Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. mai 1982 17 ■ JúIIus Halldórsson, deildarstjóri véladeildar HAMARS. (Timamynd Róbert).' Nýjung frá KRONE — rullubindivélin ■ Varahlutaverslun HAMARS. ■ Véladeild HAMARS hefur átt viðskipti við Klöckner-Humboldt Deutz í Köln frá þvi skömmu eftir strið og það var árið 1951 að fyrstu Deutz dráttarvélarnar komu á markaðinn hérlendis. Þar með hófst mikilsverður þáttur i þjónustu HAMARS við landbún- aðinn, en fyrirtækið hefur verið umsvifamikill aðili i innflutningi á vélum til skipasmiða.iðnaðar og landbúnaðar allt frá stofnun 1918. Við ræddum við Július Hall- dórsson, deildarstjóra véladeild- ar Hamars og báðum hann að segja okkur sitthvað um Deutz vélarnar. Július byrjaði á að minna á að hjá Deutz stendur vagga fjór- gengisvélanna i heiminum, svo reynsla þeirra er ekki ný af nál- innni i vélaframleiðslu. Þessi tæknireynsla hefur lika haft sitt að segja fyrir loftkældu diesel- hreyflana sem Deutz dráttarvél- arnar eru búnar og eru hreyflarn- ir nú komnir á það stig að þeir eru allra dieselhreyfla sparneytnast- ir. ,, Við bjóðum nú 14 stærðir af Deutz dráttarvélum frá 40 hö og upp i 230 hö. til landbúnaðar- þarfa. Að sjálfsögðu höfum við þó einkum lagt áherslu á innflutning þeirra gerða sem reynslan hefur sýnt að á best við islenskar að- stæöur. Reynsla af þessum vélum hér á landi er mjög góð og á seinni árum hafa komið fram nýjungar, sem miða að þvi að auka á þæg- indi ökumannsins. Þær munu koma vel fram i nýrri „lúxus- linu” af þessum vélum „07C-lin- unni”, sem er með mjög vel ein- angruðu húsi og er hávaði innan dyra þess undir 80 decibel. Deutz er stærsti framleiðandi dráttarvéla i Evrópu og á siðustu árum hafa breytingar á gengi veriðþessum vélum i hag, þannig að verð þeirra má nú teljast mjög samkeppnisfært, en áður var það i efri mörkum meðal vandaðra dráttarvéla. Samt hefur það verið reynsla við- skiptamanna okkar að verðið hef- ur gleymst en gæðin sitja eftir og að það er' borgandi fyrir vandað tæki”, sagði Július. „Byrjunar- kostnaðurinn segir ekki alla sög- una.” Krone Július vakti sérstaklega athygli á merkri nýjung frá KRONE, en hér er um að ræða rúllubindivél fyrir þurrt og vott hey. Eru fyrstu tæki þessarar gerðar nú á leið til landsins. KRONE rúllubindivélin kom fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum og á þeim tima hefur útbreiðsla hennar verið geysileg á kostnað vanalegra baggabindivéla sem hafa veru- legt likamlegterfiði i för með sér. Vélin bindur heyið i 250 kilóa rúll- tjr (þurrt hey) og hey til súr- heysgerðar i 700kg. rúllur. Rúll- urnar eru teknar með lyftu upp á vagn og fluttar i geymslu. Súrheysrúllurnar eru látnar i plastpoka sem eru lofttæmdir og ekkert mælir gegn að geyma úti við, til þess að spara hlöðurými. Er að vænta að margir bændur verði forvitnir um þetta nýja tæki. KRONE heyhleðsluturnar. jarð- tætarar og fleiri tæki, eru einnig til boða hjá HAMRI. NIEMAYER Frá NIEMAYER i V-Þýska- landi hafa lengi flust ein vinsæl- ustu landbúnaðartæki i landinu, svo sem 6 hjóla rakstrarvélarnar sem fluttar hafa verið til landsins i 25 ár. Auk þess NIEMAYER á- burðardreifarar, heyþyrlur og aðrar heyvinnuvélar, svo sem sláttuþyrlur með tætara sem meðhöndlar heyið þannig að mjög flýtir fyrir þurrkun. Þjónustunni er ekki gleymt hjá HAMRI og með auknu verslunar- rými hefur verið lögð siaukin á- hersla á alla varahlutaþjónustu. A viðgerðarverkstæði fyrirtækis- ins eru menn einnig vel i stakk búnir til þess að sinna öllum þeim viðgeröum, sem sivaxandi við- skiptamannahópur þarf á að halda. ■ KRONE býður upp á einstæða nýjung, rúllubindivagna, sem viða erlendis leysa baggabindivélarnar af hólmi. FYRIRHYGGJA Á ÖLLUM SVIÐUM BUSKAPAR SÝNIR GÓÐA BÚMENNSKU Starf bóndans hefur breyst mikið á undanförnum árum. Með aukinni vélvæðingu treystir hann sífellt meira á tæknina, en hún útheimtir auknar fjárfestingar sem nauðsynlegt er að tryggja. Tryggingamál eru þannig orðin mikilvægur hluti búrekstrarins. Með okkar fjölbreyttu trygging- um bjóðum við bændum að velja um margs konar möguleika í trygginga- málum. Sýndu fyrirhyggju og kynntu þér tryggingaþörf þína í samráði við um- boðsmann okkar. Hann gerir síðan tryggingaáætl- un, sérstaklega fyrir þig. Traustar tryggingar eru grundvöllur góðrar búmennsku. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 REYKJAVlK SlMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Bioutryöiendur í bœttumtryqainquin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.