Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1982, Blaðsíða 10
Föstudagur 14. mal 1982 10 WíMvrn heimilistíminn HHBHHHHMHHHBKMMHHHHi umsjón: B.St. og K.L. Bjart framundan ■ Jón I. Bjarnason fararstjóri og Þorleifur Guömundsson meö bláu kaffikönnuna. Þeir ætla aö fara aö hella upp á könnuna og nú á aö „njóta” — þaökalla þeir þegar feröafólkiö tekur sér hvild og hressir sig á nestinu. Myndir Emil Þór Sigurösson. Draumur útilegumannsins. Er laufið grær um landsins auðn við leggjumst iit við Snjóöldu. Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt í Hreysinu við Snjóöldu. Er laufið deyr um landsins auðn og lindinfrýs við Snjóöldu. Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt í Hreysinu við Snjóöldu. Er veturfer með veðurhljóð og veðragný um Snjóöldu. Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt í Hreysinu við Snjóöldu. Er hylur Ijórann hélurós og herðirfrost við Snjóöldu. Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt í Hreysinu við Snjóöldu. Er vorið fer um Vötnin blá með villiblóm til Snjóöldu. Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt í Hreysinu við Snjóöldu. Jón I. Bjarnason. ■ Jón I. Bjarnason rit- stjóri Verslunartíðinda er fæddur í Alfadal á Ingjaldssandi 8. júní 1921. Hann er stoltur af verstfirskum uppruna sínum og telur Ingjalds- sand fegurstu sveit Is- lands. Jón segir að þar byrji ræktunarsaga þjóðarinnar, því að í Landnámu segir frá því að Grímur kögur, bóndi á Brekku á Ingjaldssandi veitti læknum ósóma á eng sin.,Nú en þetta átti ekki að vera spjall um Ingjaldssand heldur frá- sögn af einum degi í lífi Jóns I. Bjarnasonar og við ákveðum að hafa það frásögn af útivistardegi — gönguferð með Otivist, nánar til tekið útivistar- degi fjölskyldunnar sem var s.l. sunnudag 9. maí. Jón segir frá. Vinnustaöur minn er i Vesturbænum, ekki langtfrá sundlaug Vesturbæjar. Ég fer þvi mjög oft I þá ágætu sundlaug og eftir aö hafa drukk- iö morgunkaffiö og lesið dag- blööin þennan dag fékk ég mér sundsprett I sundlaug Vestur- bæjar. Svo hófst undirbúningur- inn aö Útivistardegi fjölskyld- unnar, en ég átti aö vera farar- stjóri hóps sem átti aö leggja af staö klukkan 13.00 frá B.S.t. Ég varö aö fá lánuö og útbúa nokkur vasaljós þvi hellna- skoöun var m.a. á dagskrá. Þess vegna kom ég viö — eftir sundiö — I versluninni Raftorg hjá Kjartani Stefánssyni og hann lagfæröi fyrir mig vasa- ljósin og ég keypti I þau raf- hlööur. Aö þessu búnu hélt ég heim. Þá var næst aö hagræöa svolltiö I pakkningu pylsunum, þvi (Jti- vistardagur fjölskyldunnar átti að enda á pylsuveislu og ég haföi keypt ellefu klló af pylsum hjá Þorvaldi I Sild og fisk. Þá var næst aö taka til nægilega mikiö af áætlun Otivistar. fyrir áriö 1982 til þess aö gefa þátt- takendum i ferðinni. Loks fór ég út i sjoppu til Dóra rakara og fékk skipt á þremur hundraö- krónu seölum og tiukrónu seöl- um til þess aö nota sem skipti- mynt. Þá var bara eftir aö semja viö mina elskulegu konu um aö út- búa fyrir mig nesti og þaö geröi hún góöfúslega: — kaffi á brúsa og smurt brauö. Ég dröslaöi pylsunum og ööru hafurtaski út i bilinn kvaddi svo meö kossi og ók stystu leiö á B.S.l. Þegar þangaö kom streymdi fólk aö úr öllum áttum. Tvær stórar Vestfjaröaleiöarrútur fylltust og áberandi var hve börnin voru mörg og glöö. Stoppaö var