Tíminn - 14.05.1982, Síða 8

Tíminn - 14.05.1982, Síða 8
8 • >♦ Föstudagur 14. mai 1982 fiirtwi® Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdasfjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskrif targjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. S A borgarstjórinn að vera pólitískur? í kosningabaráttunni í Reykjavík hefur þá spurningu borið mjög á góma, hvort heppilegra sé að hafa flokkspólitískan borgarstjóra eða ó- pólitískan. Eðlilegt er að menn ræði þetta, því að annað borgarstjóraefnið, sem kosið er um, er flokks- pólitískt en hitt ekki. Reykvíkingar hafa orðið reynslu af hvoru tveggja. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði meirihluta í borgarstjórninni, var borgarstjórinn forustumaður hans í borginni. í hendur hans safnaðist mikið vald og raunverulega varð hlut- skipti borgarfulltrúa flokksins ekki annað en að segja já og amen við tillögum borgarstjórans og flokkseigendaklíkunnar, sem hann studdist eink- um við. Stjórnin líktist mjög því fyrirkomulagi, sem frægt var í Bandaríkjunum á sínum tíma, þegar harðsnúin klíka náði völdum í stórborgum þar. Óneitanlega getur þetta stuðlað að greiðari á- kvörðunartöku en ella. En gallarnir eru margir. Flokksgæðingar eru látnir sitja í fyrirrúmi. Meiri hætta er á spillingu í kerfinu. Kyrrstaða myndast í mörgum borgarmálum, þegar sami flokkur ræður lengi. Um allt þetta má finna glögg dæmi meðan Sjálf stæðisflokkurinn fór með völd í Reykjavík, þótt rangt væri að líkja stjórn hans við það, sem verst gerðist í Bandaríkjunum meðan svipað fyrir- komulag hélzt þar, en það er nú víðast hvar þar úr sögunni. Borgararnir sættu sig ekki við það til langframa. Hér kom líka fleira til sögunnar, sem reyndist gefast illa. Vegna þess að borgarstjórinn var flokkspólitískur var honum teflt sem víðast fram. Hann var meira að segja látinn kveikja á jóla- trénu á Austurvelli, og veiða fyrsta laxinn í Elliðaánum. Hann var látinn halda ræður við öll möguleg tækifæri og stjórna í öllum hugsanlegum veizlum. Þetta kostaði vitanlega gífurlega vinnu og undirbúning og varð til þess að borgarmálin sátu á hakanum. Ópólitískur borgarstjóri, sem er laus við þetta, getur sinnt hinu raunverulega starfi borgarstjór- ans miklu betur. Sú hefur líka ótvírætt orðið reynslan á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, þegar ópólitískur maður hefur gegnt embættinu. Borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan stefnt að því að ná formennskunni í Sjálfstæðis- flokknum. Feir hafa notað borgarstjórastöðuna til að ná því marki. Þess vegna hefur flokkspóli- tíska starfið orðið meginþátturinn hjá þeim. Davíð Oddsson yrði engin undantekning í þeim efnum. Óháðir og ófiókksbundnir kjósendur eru nú sennilega langtum fieiri en áður. Það ræðst vafa- laust af atkvæðum þeirra, hvort í Reykjavík verð- ur flokkspólitískur eða ópólitískur borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Val þeirra ætti ekki að verða erfitt, þegar við þetta bætist, að Egill Skúli Ingi- bergsson hefur reynzt ágætlega vel sem borgar- stjóri. Þ.