Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 14. mai 1982 stuttar fréttir þingfréttir ' • Félagsheimiliö Árgaröur i Skagafiröi. Þar er sundlaug og húsBókasafns Lýtingsstaöahrepps. Mynd A.S. Móttaka ferða- manna í Steins- staðaskóla SKAGAFJÖRÐUH: Eins og á sl. sumri veröur tekið á móti ferðamönnum, einstaklingum fjölskyldum og hópum til gist- ingar i Steinsstaðaskóla i Skagafirði frá 20. júni til 20. ágúst. 1 skólanum er svefn- pokapláss fyrir 40-50 manns i herbergjum og kennslustolum en ágæt tjaldstæöi á skólalóö- inni fyrir þá sem þaö kjósa. Eldunaraðstaða er i skólaeld- húsinu fyrir þá sem staðinn gista en einnig er unnt aö fá morgunverð ef panlaö er. A staönum er félagsheimiliö Ár- garður.sem bent er á til íunda- halda.Þar er og nú sundlaug ásamt með setlaug (heitum potti) opin eftir þörfum. Unnt er að fá leigða hesta en þá þarf að láta vita meö íyrirvara. Bent skal á að verzlun er á Varmalæk f aöeins 2 km fjar- lægð, benzin og oliur. Steinsstaðaskóli er 10 km. sunnan Varmahliðar við þjóð- veginn um Tungusveit á leið á Sprengisand. t>ar er íriðsælt umhverfi og hentugur áning- arstaður. Húsráöandi, sem gestir skulu snúa sér til er Sig- riður Jónsdóttir, Lækjarbakka 9, Steinsstaðabyggð.hiö næsta skólahúsinu.Simi (um Sauðár- krók) 95-5100. - A.S. Mælifclli „Harmar umfjöllun um launamál hjá B.Ú.R.” „Stjórn St. B.Ú.R. harmar þá umfjöllun, sem átt hefur sér stað um launamál hjá B.ÚR.”segir i yfirlýsingu frá stjórn Starfsmannafélags Bæjarútgerðar Reykjavikur. Þar segir jafnframt: „Málið hefur veriö blásið upp og málatilbúningur ein- kennst af kosningaskjálfta og æsingarskrifum einstakra manna, sem sprottin virðast af persónulegum rótum en ekki m álefnalegum . Forráðamenn B.Ú.R. veittu þeim starfsmönnum, sem eru i starfsmannafélagi Reykja- vikurborgar kaupauka, og fá nú bágt fyrir. En það er langt frá þvi að kaupaukakerfi hafi bara tiðkast hjá B.Ú.R. Þau fyrirfinnast i mörgum öðrum borgarstofnunum i einni eða annarri mynd, þó að slikt verði sennilega ekki viður- kennt alls staðar. Þegar þessi kaupauki kom til framkvæmda, var ástandiö þannig á skrifstofu B.Ú.R. að fólk var að hætta vegna laun- anna og ekki fékkst fólk i þau störf, sem voru laus vegna þess að annars staðar buöust betri laun. í fiskiöjuveriB.Ú.R., eins og annars staðar á landinu, eru öll störf i bónus og þessa dag- ana er að koma bónus i öörum . vinnslustöðvum B.ÚR. Störf þau, sem tengjast bónusstörf- um verða óhjákvæmilega fyrir auknu álagi og þvi ekki óeðlilegt aö þar sé komiö á kaupaukakerfi lika.” Um 5% Skagfirdinga í Tónlistarskóla sýslunnar SKAGAFJÖRÐUR: S.l. sunnudag 10.5. fóru fram i Höföaborg á Hofsósi skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar- sýslu. Að venju léku margir nemendurskólansá slaghörpu og fleiri hljóðfæri við prýði- legar undirtektir fjölda skóla- slitagesta. I vetur voru um 5% ibúa sýslunnar að námi i skólanum, eða 120, og mun þaö teljast mjög mikil og almenn þátt- taka, jafnvel einhver hin mesta á landinu. Aðeins 10 nemenda skólans i vetur hafa veriö með frá upphafi skóla- starfsins, eða I 6 vetur. Aö þessu sinni luku 16 nemendur forstigi, 9 luku fyrsta stigi, 7 öðru og 4 þriðja stigi. Liggur mikil vinna nemenda og gott samstarf þeirra og kennaranna að baki. Margret Jónsdóttir á Löngumýri, sem frá upphafi hefur verið mikilvirk i Tón- listarfélagi sýslunnar og skólanefnd Tónlistarskólans i marga vetur og var einn af kennurum skólans liðið starfs- ár, lýsti verðlaunaveitingu úr Minningarsjóði Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Vall- holti. Hlaut þau að þessu sinni Margrét Stefánsdóttir i Viði- dal fyrir frábæra ástundun og frammistöðu. Kveðjur bárust frá Ingimar Pálssyni, fráfarandi skóla- stjóra, sem nú dvelst i fjar- lægri heimsálfu, en Einar Schwaiger, er kennt hefur við skólann undanfarna vetur og annaöist nú siöast þennan vetur skólastjórn ásamt með Margréti Jónsdóttur, hefur verið formlega ráðinn