Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. aprfl 1982 „VIÐ GETUM EKKI VEin HENNI NEINA ÞJÓNUSTU ef hún samþykkir ekki að fara f sjúkrarúm’% segir Kolbrún Ágústsdóttir, Heima- hjúkrun neitar að sinna gamalli konu: yfirhjúkrunarkona ■ „Við hér i heimahjúkrun för- um daglega i fjölda húsa til þess að sinna heimaliggjandi sjúkling- um. Vinnuaðstaðan á velflestum þessara heimila er mjög léleg. Bakið á okkur sem sinnum þess- ari heimahjúkrun þolir náttúr- lega ekki meira álag en önnur bök og vegna þessa krefjumst við þess að allir þeir sjúklingar sem við teijum að eigi að vera i sjúkrarúmi séu I sjúkrarúmi. Við höfum leyfi frá borgarlækni til þess að gera þetta að kröfu okk- ar", sagði Kolbrún Ágústsdóttir, yfirh júkrunarkona heima- hjúkrunar i viðtali við Timann i gær, þegar blaðamaður spurði hana hvers vegna heimahjúkrun hefði verið hætt I tilviki móður Elinar Guðjónsdóttur. „Ég talaði um þetta við Elínu i vetur og'þá strax var hún mjög mótfallin þessu”, sagði Kolbrún, „og lét ég þvi málið niður falla i bili. Siðan hafa liðið nokkrir mánuðir og nú upp á siðkastið hafa þær sem þjónað hafa þessari gömlu konu kvartað mikið yfir þvi að þær væru slæmar i baki. Ég útvegaði þvi þetta sjúkrarúm sem er eitt það besta sem völ er á og sagði Elinu að nú vildi ég að gamla konan færi i þetta rúm. Elin neitaði þvi ekki þá, en þegar konan hafði verið einn sólarhring i rúminu þá neitaði Elin að hafa hana áfram i rúminu. Ég tel það vera vegna þess að hún vildi ekki læra á rúmið. Þetta er rafmagns- knúið rúm sem hægt er að hækka og lækka, þannig að það er hægt að ná rúminu jafnlágu og hennar eigið rúm er. Okkur fannst þvi Elin vera heldur neikvæð og ég fékk leyfi minna yfirmanna fyrir þvi að hætta heimahjúkrun þessarar konu nema hún væri i sjúkrarúminu. Þegar við sinntum þessari gömlu konu i hennar eigin rúmi, þá urðum við annað hvort að liggja á gólfinu við að þvo henni eða við urðum að standa mjög bognar en það þolir náttúrlega bakið ekki til lengdar. Mér þykir það mjög leiðinlegt að hafa þurft að gripa til svona aðgerða en Elin hefur verið óskaplega ósamvinnuþýð við okk- ur, þannig að við áttum ekki ann- arra kosta völ. „Merkilegt framlag á ári aldraðra” — segir Elín Gudjónsdóttir ■ „Yfirhjúkrunarkona heima- hjúkrunar kom hingað I vetur og sagöi að nú væri farið að setja alla sjúklinga I heimahúsum I sjúkrarúm og bætti þvi við aö þaö þyrfti að fá sjúkrarúm hér inn á heimiliö fyrir móður mina”,sagöi Elin Guðjónsdóttir i viðtali við Tlmann i gær, en Elin hefur 89 ára gamla rúm- fasta móður sina á heimili sinu og hefur þar til fyrir hálfri ann- arri viku fengiö hjúkrunarkonur frá heimahúkrun daglega til sin, einn tíma á dag, en þær hafa aðstoðað gömlu konuna við þrif og fleira. Fyrir tiu dögum hættu svo hjúkrunarkonur frá hcima- hjúkrun að koma og veita aðstoð sina, vegna þess að gamla kon- an treysti sér ekki til þess að vcra I sjúkrarúminu og Elin treysti sér ekki til þess að vcita móður sinni þá umönnun sem til þarf á meðan gamla konan væri i sjúkrarúminu. „Það kom hingað ein manneskjadaglega”,sagðiElin „og hjálpaði mér meö gömlu konuna. Hún var þvegin og flutt i hjólastól og þetta gekk svona þangað til nú fyrir skömmu, aö yfirhjúkrunarkonan kom aftur og sagði aö móðir min yrði að fara i sjúkrarúm. Ég spurði hana hvort það rúm væri jafn- lágt og það sem hún notar og sagði hún svo vera, auk þess sem hún bætti við „þú færð enga heimahjúkrun nema gamla konan fari i' sjúkrarúm”. Tveimur dögum siðar kom svo sjúkrarúmið