Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.05.1982, Blaðsíða 10
10 MiOvikudagur 12. mai 1982 héim ilistfm inn ■ Það er vinsælt að matreiða þægilegan og fyrirhafnarlítinn mat á sunnudögum. Hér kem- ur uppskrift að steiktum kjúklingi, sem er sér- staklega þægileg þegar heimilisfólkið vill lítið hafa fyrir matnum, — en auðvitað á maturinn þó að vera Ijúffengur. Þessi uppskrift kom fram í samkeppni ali- fuglaeigenda í Dan- mörku og var þá kölluð „Makindalegur kjúklingur". Ef reiknað er með að 3-4 borði, þá þarf í mat- inn: 1 stóran kjúkling, 2 búnt af persillu, 4 tómata, sem skornir eru i báta, papriku, 75 gr. af smjöri, kínverska soyu, salt og pipar. Kjúklingurinn er klipptur í sundur til helminga og lagður í litla steikarskúffu, eða eldfast fat. Persillan er sett undir kjúklinga- helmingana og tómata- stykkin lögð í kring. Smjörið er brætt og hellt yfir kjúklinginn og dreypt á hann kín- verskri soy<u og stráð yfir papriku, salti og pipar. Fatið er sett í 225 gráðu heitan ofn. Þegar kjúklingurinn er farinn að brúnast á að minnka hitann í 180 gráður, og kjúklingurinn steiktur samtals í 45 mínútur. Gott er að leggja ál- pappír yfir svo að hann verði ekki of brúnaður. Þegar kjúklingurinn er framborinn er hverj- um helming skipt í tvo hluta. Með þessum rétti er gott að hafa bakaðar kartöflur (má baka þær í ofninum með) og hrá- salat. Sólslopp- ar, sem klæða allar kon- ur vel ■ Nú er nærvera sumarsins far- in aö minna rækilega á sig. Loft- hiti hefur hækkað og jafnvel sést til sólar. Hugurinn er þvi farinn að reika til útiveru og jafnvel sól- baðs. Sumir fara til útlanda til að sækja það, en við skulum vona, að þeir sem heima sitja verði ekki alveg afskiptir heldur. Sem fyrr eru bikinibaöföt vin- sælasti sólbaðsklæðnaöurinn, eða a.m.k. hluti þeirra, en mörgum konum vinnst óviökunnanlegt að vera mikið á ferö iklæddar bikini eingöngu og vilja þvi hafa með sér einhverja létta flik sem fljót- legt er að bregða sér I utanyfir. Hér með fylgja tvær hugmyndir að einföldum og auöveldum flik- um, sem henta vel til þessa brúks. Þær eru svo einfaldar að gerð að jafnvel mesti saumaklaufi ætti að fara létt meö að gera þær. Og enn einn stóran kost hafa þær. Þær fara ekki siður þrekvöxnum kon- um vel en þeim, sem grennri eru! Hvað er matar fræðingur? ■ Þann 7. mars s.l. birtist i heimilistimanum „dagur I lífi” Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur. Grein þessi gefur mér tilefni ti! kynningar á námi og störfum þeirra sem vinna á Landspitalan- um m.a. við kennslu og leiöbein- ingar til sérfæðissjúklinga og fjöl- skyldna þeirra. Viö höfum valiö okkur starfsheitið „matar- fræðingur”, en það er ekki lög- verndað. Alþjóö er kunnugt aö með mataræöi má fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma* draga úr einkennum annarra og jafnvel lækna suma. En starfsgrein matarfræðinga hér á landi er tiltölulega ung og fáir hafa lokið námi i henni, enda er æskilegast að viökomandi ljúki fjögurra ára háskólanámi I nær- ingar- og sjúkrafæöi, t.d. í Bret- landi sem „dietitian” eða i Svi- þjóö sem „dietetiker”. Til aö bæta úr brýnni nauðsyn á starfs- kröftum á þessu sviöi voru upp- haflega ráðnir hússtjórnarkenn- arar sem i sinu námi fá tilsögn i sjúkrafæöi. Núverandi matar- fræöingar við eldhús Landspital- ans eru auk min, sem hef að baki fjögurra ára háskólanám i næringarfræöi (Ernahrungs- wissenschaften) I Þýskalandi, matvælafræöingar frá Háskóla Islands. Á göngudeild sykur- sjúkra á Landspitalanum er i stöðu matarfræöings hús- stjórnarkennari sem vann við matreiöslu sérfæðis i eldhúsi Landspitalans i 3 ár og siðan sem matarfræðingur i 2 ár, áöur en hún fór til eins árs náms I al- mennri næringarfræði i Dan- mörku. Við göngudeild fyrir há- þrýsting á Landspitalanum er Laufey Steinsgrimsdóttir doktor i næringarfræöi i hlutastarfi matarfræöings. Þörfin fyrir sérmenntaö fólk á sviði næringar- og sjúkrafæðis er nú mikil og fer vaxandi. Fjöldi þeirra sjúklinga sem þurfa á sér- fæöi að halda vex stöðugt, þar er ekki einungis um að ræöa sykur- sjúka heldur og aðra efnaskipta- sjúklinga. nýrnasjúka og meltingarfærasjúklinga o.fl. o.fl. Ég hvet þvi ungt fólk með áhuga á náttúrufræðum eindregið til náms á þessari braut. Með þökk fyrir birtinguna. Helga Hreinsdóttir umsjón: B.St. og K.L. ■ Litirnir i fuglunum eru þannig gefnir upp: M = grunnliturinn (bleikt eða hvitt) A = múrsteinsrautt (eða brúnt) B = milliblátt C = grænblátt D = ljósblátt Augu nef og klær eru saumaðar með rauðbrúnu garni. Tveir fall- egir f uglar ■ Þessi peysa sem myndin er af er dsköp venjuleg, — ef ekki væri fyrir fuglana tvosem prýöa hana. 1 uppskriftinni er sagt að peysan sé falleg- ust prjónuö úr bleiku angora-garni, og fugiarnir eru prjónaðir úr ljós- bláu millibláu og Ijósgrænu (augu, nef og klær eru saumaöar meö rauð- brúnu garni). Þvi miður höfum viö ekki fullkomna prjónauppskrift aö peysunni, en flestir, sem prjóna eitthvaö aö ráöi, ættu aö geta bjargaö sér viö aö prjóna eina slíka. Prjóniö er slétt prjón, en kraginn er prjónaöur meö einni lykkju slétt prjón og hin brugöin. Þaö var aöallega munstrið með fuglunum sem ætlunin var að koma á framfæri. Það iná bæöi prjóna þá i peysu eöa jafnvel sauma þá i ein- hverja flik eða jafnvel I fljótsaumaðan púöa. A munstrinu eru stafir sem gefa til kynna litina sem fuglarnir eru prjónaöir (saumaðir) i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.