Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 7. apríl 1982 stuitar fréttir ■ Leikmyndin, eftir Kára Halldór, sem er mjög frábrugðin þvf sem menn eiga að venjast, er ekki aðeins á sviöi, þvi áhorfenda- salur verður færður i leikmynd og leikið fram i sal. Nýtt leikrit eftir Böðvar G. frum- sýnt í Hnífsdal ISAFJÖRÐUH: Annan dag páska mun Litli Leikklúbbur- inn, tsafirði frumsýna i fé- lagsheimilinu i Hnifsdal, nýtt islenskt leikrit, „ÚR ALDA- ANNÁL” eftir Böðvar Guð- mundsson undir leikstjórn Kára Halldórs. Verkið skrifaði Böðvar nú i vetur fyrir Litla Leikklúbbinn, leiksviösmynd er eftir leikstjórann og er hún mjög óvenjuleg og i anda verksins. Böðvar sækir efnið i annála, en það byggir á gamalli sögu sem gerðir i Múlaþingi upp úr móðuharðindunum 1784 til 1786, þegar allsleysi og hungur voru vel þekkt fyrirbæri. Lýst er þversneið af mannfélaginu og þeim aðstæðum sem fólk bjó viö. Þarna er á ferðinni glæpamál og það er gefin inn- sýn i hvernig það kemur við lif fólks. Þarna er einnig fjallað um það sem gerist þegar fólk hefur ekkert að borða, hversu lágt mannskepnan getur lagst og hvað lagt er í sölurnar fyrir magafylli, eða jafnvel fyrir roð eöa tóbak. 1 leikritinu er auk þess fjallað um heitar tilfinningar vinnukonu og umrennings, prests og sýslumannsfrúar, svo og kvensaman sýslumann. 1 verki þessu eru mjög spenn- andi kvenhlutverk og þau gefa mjög breiða mynd af lifi kon- unnar, þó ekki sé farið aftur til móðuharöindanna. Jón Tómasson tónskáld hefur samið tónlist við verkið. Persónur i leiknum eru 10, sem niu leikarar fara með. Alls vinna um 30 manns að sýningunni. H.V. tsafiröi/HEI Efni Héraðs- vökunnar úr öllum sveitum RANGARÞING: „Við erum feiknalega ánægð með Héraðsvökuna okkar sem stóð nú yfir i heila viku i fyrsta sinn. Efni vökunnar var allt frá Rangæingum, úr öllum sveitum sýslunna'r og alveg ótrúlegt hvað mikið var á boð- stólum. Eg hreint dáist að þvi hvaö alll var ljómandi vel af hendi leyst, margbreytt og prýðilega unnið”, sagði Sig- riður Theódóra Sæmundsdótt- ir, húsfreyja i Skarði i Land- sveit er Timinn spuröi hana um Héraðsvöku Rangæinga sem nýlega stóð yfir á Hvols- velli. „Dagskráin samanstóð af upplestrum, sýningum og miklum söng. Segja má að Tónlistarskólinn á Hvolsvelli hafi verið uppistaðan i Héraðsvökunni. Hún hófst með leik lúðrasveitar skólans og siðan tók viö barnakórinn sem er mjög vel þjálfaður og skemmtilegur. Virka daga var um klukkutima dagskrá i nýju Bókhlöðunni á Hvolsvelli auk málverkasýningar Snorra Helgasonar sem stóð alla vik- una. Á fimmtudagskvöldinu var aðsóknin svo mikil að sprengdi næstum Hvol, eins og sumir orðuðu það. Þá sýndi Leikfélagið úr Fljótshliðinni gamanleikinn „Húrra krakka” i Hvoli við mjög góðar undirtektir og á eftir voru gömlu dansarnir. Lokadagskráin var siðan á laugardagskvöldinu i Ifvoli, þar sem fram kom fjöldi skemmtikrafta. Persónulega fannst mér þó bera hæst tvi- söngur þeirra Sigriðar Sigurðardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans og Elinar óskarsdóttur, sem er fyrrver- andi nemandi Sigriðar i barnakórnum en stundar nú nám i Einsöngvaraskólanum. Mér fannst söngur þeirra alveg frábær og hæfur á hvaða óperusviði sem væri, a.m.k. á okkar mælikvarða. Laugar- dagskvöldið