Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég keypti bílinn í mars í fyrra. Hann heillaði mig strax þegar ég sá hann því mér fannst hann svo sérstakur í útliti. Áður vissi ég ekki að þessi gerð væri til,“ segir Íris Blómlaug um Toyotuna sína sem hún telur mjög rúmgóða. „Þegar búið er að leggja niður sætin er hún orðin að litlum sendibíl og ég hef notað hana í flutninga bæði fyrir sjálfa mig og fjölskylduna. Maður stígur líka upp í hana en sest ekki niður eins og marga aðra bíla og sér vel í kringum sig úr sætunum,“ bendir hún á og bætir við stolt: „Systir mín á jeppling og minn er jafnhár.“ Spurð út í aksturseiginleika og kraft svarar hún: „Ég man ekki upp á hár hver hestaflafjöldinn er en bíllinn er að minnsta kosti nógu kraftmikill fyrir mig.“ Aðeins kveðst Íris Blómlaug hafa notað Toyotuna sem ferða- bíl. „Maður getur komið enda- laust miklu útilegudóti í hann. Undir sætum og undir gólfinu líka. Þar er hægt að leggja niður eitt sæti eða eitt og hálft. Eitt er enn óupptalið. Ef ég hef lagt bíln- um við verslunarmiðstöð og man ekki hvar hann er þá finn ég hann alltaf mjög fljótlega því hann er hærri en aðrir fólksbílar.“ Synir Írisar kunna líka vel að meta farkost móður sinnar. Bíla- áhuginn er þeim í blóð borinn. „Pabbi var bifvélavirki og dreng- irnir mínir hafa erft bílaáhug- ann,“ segir Íris Blómlaug bros- andi. „Þegar ég var á leið heim úr leikskólanum með þá kunnu þeir að nefna flesta bíla sem þeir mættu. En þegar ég sagði þeim að ég væri búin að kaupa Toyota Yaris Verso Luna voru þeir ekki vissir hvernig hann liti út. Ég lýsti honum þannig að hann væri eins og venjulegur Toyota Yaris nema hvað það væri eins og Guð hefði togað upp toppinn og stækkað hann. Það fannst þeim æðislegt!“ gun@frettabladid.is Eins og Guð hefði togað upp toppinn á bílnum Íris Blómlaug Jack virðist endalaust geta talið upp kosti bílsins síns sem er af gerðinni Toyota Yaris Verso Luna, árgerð 2002. Hún kann vel við hann í snjó og hálku og kvíðir ekki vetrinum. Íris Blómlaug, Fannar Hrafn og Pétur William við fjölskyldubílinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PIPARKÖKUR getur verið sniðugt að kaupa fyrir þá sem hafa nóg að gera. Svo er hægt að fá tilbúinn litaðan glassúr í túbum sem fljótlegt og auðvelt er að sprauta beint á kökurnar. – gefðu af skynsemi Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar Húsasmiðjan · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri X E IN N JG 08 11 002 www.weber.is Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.