Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 4
4_____ fréttir Föstudagur 14. maí 1982 „Farid að votta fyrir gróðri” segir Sveinn Guðmundsson á Sellandi ■ „Hér hafa verið mjög góðir dagar að undanförnu, snjó hefur tekið upp og farið að votta fyrir gróðri”, sagði Sveinn Guðmunds- son á Sellandi i N-Múlasýslu i rabbi við fréttamanna Timans. Hann sagði að mikil og góð um- skipti hefðu orðið eftir kuldahret- iðsem gekk yfir um daginn, en nú væri komin betri tið og bjartara yfir mönnum. Sauðburður sagði Sveinnaðværialmennt ekki byrj- aður fyrir austan en að þvi færi að liða hvað úr hverju. En veturinn hefur verið harður, langur og erf- iður bændum þar i héraði, sem og flestum öðrum. Það sem Sveinn taldi einna helst fréttnæmt af sinum slóðum er að riðuveikin hefur verið að ergja sauðfjárbændur á Austur- landi og sagði hann að vart hefði orðiðbýsna margra tilfella. Þetta sagði Sveinn að skapaði býsna vont ástand hjá þeim bændum sérstaklega, sem eingöngu búa með sauðfé. Á tveimur bæjum hefur verið skorið niður og bjóst Sveinn við að reynt yrði að halda áfram að skera niður á svæðinu fyrir norðan Jökulsá á Dal. Sveinn sagði að ástand vega og flutningabann af þess sökum, skapaði sumum bændum nokkra erfiðleika með aðdrætti, t.d. væri ekki hægt að flytja neinn áburð út um sveitirnar núna, en sumsstað- ar væri ástand túna orðið það gott að stutt væri i að mætti fara að bera á. Og Sveinn lét þess getið i lokin að það væri mikil þörf á að bæta vegakerfið um sveitir á Austurlandi. SV ■ Sveinn Guðmundsson: Hér hafa verið góðir dagar. ■ Með vorinu lifnar allt til nýs lifs I sveitum þessa lands. Tlminn setti sig I samband við fimm bændur, viða á landinu og rabbaði við þá um lif þeirra og störf þessa dagana. Eins og við var að búast hófu þeir allir málið með umræðum um tiðarfarið og siðan hvað af öðru, sem hverjum þeirra var ofarlega i huga. Myndin, sem fylgir hérna með, var tekin af hinu unga lifi I Fjárborg I Reykjavik. Timamynd Róbert. Jóhannes Torfason á Torfalæk: hefðibæstvið kal i túnum, en enn erndckuðkai frá fyrriárum,sem ekki er oröiö upp grætt. Jóhannes sagöi að reyndar væri full snemmt að fullyröa að kal heföi ekki aukist i vetur, en a.m.k. væru ekki horfur á að svo yrði. Þá sagði Jóhannes að töluverð- ur æsingur hefði verið I mönnum þar um sveitir vegna Blöndu- mála, en væri nú að hjaðna. „Ég held að þarna hafi náðst af- greiösla, sem hver getur farið með heim til sin og túlkaö að vild,” sagði Jóhannes. Fyrstu vélar Búnaðarsam- bandsins eru að fara af stað um þessar mundir upplýsti Jóhannes og hann átti von á að þeir sem eru með grænfóður og eiga tilbúið land,fariaöhuga aö vinnsluá þvi og siðan fari bændur að bera á, eftir hálfan mánuö eða svo. Aburöur er mikið til kominn, var keyrður til bænda i vetur. „Menn „ÞEGNLEGA AD VERKI VERIД ■ „Þaö er nú gróðrarveöur i dag, ef við byrjum á að spjalla um veðrið, á þjóðlegan máta,” sagði Jóhannes Torfason á Torfa- læk i A-Húnavatnssýslu þegar við náðum sfmasambandi við hann og spuröum almæltra tiðinda. „Gróður virðist taka nokkuð vel við sér og sauðburður er að byr ja. Égheld að fénaðarhöld hafi yfir- leitt verið heldur góð og yfirleitt er nógur heyfengur, þótt það sé alltaf svoli'tið upp og ofan. Það er heldur samdráttur i mjólkurframleiðslunni og viö fyllum ekki kvótann okkar þar. Það má koma fram að frá þvi mjólkurframleiöslan var mest, höfúm við dregiö saman um 20% og það er nú þegnlega að verki verið. Þetta er ekki eins i sauð- fjárframleiöslunni, hún hefur haldist meira. Menn eru um þessar mundir að móttaka útdeilingu frá Fram- leiðsluráði, skerðingu