Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. mai 1982 13 ■ Gunnar Guðbjartsson. að hægt sé að byggja svona stórt upp, nema peningarnir komi ein- hvers staðar annarsstaöar frá. Af þessu stafar að sama fram- leiðsluskipulag getur ekki hentað i alifugla- og svfnarækt og i hefð- bundnum biigreinum.” Þessi eilífa ótíð — Sumir leikmenn halda því fram að bændur fjárfesti í allt of miklu af tækjum. Er eitthvaö til f því? „Sjálfsagt ertil að bændur geri þaö. En þaðer nú svo í sambandi við heyskapinn aö það er oft litið um þurrka fyrir þá sem heyja þurrhey. Þeir verða að hafa svo mikið af tækjum að þeir geti not- að þurrk aö fullu, þótt stuttur sé, og geta þá afkastað mjög miklu á mjög skömmum tima. Það veldur þvi að menn verða að hafa meiri vélakost en annars væri. Þeir sem aftur á móti hafa vot- heysgerð nær einhliða, þeir komast af með minni vélakost og geta stundað heyskapinn með öörum hætti en þeir sem heyja i þurrhey. Að sumu leyti væri það mun hagkvæmari heyskapar- háttur, ef menn almennt gerðu þaö.” — Er það ekki óeðlilegt að stór hluti vélakosts búanna hafi ekki nema innan við eitt hundrað tima nýtingu á ári? „Það má segja þaö, en það kemur til af þessu sérstaka tiðar- fari, sem er rikjandi hér yfirleitt á suður- og vesturlandi. Mér sýnist vera erfitt að breyta þessu, nema fara yfir i aöra búskapar- hætti, fara i votheysgerö 1 miklu stærri stil en gert hefur verið.” Kvótinn er ekki nærri fullnotaður — Hvernig hefur sú fram- leiðslustjórnun, sem hefur nú verið viðhöfð um tfma, gengiö? „Þetta er vandasöm aðgerö og kannski er ekki komin sú reynsla á hana ennþá að hægt sé að full- yröa um hvernig hefur tekist til. Ég held ég verði að gera grein fyrir þvi hér að heildarbúmark, sem hefur verið reiknaö og Ur- skurðað á landinu öllu, er rúm- lega ein milljón og átta hundruð þúsund ærgildi. Þetta er miklu rýmra búmark, heldur en mark- aðurinn getur leyft, ef það væri nýtt að fullu. Á siðasta ári var framleitt um ein milljón fjögur hundruö og þrettán þúsund ær- gildi i kindakjöti og m jólk. Þá eru eftir af kvótanum um 387 þUsund ærgildi, sem ekki voru notuð á siðasta ári.” — Hvernig hangir það á spít- unni? „Sumir hafa dregið saman frá þvi búmarki, sem þeim var út- hlutað og ætluöu á þann hátt aö reyna að losna viö verðskerðingu. Það er einkum áberandi i mjólkurframleiðslunni. Þar er búmarkið 731 þUsund ærgildi, en framleiöslan var 590 þUsund ær- gildi. Annað sem veldur er að á all mörgum jörðum, þar sem bU- skapur var nokkuð stór á árunum 1976-78, hefur búskapur lagst niður eða dregist verulega sam- an. Enn er kjötið allt of mikið Þaö af búmarkinu, sem ekki var notað er nærri 27,5% af heildarbúmarki i mjólk og kinda- kjöti. En samt vantar um 44 milljónir króna til þess að borga allt á fullu veröi. SU skerðing lendir næstum öll á kindakjöts framleiöslunni og ef bændur hefðu þurft að bera hana, þá væri það um 12,3% af öllu verði kindakjötsins. En vegna aö- stoðar, sem er að koma nUna frá rikinu, 20 milljónir króna, og greiðslur úr kjarnfóðursjóði, þá verða það ekki nema á milli 10 og llmilljónir, sem bændur verða að taka i veröskerðingu á kindakjöt- ið. Það er um 3% af öllu kinda- kjötsveröinu. Um 300 þúsund krónur þurfa mjólkurfram- leiöendur aðtaka á sig, þar sem farið var yfir búmark i fram- leiðslunni. Það verðlagsár, sem verið er að gera upp og ég hef veriðað tala um, er frá 1. septem- ber 1980 til ágústloka á árinu 1981. Þannig var komiö á siðasta ári aö mjólkin var litið umfram innanlands þörf, þó var flutt út um 1262 tonn af osti á árinu. Þótt framleiðsla mjólkur