skóla- stjóri frá næsta hausti. Auk þeirra kenndi Anna Jónsdóttir i Mýrarkoti enn sem fyrr við skólann á starfssvæði hans i austanverðu héraðinu, Jiri Hlavacek, tékkneskur tón- listarkennari og söngstjóri, og Heiðmar Jónsson að hluta. Jón Guðmundsson oddviti á Óslandi, formaður skóla- nefndar, flutti hvatningarorð og kveðjur og vék að ýmsu i starfi Tónlistarskóla Skaga- fjarðarsýslu, reynslu hinna fyrstu ára stofnunarinnar og framtiðarhorfum. —A.S. Mælifelli. Umferdarmidstöð í Borgarnesi? ■ Fimm sérleyfishafar aka frá Reykjavík til og um Borgarnes. Undanfarin ár hafa allt að 50 þús- und manns farið með sérleyfis- ferðum um Vesturland á ári. Með tilkomu Borgarfjarðarbrúarinn- ar fara allflestir farþeganna um Borgarnes. Meðalnýting hjá sér- leyfishöfum hefur verið misjöfn, eða frá 20% upp i 80% eftir árum og árstimum. Ekki sýnist þetta hagkvæmt. Þvi var lögð fram þingsályktunartillaga um athug- un á breyttu skipulagi fólksflutn- inga með tiiliti til þess aö komið verði á fót umferðarmiðstöö i Borgarnesi. Flutningsmenn eruDavið Aðal- steinsson, Alexander Stefánsson, Eiður Guðnason, Skúli Alexand- ersson og Friðjón Þórðarson. Þeir rökstyðja tillögu sina á þennan hátt: „Góðar samgöngur eru mikil- vægar i okkar þjóðarbúskap, enda er varið 10-15% af rikisút- gjöldum til þessa málaflokks. Með betra vegakerfi hljóta sam- göngur að aukast og skilyrði til góðrar þjónustu að batna. Hag- ræðingar er þörf á hinum ýmsu sviðum samgöngumála, ekki að- eins að þvi er varðar fjárfesting- ar i samgöngumannvirkjum, heldur og ekki siður i nýtingu þeirra til hagsbóta fyrir samfé- lágið. Þjónusta, sem veitt er hér á landi á sviði samgangna, gegnir þar mikilvægu hlutverki. Bent hefur verið á að ástæða væri til að endurskoða alla þætti samgöngu- þjónustu hér á landi með að markmiði aukna hagkvæmni, betri nýtingu flutningatækja, en meiri og öruggari ,þjónustu. Athuganir Framkvæmdastofn- unar rikisins hafa leitt i ljós að einfalda þurfi leiðarkerfi sérleyf- isbifreiða, samhæfa hina ýmsu þætti samgönguþjónustunnar og að undangenginni rannsókn stofna eða byggja, ef þurfa þykir, flutningamiðstöðvar á ýmsum stöðum á landinu. Einnig þarf að athuga i þessu sambandi innan- héraössamgöngur og athuga nýj- ungar á þvi sviði og hafa i huga betri nýtingu þeirra samgöngu- tækja sem til eru.” oó Ábyrgð vegna norrænna fjárffest- ingarlána ■ Meðal þeirra frumvarpa, em samþykkt voru rétt fyrir þinglok, voru lög um ábyrgð vegna nor- rænna fjárfestingalána til verk- efna. Eru þau á þá leiö, að rikis- stjórninni er heimilt aö ábyrgjast hluta tslands, allt að fjárhæð 2.830.000 SDR, gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna fjárfestingarlána og -ábyrgða til verkefna. Upphæð þessi svarar til 32 millj. isl. kr. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: „Starfsemi Norræna fjárfest- ingarbankans hefur færst sifellt i vöxt, frá þvi er hann hóf starf- semi sina á árinu 1976. Sam- kvæmt 1. gr. samnings um stofn: un bankans er hlutverk hans að veita lán og ábyrgðir með banka- kjörum og samkvæmt almennum þjóðhagslegum sjónarmiðum með það i huga að hrinda i fram- kvæmd fjárfestingaáformum og efla útflutning i þágu Norðurland- anna. Samkvæmt sérstökum samþykktum, sem gilda um starfsemi bankans gegnir hann hlutverki sinu á þann hátt að veita lán og ábyrgðir. Geta heild- arlán og ábyrgðir bankans nú numið einum milljarði SDR eða um 11.5 milljörðum kr. (gengi 16. april 1982). Frá stofnun bankans hefur hann veitt 121 lán að heild- arfjárhæð 592 milljónir SDR, og á s.l. ári veitti hann 37 lán að heild- arfjárhæð 175 milljónir SDR. Af lánum ársins 1981 var 84% varið til fjárfestinga á Noröurlöndum. Nú er ákveðið að Norræni fjár- festingarbankinn fái til viðbótar það hlutverk að veita lán og á- byrgðir til stærri verkefna utan Norðurlanda. Er taliö, að þetta muni styrkja norræna útflytjend- ur i alþjóðlegri samkeppni á verkefnamarkaðnum. Loks gætu slik lán opnað athyglisverða