Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 12. mai 1982 eúMi&iUuuc Þorvaldur Guðjónsson MivMíak HNAKKAR Söölasmíöameistari Hitaveituvegur8 Rvík Sími 84058 Auglýsing frá ríkisskattstjóra Frestur til skila á skrám vegna sérstaks eignarskatts skv. iögum nr. 19 frá 7. mai 1982 á fasteignir sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds i árslok 1981: Samkvæmt 5. grein laga nr. 19 7. mai 1982 ber eigendum þeirra fasteigna sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrif- stofuhalds, að fylla út sérstaka skrá um þessar eignir. Skrám þessum ber að skila til viðkomandi skattstjóra. Eyðublöð til skrárgerðar er hægt að fá hjá skattstjórum. Skránum skal skila eigi siðar er 10. júni 1982. Athygli er vakin á ákvæðum 4. gr. laga nr. 19/1982 sem eru svohljóðandi: ,,Við ákvörðun á þvi, hvaða eignir myndi stofn sérstaks eignarskatts, skal miða við raunverulega notkun fasteignanna i árs- lok 1981. Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til annarra nota, skal við ákvörðun á skatt- stofni skipta verðmæti eignarinnar hlut- fallslega.” Reykjavik 11. mai 1982 Rikisskattstjóri. stnHirtnw/ui HEYHLEÐSLUVAGNAR Stærðir: 24 rúmm. og 30 rúmm. AAikil sporvídd. Hagstætt verð. ÞÓRf Armúlaii þingfréttir Kornrækt verði arðbær búskapur á íslandi ■ Rikisstjórnin kanni nú þegar hvaö hægt er að gera til að stuöla aö þvi, að kornrækt verði arðbær og fastur þáttur i búskap is- lenskra bænda þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Þetta er tillaga sem nýlega var samþykkt á Alþingi. Flutnings- menn eru Jón Helgason, Þórarinn Sigurjónsson, Steinþór Gestsson og Jón Þorgilsson. Bent er á i greinargerð að möguieikar séu á að rækta korn hér á landi, og hafi verið gert með allgóðum árangri. M.a. segir: A siðustu árum hefur Rann- sóknastofnun landbúnaðarins unnið markvisst að kynbótum á byggi fyrir islenskar aðstæður. Augljóst er að nú eru að vaxa upp stofnar sem auka munu öryggi ræktunar hérléndis. Er það i samræmi við reynslu annarra þjóða, þvi að uppskera hefur t.d. tvöfaldast i Evrópu á s.l. 30 árum vegna kynbóta á stofnum. Þar er þvi um að ræða mikla möguleika sem nauðsynlegt er að hagnýta, en það krefst mikillar vinnu sem skilar sér þó margfaldlega. Eftir að uppskeru er lokið bæt- ist við kostnaður ef þurrka þarf kornið og mala. 1 haust komu bændur uppskeru sinni i gras- kögglaverksmiðjuna á Hvolsvelli þar sem korniö var malað, bland- að grasi og kögglaö. Hins vegar hefur Rannsóknastofnun land- búnaðarins gert tilraunir með að sýra kornið óþurrkað og benda niöurstöður til að þá sé mölun óþörf. Ef þessi verkun er örugg sparar það mikla vinnu og kostnað. Auk kornsins fæst hálmur við kornræktina. Eftir honum er sótt af garðyrkjubónda til sveppa- ræktar þar sem hálmur er nauð- synlegur við hana. En eins og fram hefur komiö er innlend sveppaframleiðsla aðeins litill hluti af neyslunni, þannig að þar eru ónýttir möguleikar ef meira framboð yrði á hálmi. Þannig er hægt að benda á mörg atriði sem stutt gætu og aukið hagkvæmni innlendrar kornræktar, ef vel er á málum haldið. Það er mjög nauðsynlegt við þær markaðsaðstæður, sem við búum nú við, að við reynum að gera framleiðslu okkar sem fjölbreyttasta og nýtum alla þá möguleika sem geta dregið úr að- keyptum aöföngum. Gildir það bæði um hvern einstakan bónda og þjóðarbúið i heild. Ef athugaður er hinn mikli inn- flutningur á kornvöru til skepnu- fóðurs sjáum við að þar er mikill markaður á innlendan mæli- kvarða. Og takist með öflugu átaki og aðstoð okkar góðu visindamanna að gera kornrækt- ina árvissa, þá gefa hinar við- áttumiklu ræktanlegu lendur i veðursælli sveitum landsins tæki- færi til nýrrar framleiðslu sem yrði islenskum landbúnaði mjög til styrktar. Og ekki má gleyma áliti hins bjartsýna bakarameist- ara á ágæti hins islenska korns til brauðgerðar. Orkusparandi endurbætur á húsnæði ■ Mismunur á hitunarkostnaði húsnæðis hefur iðulega komið á dagskrá á Alþingi