ársins 1980. Það sem hryggir menn þar er hvað mikið slæðist inn af villum. Þetta eróskaplega viðkvæmtmál, ■ Jóhannes Torfason: Menn eru en er þvi miður staðreynd. Þetta verður að visu leiðrétt, en það er hvimleitt meðan á þvi stendur og þetta er óskapleg pappirsvinna.” Jóhannessagði að veturinn hafi byrjað mjög snemma, raunar i október, og var nokkuð harður framan af, allt fram i' febrúar. Siðan hefur verið nokkuð góð tið, / nema einstöku kuldaköst, sem eru leiðinleg. Hann taldi að ekki eiga svo stóra vörubíla nú orðið, svo kallaða virkjunarbila, að vegirnir þola þá ekki nema i frostum” sagði Jóhannes. Byggingaframkvæmdir bænda hélt Jóhannes að mundu verða svipaðar og að undanförnu, litið um stórbyggingar en meira um viðhald og endurnýjun. Ræktun taldi hann ekki verða nema til að halda i horfinu og eitthvað um endurvinnslu, sem hann sagði að nú væri lögð áhersla á I leiðbein- ingastarfi ráðunauta, og svo sagði hann að verulegur fjörkipp- ur væri i uppsetningu súg- þurrkunartækja. Að lokum sagði Jóhannes frá nýju fyrirtæki, Heimafóður h.f., sem væri að komast á laggirnar um þessar mundir. Hluthafar eru milli 40 og 50 bændur i báðum Húnavatnssýslum og fyrirtækið er að fá tæki, sem malar og kögglarhey og blandar í það öðr- um efnum ef vill. Á þennan hátt ætla bændur að spara sér veruleg fóðurbætiskaup, að sögn Jó- hannesar á Torfalæk. SV Björgmundur Guðmundsson á Kirkjubóli: „Hörmung að vera bóndií dag” ■ „Það litur sæmilega út með tiöina núna, eins og er, þótt þetta væri andskotans hret, sem hann gerði þarna um daginn”, voru fyrstu orð Björgmundar Guð- mundssonar bónda á Kirkjubóli i Valþjófsdal i V-Ísafjarðarsýslu, þegar viö spurðum hann tiðinda af bændum á Vestfjörðum. „Það er nú farið að slá grænu á túnin. Það var reyndar byrjað að lifna fyrir hretið en kom svolitill aftur- kippur i þaö. I gær var ausandi rigning, og undanfarna sólar- hringa, en er nú að þorna og hlý na. — Helduröu að hafi kalið hjá ykkur i vetur? „Ég er að halda að það sleppi við kal. Það lá ekki svell á eins og ■ Björgmundur Guðmundsson: Langlundargeðið hefur iengi loð- að við bændastéttina. Jón Sigurdsson á Skipanesi tekinn tali: „Hér eru menn bjart- sýnir á sumarid” ■ „Jörð var komin afskaplega vel af stað hérna fyrir þetta sið- asta kuldakast og sjálfsagt hefði verið kominn sauðgróður núna hefði kastið ekki komið”, voru fyrstu orð Jóns Sigurðssonar bónda I Skipanesi i Borgarfjarð- arsýslu, þegar við spurðum hann tiðinda úr sinni sveit. „Gróðri seinkaði mikið við þetta og jörð var mun verri, þegar fór að hlýna aftur en hún var orðin fyrir kast- ið. En þetta getur orðið fljótt að koma ef heldur áfram með svona hlýindi og vætu eins og nú er. Hér er 7-10 stiga hitidag hvern núna.” — Er sauðburður byrjaður i þinni sveit? „Já, hann er viðast hvar eitt- hvað byrjaður og það sem ég hef heyrt gengur hann mjög vel.” — Hvernig eru vegirnir? „Þeir eru bara furðanlega góð- ir og hér i kring hefur ekki verið Jón Sigurðsson: Hey voru ó- vanalega laus. ástæða til aðhaía þungatakmark- anir, nema þar sem Vegagerðin hefur verið að hræra i þeim.” — Er áburðurinn kominn heim á bæi yfirleitt? „Almennt er það ekki, en margir eru búnir að fá eitthvað. Ég held að menn séu þó ekki farn- ir að bera á, en það gæti orðið uppúr tuttugasta, svona það fyrsta, fyrir kýr.” — Hvernig var veturinn bænd- um? „I flestum tilfellum held ég að hann hafi verið nokkuð góður, að öðru leyti en þvi að menn hafa kvartað undan þvi að hey væru ó- vanalega laus og ódrjúg.” — Hvað veldur þvi? „Það var mikið af þessu heyjað i seinna lagi og er þá grófara og léttara og sigur