Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. maí 1982 Fræðsluráð Norð- urlandsumdæmis vestra, ásamt framkvæmdastjóra FSN., kennarafull- trúum og fræðslu- stjóra. ■ Fundur Fræðsluráös og starfsmanna á skrifstofu fræðslustjóra. (Ljósm. Unnar Agnarsson) Sjálfstæð ráðgjafar- þjónusta á Norðurlandi vestra Sveinn sagði að á siðastliðnu sumri hefði loks tekist að koma á fót sjálfstæðri ráðgjafarþjónustu á vestanverðu Norðurlandi. Margar samverkandi ástæður urðu til þess að stuðla að þeirri þróun mála. Nefndi Sveinn nokkrar þær helstu. Fræðsluráð Norðurlandsum- dæmis vestra fékk til afnota hús- næði Kvennaskólans á Blönduósi þar með taldar ibúðir, þannig að nú var unnt að láta aðfluttum starfsmönnum húsnæði i té. Skrifstofuaðstaðan i Kvenna- skólanum varð mjög góð og öll önnur en fræðsluskrifstofan hafði áður mátt búa við. Uppeldis- fræðingur, tveir sálfræðingar og tveir sérkennarar sóttu um stöðu i umdæminu og voru þeir allir ráðnir til starfa. Loks er þess að geta að tekin var upp samvinna við svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og öryrkja i fræðsluumdæminu. Til þess að annast þennan þátt þjónustunnar hefur svæðisstjórn á sinum snær- um sálfræðing og þroskaþjálfa auk skrifstofuaðstoðar, samtals 1,75 stöðugildi, á ráðgjafarþjón- ustunni. Ellefu starfsmenn á fræðsluskrifstofunni Sem áður sagði hefur fræðslu- skrifstofan nú verið flutt i hús- næði Kvennaskólans. Stór hluti húsnæðisins hefur þegar verið tekinn undir starfsemina en hluta þess hefur’ grunnskólinn á Blönduósi á leigu. Hluti af húsnæðinu er notað undir gullasafn, en það er safn þroskandi leikfanga sem lánuð eru til þeirra barna sem þurfa á sérstakri örvun eða þjálfun að halda um lengri eða skemmri tima. Sveinn sagði að þessi þáttur i starfi ráðgjafarþjónustunnar væri mjög merkur og miklar von- ir bundnar við hann. Útlán úr safninu fara fram á þann hátt að komiðermeðbarnið sem á aðstoð þarf að halda i heimsókn á gulla- safnið. Þar eru valin gull (leik- föng) er hæfa getu og þroska barnsins. Foreldrar og aðrir að- standendur barnsins nota siðan gullin sem kennslutæki eftir leiðbeiningum frá starfsmanni gullasafnsins. Nú eru starfsmenn fræðslu- skrifstofunnar á Blönduósi 11. Sumir þeirra eru aðeins i hluta- starfi en fullar stöður eru 7,5. Með i þessari tölu eru starfsmenn svæðisstjórnar um málefni þroskaheftra. Meginþorri starfs- fólksins býr á Blönduósi en sér- kennari er búsettur á Lauga- bakka og annar i Varmahlið. Þá er bókasafnsfræðingur skrif- stofunnar búsettur á Hofsósi. Þjónustusvæðið er allt Norður,- landskjördæmi vestra, þ.e. frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Mó menningarmál ■ Bragi Björgmundsson 17. Elias Ketilsson, sjó- maður 18. Guðmundur Magnús- son, bóndi. Guðmundur Magnús- son, sem nú skipar heiðurssæti listans, 18, sætið, lætur nú af störfum i bæjarstjórn eftir nær þriggja áratuga setu i hreppsnefnd og siðan i bæjarstjórn Bolungarvik- ■ Bergþóra Annasdóttir Sýning Mattheu f Ásmundarsal MATTHEA JÓNSDÓTTIR Málverkasýning ASMUNDARSAL Freyjugötu 41 24. april — 2. mai 1982 52 myndir. Olía og vatnsiitur. Ásmundarsalur ■ Nú, eða þegar þetta er ritað stendur yfir sýning á málverkum eftir Mattheu Jónsdóttur listmálara en þar sýnir hún 52 myndir, 51 mynd, sem er á skrá en þar að auki málverk af Halldóri Lax- ness sem bætt var við sýninguna i til- efni af afmæli hans, að mér var tjáð. Miklarlagfæringar hafa verið gjörð- ar á Ásmundardal siðan siðast. Allt er nú hreint og snyrtilegt, gert hefur ver- ið við gólfin og komið fyrir lýsingu, sem hefur ýmsa kosti, þótt ljósalengj- urnar séu full nálægt veggjunum fyrir málverk, sem á stundum eru i djúpum römmum. Matthea Jónsdóttirermeð 28 mynd- ir i aðalsal en 24 vatnslitamyndir i baksal eða hornstofu móti suðri og austri. Mattheu Jónsdóttur ætti að vera ó- þarft að kynna. Hún er