Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (»1 ) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. ttTr'T-\T-\ T Tr1 Skfmmuvegi 20 rlr . Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 9 19 • Laugar- daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■n - • ■ I—■■■ I .. ** _.... —.. _ H .♦11‘ f/7 <$> ■■■■ ■ Hér situr Þröstur yfir tafli ásamt vini sinum Siguröi Gunnarssyni. Næst honum stendur verðlaunagripurinn frá skóiaskákmeistarakeppni Norðurlanda, en riddarinn mikli er farandgripur, sem hann hlaut á skólaskákmótinu um helgina. (Tfmamynd Róbert). SKÖLASKAKMEISTARI normir- iANDA VINNIIR ENN EfTT MÓT — Rætt við Þröst Þórhallsson, 13 ára skákmeistara ■ A tslandi er nóg af upp- rennandi skáksnillingum og þeirra á meðal er Skólaskák- meistari Norðurlanda, Þröstur Þórhallsson, sem nú um helgina vann yngri flokkinn á skólaska'k- mótinu í Hafralækjarskóla en hann hlaut þar 8.5 vinninga af 9 mögulegum. Eina jalnteflið sem hann gerði var á móti Tómasi Björnssyni úr Hvassaleitisskóla, sem hlaut 8 vinninga, en þeir Tómas hafa lengi att kappi saman. Þrösturer 13ára og er nemandi i Breiðagerðisskólanum. Hann byrjaði að tefla aðeins 6 ára gamallog það var 8 ára kunningi hans sem sagði honum til í byrj- un. Hann var þá i Fossvogs- skólanum, en fluttist 7 ára i Breiðagerðisskóla. „Þar var meiri skákáhugi en i Fossvogs- skóla og þar byrjaði ég að tefla fyrir alvöru og fór að sækja skák- kennslu hjá T.R. enda félags- heimiliT.R. rétt hjá okkur,” seg- ir Þröstur, en við litum við hjá honum i gær. Þröstur var llklega áhuga- samasti skákmaðurinn i Breiða- gerðisskóla og skipaöi sér snemma i sveit i unglingaflokkn- um hjá T.R. Tiu ára gamall tók hann þátt i opna flokknum f Skák- þingi Reykjavikur og 11 ára fór hann á Islandsmótið. Hann tók þá þegar að vekja athygli sem efni- legur skákmaður enda byrjaður að- njóta kennsiu bestu skák- manna i Skákskólanum að Kirkju- bæjarklaustri. Þangað fór hann fyrst tiu ára gamall, en þetta er einnar viku kennsla á ári og er teflt stift allan timann. Auðvitað ætlar Þröstur á skákskólann aftur i ár, en hann hefst þann 20. mai n.k. Hann er nú með 1500 skákstig og aðeins einn annar á hans aldri er með jafn mörg, — auðvitað Tómas Björnsson. Eins og áður er á minnst er Þröstur skólaskákmeistari Norðurlanda en þann titil vann hann i febrúar siðastliðnum. Það mætti þvi ætla að hann mundi hvila sig i sumar eftir tvö erfið mót. En Þröstur segist siður en svo ætla aðslaka á. Hann er þvert á móti ákveðinn i þvi að tefla af krafti i sumar og eina hvildin sem hann hyggst taka sér frá skákinni verða fótboltaæfingarnar með Vikingi en hann leikur i 4. flokki Vikings. Þröstur býr nefnilega við Melgerði i Reykjavik og þar i grennd á Vikingur ætt og óðul, — KR-ingar og Valsarar þora varla að koma þar nærri. 1 sumar mun hann lika taka þátt i helgarskákmótinu i Borgar- nesi þann 6. júni, svo hann hafi áfram að einhverju að stefna. Við óskum Þresti til hamingju meðárangurinn og biðum eftir að heyra hans getið aftur, þegar efstu nöfn verða lesin á skákmót- um framtiðarinnar. Þess verður varla langt að biða. —AM mm Miðvikudagur 12. maí 1982 fréttir Eldsvoði i Vestmannaeyjum ■ Geysilegar skemmdir af eldi og reyk urðu á nýlegu einbýlishúsi við Dverghamar 9 i Vest- mannaeyjum i fyrri- nótt. Það var laust eftir klukkan 04.00 að slökkviliðinu í Vest- mannaeyjum var tii- kynnt að eldur væri laus I húsinu. Þegar komið var aö var mik- ill eldur I húsinu og reyk lagði upp um þak og út um glugga og dyr. Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta sér leið i gegnum þak hússins til að komast að eldinum sem fljót- lega gekk að slökkva eftir það. Húsið var mann- laust þegar eldurinn braust út. Eldsupptök eru ókunn. — Sjó. ók á styttu á miðju torgi ■ Unglingar sem sátu á bekk við stytt- una af sjómanninum á Akratorgi á Akranesi áttu fótum fjör að launa aðfaranótt laugardagsins þegar að þvi er virtist mann- laus bill kom á mikilli ferð út á torgið, i átt að bekknum. Aðeins andartaki eftir að þau voru rokin af bekkn- um lenti billinn á hon- um og siðan á stytt- unni, af svo miklu afli aö hún haggaðist tals- vert þótt á traustum grunni standi. Þegar kikt var inn I bilinn eftir að hann lenti á styttunni kom i ljós að i honum voru tveir ungir menn, báðir mjög ölvaöir. Annar þeirra slasaðist mikið, m.a. lærbrotnaði, en hinn slapp meö minni meiðsl. Billinn er ónýtur. — Sjó. dropar Fangavard- arraunir ■ Þær eru margar raunir fangavarðanna austur á Litia Hrauni. Einn lenti til dæmis I þvl siðastliðið sumar þótt hljótt hafi farið, að vera vfttur I starfi fyrir að vanvirða einkennis- búning, og það sem meira var: fyrir að vera að þvælast með fanga út I fangelsisgarði að nætur- lagi. Þannig var að fanginn kom að máli við fanga- vörðinn og sagðist vita nákvæmlega hvar nokkrir samfangar hans hefðu falið hass. Hann gaf fangaverðinum mjög ná- kvæma lýsingu á þvl hvar hassið væri að finna niðurgrafið I fangelsis- garðinum. t góðri trú fór fanga- vörðurinn með skóflu og haka út I garðinn um nótt- ina og byrjaði að grafa. Hann gróf og gróf, en fann hvergi hassið. Ekki trúði hann þó fanganum til að fara með lygamál, fór hann þvl til hans strax að morgni næsta dags og bað hann gefa sér nánari lýsingu á þvi hvar hassið væri að finna. Þegar fanginn sagðist ekki geta gefið nákvæmari lýsingu þá bað vörðurinn hann að koma með sér út I garð og vlsa sér á staðinn. Ekki vildi fanginn það, og bar við hræðslu við að hann yrði tekinn I gegn ef sam- fangar hans kæmust að þvl að hann hefði vlsað á hassið. Fangavörðurinn dó ekki ráðalaus, heldur bauð fanganum að koma með sér út að næturlagi, og til þess að tryggja það að enginn bæri kennsl á hann stakk fangavörð- urinn upp á þvl að fanginn klæddist fangavarðar- búningi á meðan á greftr- inum stæði. Fanginn sió til. Um nóttina fóru þeir út og grófu og grófu en ekkert fannst. önugur sneri fanga vörðurinn heim á leið, og ekki bætti úr skák þegar hann veitti þvl athygli að allir fangarnir, sem höfðu glugga út að fangelsis- garðinu, höfðu fylgst með athöfnum þeirra allan timann. Málið var sem sé eitt allsherjar sjónarspil af háifu fanganna — væntanlega gert I þvl skyni að stytta sér stundir. Krummi ... heyrði að mottó Fanga- varðafélagsins sé nú: Sér grefur gröf þóttgrafi...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.