hafi minnk- að eins og raun ber vitni, er ekki hægt að komast hjá útflutningi. Framleiöslan er svo misjöfn milli árstima aö á sumrinu veröur aö framleiða vöru, sem ekki selst innanlands og veröur að flytja út.” Mjólkuraukn- ingin stefnir í óefni — Eróhætt að skeröa mjólkur- framleiðsluna meira en gert hefur verið? „Það hefur verið talið að fram- leiöslan þurfiaö vera um 5% um- fram eftirspurnina, til aö geta jafnað úr árstiöasveifluna og þannig var þaö á siðasta ári. Þannig var mjólkurframleiðslan i mjög góðu jafnvægi við markað- inn. Hins vegar hefur komið fram aukning i mjólkurframleiðslunni i vetur, einkum frá áramótum og verulega mikil, siðustu mánuði á milli9 og 10%. Ef svo heldur á- fram, verðum við komnir i sama fariðog áður, aö það getur orðið mikiö vandamál.” — Takið þið i taumana núna? „Það er ekki bUiö aö taka neinar ákvarðanir i þessu efni. Menn hafa viljað trUa að þetta væri fyrir ráðstafanir bænda til að jafna árstiðasveifluna. Ef svo er, er það æskileg þróun, en veröi þetta hins vegar varanleg aukning i vor og i sumar, stefnir i óefni og þá þarf aö griþa til nýrra ráða. Enn er óleyst vandamál hvernig verður brugðist við kindakjötsframleiðslunni. Þótt samdrátturinn þar sé oröinn mik- ill, dugir hann engan veginn til að hægtséaðseljaalltkjötið, eins og nú horfir. Það hefur verið rætt all mikið undanfarnar vikur aö reyna aö semja við einhvern hóp bænda um að hætta framleiðslu og almennt hvernig ætti að bregöast við vandanum, en engar ávarðanir er búið að taka i þvi efni.Menn telja almennt mikla annmarka á að draga meira úr framleiðslunni en þegar er orðið, nema aö eitthvaö nýtt komi i staðinn til þess að menn geti haft atvinnu sina i sveitunum, eftir sem áður og haldið sinni bólfestu þar. ...svo fólkið þurfi ekki að flytjast úr sveitunum Þess vegna hefur mikið verið rætt um aðfinna nýjan búgreinar eða önnur atvinutækifæri, sem væru staðsett i sveitum, svo fólk þurfi ekki aö flytjast úr sveitum, þótt þaö minnkaöi kindakjöts- framleiðsluna.” — Hefur kjötframleiðslan ekki dregist saman eins og til var stofnaömeð skerðingaraðgerðun- um eöa hefur markaðurinn minnkað meira en gert var ráö fyrir? „Já, markaðurinn hefur minnkað, sem nemur um 2000 tonnum, erlendi markaðurinn fyrst og fremst. Samdrátturinn i kjötinu er hlutfallslega minni heldur en i' mjólkinni.” — Hefur stjórnin þar ekki tekist eins vel og i mjólkinni? „Það var aldrei stefnt að eins örum eðamiklum samdrætti þar. Þaö var taliö, þegar verið var að móta þessar reglur að þar væru útflutningsmöguleikarnir meiri, en það byggðist mest áþessum norska markaði, sem nú er að detta niöur. Þar að auki er sauð- fjárræktin stærri liður i að halda byggöinni i horfi og þess vegna töldu menn að ætti að fara með miklu meiri gætni að samdrætti sauðfjárræktar en mjólkurfram- leiöslu.” Enginn vill frjálsan markað — Er hugsanlegt að breyta um söluhætti á kindakjöti, þannig að frjáls markaður ráði og bændur verði að framleiða kjötið fyrir það verð sem þeir geta fengið fyrir það? „Ég efast um að þaö gangi. Hvortveggja er aö ég held aö bændur muni ekki vilja það sjálfir en þaö sem ég held aö ráði þar meiru er að stjórnvöld mundu ekki vilja það heldur, þvi að verð á kindakjöti er inni i visitölunni og hefur áhrif á laun og verðlags- þróun i landinu. Þess vegna hafa stjórnvöld viljað borga kjötið niöur og ég á ekki von á aö þaö breytist snögglega nema visitölu- grundvellinum veröi breytt. En það er á margt aö lita i þvi efni og ég hef orðið var við þaö á fundum með launþegasamtökun- um aö þau eru býsna hrædd við slikar