Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 7. april 1982 2 íspegli tímans umsjón: B.St. og K.L. msBímmm ■ Búiö er að hengja ,,sokkinn”á svalahandrið og nú geta björgunarað- gerðir hafist. leg renni- braut ■ Ef til vill mætti kalla þetta „slöngu” slökkvi- liðsmannsins en hún er þó ólik þeim sem við höfum vanisttil þessa. Eiginlega má likja þessu við risa- stóran sokk og er hann notaður við að bjarga fólki úr logandi háhýsum. Þetta björgunartæki er franskt að uppruna, en myndirnar sem hér fylgja með, eru teknar á björg- unaræfingu, sem haldin var i Stokkhólmi. Gunilla Erikson tók að sér að sýna viðstöddum, hvernig ætti að bera sig að við að renna sér niður eftir „sokknum". Það er mjög mikilvægt að beygja hnén og reka út rassinn til að draga úr ferðinni og sem myndirnar sýna ferst GuniIIu það vel úr hendi. Sé um raunverulegan eldsvoða að ræða hengir slökkviliðsmaður „sokk- inn” með krók á svala- handrið eða gluggasyllu. „Sokkurinn” er sagður gagnlegastur á elliheim- ilum og sjúkrahúsum. ■ Gunilla er komin á leiðarenda heil á húfi, en á i vandræðum með sina sokka. ■ Britt Ekland: —Ég var svo vitlaus aö verða ástfangin af honum. En hann yfirgaf mig. WARREN BEATTY ■ Hann er glæsilegur, rikur og frægur. Samt scm áður varð Warren Bcatty cinu sinni að leita hjálpar sálfræðings vegna furðulegs vandamáls. Vandamálið hét „Konur”. Yfirleitt hefur verið álitið, að vandamál Warrens á þvi sviði snerist um það að losna viðágengni kvenna, en houuin þótti ástæða til að leita til sál- fræðings, þcgar hann var sjálfur haldinn þeirri ástriðu að komast yfir hverja þá konu sem á vegi hans varð! Eftir tveggja ára meðferð var hann útskrifaöur sem læknaður, og siðan hefur Warren Beatty sætt sig við að láta einhverjar konur ósnertar. Það verður þó að segja að honum hefur orðið vel ágengt i þessu áhugamáli sinu. Listinn yfir ástmeyjar hans er bæði langur og glæsilcgur. En eftir á bcra þær honum misjafna söguna. Britt Ekland segir Warren hafa veriö ákafasta elskhug- ann, sem hún hafi komist i kynni við. — Kynorka hans var óþrjótandi, segir hún i sjálfsævisögu sinni. — En hann átti ekki trygglyndi til. Ég var svo vitlaus að verða ástfangin af honum, en hann yfirgaf mig. Joan Collins hefur lika gefið út ævisögu sina. Hún varein af fyrstu ástmeyjum Warrens. Hún scgir svo frá: — Ilann var óseðjandi f rúminu. Það hlýtur að hafa verið vegna allra vita- minanna sem hann tók. Fyrst var það spcnnandi, en eftir nokkra mánuði var ég orðin þreytt á þessu. Auðvitað fór svo á endanum, að ég varð ó- frisk en við komum okkur saman um að láta eyða fóstr- inu. Seinna trúlofuðumst við. Smám saman urðu rifrildi okkar þó tiðari og æstari og að tvcim árum liönum slitum við trúlofuninni. Michellc Phillips söngkona og leikkona, scgir svo frá: — Warren Beatty er og verður ævilangt tilfinningalegur ör- yrki. Ég ber enga virðingu fyrir lifnaðarháttum hans, ég fyrirlit þá. Það er gaman að vera með honum til að byrja með, cn hann getur lika verið alveg óhemju leiðinlegur. Julie Christie sem átti náið samband við Warren Beatty i 7 ár og bjó með honum i 2, vill ekkert tjá sig opinberlega um hann. En það var hún, sem sagði sambandinu lausu og hafnaði tilboði hans um að greiða hennimeðlag framveg- is. Nýjasta ástaræ vintýri Warrens hlaut mikla umfjöll- un fjölmiðla. Það átti hann með leikkonunni Diane Keat-. on sem lék á móti honum i myndinni „Reds”. Það ævin- týri var úti um leið og mynda- tökum lauk. Sjálfur segir Warren: — í hvertsinn sem ástarsambandi hjá mér hefur lokið hefur það verið samkvæmt ósk konunn- ar. Og það er alveg sama á hverju hefur gcngið, sérhvert samband hefur skilið eitthvað eftir. En þcgar allt kemur til alls, cr það kannski systir Warr- ens, leikkonan Shirley Mac- Laine sem skilur hann best. Hún segir: — Ég hef enga trú á þvi að Warrcn giftist nokk- urn tima. Hann vill endilega þvo sjálfur skyrturnar sinar! ■ Ástar- ævintýri Warrens og Diane Keaíon stóð jafn- lengi og mynda- tökur á myndinni „RedsV ■ Mich- elle Phillips: — Warr- en Beatty er tilfinn- ingalega örkuml- aður. ■ Joan Collins: — Ég var orðin uppgefin af ástar- leikjum i rúminu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.