þekktur lista- maður og hefur hlotið góðar viðtökur viða og henni hefur verið sýndur sómi viða fyrir list sina. Hún hefur unnið til verðlauna o.s.frv. Matthea Jónsdóttir Matthea Jónsdóttir er á hinn bóginn nokkur einfari i sinni list, a.m.k. hér á landi. Fastheldin á sinn stil, og þróar hún hann hægt og bitandi, án þess að slá af. Segja má að þessi sýning sé eins konar rökrétt framhald af seinustu sýningu en hún var, að mig minnir, haldin i húsakynnum FIM við Laugar- nesveg. Það sem einkum virðist hafa breyst, eru vatnslitamyndirnar. Yfir þeim er sérstakur þokki. Viðfangsefnin eru fjölbreytileg: A sandinum, Fákar, Turnaborg, Jökul- urð, Hvitir fuglar, Morgunflug, Sæfifl- ar og Hrygning, svo eitthvað sé nefnt. Myndir hennar eru yfirvegaðar og eru yfirleitt vel gjörðar, eða málaðar. Næstum þó of strangar, þvi oft fer vel á þvi að leyfa litunum að mála ofurlitið lika. Af oliumálverkunum þótti mér Vindur i seglum einna athyglisverðust og ennfremur myndin af HalldóriLax- ness en af vatnslitamyndunum þóttu mér myndirnar Kvöldsvali og Kvöld- flug bestar. Annars er það einkenni þessarar sýningar, að myndirnar eru mjög jafnar að gæðum. Það var sannarlega notalegt að koma inn i Asmundarsal úr útsynningi og éljagangi og doka ögn við i kyrrlát- um myndheimi Mattheu Jónsdóttur. Jónas Guðmundsson skrifar um myndlist borgarmál REYKVÍKING- AR x-B ER KJARABÓT ■ „Framsóknarflokkurinn leggur höfuöáherslu á að fjár- málastjórn borgarinnar sé i góðu lagi og að hagsýni sé gætt i meöferð fjármuna úr sam- eiginlegum sjóöum borgarinn- ar, hvort heldur um er að ræða rekstur eða framkvæmdir þannig að álögum á borgarbúa megihalda ilágmarki enda er traust fjármálastjórn for- senda þess að hægt sé að halda uppi félagslegri þjónustu og framkvæmdum.” Þannig segir i stefnuskrá okkar, framsóknarmanna að þessu sinni, en hvað ætlum við að gera til þess að svo geti orð- ið. Við viljum t.d.: að nefndum og ráðum á veg- um borgarinnar verði fækkað með sameiningu og verði for- menn helstu nefnda framvegis úr hópi aöalborgarfulltrúa. Sem dæmi má nefna að við teljum að rétt sé að sameina Æskulýösráö og íþróttaráð, sem eftir sameininguna yrði Tómstundaráð er hefði yfir- umsjón meö öllu er varðar iþróttir, útiveru og tómstundir borgarbúa. að borgin fái fullt ákvörðunarvald um verðlagn- ingu á þjónustu sinni, þannig að við borgarbúar og aðrir þeir er þjónustu njóta i borg- inni greiði sem næst sannvirði fyrir, og skattpeningar okkar verði þá notaöir i mun meira mæli til framkvæmda heldur en reksturs eins og nú er. Þannig eykst svigrúm til skattahækkana sem kæmu á móti þeirri hækkun sem yrði á þjónustuliðum. Þannig myndu þeir ibúar nágrannasveitafélaganna, sem kjósa að notfæra sér að- stöðu okkar Reykvikinga, greiða fyrir þá þjónustu á fullu verði. Það er réttlætismál aö ibúar Stór-R ey kjaviku rsvæðis ins greiði beint eða óbeint sama verðfyrir sömu þjónustu. Þaö er vitað mál að svo er ekki i dag. íbúar nágrannasveitar- félaganna borga flestir lægri skattprósentur en við, Reyk- vikingar. Framsóknaflokkurinn er eini flokkurinn sem berst fyrir hag Reykvlkinga i þessum kosningum, þvi auk ofan- greinds vita allir Reykviking- ar nú að með stuöningi við B listann verður: 1400 króna aukaskatti létt af öxlum sérhverrar reykviskrar fjölskyldu, er rikið yfirtekur Borgarspitalann. 20% lækkun fasteignaskatts þýðir I raun að um það bil 700 krónurverða eftir til annarrar ráðstöfunar hjá fjölskyldunni 35% lækkun aöstöðugj’alds af iðnaði þýðir aö atvinnutadci- færum fjölgar i Reykjavik. Það er staðreynd aö Reykjavík hefur á undanförn- um árum orðið að láglauna- svæði. Stefna okkar fram- sóknarmanna mun snúa þess- ari þróun við. Stuðningur við B-listann þýðir að ráðstöfunarfé hverr- ar fjölskyldu eykst. X við B er kjarabót. Sveinn Grétar Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.