ráðstafanir, þvi aö þau telja aö það mundi hafa áhrif til versnandi afkomu hjá launa- lægsta fólkinu, ef þær búvörur, sem nú eru niðurgreiddar, hækka verulega umfram annað verölag i landinu.” — Er þetta, með öörum orðum, orðiö svo fast hnýtt aö þvi verði ekki hnikaö? „Ég á von á aö þvi veröi mjög erfitt aö breyta.” — Hvert er þitt persónulega mat á hvort þaö væri samt sem áöur æskilegt? „Ég held þaö sé nú varla. Þaö er komin á þetta nær 50 ára reynsla og það leysti mörg vanda- mál þegar þvi var komiö á. Það hefur tryggt að bændur i landinu, hvar sem þeir búa, fá alltaf sama verð fyrir vöruna og einnig að neytendur, hvar sem þeir búa, eiga rétt á að fá vöruna á sama verði. Þetta mundi raskast við frjálsa verðmyndun, og raska verulega kjörum fólks, bæöi framleiðenda og neytenda.” Um afskipti Fram leidsluráds — Hvert er hlutverk þessa „battariis” hérna, Framleiðslu- ráðs landbúnaöarins? „Framleiösluráð hefur afskipti af allri matvadaframleiðslu i sveitum. Frá upphafi vega hefur það skipt sér af íramleiöslu kindakjöts, mjólkur, nautakjöts og hrossakjöts. En af hinurn nýrri búgreinum hefur það haftlitil af- skipti, vegna þess að þær voru ekki felldar inn i verðlagskerfið. Eggjaframleiösla hefur alla tiö verið utan verðlagskerfisins. Þaö var að visu reynt einu sinni aö koma eggjunum undir verðlags- kerfið, en það hélt ekki vegna þess aö ekkert söluskipulag var til fyrir þá búgrein. Margir smáir framleiðendurfóru með sina vöru beint til neytenda og sama skeöi þegar farið var að framleiða fuglakjöt, þannigaö það kom ekki inn i söluskipulagið. Þróunin i svinakjötsframleiðsl- unni hefuraftur á móti oröiö sú að meiri hluti framleiöslunnar fer eölilegar söluleiðir, eins og annað kjöt i landinu. Að þvi leyti hefur Framleiösluráö haft afskipti af þvi, meö skýrsluhald og annað slikt, en það er ekki inn i verð- lagskerfinu og ekki niöurgreitt og þvi veröa afskipti Framleiðslu- ráðs af þvi með öörum hætti en hinu. Hvaö viökemur loðdýrarækt og veiöi og öðru þess háttar, þá hefur Framleiösluráð nálega engin afskipti af þvi. Þaö hefur ekki verið fellt inn i Framleiöslu- ráðslögggjöfina meö neinum hætti, nema aö okkur er skylt að innheimta sjóðagjöld af seldum afurðuum frá þessum greinum eins og öðrum.” Sé ekki fram í tímann — Er sama aö segja um garð- rækt? „Nei, kartöflur eru undir verð- lagskerfinu og kartöflusalan er undir eftirliti þvi sem sett var i Framleiösluráððslögin. Þannig er Grænmetisverlsun land- búnaðarins rekin af Framleiðslu- ráði og þar gildir svipaö skipulag og á sölu kjöts og mjólkur. Gróðurhúsajurtir eru seldar af Sölufélagi garðyrkjumanna og samkvæmt lögunum er Fram- leiðsluráöi heimilt að veita Sölu- félaginu einkasölurétt á heildsölu gróðurhúsaafuröa og það hefur veriö gert frá upphafi vegar, allt frá 1947.” — Og svo aö lokum, viltu sj)á fyrir framtið landbúnaðarins á tslandi? „Ég er ekki spámaöur og geri ekki ráö fyrir að geta séð mikið fram i ti'mann, fremur en aörir. En þaö er trú min að veröi rösk- lega unniö að þvi að koma upp nýjum búgreinum og auka fjöl- breytni I landbúnaðinum að þá muni byggöf sveitum geta haldist með sama hætti og áöur og það veröi ekkert siður hægt aö lifa viö þærnýju búgreinar heldur en þær eldri. Ég held að aukin fjöl- breytni, á hvaða sviði sem hún er, muni bæta lifskjörin og afkomu- möguleikana I sveitunum. Þess vegna vilég vera þeirrartrúar að stjórnvöld, sem geta ráöið miklu um þróunina, veiti þessum nýju greinum þann stuðning sem þarf til þess aö þær geti þroskast meö eölilegum hætti.” SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.