Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 7. mai 1982 ffem ■ Friörik Halldórsson viö einn Maletti jarötætaranna. Tvöfaldar skifufestingar á hnlfum, valda þvl að biianatlöni er mjög litii. (Tlmamynd Kóbert). ORKUTÆKNI er tilhúsa aö Hyrjarhöfða 3 og þar er öll varahluta og viögeröaþjónusta, ásamt lager. (Timamynd Róbert). Sláttuvagninn frá Scalvenzi einfaldar vélakostinn til muna Rætt við Friðrik Halldórsson hjá ORKUTÆKNI ■ ORKUTÆKNI er ungt fyrir- 1979 og er til húsa að Hyrjarhöfða tveir véltæknifræðingar, þeir tæki sem stofnað var í október 3 i Reykjavik. Eigendur þess eru Friðrik Halldórsson og Pétur HEILDSÖLUBIRGÐIR JOPCO hf. Vatnagörðum 14 Símar 39130 - 39140 Vörn gegn kulda Kuldagallinn frá Finnlandi Hlýr - sterkur - loðfóðraður Haraldsson. ORKUTÆKNI hefur á boðstólum italskar SAME dráttarvélar og búvinnuvélar frá MALETTI og F.lli Scalvenzi. „Ahugi hefur verið verulegur á þessum vélum og fer vaxandi”, sagði Friðrik Halldórsson, þegar við spurðum hann um SAME dráttarvélarnar en það eru tvær italskar verksmiðjur sem fram- leiða hluti i þær og ein svissnesk. „Þessar vélar hafa sér það til gildis að þær eru afar sparneytn- ar”, sagði Friðrik. Stærðireru frá 30 hö. og upp i 160 hö. og gerðir eru 27. SAME er nú samkvæmt skýrslum sjötti stærsti framleið- andi dráttarvéla i Evrópu. Þær vélar sem hingað hafa komið hafa reynst og likað mjög vel og þegar eru dæmi um að sömu menn hafa keypt fleiri en eina vél. Er til þess tekið hve vel þær hafa gengið I miklum kulda og snjóþyngslum. Um verð er það að segja að það er svipað og ger- ist um margar dráttarvélar i vandaðri flokki. Já, þetta eru vandaðar vélar, enda boðin tveggja ára ábyrgð á þeim og þriggja ára ábyrgð i Sviþjóð og Bandarikjunum. Um þær er það enn að segja að þeim fylgir mjög vandað hús fyrir ökumann. Þær vélar sem við höf- um selt til þessa hafa allar verið meðframhjóladrifi og ég vil taka fram að framhjóladrifið er mjög vandað. Um varahlutaþjónustu er það að segja að við höfum þeg- ar komið upp talsverðum lager fyrir þær gerðir sem við höfum flutt inn og rekum hér verkstæði fyrir okkar viðskiptavini. SAMI dráttarvélarnar hafa verið prófaðar hjá Bútæknideild á Hvanneyri og fengu þar mjög góða umsögn i heild, sérstaklega fyrir sparneytni. F.lli Scalvenzi búvinnu- vélar Sem áður segir er ORKU- TÆKNI með umboð fyrir Malletti og F.lli Scalvenzi. Frá Malletti er um að ræða jarðtætara sem byrjað var að flytja inn hjá OjRKUTÆKNI 1980. Var tæturun- um vel tekið, þvi fyrirtækið var með 50% af markaðiá siðasta ári og er að sjá sem svo verði einnig i ár. Þeir hafa reynst vel og verð er sérlega hagstætt. Frá F.lli Scalvenzi er um að ræða haugsugur, sem þegar hafa selst talsvert, þvi verð þykir hag- stætt og einnig þar er markaðs- hlutdeild veruleg þegar. F.lli Scalvenzi taðdreifarar og hey- hleðsluvagnar eru og að verða þekktir hér á landi og loks eru miklar vonir bundnar við at- hyglisverða nýjung: — sláttu- vagn sem slær i sig sjálfur. Sagði Friðrik hann einkum hugsaðan til notkunar þar sem mikið er slegið i vothey, enda hafa bændur sem mikið leggja upp úr votheysverk- un sýnt honum áhuga. Vagninn einfaldar vélakost mikið og gerir einum manni kleift að vinna hey- skaparstörfin með meiri afköst- um en áður eru dæmi um. Auk áðurnefndra tækja hefur ORKUTÆKNI til sölu rafsuðu- tæki i mörgum stærðum og gerðum og hentugar loftpressur, sem viða geta komið að notum á bæjum. Friðrik gateinnig um há- þrystiþvottadælur fyrir vélar og fjós og enn hefur fyrirtækið verið mönnum innan handar með að út- vega vacumdælur i haugsugur. Þá hefur það boðið aðstoð við hönnun á verkfærum og aðstoðað við vandamál sem upp koma i ýmissi nýsmiði og sagði Friðrik að vonandi leituðu bændur til fyrirtækisins með slik vandamál. Aö endingu skal þess getið að þeir hjá ORKUTÆKNI gllma nú við að finna aðferð til þess að auðvelda losun á votheyi i flatgryfjur og finnist ekki hagkvæmur búnaður til þess erlendis, er ekki fráleitt að þeir muni sjálfir taka upp framleiðslu slikra tækja. ■ SAME dráttarvéiarnar Itölsku hafa hiotiö lof fyrir sparneytni og öryggi I snjó og kuldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.