viö kirkjugaröinn i Hafnarfiröi og þar var fjöl- mennur hópur tekinn enda var nú stutt i Kaldársel en þangaö átti aö aka. Þorleifur Guömundsson haföi fariö um morguninn meö hóp i Vatnsskarö sem gekk svo Undirhliöar og um Helgafell og i Gjána og nú vildu fleiri fara á Helgafell og var Guöjón Bjarna- son foringi fyrir þeim, en viö hin röltum beinustu leiö I Pólverja- heili. Viö nutum sólar nokkrum sinnum á leiöinni, en gróörar- skúrir læddust yfir landiö og sólskin á milli, sem sagt skúra- skin og sólstafir. Þegar aö hell- inum kom var vasaljósum deilt út, þvl almenn þátttaka var i hellisskoöuninni. Þessi hellir er um eitt hundraö metra langur enda einnig kallaöur hundraö- metrahellir. Hellisgólfiö er slétt. Loftiö alsett dropasteinum og hllöarnar fagurlega rákaöar eftir rennsli hraunkvikunnar. Börn jafnt sem fullorönir höföu mjög gaman af aö ganga I gegn um hellinn. Þegar hér var komiö sögu var mátulegt aö drekka kaffi og njóta, þvl klukkan var þrjú. Þá var næst aö ganga á Búrfell og um Búrfellsgjá aö gömlu fjár- réttinni — Gjáarrétt, — því þar átti pylsuveislan aö vera. Af Búrfelli sáum viö kappana sem gengu á Helgafell bera viö him- in en þeir fyrstu voru komnir til okkar og sögöust hafa svindlaö og ekki gengiö á fjalliö. Gjáarrétt er skipulögö eins og aörar fjárréttir, — almenningur og dilkar allt I kring. Dilkarnir eru tólf viö Gjáarrétt. Skammt frá réttinni er svo vatnsbóliö i djúpri gjá. Mörg haganlega gerö þrep eru niöur aö vatninu, sem er svalt og eitthvert besta drykkjarvatn sem völ er á. Flestir fengu sér aö drekka. Frá réttinni er svo grjótvegg- ur aö geröi sem er fyrir framan hellisgjögur en inn af hellinum er hlaöiö fyrir, svo aö þar er gott fjárhús sem notaö var m.a. þeg- ar stekkjaö var. Þá voru lömbin sett út I geröiö um gat á veggn- um og látin vera þar yfir nótt en mæöur þeirra mjólkaöar aö morgni. Nú hófst undirbúningurinn aö pylsuveislunni. Kveikt var á oliuprímus, sótt vatn og pylsurnar hitaöar. Laukur, tómatsósa, brauö og sinnep tek- iö til. Börnin gengu fyrir og stilltu sér upp I röö og allir fengu pylsur. Sumir svindluöu sér i rööina aftur og aftur þar til aö allar pylsurnar voru búnar. Hér var um eitt hundraö manns aö ræöa og pylsurnar frá honum Tolla I Sild og fisk smökkuöust vel. Meöan pylsuátiö stóö yfir hellti Þorleifur Guömundsson á könnuna og þaö er sko engin venjuleg kanna heldur sjálf bláa kannan sem fræg er úr aug- lýsingum, og hefur hún fyigt Þorleifi i blíöu og strlöu I venju- legan mannsaldur. Nú greip Sighvatur gitarinn og þaö var spilaö og sungiö og fariö i leiki viö krakkana. Fugladansinn var dansaöur og siöan flogiö af staö heim. Hafnfiröingarnir kvaddir viö kirkjugaröinn og komiö til B.S.t. kl. 19.30. Viö þökkuöum hvort ööru skemmtilega sam- veru meö orötak (Jtivistar á vörum: Allt gott sem búiö er, betra þaö sem eftir er — og bjart framundan. Og sannar- lega er bjart framundan i (Jti- vist. Heima um kvöldiö hvarflaöi hugurinn til annarra feröa og ® Sighvatur lék á gitarinn og var vinsælastur. margra skemmtilegra atvika. Osjálfrátt fór ég aö raula fyrir munni mér frumort ljóö sem allir tóku undir. Fugladansinn varö til eftir ferö inn i Veiöivötn aö Hreysinu viö Snjóöldufjall- garöinn um vetur. Dagur í lífi Jóns I. Bjarnasonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.