Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 4
4 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Í frétt um lokun vinstri beygju við Bústaðaveg í blaðinu á sunnudag var ranglega haft eftir formanni umhverfis- og samgönguráðs að við breytinguna yrði Bústaðavegur að hverfisgötu. Þá eru nokkrir mánuðir síðan borgarráð hafnaði því að leggja mislæg gatnamót á umræddum stað. LEIÐRÉTTING EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur tilkynnt aðgerðir í tólf liðum sem eiga að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Ríkisstjórnin ætlar að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum, breyta lögum þannig að fyrirtækjum verði gert kleift að gera upp árs- reikninga í erlendri mynt aftur- virkt frá 1. janúar 2008 og fara yfir nýsettar reglur um gjaldeyr- ishömlur til að takmarka neikvæð hliðaráhrif þeirra eins og kostur er. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir að „í prinsippinu“ komi til greina að erlendir kröfu- hafar geti eignast allt að 100 pró- senta hlut í nýju bönkunum „en það er allt útfærslu- og samninga- atriði við þessa aðila. Okkur finnst mikilvægast að koma á góðu sam- bandi við þessa kröfuhafa og síðan er hitt útfærsluatriði hversu langt væri gengið ef á annað borð er vilji til að fara þessa leið,“ segir hann. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin ætli að gera bankaráðum nýju bankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu með það að markmiði að vernda störf og stuðla að áfram- haldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja. Stofnuð verði eigna- umsýslufélög á vegum bankanna til að hefja umsjón með eignar- hlutum í fyrirtækjum og óháður umboðsmaður viðskiptavina verður skipaður í hverjum banka. Hvað atvinnumálin snertir ætlar ríkisstjórnin að liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingarsjóðs atvinnulífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þar á meðal erlendra fjárfesta. Ný lög eiga að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að taka þátt í fjárfestingum. Þrátt fyrir niðurskurð í ríkisút- gjöldum leggur ríkisstjórnin áherslu á mannaflsfrekar og atvinnuskapandi framkvæmdir og leitar eftir samstarfi við sveitar- félögin um tímasetningu fram- kvæmda. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra segir að þrátt fyrir samdrátt í framkvæmd- um skipti máli að þær fram- kvæmdir sem þó séu í gangi útheimti meiri mannafla en ann- ars væri ráð fyrir gert. Ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum frá ríkinu vegna björgunaraðgerðanna. Geir segir erfitt að segja hver áhrifin af björgunarpakkanum verða. ghs@frettabladid.is Erlendir kröfuhafar myndu fá bankana Ríkisstjórnin vill bjóða erlendum kröfuhöfum hlutafé í nýju bönkunum, leyfa fyrirtækjum að gera upp ársreikninga í erlendri mynt afturvirkt og breyta ný- settum gjaldeyrishöftum. Erfitt að segja um áhrifin, að mati forsætisráðherra. BANKARNIR BOÐNIR KRÖFUHÖFUM Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynntu tólf liða björgunaráætlun fyrir fyrirtækin í landinu á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Einn liður í aðgerðunum er að bjóða erlendum kröfuhöfum hlutafé í nýju bönkunum, jafnvel sem nemur fullu eignarhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Bankaráð setji sér skýrar við- miðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki. 2 Sérstök eignaumsýslufélög stofnuð á vegum bankanna til að hafa umsjón með eignar- hlutum í fyrirtækjum. 3 Óháður umboðsmaður við- skiptavina skipaður í hverjum banka. 4 Við endurskipulagningu fyrir- tækja valdar leiðir til að hamla samkeppni sem minnst. 5 Ríkisstjórnin liðkar fyrir stofnun endurreisnarsjóðs með þátt- töku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta. Breytir lögum til að lífeyrissjóðir geti tekið þátt í slíkum fjárfestingum. 6 Endurreisnarsjóður hvattur til að taka tillit til góðra stjórn- unarhátta og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. 7 Ríkisstjórnin greiðir fyrir upp- gjöri við erlendra kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. 8 Fyrirtæki geti gert upp ársreikninga í erlendri mynt frá 1. janúar 2008. 9 Lífeyrissjóðir geti átt fasteignir til lengri tíma. 10 Áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins. 11 Ákvæði hlutafélagalaga, skattalaga og annarra laga endurskoðuð til að auðvelda fyrirtækjum að komast í gegn- um efnahagsástandið. 