Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 4
4 FERMINGARGJAFIR BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunu m og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSLBIBLÍUFÉLA^ <f>ubbra!tböstofu Hallgrimskirkja Reykjavik sími 17805 opiÖ3-5e.h. Brita. ÉG BYRJAÐI 1. OKTÓBER — ÞETTAER EKKERT MÁL MÍUMFERÐAR SLEPPIR ÞÚ BENSÍNGJÖFINNI VIÐ MÆTINGAR Á MALARVEGUM? Miðvikudagur 7. apríl 1982 þingfréttir Rfkið hleypur undir bagga með Járnblendifélaginu: Leggur fram stóraukið hluta- fé og sjálfs- skuldarábyrgð Frumvarp _______ um frjálsan útvarps- rekstur ■ Stjórnarfrumvarp um heimild til hækkunar hlutafjáreignar rikisins i Járnblendifélaginu hefur verið lagt fram. Nemur hækkunin úr jafnvirði 13,2 millj. dollara hlutafjár i allt að 19 millj. dollara. Gert er ráð fyrir hækkun um 2.4 millj. dollara 1983 eða siðar, ef þurfa þykir. Gert er ráð fyrir samsvarandi framlagi Elkem A/S. Þá er i frumvarpinu gert ráð fyrir aö veita sjálfskuldarábyrgð fyrir 55% af láni, er félagið tekur og I heild nemur allt að 6 millj. dollara, eða jafngildi þess i annarri mvnt. Lánið er tekið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins og afborganir lána. Hlutur rikis- ins af þessari upphæð er 3,3 millj. dollarar en hlutur Elkem A/S 2,7 millj. dollara. í athugasemdum frumvarpsins segir m.a.: „Afkoma Járnblendifélagsins fyrstu þrjú rekstrarárin hefur orðiö talsvert lakari en ráð var fyrir gert. Helstu ástæður þess eru einkum tvær: 1 fyrsta lagi reyndist markaður fyrir kisiljárn á árinu 1980 og þó einkum 1981 miklu lakari en i meðalári og ráð hafði verið fyrir gert i áæ,tlunum. Var þar bæði um að ræða minnkun sölumagns og lækkun söluverðs. Þessu olli fyrst og fremst hin djúpa og lang- vinna alþjóðlega efnahags- kreppa, sem fylgdi i kjölfar oliu- verðhækkananna 1979. 1 öðru lagi reyndist fjármagns- kostnaður Járnblendifélagsins hærri en búist hafði verið við. Stafaði það annars vegar af lakari rekstrarafkomu, sem fyrr var nefnd, og aukinni lánsfjárþörf af þeim sökum. Hins vegar stafar aukinn fjármagnskostnaður af þvi, að vextir á erlendum fjár- magnsmörkuðum hafa hækkað stórkostlega siðan 1979. Er sú þróun íslenska járnblendifélag- inu, sem hefur nýhafið rekstur og ber þvi tiltölulega þunga greiðslubyrði, afar kostnaðar- söm. A móti þessu kemur, að bygging verksmiðjunnar var mun ódýrari en ráð var fyrir gert og i tæknilegum efnum hefur rekstur verksmiðjunnar gengið mjög vel frá öndverðu. Um sl. áramót hafði Járn- blendifélagið fengið allt það fjár- magn, sem félaginu var ætlað i upphaflegum áætlunum um fjár- mögnun félagsins. Var þar annarsvegar um að ræða hlutafé og hlutahafalán i samræmi við 1. og 6. tölul. 3. gr. laga nr. 18/1977, en hins vegar og að meiri hluta lán, sem félagið tók sjálft án ábyrgðar frá hluthöfum hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum og öðrum. Þessar lántökur nutu óbeins stuðnings hluthafa á bygg- ingartima verksmiðjunnar sam- kvæmt svonefndum lúkningar- samningum, sem gerðir voru i samræmi við 3. mgr. 6. gr. lag- anna, en þeir samningar eru nú úr gildi. Vegna áðurgreindra rekstrar- þrenginga var greiðslufjárstaða fyrirtækisins hins vegar orðin veik um siðustu áramót og fyrir- sjáanleg frekari veiking hennar á yfirstandandi ári. Járnblendifélagið þarf þvi á nýju fjármagni að halda til að tryggja greiðslustöðu sina á þessu ári og mæta þeim greiðslu- halla, sem vænta má, þar til ástand á kisiljárnsmarkaöi hefur breyst til hins betra.” oó • Lagt hefur verið fram frum- varp á Alþingi um útvarps- rekstur. Aðstandendur þess eru fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og er Friðrik Sophus- son, fyrsti flutningsmaður. