Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. mal 1982 ‘V' ,,Ég tel að horfur á sölu land- búnaðarvéla séu góðar á þessu ári, þrátt fyrir ýmsar þrengingar sem hrjá bændur, svo sem kvóta og fóðurbætisskatt", sagði Eiöur Steingrimsson sölustjóri Búvéla- deildar hjá Sambandi isl. sam- vinnufélaga, þegar við ræddum við hann fyrir Landbúnaðarblað Timans. Eiður sagði aö salan hefði gengið all vel að undanförnu, þótt þvi miður vildi brenna við að pantanir bærust nokkuð seint frá ýmsum. En hjá Búvéladeildinni er þegar farið aö afgreiða ýmis vorvinnutæki, svo sem áburðar- dreifara og fleira. Þá er ljóst að verulegur kippur er að komast i sölu á heydreifikerfum i hlöður. Það hefur einnig sýnt sig að þessi kerfi bæta verulega verkun heys- ins og súgþurrkun nýtist betur. Við báðum Eið að ræða það helsta sem nýjungum sætir hjá Búvéladeildinni i ár og minntist hann fyrst á nýja linu af Inter- national dráttarvélunum, sem kynnt verður nú á næstunni. Dráttarvélarnareruaf 6 gerðum, frá 52 hö og upp i 82 hö. og búnar mjög góðu og vönduðu húsi og öll- um þeim tækninýjungum sem menn geta hugsað sér i dráttar- vél. Þá er komin fram ný gerð af diskasláttuvél sem reynst hefur afbragðsvel. Þetta er vél frá hin- um þekktu KUHM verksmiðjum. Enn sem áður býður Búvéla- deild PZ sláttuþyrlurnar, sem enn þykja jafn hagkvæmar, enda voru þær langt á undan sinni samtið, þegar þær fyrst komu fram. Þær hafa enda selst I hundraðatali hérlendis sl. 10-12 kaup tinda i allar heyvinnuvélar, sem sendir eru beint til kaup- félaganna og leystir út hjá þeim. Hefur þetta komið vel úti verði og gæðum. Auk áðurnefndra gerða hey- vinnuvéla er deildin einnig með umboð fyrir mikinn fjölda smærri merkja og var i fyrra verslað við 65 erlend fyrirtæki. Vara- hlutapantanir sem bárust er- lendis frá voru á sjötta hundrað. Agnar Þór Hjartar lauk sér- stöku lofsorði á Eirik Helgason sem hefur staðið mjög vel i fyrir- greiðsluhlutverki sinu hjá Búnaðarfélagi Islands og kvað hann samstarf við hann hafa verið mjög gott. Þá nefndi hann mikilvægi þess að hjá varahluta- deildinni starfa reyndir og góðir starfsmenn, sem sumir hafa þeg- ar langa reynslu, þar af þrir yfir tiu ára starfsferil. KUHM diskasláttuvélin. „Horfur g í sölu land- búnadarvéla” segir Eiður Steingrímsson, sölustjóri Búvéladeildar SÍS ár. Heyvinnuvélarnar verða til- búnar til afgreiðslu innan skamms og þar er linan mjög breið: T.d. má nefna tværstærðir af bindivélum, þrjár stærðir af heyhleösluvögnum og tvær stærðir af heyþyrlum, bæði lyftu- tengdar og dragtengdar. Eins og kunnugt er var boðinn 3% afsláttur á ýmsum helstu geröum heyvinnuvéla i tilefni af 100 ára afmæli Samvinnu- hreyfingarinnar. Þessi afsláttur hefur einnig náð til Bögballe áburðardreifaranna sem um ára- bil hafa verið fluttir inn frá Dan- mörku. Varla þarf að minna á Alfa La- val mjaltakerfin sænsku en þau hafa verið svo til einráð hérlendis frá öndverðu og ekki verið um neina teljandi samkeppni að ræða á þvi sviði hér. Breytingar á þess- um kerfum hafa varla verið telj- andi nema þá i ýmsum smærri at- riðum og segir þaö sina sögu um þennan búnað. Þjónusta fyrsta flokks Búvéladeild hefur kappkostað að veita eins góða þjónustu og helst verður á kosið á hverjum tima. Til dæmis hefur deildin haft sérstaka þjónustusimalinu fyrir landbúnaðinn sem mikið hefur verið notuð af kaupfélögum og búvélaverkstæðum úti um land. Númerið hefur ekki verið auglýst en það er 39811 svo bændur geta hringt I þennan sima ef við liggur. Agnar Þór Hjartar, verslunar- stjóri i Búvélavarahlutadeild sagði að deildin hefði sérstaka helgarþjónustu um sláttinn, 4 klukkustundir á dag. Hefur þetta mælst mjög vel fyrir og hefur deildin á þennan hátt getað sent varahluti með fyrstu ferð, þótt komiðhafi fyrir að ferðir séu ekki eins greiðar og menn vildu. En vist er það hagræði að geta fengið hlut sem bilar á sunnudegi með fyrstu ferð á mánudagsmorgni. Þessa þjónustu hafa kaupfélögin ekki siður notað sér. Agnar kvaðst lika hafa heyrt það utan að sér að menn væru mjög ánægðir með þjónustuna og telduhana fara sibatnandi ensér- lega fullkomin varahlutaþjónusta er fyrir þær vélar sem lengi hafa veriðá skrá, svo sem PZ sláttu- þyrluna. A varahlutalager eru nú um 24 þúsund vörunúmer á skrá. Agnar sagði að samt væri æskilegt að panta hlutina i tima, þar sem það er hagræði fyrir deildina þegar sumarlagerinn er pantaður. Pantanir eru gerðar i október eða nóvember og sendingar berast erlendis frá i mars, april og mai. Nú eru varahlutasendingar flest- ar komnar fyrir vorið. Oft þarf samt að panta i viðbót með flugi. Óhjákvæmilega verða þessi stóru innkaup til þess að deildin situr uppi með mikinn lager af sömuhlutunum og á það sem fyrr segir ekki sist við um stærstu merkin, KUHM, Kemper og IH heybindivélarnar. Þjónusta fyrir þessi merki hefur lika verið viðurkennd i mörg ár. Varahlutadeildin hefur annast innflutning hlutanna sjálf sl., 10- 12 ár og t.d. hefur hún séð um inn- ífCKftTiONftt Bp 4 Wjt | 1 ■ Nýja linan af International dráttarvélunum verður kynnt á næst- unni. ■ Þegar er farið aðafgreiða vorvinnutækin hjá Búvéladeild. Bögballe áburðardreifarar I voruporti við Armúla. (Tlmamynd G.E.) 1 varahlutadeildinni starfa þrautreyndir menn. (Tlmamynd G.E.) (Timamynd G.E.) ■ Arnar Þór Hjartar, verslunarstjóri I Búvélavarahlutadeild. |.| í'tiAnk/w C3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.