12 Ríkisstjórnin í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins fer yfir nýsettar gjaldeyrishömlur. BJÖRGUN FYRIRTÆKJA EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, fagnar aðgerða- pakka ríkisstjórnarinnar til björg- unar fyrirtækjum í landinu. Vil- hjálmur segir að áætlunin, sem er í tólf liðum, sé skref í rétta átt og „í samræmi við það sem við höfum lagt til“ en vinna þurfi meira í þessum atriðum. „Sumt af þessu eru frumvörp sem þarf að smíða, sumt af þessu eru aðgerðir, til dæmis í sambandi við bankana, sem krefjast áfram- haldandi vinnu en það er þó komin stefnumótun hvert á að fara. Síðan þarf að bakka út úr gjaldeyrishöft- unum, það er mjög gott að opnað sé á það og svo er nauðsynlegt þetta með ársreikninga í erlendum gjald- miðlum,“ segir hann. „Mér finnst þetta mikilvægt inn- legg,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ. „Vonandi er þetta fyrsta skref í því að reyna að koma til móts við fyrirtækin þannig að það geti dreg- ið úr og vonandi gengið til baka í þessum uppsögnum sem hafa verið. Ég fagna því að vilji stjórnvalda kemur fram í því að endurskoða með okkur gjaldeyrishöftin og tak- marka neikvæð hliðaráhrif.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar aðgerðapakka ríkisstjórnar- innar og segir að hægt sé að beina kröftunum í mannaflsfrekar fram- kvæmdir á borð við snjóflóðavarnir og brúabyggingu víðs vegar um landið þrátt fyrir samdrátt í fram- kvæmdum sveitarfélaganna. - ghs Aðilar vinnumarkaðarins fagna aðgerðapakka til björgunar fyrirtækjum: Fyrstu skrefin í rétta átt Rangt er sem fram kom í Fréttablað- inu í gær að öllu starfsfólki veitinga- staðarins Við tjörnina hefði verið sagt upp. Beðist er velvirðingar á mistökunum. BANDARÍKIN, AP Bandarísk þingnefnd telur líklegt að innan fimm ára verði Bandaríkin fyrir árás hryðjuverkamanna sem notast við annaðhvort kjarnorku- vopn eða eiturefnavopn. Í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í gær er nýskipaðri ríkisstjórn Baracks Obama, sem tekur við völdum í janúar næstkomandi, ráðlagt að búa Bandaríkin betur undir slíkar árásir. Nefnd um varnir gegn útbreiðslu gjöreyðingarvopna og hryðjuverka er skipuð þingmönn- um beggja flokka. - gb Bandarísk þingnefnd: Árás líkleg inn- an fimm ára VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 13° 5° 5° 5° 4° 5° 1° 2° 5° 5° 19° 1° 9° 20° 0° 5° 14° 5° Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast suðaustan til. FÖSTUDAGUR 8-13 m/s 13 13 4 6 3 4 6 18 8 6 1 1 -1 -1 -3 -2 -4 1 0 3 -7 8 -3 -3 -1 -2 -4 -3 -4 -1 -1 -1 HLÝNAR UM HELGINA Allt bendir til þess nú að um helgina, eink- um á sunnudaginn, taki að hlýna á land- inu samfara suðlægri átt. Á laugardag hlán- ar með sunnan- og vestanverðu landinu en á sunnudag bætir nokkuð í vindinn sem ætti að duga til að koma sæmilegum hlý- indum yfi r á norðan og austanvert landið. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HALLDÓR HALL- DÓRSSON VILHJÁLMUR EGILSSON VIÐSKIPTI „Það er mjög ánægju- legt fyrir starfsmennina hér hvað það er mikill áhugi á rekstrinum en það hafa mjög margir lýst yfir áhuga á því að koma inn sem nýir hluthafar í Árvakri,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri félagsins. Hann segist þó ekki vilja nefna nein nöfn. Nokkuð hefur verið fjallað um það á vefmiðlum að menn sem eru mótfallnir aðild Íslands að Evrópusambandinu vilji eignast ráðandi hlut og hafa þannig áhrif á stefnu blaðsins í þeim efnum. „Hópur þeirra sem hafa lýst yfir áhuga sínum er mun breiðari en svo að hægt sé að skilgreina hann með þessum hætti og ég tel að þetta ferli sem nú er að fara í gang ráðist ekki af umræðunni um Evrópusamband- ið.“ - jse Þreifingar um Morgunblaðið: Margir hafa lýst yfir áhuga Úttekt á gölluðu íþróttahúsi Óháður aðili á að taka út undirbún- ing, hönnun, eftirlit og framkvæmd við byggingu íþróttahússins Bröttu- hlíðar á Patreksfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill með þessu leiða í ljós misfellur í byggingunni og hvern- ig bregðast má við með úrbótum. Ágreiningur er um hver á að bæta úr göllum hússins. VESTURBYGGÐ GENGIÐ 02.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 250,1019 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 147,46 148,16 218,48 219,54 186,48 187,52 25,03 25,176 20,793 20,915 17,691 17,795 1,582 1,5912 218,41 219,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.