endaði siðan með feikna dansleik”, sagði Sigriður. Kvaðst hún vona að þetta gæti haldið áfram sem árlegur viðburður. —HEI Enn atvinnu- Beysl Bijá konum BORGARFJÖRÐUR: A aðal- fundi Verkalýðsfélags Borgarness sem haldinn var 31. mars, var stjórn félagsins 1982 sjálfkjörin. I skýrslu stjórnar kom m.a. fram að 8 félagsfundir hafa verið haldn- ir á árinu og 17 fundir stjórnar og trúnaðarráðs. Athygli vekur að konur eru heldur i meirihluta þeirra sem sótt hafa fundi á árinu. Auk þess voru haldnir fundir með starfsfólki á mörgum vinnu- stöðum þar sem fjallað var um félags- og kjaramál. Skrif- stofa félagsins var að jafnaði opin frá kl. 13-17 rúmhelga daga, og leita margir þangað með beiðni um margvislega fyrirgreiðslu. Fjárhagur fé- lagsins er sagður góður. Nokkrar umræður urðu á aðalfundinum um atvinnumál en nokkurs atvinnuleysis hefurgætthjá konum á félags- svæðinu. Þá samþykkti aðal- fundurinn að styrkja nýstofn- sett leikfangasafn fyrir þroskahefta í Borgarnesi með 15.000 kr. framlagi úr sjúkra- sjóði félagsins. Formaður félagsins er Jón Agnar Eggertsson en aðrir i stjórn: Karl A. Ólafsson, Agnar Ólafsson, Berghildur Reynisdóttir, Baldur Jónsson, Sigrún D. Elfasdóttir og Ólöf Svava Halldórsdóttir. Úthlutað úr Kvikmyndasjóðl: „IRÚNADARMiÍL” 0G „MEÐ ALLT A HREINU” I HÆSTA FLOKKI ■ 36 umsóknir bárust til Kvik- myndasjóðs i ár og var fjárveit- ingusjóðsins deiltá milli 15 aðila. Hæstu styrki hlutu fjórir aðilar vegna gerðar stærri leikinna kvikmynda og voru þeir þessir: Saga Film hf. vegna myndar- innar „Trúnaðarmál”, F.I.L.M. vegna myndarinnar „Okkar á milli sagt i hita og þunga dags- ins”, Óðinn hf. vegna myndar- innar „Atómstööin”, og loks Agúst Guðmundsson vegna myndarinnar „Allt á hreinu”. Saga Film og F.I.L.M. fengu 200 þúsund króna styrk en Óöinn hf. og Agúst Guðmundsson 125 þús- und króna styrk. „Trúnaðarmál” Við slógum á þráðinn til Snorra Þórissonar hjá Saga Film og spuröum um „Trúnaðarmál.” — Þvi miður er söguþráðurinn „trúnaðarmál”, sagði Snorri, „en samt get ég sagt þér að myndin fjallar um ungt fólk i Reykjavik samtimans. Við ætlum að byrja að kvikmynda i mai n.k. Leik- endur eru ekki margir en kostnað áætlum við samt hátt á þriðju milljón.” Leikstjóri i „Trúnaðarmáli” er Egill Eðvarðsson og er hann og Snorri Þórisson höfundar hand- rits, ásamt Birni Björnssyni. Við reyndum að hafa uppi á Agúst Guðmundssyni, vegna myndarinnar „Allt á hreinu”, en Agúst er i London um þessar mundir. Við fengum hins vegar þær upplýsingar hjá traustum heimildamanni að myndin muni verða tónlistar- og skemmti- mynd. Þar munu amk. tvær popphljómsveitir koma við sögu, sem leggja upp i tónleikaferð um landið og rata i ýmis ævintýri, ef að likum lætur. Þess skal getið að það er einnig Ágúst Guðmunds- son, sem mun leikstýra kvikmynd Isfilm um ferðir Daniel Bruun (sjá siðar), en hún verður að nokkru tekin á Kjalvegi og er Kjalvegur verðugt myndefni ef einhver hluti hans fer undir vatn á næstu árum. Handritagerð og heim- ildamyndir Styrki til handritagerðar, kr. 75 þúsund, hlutu Þráinn Bertelsson vegna myndarinnar „Sölvi Helgason”, Kristin Jóhannes- dóttir vegna „A hjara veraldar”, og Sigurjón Sighvatsson, vegna „Deildar 10”. Þá fékk Andrés Indriðason 50 þúsund króna styrk