minna.” — Hvernig leggst sumarið i menn? „Ég held að menn séu yfirleitt bjartsýnir á sumarið, núna eftir að hlýnaði aftur”, sagði Jón i Skipanesi. sv i fyrra, svo ég hef ekki trú á að neitt kal komi. Veturinn var langur hjá okkur, hann byrjaði snemma, um miðj- an september og það er ennþá til snjór hér, sem féll um miðjan september. Almennt held ég að hey hafi verið nægjanleg, en þau voru mjög misjöfn undan sumrinu i fyrra, þó held ég að bændur hafi ekki keypt meiri fóðurbæti en i meðallagi. Ég sé ekki annað en bændur komi sæmilega undan vetrinum.” — Viltu bregða þér i' spámanns- steflingar og spá fyrir sumrinu? „Það getur ekki skemmt að vera bjartsýnn, þótt ekki sé á- stæða til bjartsýni i landbúnaðin- um yfirleitt, vegna þess að þaö er ekki hægt að selja okkar afurðir. Það eru horfur á að við þurfum að minnka við okkur ennþá búmark- iö, þetta er hörmung maður, að vera bóndi i dag. Ýmsir eru að velta vöngum um að fara I loð- dýrarækt og nú eru horfurnar þannig að þaðsé þaöeina, sem vit erí, þótt það sé auðvitaö tiskufyr- irbrigði eins og annaö, með þessi skinn. Vegirnir hafa verið betri núna en við eigum að venjast en þó ■ Kristinn Guðnason: Menn spá hinu og þessu. „I haust verður mikið kjöt,” telur Kristinn Guðnason á Skarði ■ „Það er allt i góðu gengi núna • siðan tíðin batnaði, núna er mjög góð tið.” Kristinn Guðnason i Skarðiá Landi byrjaði eins og all- ir hinir á að tala um veðurfarið, enda hefur það löngum verið efst I huga islenskra bænda, sem von- legt er. „Það er litið farið að grænka hérh já okkur, þóaðeins byrjað að lifna. Það er ekki hægt að segja að komin sé sauðnál hér, en niðri i sveitunum mun einhver nál vera komin. Það er allt 10-14 dögum seinna hérna.” — Hvernig var veturinn hjá ykkur? „Veturinn var góður hér á Suðurlandi, nema þetta vorhret, sem kom um daginn og gerði svo- litið slæmt strik i reikninginn. Hey voru slæm á þessum lands- hluta og við þurftum að kaupa óvenjumikinn fóðurbæti.” — Duga þau samt flestum? „Já, með þessu, að gefa nógu mikinn fóðurbæti, og þá eru það auðvitað ekki heyin sem duga, heldur fóðurbætirinn. Þau eru heldur ekki svo góð að það sé hægt að láta lifa á þeim ein- göngu.” — Er sauðburður byrjaður? „Hann er byrjaður og gengur prýðilega. Það er mikið tvflembt og það verður mikið kjöt i haust, áframhaldandi offramleiðsla. Svo erum við búnir að fá þrjár þrilembur af um 60 sem eru born- ar. Það verður alltaf mikil frjó- semi, þegar svona mikið er gefið af fóðurbæti.” — Hvernig eru vegirnir? „Þeir eru góðir. Reyndar eru enn þungatakmarkanir, en við skiljum það eiginlega ekki, þvi vegirnir urðu aldrei neitt slæmir, það þyönaði svo hægt. Flestir eru búnir a ð fá áburðinn, fengu hann i vetur. Menn voru svo hræddir um verkföll að þeir þorðu ekki annað en fá hann snemma. Menn eru farnir að búa sig undir að bera á og sjálfsagt eru einhverjir byrjaðir niðri i sveitum.” — Sjá menn einhver merki á lofti um hvemig sumarið ■> erður? „Menn spá hinu og þtssu og nefna ótal rök, en við verðum bara að bíða og sjá til,” sagði Kristinn i Skaröi. SV hafa þeir ekki leyft ennþá að flytja áburðinn, eru of blautir enn. En ég vil koma á framfæri I sambandi við áburöarkaupin að ég er mjög óánægður með að verða að panta áburðinn á haust- nóttum en verðið er ákveðiö á vordögum og við verðum að taka það sem við höfum pantað án til- lits til hvaða verð þeim hentar að setja á það. Núna varö 60% hækk- un. Við þessu mundi engin stétt önnur segja já og amen. Lang- lundargeðið hefur lengi loðað við bændastéttina”, sagöi Björg- mundur. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.