Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 23
Tvær stórar bækur handa litlu fólki sem kenna samkennd og anda- gift jólanna fást nú í bókaverslunum. Bækurnar Þegar Jesú fæddist – jólahelgileikur- inn og Venslás konungur segja á hugljúfan hátt frá kærleiksanda jólanna og kenna börnunum að hlusta, að vera og að leika. Aftast í þeim er að finna leiðbeiningar og hug- myndir handa foreldr- um eða kennurum til að nota til að fræða börnin um söguna. Bækurnar eru 32x40 sentimetrar að stærð og gefnar út af Skálholtsútgáf- unni. Þær kosta 1.890 krónur. - rat Bækur fyrir litla Bókin segir frá lítilli stúlku sem leggur sig alla fram í jólahelgileik í skólanum sínum. Forsetahjónin í Hvíta húsinu, þau Laura og George Bush, undirbúa nú síðustu jólin sín í hinu víðfræga húsi. Einn af hefðbundnum jólasiðum í Hvíta húsinu líkt og annars staðar í heiminum er að skreyta jólatré. Um síðustu helgi tók forsetafrúin bandaríska á móti jólatrénu sem prýða mun húsakynni hennar næstu vikurnar. Tréð er engin smásmíði, sex metrar á hæð og ættað frá Norður-Karólínu. Tréð var gjöf til Hvíta hússins og mun standa skreytt í Bláa herberginu um hátíðarnar. - sgi Síðustu jól Bush Laura Bush virðist ánægð með stóra tréð sem prýða mun Bláa herbergið. GÓÐIR INNISKÓR eru klassísk jóla- gjöf. Skrautlegir skór henta yngri kynslóð- inni oft vel á meðan þeir sem eldri eru vilja kannski frekar hefðbundnari skó. Heilagur Bonifatus, enskur trúboði í Þýska- landi á 8. öld, er sagð- ur hafa sett upp fyrsta jólatréð. Á tréð hengdi hann ýmislegt sem tengdist Jesúbarninu. Á 16. öld voru slík tré orðin algeng á þýskum heimilum og gjarnan skreytt með papp- írsskrauti, eplum og sætindum. skolavefurinn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.