og reyndist það vera miklu hærra en það rúm sem hún er i þannig að mér einni veittist það gjörsamlega útlokað að aðstoða hana sem skyldi t.d. að koma henni á koppinn. Gamla konan getur sest fram úr rúminu sem hún er núna i sjálf en vegna hæðar á sjúkrarúminu var henni það ómögulegt. Hún náði ekki einu sinniniðurá gólf þegar hún sett- ist fram á rúmbrikina. Auk þessa voru viðbrigðin fyrir gömlu konuna að fá nýtt rúm svo mikil að hún fór að hágráta og vildi alls ekki vera i þvi. Við skiluðum þvi rúminu aftur eftir einn sólarhring og siöan hefur ekki nokkur manneskja frá heimahjúkrun komið hingað en það er nú liðin háif önnur vika frá þvi að þetta var. Ein af hjúkrunarkonunum sem hafa komið hingað og sinnt gömlu konunni sá sjúkrarúmið og hún var alveg samrhála mér i þvi að ég ein gæti ekki sinnt gömlu konunni i þvi. Hún var' einnig sammála mér i þvi að það þyrfti að taka tiliit tii heimilisaðstæðna i svona tilvik- um. Siðan þær frá heimahjúkrun hættu að koma hingaö hefur álagið á mér aukist mikiö þvi ég verð núna að taka það á mig, auk þess sem ég gerði áður að klæða gömlu konuna og þvo henni”, Elin klykkti út meö þessum orðum: „Þett?% er heldur merkilegt framlag á ári aldraöra aö setja gamalt fólk i straff og neita að hjúkra þvi”. —AB Það er staðreynd að Elin getur sinnt gömlu konunni jafnvel eða betur i sjúkrarúminu þvi það er miklu þægilegra að geta haft rúmið i þeirri hæð sem passar fyrir þann sem vinnur við það, heldur en að standa bogin, auk þess sem það er mun betra fyrir sjúklinginn að hafa stillanlegt bak sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum, i stað þess að hlaða fimm til sex púðum við bakið eins og gert er hjá þessari konu. Það verður einnig að taka tillit til þeirra sem vinna þessi störf allan daginn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólkið sem vinn- ur hér sætti sig við það að eyði- leggja i sér bakið á fimm árum eða svo einungis vegna þess að það þarf alltaf að bogra við störf sin. Nú þegar eru mjög margar okkar orðnar mjög slæmar i baki en það teljum við einungis vera vegna þeirra slæmu aðstæðna sem við vinnum við”. Kolbrún var að þvi spurð hvort það væri þá endanlega búið að taka heimahjúkrunina af þessari gömlu konu og sagði hún: „Svo framarlega sem hún ekki sam- þykkir að fara i sjúkrarúm þá getum við ekki veitt henni neina þjónustu”. —AB ■ Ef marka má af þvi hversu kappklæddur þessi ágæti maður er, þá er hann sennilega ekki enn farinn aö trúa þvl hversu veðrið hefur verið gott i höfuðborginni að undanförnu. Timamynd: JGR ad týndum gámi ■ „Dagblaðið og Visir er algjör- lega ábyrgt fyrir þessari spira- frétt og öllu þvi sem henni fylgir. Ég get ekki staðfest hana”, sagði Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri i viðtali við Timann i gær, þegar hann var spurður hvort tollstjóra- embættið hefði fengið skeyti frá Rotterdam þess efnis að þar hefðu veriö lestaðar tunnur af spira um borð i islenskt kaupskip. „Við vorum að gera tékk á gámum i tveimur skipum i siðustu viku en það gerum við alltaf öðru hvoru og teljum nú satt að segja ekki fréttnæmt,” sagði Kristinn, ,,en þessi frásögn af spiratunnum og skeyta- sendingum frá Rotterdam er allt saman uppspuni frá Dagblaðinu og Visi. Það er hins vegar rétt i fréttinni að við skoðunina kom i ljós að það vantaði einn gáminn en það mál er nú til athugunar hjá Rann- sóknarlögreglunni.” —AB Gjöfína færð þú hjá okkur Verð frá kr. 1.540,- HLJOMTÆKJADEILD HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.