Tíminn - 07.05.1982, Page 21

Tíminn - 07.05.1982, Page 21
Föstudagur 7. mai 1982 21 Halldór Arnason hjá Búnaðarfélaginu: Tölvunotkun í landbúnaði ■ Á siöustu áratugum hefur orðiðmikil breyting i landbúnaði, bæði hér og annars staðar. Fólki i bændastétt fækkar stöðugt, en jafnframt eykst framleiðslan. Þessa breytingu má rekja til iðn- byltingarinnar, en henni fylgdi vélvæðing og stóraukin tækni sem stöðugt hefur tekið framförum og hrifið landbúnaðinn með sér eins og aðra atvinnuvegi. Með aukinni vélanotkun og meiri sjálfvirkni i landbúnaði hefur þörfin fyrir vinnuafl fariðstöðugt minnkandi. Nú hefur enn ein byltingin hafið innreið sina en það er örtölvu- byltingin. Það er þvi ekki úr vegi að staldra aðeins við og skoða hvernig málin standa i dag og hvað sé framundan. Þegar fyrstu tölvurnar komu á markaðinn voru þær stórar og fyrirferða- miklar og voru einnig mjög dýr- ar. Með aukinni þróun i rafeinda- búnaði og tækniframförum hefur tekist að framleiða stöðugt fyrir- ferðaminni og öflugri tölvur. Þá hefur verð tölva stöðugt farið lækkandi við fjöldaframleiðslu þeirra. Þessi þróun hefur orðið til þess að i fleiri og fleiri greinum atvinnulifsins hefur tölvunotkun stóraukist. i flestum greinum iðnaðar og framleiðslu er tölvu- notkun orðin talsverð við fram- leiðslustjórnun og ýmisskonar eftirlit. Erlendis hefur tölvu- notkun við framleiðslustjórnun og eftirlit i landbúnaði færst i vöxt, þótt ekki hafi það gengið eins hratt fyrir sig og i ýmsum öðrum greinum. Kemur þar margt til, landbúnaðurinn er framleiðslu- grein sem byggist nær eingöngu á litlum einingum og tölvuvæðing krefst ákveðins lágmarks stofn- kostnaðar hvort sem um litið eða stórt fyrirtæki er að ræða. Það er þvi augljóst að fjármagns- kostnaðurinn hefur verið aðal þröskuldurinn fyrir tölvuvæðingu i landbúnaði og smærri fyrirtækj- um til þessa. En með þeirri þróun sem verið hefur undanfarin ár þá má búast við þvi að innan fárra ára verði tölvuvæðing innan land- búnaðarins mjög mikil. Tölvunotkun á vegum islensks landbúnaðar hefur til þessa eink- um verið á vegum eftirtalinna stofnana og fyrirtækja: Bú- reikningastofu landbúnaðarins, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Bændaskólans á Hvanneyri, Mjólkursamsölunnar i Reykjavik, Sláturfélags Suður- lands og Sambands islenskra samvinnufélaga. Hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins hefur kvótakerfið verið tölvuunnið og hjá Búnaðarfélagi islands fer fram umfangsmikil tölvuvinnsla. Meðal gagna sem þar eru tölvu- unnin eru skýrslur sauðfjár- og nautgriparæktarfélaganna, jarð- ræktarskýrslur og forðagæslu- skýrslur. í framtiðinni má búast við að þáttur tölvunnar eigi eftir að aukast verulega og færast meira út til bændanna sjálfra. Þess er eflaust ekki langt að biða að við getum til dæmis heimsótt bónda sem stundar mjólkurfram- leiðslu og hefur tekið tölvu i þjón- ustu sina. Okkur langar til að sjá hvernig umhorfs er i fjósinu. Það gæti verið á þennan hátt: Bóndinn er með sextiu mjólkurkýr sem ganga i hjarðfjósi. Hver kýr hefur eigið merki sem tölvan getur þekkt og tengt öðrum upplýsing- um. Fóðrunin fer fram i sérstök- um básum. Um leið og kýrin kemur i básinn les tölvan númerið á henni og kannar um leið hversu mikið kýrin mjólkar, hvert fitu- og prótein innihald mjólkurinnar er, hve langt sé til burðar hjá kúnni og þyngd henn- ar. Út frá þessum upplýsingum reiknar svo tölvan fóðurþörf kýr- innar fyrir einstök næringarefni. Þar sem kýrnar geta ekki étið all- an dagskammtinn sinn í einu þá skiptir tölvan honum i t.d. þrjá hluta. Þannig að þá getur sama kýrin komið þrisvar og fengið sinn skammt. Éti kýrin ekki allan skammtinn skráir tölvan það hjá sér og setur athugasemd á skýrsl- una. Bóndinn sér um að skrá i tölvuna athugasemdir um kýrnar svo sem sæðingardaga, burðar- daga o.s.frv. Við mjaltir byrjar tölvan á þvi að kanna hvaða kýr er i rnjaltabásnum, fylgist með mjólkurmagninu og mælir fitu og prótein magn mjólkurinnar um leið og geymir þessar upplýsing- ar til ýmissa útreikninga. Bónd- inn fær svo daglega skýrslu yfir kýrnar, þar sem hann fær allar upplýsingar og athugasemdir t.d. hvort þessi eða hin sé yxna, hvað sé langt i burð hjá þessari, eða hvort ekki væri rétt að gelda þessa núna. Þetta gæti verið hluti af tölvu- væðingunni i nýtisku landbúnaði og þannig mætti halda áfram með aðra þætti búskaparins. ■ Halldór Arnason hjá Búnaðarfélaginu VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.