Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 22
Föstudagur 7. mal 1982 Agnar Guðnason: Ferdaþjónusta í sveitum ■ Fyrir tveim árum voru stoínuð Landssamtök Ferðamannabænda, nafninu var siðan breytt i Ferða- þjónustubændur. Þeir sem beittu sér fyrir stofnun þessara sam- taka voru bændur og aðrir aðilar, sem haft höfðu nokkur umsvif á þessu sviði. Það má segja að áhugi hafi vaknað hjá fólki til sveita á alira siðustu árum, að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar i stað þess sem glatast vegna samdráttar i hefðbundnum búgreinum. Á aðal- fundum Stéttarsambands bænda og á Búnaðarþingi hafa verið samþykktar ályktanir um að stuðla beri að uppbyggingu ferða- þjónustu i dreifbýlinu. Þessar umræður leiða að sjálfsögðu til þess, að fólk til sveita fer að hug- leiða málin. Sumir hefjast þegar handa, aðrir bi'ða átekta og sjá til hvernig málin þróast. Sumarleyfi i sveit Viða i Evrópu heíur hin svo- kallaða „græna bylgja” átt veru- legum vinsældum að íagna. Hún felur i sér að fólk úr þéttbýli leitar út í sveitirnar. Leigir herbergi og fær fæði á sveitaheimilum, eða tekurá leigu sumarbústaði. Þetta er nokkuð mismunandi eftir lönd- um hvor leiðin er íarin, en þróun- in virðist þó ætla að verða sú að húsmæður i sveit sem taka á móti dvalargestum, gefist íljótlega upp á aö selja íullt fæði með gist- ingunni. Þótt það hafi viðast hvar verið ætlunin að dvalargestir á sveita- heimilum fengju venjulegan mat og borðaði með heimilisfólkinu á dvalarstaðnum, þá kom það fljót- lega i ljós að svipuð viðhorf til mataræðis voru hjá þessum dvalargestum og hjá þeim, sem gista á hótelum og hafa greitt fyrir gistingu með fullu fæði. Að eitt þýðingarmesta augnablik dagsins, er þegarþjónndnn eða húsmóðirin kemur inn með mat. Það er eins og fólk i sumarleyíi sætti sig ekki við neitt iakara en veislumat á hverjum degi og það tvisvar á dag. Þegar dvalargest- um á sveitaheimilum er borinn venjulegur hvunndagsmatur þá hafa vonbrigðin ekki leynt sér i svip þeirra. Þessvegna helur þró- unin orðið sú á hinum Norður- löndunum að dvalargestir á sveitaheimilum geta aðeinskeypt morgunverð ásamt gistingunni. Húsmæður sem hai'a ýmislegt annað að starfa en að sjá um dvalargesti, hafa ekki tima til að standa i margbrotinni matargerð daglega. Ég spái þvi aö þessi þró- un muni einnig verða hér. Fólk leigi sér herbergi á sveitaheimil- um með eldunaraöstöðu. Sumarbústaðir Algengast er að þéttbýlisbúar sem dvelja i sumarleyíi sinu i sveit, taki á leigu sumarbústað i eign félagssamtaka eða einstakl- inga. Landssamtök ferðaþjónustu- bænda hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á, að bændur leigi land undir sumarbústaði I stað þess að selja lóðir. Þá hefur einn- ig oröið sú breyting á að bændur og aðrir landeigendur láti skipu- leggja nokkurt svæði, þar sem leigðar eru út lóðir undir sumar- bústaði. Það gæti reynst bændum hagstætt að hafa nána samvinnu um skipulagningu svæða undir sumarbústaði. Viða i sveitum hagar þannig til að nokkrar sam- liggjandi jarðir eiga land sem hentar undir sumarbústaði. Það er hagkvæmt íyrir alla aðila að dreifa ekki sumarbústöðum á alltof marga staði. Það má nýta svo margt sameiginlega. I hæfi- lega stórum einingum má auð- veldlega koma á góðri þjónustu við dvalargesti. Það má benda á ýmislegt eins og t.d. sundlaug og gufubað. Þá getur sumstaöar verið tiltölulega auðvelt að bæta aðstöðu til að fara á skfði. Þá má reka hestaleigu með góðum ár- angri. Smáverslun má reka með nauðsynjar. Margvisleg önnur þjónustustarfsemi kemur til greina að reka á sumardvalar- stöðum. Allt þetta skapar heima- fólki atvinnu og nokkrar tekjur. Hestaleiga, sala veiöileyfa og fleira Vel skipulögð ferðaþjónusta býður upp á mjög mikla fjöl- breytni hér á landi. Ef gott sam- starf tækist milli hagsmunaaðila, þar á ég við bændur og neytendur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Þá er það ekki vafamál að ferðaþjónustan gæti reynst mikil- vægur þáttur til að auka fjöl- breytni atvinnulifsins á lands- byggðinni og vega nokkuð á móti þvi tekjutapi sem bændur verða fyrir vegna samdráttar i fram- leiðslu á mjólk og kjöti. Landeigendur i Sviþjóð selja fólki leyfi til að ti'na ætisveppi. Þá leigja norskir bændur veiði- mönnum landssvæði þar sem þeim er leyft að skjóta fugl. Ýmislegt þessu likt er hægt að finna upp á. i staðinn fyrir að banna rjúpnaveiðar viða um land eins og gert hefur verið undan- farin ár, mætti reyna að hafa stjórn á veiðunum, með þvi að leigja út ákveðið landssvæði til nokkurra manna og takmarka þann fjölda rjúpna sem skotnar yrði árlega. Þetta á ekki aðeins við um rjúpnaveiðar, það mætti einnig selja skotleyfi á gæsa- veiðar á ákveðnum svæðum. Það er ekki gefið að mikið hefðist upp úr þessum sölum á skotleyfum, en það skapaðist örugglega meiri festa i fuglaveiðum. Þessi breyt- ing yrði engu siður til hagsbóta og þæginda fyrir fuglaveiðimenn en bændur. Sala á veiðileyfum á vötnum hefur verið nokkuð örugg tekjulind fyrir eigendur veiðirétt- ar. Hugmyndin var að i tengslum við skrifstofu bændasamtakanna fyrir ferðaþjónustuna yrði einnig seld lax- og silungsveiðileyfi. ■ Agnar Guðnason. Stjórn Landssambands Veiði- félaga þótti þessi hugmynd ekki góð, þvi var hún andvig að tekið yrði upp samstarf eftir að málið hefði verið athugað betur. Það er liklegt að ferðaþjónusta bænda muni ekki á næstunni hafa möguleika á að selja silungsveiði- leyfi. Það er litið hægt að gera ef ekki er vilji fyrir hendi og ekki er góð samstaða meðal bænda fyrir að efla ferðaþjónustuna og styrkja þannig stöðu landsbyggöarinnar. Það munu margir i bændastétt álita það fyrir neðan virðingu stéttarinnar að vera að hafa peninga út úr ferðalöngum. Þannig eru alltaf fleiri hliðar á öllum málum og þetta er eins og með pólitikina að ekki eru allir i sama flokki. Þó hefi ég þá trú að betur gangi að sameina bændur um þetta hagsmunamál en að safna þeim öllum i einn stjórn- málaflokk. Hjá bændasamtökunum i Bændahöllinni er opin skrifstofa vegna ferðaþjónustunnar alla virka daga nema laugardaga frá kl. 8 til kl. 12.30. Þar eru veittar upplýsingar um flesta þætti þess- arar starfsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.