Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. aprll 1982 ato'Ai'A'if 17 Alfreð þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar. „Langar þig ekki að fara i mark, Arfur? Eddana vantar mann i mark,” sagði hann mjúk- máll. Arfur vissi aö nú var hann glataður. Nokkrum stundum siðar náði Arfur Kelti, plástraður og marinn i bak og fyrir, að króa Alfreð af úti einu horni laufskálans. „Heyrðu, Alfreð, é-ég er héddna með soldiö góða hugmynd,” sagði hann rogginn. „Jæja,” ansaði Alfreð fálátur. „Þá held ég að ég loki nú bara eyrunum. Siðasta hugmyndin þin gekk næstum af okkur öllum dauðum,” sagði hann og hugsaði með hryllingi til fyrirtækisins Svörtu svipunnar, sem nú var bú- ið að strika út af firmaskrá. „En... en... en, sjáöu...” byrjaöi Arfur, Bóbó greip fram i fyrir honum. „Hei, vá, sjáiði strákar, nú kýl- um við i Glæsibæ. Þaö er algjört möst. Nei, þetta er sko ekkert aprilgabb, nei, þessar piur eru sko for real. Þessi dansflokkur, sko, og þær eru eilea ekki i neinu, bara einhverjum pjötlum og sokkaböndum, og leðri, maður, plenti af leðri, og svo dansa þær og skaka sér. Ekkert smá getnaðarlegt böns af pium. Þetta er sko eins og að vera kominn aft- ur á Istedgade, maður, nema gæsirnar þar jafnast ekkert á við þetta, sko, þessar hafa þetta allt á hreinu, brjóstin og allt, og svo er þetta allt bleikt, og fjólu...” „Nei, nei, Bóbó! Ekki orð meir!” sagði Alfreð Alfreðsson myrkur i máli. „Engin smáatriði hér. Við erum kúltiveraðir menn og höfum engan áhuga á svona skemmtunum. Þetta er ekki held- ur samboðið þér siðan ég hækkaði þig I tign.” Uxaskalli var i þungum þönk- um. „Er það satt, eru þær alveg allsberar,” spurði hann gáttaður. „Nei, Uxi, þær eru ekki i nokkr- um sköpuðum hlut,” sagði Alfreö hæðnislega. „En það kemur þér bara ekkert við.” Þar með var málið útrætt. Það sló þögn á hóp- inn, loks herti Arfur upp hugann á nýjan leik. „Má ég núna segja þér frá hug- myndinni, Alfreð?” Alfreð fann til óvæntrar samúð- ar með þessum fyrrverandi óvini sinum, og þar áöur vini, svo hann sagði: „Haltu bara áfram, Arfur minn.” „Sko, ég var að lesa i Alþýðu- blaðinu um einhver rithöfunda- laun eða eitthvað svoleiðis, ein- hver starfslaun. Það er sko fullt af fólki sem lifir á þessu, maður þarf ekki annað en að skrifa tvær bækur með einhverju rugli og svo er maður bara á fullum launum við að gera ekki neitt og...” „Hvað meö það,” sagði Alfreð höstuglega, samúðin með Arfi var gufuð upp og honum fariö að leiðast þófið. „Ja, mér datt héddna i hug að við gætum... við gætum héddna...sest niður og skrifaö eins og tvær ljóðabækur... það er enginn vandi... bara eitthvað bull, þú veist... og svo getum við gefið þær út undir einhverju nafni...” „Einhverju nafni?” spurði Al- freð og hnykklaði brúnir. „Ja, þinu nafni auövitað, og svo getum við héddna sótt um þessi laun, við gætum örugglega fengiö laun i þrjá mánuði...” „Við? En sagðirðu ekki að ljóðabækurnar væru eftir mig?” „Ja, Jú, jú, auðvitað, þú fengir þetta, hvaö annað, ég átti nú eilea einmitt við það, sko...” „Þú segir nokkuö, Arfur,” sagði Alfreð móttækilegur. „Mann hefði nú ekki nema gott af smávasapening. Og ég hef sosum alltaf verið hneigöur til skáld- skapar, ég neita þvi ekki. Sko, það er vegna þess aö innst inni er ég ákaflega tilfinninganæmur. Ég hef bara aldrei haft tima fyrir svonalagað. A ég að fara með soldið sem ég orti um daginn?” Alfreð beið ekki eftir svari. Hann var þegar sestur á bak skáldfákinum. Andi hans hækk- aði óöum flugið og hann þuldi eins og i leiðslu. í næstu viku vonumst við til að geta birt sýnishorn af ljóðagerð Alfreðs Alfreðssonar og félag- anna hans knáu. GOÐAR WPSKRIFTIRs Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur °MEÐ MÓNU TERTCI HJÚP 1 1. I líter mjólk 100 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með .vatni, salt eftir smekk. 2. I líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi borinn með, eða látinn í hvern bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI 1. 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. 100.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. fíórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er I matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. Skrevtikrem. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. mona SÆLGÆTISGERÐ STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIROI S(MI 50300 - 50302 ÐEEyTTHP TÍM4P sUÍAAfhf w 1 ' : 1 1 * Í' j jj 1 A i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.