Þ. STÓRAUKIN ÞJÓN- USTA FRÆDSLU- SKRIFSTOFUNNAR Á BLÖNDUÓSI — ellefu starfsmenn þar sem ádur var aðeins einn ■ Umsvif og þjónusta Fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis vestrahefur stóraukist að undan- förnuog má raunar segja að fyrst i vetur sinni skrifstofan þeim verkefnum, sem henni ber lögum samkvæmt. Skrifstofan fékk hús- næði kvennaskólans á Blönduósi til umráða á liðnu sumri og varð það til þess að unnt varð að ráða sérhæft fólk til starfa ma. vegna þess að nú var unnt að bjóða nýju starfsfólki skrifstofunnar upp á ibúðir, sem fylgdu kvennaskólan- um. Starf fræðsluskrifstofunnar var kynnt á blaðamannafundi á Blönduósi nýlega. I máli Sveins Kjartanssonar fræðslustjóra kom m.a. fram að fræðsluskrifstofur og fræðsluráð i núverandi mynd urðu til með grunnskólalögunum frá 1974. Stofnun þeirra var liður i tilfærslu á starfsemi stjórnar- ráðsins frá Reykjavik til lands- bveeðarinnar og að færa ákvörðun og stjórnun út i' héruðin. Fræðslustjóri er fulltrúi menntamálaráðuneytisins og hlutaðeigandi sveitastjórna um fræðslumál umdæmisins. Hann er framkvæmdastjóri fræðsluráðs en hlutverk þess er fólgið i að hafa yfirumsjón með skólastarfi sins fræðsluumdæmis i umboði menntamálaráðuneytis og sveitastjórna, eftir þvi sem við á. Er þá bæði átt við fjármálalega og kennslufræðilega umsjón. Fræðslustjóri einn i byrjun Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis vestra tók til starfa 1975. Sveinn Kjartansson var ráðinn fræðslustjóri og tók hann tilstarfa 1. nóv. 1975.Sveinn sagði að þröngt hefði verið um starf ,- semina i fyrstu. Húsnæðið var að- eins tvö herbergi i Bókhlöðunni á Blönduósi og var annað notað sem skrifstofa en hitt sem svefn- herbergi fræðslustjóra þar til hann gat flutt i eigið húsnæði mjög litt frágengið seint á árinu 1976. Hafði hann á timabilinu mai-ágúst fengið lánað hjólhýsi sem notað var sem eldhús fyrir fjölskylduna sem þá taldi sex manns. Fræðslustjóri var eini fastráðni starfsmaður skrifstofunnar allt þar til i janúar 1980 en stundum var lausráðið fólk i starfi um stundarsakir. Samstarf Norðlendinga um ráðgjafar og sál- fræðiþjónustu Ráðgjafar og sálfræðiþjónusta hófst á Norðurlandi þegar bæði fræðsluumdæmin réðu til sin einn sálfræðing haustið 1977. Fljótlega bættist annar sálfræðingur við en báðir létu þeir svo af starfi ári siðar. Lá þá þessi þjónusta niðri i eitt ár en var þá tekin upp á ný og tveir sálfræðingar ráðnir til starfa. Um áramótin 1980-1981 slitu fræðsluumdæmin á Norður- landi siðan samvinnu sinni um þessa þjónustu og er hún nú rekin sjálfstætt i hvoru umdæmi fyrir sig. Sveinn sagði að ráðgjafarþjón- usta sé fyrir alla og getur hver sem er leitað til fræðsluskrifstoíu sins umdæmis og fengið upp- lýsingar og leiðsögn um uppeldis og skólamál. Þar er reynt i sam- vinnu við heimili og skóla og aðra viðkomandi aðila að finna leiðir til þess að bæta stöðu þeirra, sem minna mega sin i starfi, leik og námi. Starfsfólk Fræðsluskrifstofu ásamt fræðslustjóra. framboðslistar Benedikt K. Kristjáns- ■ Gunnar Leósson Sveinn Bernódusson ■ Elfsabet Kristjáns- dóttir Framboðslisti Framsóknar fBolurigarvík ■ Framboðslistj fram- sóknarmanna i Bolungar- vik i sveitarstjórnar- kosningunum framundan er þannig skipaður: 1. Benedikt K. Kristjánsson, kjöt- iðnaðarmaður 2. Gunnar Leósson, pipulagningarmeist- ari 3. Sveinn Bernódusson, járnsmiður 4. Elisabet Kristjáns- dóttir, húsmóðir 5. Bragi Björgmunds- son, trésmiður 6. örnólfur Guðmunds- son, verktaki 7. Guðmundur Hagalin Guðmuridsson, vélstj_ 8. Kristján Friðþjófsson, rafvélavirki 9. Guðmundur Sig- mundsson, kennari 10. Bergþóra Annasdótt- ir, húsmóðir 11. Einar Þorsteinsson lögregluvarðstjóri 12. Jóhann Ólafur Hauks- son, skrifstofumaður 13. Valdemar Guðmunds- son, lögregluþjónn 14. Sigriður Jónsdóttir, húsmóðir 15. Hreinn Ólafsson, linu- maður 16. Bragi Helgason, vél- stjóri ■ Guðmundur Sig- mundsson ■ Ornólfur Guðmunds- ■ Guðmundur son Guðmundsson ■ Kristján Friðþjófsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.