Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. mal 1982 fréttir | Frambjóðendur i borgarstjórnarkosningunum þeytast nú milli vinnustaða borgarinnar I þviskyni að kynna málstaðinn og freista þess aðfá fólk á sittband. Hér eru þau Kristján Benediktsson og Auður Þór- hallsdóttir I heimsókn I Holtagörðum. Timamynd:GE Fórsendur kostnaðaráætlana um lagningu ræsis frá Rauðavatni dregnar í efa: Þrefalt skolp- magn midað við önn ur borgarhverf i ■ Fulltrúar i Framkvæmdaráði Reykjavikurborgar hafa dregið i efa forsendur sem lagðar eru til grundvallar i kostnaðaráætlunum Almennu verkfræðistofunnar um valkosti við lagningu skolpræsis frá fyrirhuguðu byggingarsvæði við norðanvert Rauðavatn. „i áætluninni eru öll atriði teygð i þá átt að fá sem mest skolp af svæð- inu”,sagði Adda Bára Sigfúsdótt- ir, sem sæti á I Framkvæmdaráði á siðasta fundi borgarstjórnar. M.a. væri gert ráð fyrir fleiri ibú- um i hverri ibúð, og fleiri ibúðum á hvern hektara, en áætlanir Borgarskipulags Reykjavikur gæfu til kynna. Fyrir bragðið væri gert ráð fyrir um þrefalt meira skólpmagni á hvern ein- stakling á svæðinu, miðað við önnur ibúðahverfi borgarinnar. Verða forsendur kostnaðar- áætlananna nú athugaðar i fram- haldiaf framlagningu skýrslu Al- mennu verkfræðistofunnar i Framkvæmdaráði. Samkvæmt kostnaðaráætluninni er gert ráð fyrir að ræsi frá Rauðavatni geti kostað eitthvað á bilinu 50-100 millj.kr., eftir þvi'hver valkostur inn er valinn, þ.e. hvort ræsið verður lagt i Grafarvog eöa ný lögn lögð með Fossvogsræsi. Einnig skiptir máli hvernig staðið verður að framkvæmd hvors val- kostsins um sig. — Kás Óvíst hvort tæknimenn útvarpsins virði framlengingu ráðherra á uppsagnarfrestinum: „ERUM REIÐIR, HARDIR OG SÍRIR” ■ „Við erum reiðir, harðir og sárir, er óhætt að segja,” sagði Þórir Steingrimsson, einn tækni- manna útvarpsins, þegar frétta- maður Tímans ræddi við hann um samningamál tæknimannanna. Tæknimenn útvarpsins, allir nema þrir, hafa sagt upp störfum sinum frá og með 1. júni n.k. Þeir telja sig vera afskipta i launum, miðað við aðra rafeindavirkja i störfum hjá rikinu og benda á að þeir sem starfa hjá ríkisverk- smiðjunum taki laun sem svara til 19. launaflokks eftir fimm ára starf, en sjálfir komast þeir að- eins i 15. launaflokk á sama tima. 1 gærmorgun var þeim sem sagt höfðu upp afhent bréf frá út- varpsstjóra, þar sem þeim var tilkynnt að notuð yrði heimild til að fresta gildistöku uppsagnar þeirra um þr já mánuði, þannig að þeir geti ekki hætt fyrr en 1. september. Tæknimennirnir töldu sig hafa loforð um að frestun yrði ekki beitt, þess vegna eru þeir nú „reiðir, harðir og sárir.” Þeir hittust i hádeginu i gær og röbb- uðu saman en tóku ekki ákvörðun um hvort þeir mundu virða frestunina eða ekki. SV. Rithöfundasambandið kjósi sína fulltrúa en tilnefni ekki ■ „Markverðustu breytingarnar sem nefndin leggur til, eru þær að fjölgað verði i stjórn sjóðsins úr 3 mönnum i fimm, menntamála- ráðherra skipi formann stjórnar- innar án tilnefningar og innan Rithöfundasambands islands fari fram kosning um hina fjóra full- trúana i stjórninni, en fram til þessa hefur stjórn Rithöfunda- sambandsins tilnefnt fulltrúa i stjórn Launasjóðs rithöfunda,” sagði Haukur Ingibergsson, for- maður nefndar þeirrar sem menntamálaráðherra skipaöi sl. haust til þess að endurskoða lög um Launasjóð rithöfunda, þegar blaðamaður Timans spurði hann i gær um helstu niðurstöður nefndarinnar. Haukur sagði að nefndin hefði alls haldið sex sameiginlega fundi, auk þess sem nefndarmenn hefðu unnið að ákveðnum verk- efnum á milli funda. Auk Hauks, sátu i nefndinni þau Sigurlaug Bjarnadóttir/'Sjálf- stæðisfl., Stefán Júliusson/ Alþýðufl., Tryggvi Gislason, Framsóknarfl. og Vésteinn Ólafs- son/Alþýðubandalagi, og var hver áðurgreindra aðila tilnefndur af þingflokki sinum. Haukur sagði að nefndin hefði verið sammála um að það kæmi Islenskum rithöfundum best að vera i einu stéttarfélagi. Þannig gætu þeir best gætt hagsmuna sinna, ss. varðandi höfundarrétt og fleira. Þá sagði hann að breytingin á stjórnarfyrirkomu- lagi sjóðsins væri tilkomin vegna þeirrar gagnrýni sem þriggja manna stjórnin tilnefnd af stjórn Rithöfundasambandsins hefði hlotið oft á tiðum. I tillögum nefndarinnar að nýju frumvarpi til laga um sjóðinn kemur fram að nefndin vill breyta nafni sjóðsins, þannig aö hann heiti eftir breytinguna Launasjóður islenskra rithöf- unda. Þá leggur nefndin til að árlega verði varið sem svarar 400 mánaðarlaunum menntaskóla- kennara i þetta verkefni, og er þar um aukningu úr þrjúhundruð slikum mánaðarlaunum að ræða. — AB lækkun fasteignaskatts af venjulegu fjölskylduhúsnæöi. Eigum viö ekki samleiö? Jósteinn Sveinn Auöur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.