í vetur og þing- menn hafa krafist að hitunar- kostnaður verði jafnaður meira en nú er. Rikisstjórnin hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um iöfnun hitunarkostnaðar: Öhjákvæmilegt er að dregið verði úr mismun á upp- hitunarkostnaði húsnæðis i land- inu. Hefur rikissljórnin ákveðiö, með hliðsjón af áliti nefndar, sem nýverið hefur lokið störfum og skipuð var fulltrúum frá öllum þingflokkum, aö beita sér fyrir úrbótum i þessu efni. Er að þvi stefnt að upphitunarkostnaöur sambærilegs ibúðarhúsnæðis verði yfirleitt ekki meiri en gerist hjá nýjum og hagkvæmum hita- veitum,sbr. Hitaveitu Akureyrar og Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. Verður á næstunni gerð áætlun um hvernig ná megi sliku markmiði i áföngum, m.a. með endurskoðun á gjaldskrá veitu- fyrirtækja á næstu 12 mánuðum. Verulegur ójöfnuður og hár upphitunarkostnaður stafa sumpart af bágu ástandi ibúðar- húsnæðis. Þvi er brýnt að hvetja til orkusparandi endurbóta á hús- næði og mun rikisstjórnin beita sér fyrir aðgeröum á þvi sviöi, m.a. með meiri og hagstæðari lánveitingum i þessu skyni á veg- um Húsnæöisstofnunar rikisins. Tillagan um Kolbeinsey var samþykkt ■ Stefán Guðmundsson lagði fram i vetur þingsályktunartil- lögu um að sjómerki verði sett upp á Kolbeinsey og athuganir fari fram á þvi, hvort og á hvern hátt megi sem best tryggja að eyjan haldist ofansjávar, en hún fer minnkandi og ef heldur sem horfir mun hún hverfa i sjó. Kol- beinsey er mikilsverður grunn- linupunktur. Tillagan var samþykkt. Ályktanir sam- þykktar um tölvu- mál, fíkniefni og iðn- kynningu ■ Þrjár þingsályktunartillögur sem Davið Aðalsteinsson er fyrsti flutningsmaður að voru samþykktar á Alþingi siðustu vikurnarsem þing starfaöi. Þær eru um iðnkynningu, ávana- og fikniefni og um upplýsinga- og tölvumál. Siðastnefnda tillagan gerir ráð fyrir að fram fari athugun á stöðu og þróunarhorfum i upp- lýsinga- og tölvumálum, og á hvern hátt er unnt að stjórna þeirri þróun. Er rikisstjórninni falið að skipa nefnd er kanni al- menna stöðu þessara mála, þróunarhorfur og bendi á val- kosti varðandi stefnumótun og opinbera ákvarðanatöku á þessu sviði. Nefndin á að gera tillögur um meö hvaða hætti is- lenskt þjóðfélag geti best unnið að og hagnýtt sér hina nýju tækni til alhliða framfara, svo sem að þvi er varðar atvinnu- mál, félagsmál, fræðslumál, mál varðandi almennar upp- lýsingar og aðra þá þætti sem varðar samfélagið. Meðflutningsmenn eru Guð- mundur G. Þórarinsson, Páll Pétursson, Þórarinn Sigurjóns- son, Hákon Hákonarson, Hail- dór Asgrimsson og Alexander Stefánsson. Allsherjarnefnd lagði blessun sina yfir tillöguna og bætti við, að nefndin skyldi athuga sér- staklega hvernig vinnu- markaðurinn geti aðlagast tölvuvæðingunni án þess að at- vinnuöryggi sé stefnt i hættu. Tillagan um iðnkynningu rikisstjórnin i samvinnu við samtökiðnaðarins hrindiaf stað kynningu á islenskum iðnaði til að stuðla að aukinni sölu á framleiðslu og þjónustu isl. iðnaðar, skapa jákvæöari af- stöðu aímennings gagnvart is- lenskum iönaðarvörum og bæta aðstöðu iðnaðarins. Með flutningsmenn eru Hall- dór Asgrimsson, Páll Péturs- son, Guðmundur G. Þórarins- son, Stefán Guðmundsson og Nieís A. Lund. Tillagan um ávana- og fikni- efni felst i þvi að rikisstjórninni sé falið aö hlutast til um aö gerð verði heildarendurskoðun á þvi, hvernig leitast er við af hálfu þjóöfélagsins aö verjast inn- flutningi, tiibúningi, útbreiðslu og neyslu ávana- og fikniefna. Meðflutningsmenn að þessari tillögu eru Alexander Stefáns- son, Jón Helgason, Niels A. Lund, Haraldur Ölafsson, Ingólfur Guðnason, Jóhann Ein- varðsson og Ólafur Þ. Þórðar- son. Fjölhæfnivagninn er kominn með Ijósabúnaði. S.B. vagninn góður er, um fjölhæfni má velja. Hesta, kindur, heyið ber, fleira má upp telja. Mjög gott verð og greiðslukjör. S.B. vagnar og kerrur, Klængsseli - Sími 99-6367.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.