Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. mal 1982 7 erlent yfirlit ■ EF FARIÐ væri nákvæmlega eftir þeim tillögum um fækkun kjarnavopna sem Reagan forseti lagði fram siðastliðinn sunnudag, myndi kafbátum sem búnir væru kjarnavopnum fjölga, en hins vegar verða fækkun á eldflaugum sem staðsettar eru á landi. Það er eitt aðalatriðið I tillög- um Reagans aðeftir að risaveldin hafa samiö um fjölda eldflauga, megi ekki nema helmingur þeirra vera staðsettur á landi. Hinum helmingnum eða meira yrði kom- ið fyrir á kafbátum. Þetta myndi leiða til þess, að Sovétrikin yrðu að fækka stórlega eldflaugum sem staðsettar eru á landi en talið er að það gildi um mikinn meirihluta eldflauga þeirra. t staðinn þyrftu þau að fjölga eldflaugakafbátum. Aöeins 22% af eldflaugum Bandarlkjanna eru taldar staðsettar á landi. Astæðan til þess að Reagan leggur slika áherzlu á fækkun eld- flauga sem staðsettar eru á landi, er vafalitið hin mikla andúðar- alda sem risin er i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum gegn stað- setningu eldflauga á landi. Fyrir tslendinga hlyti það að verða mikið áhyggjuefni ef sam- komulag milli risaveldanna um kjarnavopn, yrði til þess að floti eldflaugakafbáta ykist. Eins og er, er þó sennilega ekki veruleg hætta á þvi aðsamiðverði á þeim grundvelli því að Rússar þykja ó- liklegir til að vilja fallast á það. Þeir leggja áherzlu á að eldflaug- ar þeirra séu staðsettar á landi. ■ Reagan að flytja ræðu I Eureka College I Illinois en þar var hann nemandi um skeið. Fjölgar eld- flaugakafbátum? Tillögur Reagans gætu stuðlað að því ÞÓTT umrætt atriði i tillögum Reagans verði að teljast mikill annmarki frá islenzku sjónar- miði, er eigi að siður ástæða til að fagna mörgu þvi sem kom fram i ræðu þeirri sem hann flutti i há- skólanum I Eureka siðastl. sunnudag. Þótt ræð'an boði ef til vill ekki mikla efnisbreytingu boðaði hún breytingu á starfsað- ferðum sem vafalaust er til bóta. 1 upphafi var afstaða Reagan- stjórnarinnar sú, að ekki yrðu hafnar viöræður við Sovétrlkin um takmörkun kjarnavopna fyrr en Bandaríkin væru búin aö ná yfirburðum. Fyrir þrýsting frá friöarhreyfingunni I Vestur-- Evrópu var þó vikið frá þessu á siðastliðnu hausti og viðræöur hafnar um takmörkun meðal- drægra eldflauga. Jafnframt var gefiö til kynna að hafnar yrðu I framhaldi af þvi viðræður um takmörkun lang- drægra eldflauga. Þetta átti að á- kveða nánar á fundi þeirra Haigs og Gromikos sem haldinn var I Genf i janúar. Þegar þangað kom vildi Haig ekki nánara ræða um þetta vegna herlaganna i Pól- landi. Nú hefur Reagan fallið frá þvi að gera afnám herlaganna að ein- hverju skilyrði fyrir slikum við- ræðum. Hann lýsti sig reiðubúinn til að hefja þær nú þegar, og jafn- framt óskaði hann eftir að geta rætt við Brésnjef um þessi mál. Það er vafalitið að það er vöxt- ur friðarhreyfingarinnar i Bandaríkjunum sem hefur stuðl- að að breyttri afstöðu Reagans. Höfuðefni tillagna hans er að kjarnaoddum verði fyrst fækkað um þriðjung en síðan eldflaugum. Hann nefndi engar tölur i þessu sambandi i ræðu sinni, en aðstoö- armenn hans létu blaðamönnum i té tölur um meintan fjölda kjarnavopna sem risaveldin hefðu yfir að ráða. Þær tölur eru svipaðar þeim, sem Bandarikja- stjórn hefur birt áður en Rússar hafa andmælt. Margir fréttaskýrendur hafa bent á að væntanlegar