til gerðar myndarinnar „Lára”. Til gerðar heimildamynda hlutu 65 þúsund króna styrk Njála hf. vegna myndar um Helga Tómasson, Isfilm, vegna myndar um ferð Daniel Bruun 1898, Filmusmiðjan vegna „Miðnes- heiðar”, Hugrenningur hf. vegna „Rokk I Reykjavik”, Páll Stein- grimsson vegna myndar um hvalveiðar og þeir Karl Óskars- son og Jón Björgvinsson til gerðar myndar um hjólreiöar. Nam styrkur þeirra siðast töldu 50 þúsund krónum. Loks hlaut Finnbjörn Finn- björnsson styrk að upphæð 75 þúsund til gerðar grafiskrar myndar, „Himinn og jörð”. -AM 88 rithöfundar hlutu starfslaun ■ Úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir áriö 1982 er nú lokið. Alls bárust um- sóknir frá 150 rithöfundum sem sóttu um þvi sem næst 816 mánaðarlaun. Fjárveiting var hins vegar til 297 mánaðarlauna. Starfslaun til nfu mánaða hlutu fjórir rithöfundar, til sex mánaða tólf höfundar til þriggja mánaða 45 höfundarog tiltveggja mánaöa 27 höfundar. Alls eru þetta 88 manns. Tlminn birtir hér listann eins og hann barst til blaðsins frá Launasjööi rithöfunda: 9 mánaðalaun hlutu: Böðvar Guðmundsson, Einar Bragi, Stefán Hörður Grimsson, Þorsteinn frá Hamri 6 mánaða laun hlutu: Auður Haralds, Einar Már Guð- mundsson, Erlingur E. Halldórs- son, Guðbergur Bergsson, Guð- laugur Arason, Guömundur G. Steinsson, Jön Óskar.Magnea J. Matthiasdóttir, Norma E. Sa mú elsd óttir , Steinunn Sigurðardóttir, Thor Vilhjálms- son, Þorgeir Þorgeirsson. 3ja mánaða laun hlutu: Anton Helgi Jónsson, Asgeir Jakobsson, Birgir Sigurösson, Dagur Sigurðarson Thoroddsen, Egill Egilsson, Einar Kárason, Elisabet Þorgeirsdóttir, Filippia Kristjánsdóttir, Geir Kristjáns- son, Guðbjörg Þórisdóttir, Guð- mundur Frimann, Gylfi Gröndal, Hafliði Vilhelmsson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erl. Sigurösson, Jón frá Pálmholti, Jón úr Vör, Kristján Arnason, Kristján Jóhann Jónsson, Leifur Jóelsson, Liney Jóhannesdóttir, Málfríður Einarsdóttir, Nina Björk Arnadóttir, Oddur Björns- son, Ólafur Ormsson, ólafur Haukur Simonarson, Olga Guð- rún Arnadóttir, Páll Baldvinsson og (1/2 3ja, Sigurjón Sighvatsson 1/2 3ja), Pétur Gunnarsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Siguröur A. Magnússon, Siguröur Pálsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Stefán Júliusson, Stefán V. Snævarr, Steingerður Guðmunds- dóttir, Úlfur Hjörvar, Valdis óskarsdóttir, Vésteinn Lúðviks- son, Þórarinn Eldjárn, Þóroddur Guðmundsson, Þorsteinn Antons- son, Þorsteinn Marelsson, Þór- unn Elfa Magnúsdóttir, Þráinn Bertelsson. 2ja mánaða laun hlutu: Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, Agnar Þórðarson, Andrés Ind- riðason, Armann Kr. Einarsson, Björn Bjarman, Einar Guð- mundsson, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Eirikur Jónsson, Guðjón Sveinsson, Guð- mundur Danielsson, Guðmundur G. Hagalin, Gunnar Dal, Hannes Sigfússon, Helgi Sæmundsson, Hrafn Gunnlaugsson, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhannes Helgi, Jón Bjarman, Jónas Guðmunds- son, Kristján frá Djúpalæk, KristmannGuömundsson, Lúðvik Kristjánsson, Páll H. Jónsson, Matthias Jóhannessen, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Vilborg Dagbjarts- dóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.