hraði gerð aðalskipulags svo hægt verði að koma jarð- göngum í gegnum Reynisfjall á samgönguáætlun. Einnig skora íbúasamtökin á sveitarstjórn og yfirvöld sjóvarnarmála að grípa strax til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara landbrot af völdum sjávar við Vík. Sveitarstjórnin segir að aðalskipulagsvinnunni verði lokið hið fyrsta og leggur áherslu á að framkvæmdir við sjóvörn hefjist svo fljótt sem unnt er. Aðstoðar Landgræðslunnar verði leitað til að fyrirbyggja sandfok. - gar Betri byggð í Mýrdal: Vilja fá göng og sjóvarnargarð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.