viðræður risaveldanna um takmörkun langdrægra eldflauga geti dregizt mjög á langinn vegna deilna um núverandi kjarnavopnaeign þeirra. Sllk hefur orðið reyndin af fyrri viðræðum um afvopnun. Það er af þessum ástæðum sem Muskie fyrrv. utanrikisráðherra og Edward Kennedy hafa gagn- ■ Kennedv rýnt tillögur Reagans. Þeir leggja áherzlu á og þó einkum Kennedy að byrja eigi á þvi að stöðva framleiðslu kjarnavopna þar sem ekki sé liklegt að mikill árangur náist af viðræðum meðan báðir aðilar keppast við að framleiða kjarnavopn. AFhálfu Rússa hefur tillögum Reagans verið dræmlega tekið. Þær séu að miklu leyti áróðurstil- lögur og stefni aö þvi að tryggja Bandarikjunum yfirburði og betri aðstöðu. Þannig eigi fyrst og fremst að ræða um takmörkun kjarnaodda og eldflaugar en ekki fyrr en seint og um siðir um tak- mörkun annarra kjarnavopna einsog t.d. stýriflauga. Tilgangur sé bersýnilega að hefja viðræður og geta i skjóli langdrægs samn- ingaþófs haldið áfram kjarna- vopnakapphlaupinu. Þannig hafa tillögur Reagans sætt gagnrýni úr ólikum áttum. Það má þó telja spor fram á við að hann leggur til að hefja við- ræöur. Vart er við þvi að búast að hann leggi fram i fyrstu tillögur sem að falla hinum aðilanum i geð. Reagan verður að taka með i reikninginn, að margir af helztu stuðningsmönnum hans vilja eng- ar viðræður við Rúsa og telja að hann sé kominn á undanhald. Af öllu þessu virðist mega ráða að þótt viðræður komist á, taki það langan tima að ná árangri ef hann þá næst. Kapphlaupið muni þvi halda áfram nema farið verði að þeim ráðum Kennedys og fé- laga hans að stöðva framleiðsl- una meðan viðræður fara fram. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Klfl ÍSSKAPA- og VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góö þjónusta. FRYSTIKISTU - REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Lausar stöður Við Menntaskólann á Isafirði eru lausar til umsóknar f jór- ar kennarastöður. Kennslugreinar sem um er að ræða eru: stærðfræði, náttúrufræðigreinar (liffræði, jarðfræði og efnafræði), félagsfræði og skyldar greinar, viðskipta- greinar, iþróttir. — Einnig er laust við skólann starf hús- móður og húsbónda i heimavist (tvær hálfar stöður). Upplýsingar veitir skólameistari i simum (94) - 3599, (94) - 3767 eða (94) -4119. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðúneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 9. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. mai 1982. Útboð Sveitasjóður Bessastaðahrepps óskar eft- ir tilboðum i gatnagerð i landi Sveinskots og Bjarnastaða, Bessastaðahreppi. Verkið er fólgið i að fullgera götu undir malbik, ásamt vatns- og frárennslislögn- um. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ármúla 4, Rvik gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. föstudaginn 21. mai ’82 kl. 11 f.h. að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúli 4, Reykjavik Simi 84499. Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: Öxlar framan og aftan Öxulflansar Hjöruliðskrossar Girkassaöxlar Girkassahjól Fjaðrafóðringar Hraðamælisbarkar Hurðarskrár stýrisendar Lokað verður frá 18/5-6/6 Póstsendum. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik. S.38365. spindlasett kúplingspressur kúplingsdiskar og margt f leira

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.