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögin nái bæði til reksturs hljóðvarps og sjónvarps, eða fyrirtæki eða stofnun sem annast útsendingu til viðtöku almennings á tali, tónum, myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt. Stofna skal útvarpsleyfisráð, sem veita á leyfi til reksturs útvarpsstöðva og fylgjast með rekstri þeirra. Heimilt á að vera að veita, félögum, stofnunum og einstak- lingum leyfi til útvarpsreksturs að uppfylltum tilteknum skil- yrðum. Um tekjur útvarpsstöðva segir i frumvarpinu, að þeim verði heimilt að afla tekna með aug- lýsingum, áskriftargjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendinga fræðslu og skýringarefnis. Otvarpsstöðvarnar skulu sjálfar ákveða verðlagningu þeirrar þjónustu sem þær veita. Verði frumvarp þetta sam- þykkt leiðir af sjálfu sér að einka- leyfi rikisins á hljóðvarps- og sjónvarpsefni verður afnumið. ÓO Lánsfjárlög ordin aö lögum ■ Lánsfjárlög voru afgreidd sem lög frá efri deild s.l. mánudag. Frumvarpið var lagt fram fyrir jólafri. Siðan hefur það verið til meðferðar i þinginu. Voru miklar umræður um það i báðum deildum og þingnefndir skoðuðu það rækilega. Talsverðar breyt- ingar hafa verið gerðar á frum- varpinu frá þvi að það var fyrst lagt fram. Nokkuð er um liðið siðan efri deild skilaði lánsfjárlögum til neðri deildar. Þar var rækilega farið yfir það og sðan þurfti að senda frumvarpið aftur til efri deildar vegna breytinga sem á þvi voru gerðar. Þaðan var það afgreitt á mánudag, sem fyrr segir. Oó Kísiliðjan grátt leikin vegna gengisþróunar Ríkid yfirtekur skuldir og eykur hlutafé sitt ■ Hjörleifur Guttormsson hefur mælt fyrir frumvarpi um aukn- ingu hlutafjár i Kisiliðjunni hf. Þar er gert ráð fyrir að rikissjóði sé heimilt að vfirtaka kröfur að jafnvirðialltað 1,3 millj. dollara i islenskum krónum og leggja þá fjárhæðfram til aukningar hluta- fjár. Yfirtaka rikissjóðs á lánunum fer fram um leið og frumvarpið er orðið að lögum, og gildir hið sama um yfirtöku fyrir- tækisins Manville, en það er ekki tilbúið að leggja fram meira en 262,5 þúsund dollara i aukið hluta- fé. Kisiliðjan hf. hefur átt við mikla rekstarerfiðleika að striða og er markmið frumvarpsins að treysta rekstrargrundvöllinn og tryggja greiðsluafkomu. Erfiðleikarnir stafa einkum af þvi að allar tekjur Kisiliðjunnar eru i Evrópumyntum en allar skuldir i dollurum. Sterk staða dollars að undanförnu hefur vekt stöðu fyrirtækisins mjög og hefur Kisiliðjan farið hvað verst allra fyrirtækja út úr þróun gengis- mála. Markaðshorfur fyrir kisilgúr hafa farið batnandi á undan- förnum mánuðum og útlit er fyrir hallalausan rekstur á þessu ári með þeim aðgerðum, sem frum- varpiö felur i sér. Guðmundur Bjarnason kvað Kisiliðjuna vera mikla lyftistöng fyrir atvinnulif á Norðurlandi eystra og ánægjulegt væri að vita að betur horfði með markað fyrir framleiðsluna og að tapi verði snúið I hagnað áþessu ári.Hann spurði iðnaðarráðherra hvort ekki væri athugandi að endur- skoða þær tekjur sem sveitar- félög hefðu af fyrirtækinu. Davið Aðalsteinsson kvaðst undrast að Manville eykur ekki hlutafé sitt i samræmi við hluta- fjáraukningu rikissjóðs, og skaut fram þeirri spurningu hvort ekki væri athugandi að heimamenn tækju meiri þátt i rekstrinum. Hjörleifur kvaðst ekki vita um neinar ráðagerðir um breytingu á söluhagnaði til sveitarfélaganna, en ástæða væri til að athuga það mál og þá yfirleitt um tekjur sveitarfélaga af iðnfyrirtækjum. Hann sagði engar óskir hafa komiö fram um að sveitarfélög ,nyröra vildu auka hlutafjáreign 'sina, en mundi fagna ef svo yrði, en væri fylgjandi þvi að rikið yrði áfram höfuðaðili að verksmiðj- unni. Egill Jónsson og Lárus Jónsson tóku einnig þátt i umræðunni. Oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.