leiö til útflutnings á verkþekkingu frá Noröurlöndunum, einkum til þró- unarlanda. Nánar til tekið er með norræn- um fjárfestingalánum til verk- efna átt við lán til rikja, stjórn- valda og fyrirtækja, fyrst og fremst i þróunarlöndunum, en jafnframt m.a. til landa, sem búa við rikisrekinn áætlunarbúskap, til þess að fjármagna fjárfesting- arverkefni, þegar fleira en eitt Norðurlandanna telja sig hafa hag af þvi. Lánunum er ætlaö að koma til viðbótar þeim alþjóðlegu og norrænu fjármögnunarmögu- leikum, em þegar eru fyrir hendi. Lánin eiga m.a. að auövelda fjár- mögnun á opinberum fram- kvæmdum og nauðsynlegum kostnaði þeim samfara. Lán þessi eru hins vegar ekki ætluð til fjár- mögnunar á þeim útflutningi frá Norðurlöndum, sem venju sam- kvæmt er fjármagnaður með tryggðum útflutningslánum. GRASKÖGGLA- VERKSMIÐJA f MÝRDAL ■ Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að undirbúa þátttöku rikisins i stofnun og rekstri gras- kögglaverksmiðju i Dyrhóla- hreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, i samvinnu við sveitarfélögin i Mýrdal. Þannig hljóðar þingsályktunar- tillaga, sem þingmenn Suður- lands hafa lagt fram, en flutn- ingsmenn eru Þórarinn Sigur- jónsson, Jón Helgason, Magnús H. Magnússon, Eggert Haukdal og Garðar Sigurðsson. Flutningsmenn minna á, að fyrirhugað sé að byggja þrjár graskögglaverksmiðjur, þ.e. i Hólminum i Skagafirði, Saltvik i Suður-Þingeyjarsýslu og i Borg- arfirði. Þó þessar verksmiðjur verði byggðar er langt frá þvi að innlend fóðurframleiðsla hafi náð þvi marki sem visustu menn telja æskilegt. Þess vegna er augljóst og æskilegt að byggja fleiri gras- kögglaverksmiðjur, og velja þeim þar stað þar sem hráefnis- öflunin er sem árvissust. Með þvi móti stefnum við að þvi að treysta islenskan landbúnað og draga úr innflutningi á erlendu kjarnfóðri, sem kostar þjóðina verðmætan gjaldeyri. Ahugi á byggingu grasköggla- verksmiðju i Mýrdal hefur verið meðal heimamanna um langt skeiö og margar samþykktir gerðar um það efni, bæði af sveit- arstjórnum og búnaðarfélögum i Mýrdal og Byggðasambandi Vestur-Skaftfellinga. Tekið er fram i greinargerð, að Mýrdalurinn sé einn af þeim stöð- um á landinu þar sem veðurfar er hlýrra en viðast hvar annars staðar og kal sjaldgæfara i rækt- unarlöndum. Er þvi mun meira öryggi að koma upp grasköggla- verksmiðju þar heldur en annars staðar á landinu. Auk þess er mikil þörf á að finna verkefni, sem stuðla að þvi að styrkja búsetu á þessu svæði og nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru. 1 Vestur-Skaftafellssýslu er það landbúnaðurinn sem stendur und- ir byggðinni, og vegna langrar flutningaleiðar er hagkvæmt að" geta framleitt sem mest af þvi fóðri, sem til hans þarf á bvi sviði sem um ræðir. Oó Fangaverðir menntaðir til starfans ® Lög um menntun fangavarða hafa verið samþykkt á Alþingi. Er þar um að ræða breytingu á Lánin verða takmörkuð við verkefni eða verkefnaþætti utan Norðurlanda, þar sem til er að dreifa viðskiptahagsmunum tveggja eða fleiri Norðurlanda. Þar á að veita til verkefna, þar sem Noröurlönd eru samkeppnis- fær á alþjóöavettvangi. Við skil- greiningu á norrænum hagsmun- um ber að taka miö af þeim höf- uðreglum, sem fylgt hefur verið og þróast hafa i starfi Norræna fjárfestingarbankans.” OÓ lögum um fangelsi og vinnuhæli, og er breytingarákvæðið á þessa leið: Starfslið þeirra stofnana, þar sem afplánun refsingar fer fram, skiptist i almennt gæslu- og þjónustuliö og sérlært starfslið. Viö hverja stofnun skulu starfa hæfilega margir fangaverðir til þess aö gæsla sé örugg að mati ráöherra. Þá skal starfa sérlært starfslið, sem veitir þjónustu á sviði læknisfræði, sálfræði, fé- lagsmála, svo og skal þar vera kostur á þjónustu prests. Nánari ákvæði um slika sérhæfða þjón- ustu skal setja i reglugerð. Einnig skal ákveða i reglugerð skilyrði til þess aö vera ráðinn til starfa við fangagæslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.