Tíminn - 18.05.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 18.05.1982, Qupperneq 7
Þriðjudagur 18. mai 1982 erlent yfirlit ■ MARGT bendir til að til ti'ð- inda dragi við Falklandseyjar i þessari viku. Sennilega fæst Ur þvi skorið i dag eða á morgun, hWtsáttaviðræður undir forustu Sameinuðu þjóðanna bera árang- ur. Ef árangur næst i þessum við- ræðum, þykir Uklegast að báðir aðilar kveðji heri sína heim. Hingað til hafa viðræðurnar byggzt á þeim grundvelli. Hvorki Bretar eða Argentinumenn munu þá taka við stjórn Falklandseyja, heldur munu þær settar undir alþjóölega stjórn. t kjölfar þess munu hefjast viðræður milli stjórna Argentinu og Bretlands um framtiðarstjórn á Falklands- eyjum. Það bendir til að viöræðunum hafi heldur þokað i sam- komulagsátt að helztu samnings- menn beggja héldu heim fyrir helgina til viðræðna við rikis- stjórnir sinar og til að fá nánari fyrirmæli um áframhaldið. Þeir eru nú aftur komnir á vettvang hjá Sameinuðuþjóðunum. Miýg atriöi munu enn óleyst. Mestu deiluefnin munu þau, hvernig hin alþjóðlega stjórn, sem á að fara með bráöabirgða- stjórn á Falklandseyjum, veröur samansett, og hvort væntanleg- um samningaviðræðum Breta og Argentfnumanna verði sett tima- takmörk. Argentfnumenn eru sagðir Xavier Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Eduardo Roca sendiherra Argentinu hjá Sameinuðu þjóðunum. Verður innrás í þessari viku? Thatcher verður að hrökkva eða stökkva leggja mikla áherzlu á hið siðar- nefnda, þvi að þeir óttast, að ella dragi Bretar viðræðurnar á lang- inn eins og þeir hafa gert hingað til. Bretar munu ófúsir til að fall- astá tfmatakmörk. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um, hvernig bráðabirgða- stjórn Falklandseyja skuli hátt- að. Það voru upphaflega hug- myndir Haigs utanrikisráðherra, að hún yrði mynduð af Banda- rikjamönnum, Bretum og Argen- tinumönnum. Eins og kunnugter, runnu sáttatilraunir Haigs út i sandinn. Stjórnin í Perú reyndi næst að koma á sáttum. Hugmyndir hennar munu hafa verið þær, að hvorki Argentfnumenn eða Bret- ar ættu aðild að bráðabirgða- stjórninni heldur yrði hún skipuð fulltrúum frá Brasilfu, Perú, Vestur-Þýzkalandi og Bandarikj- unum. Samkomulag náðist ekki um sáttatillögurPerústjórnar, og hóf framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, þá tilraunirtilaðkoma á sáttum. PEREZ de Cuellar hefur lýst yfir þvi, aö úr þvi þurfi að vera skorið um miðja þessa viku, hvort sáttatilraunir hans bera árangur. Bretar munu hafa sett honum þennan frest. Astæðan er sú, að Bretar geta ekki dregið innrásina öllu lengur, ef til hennar á að koma. Vetur gengur nú i garð á suðurhöfum, og telja flestir, að eftir miðjan júni megi búast við veðráttu, sem hindri verulegar hernaðarað- gerðir. Fyrir þann tima, þurfi Bretar að vera búnir að ljúka öll- um meiri háttar hernaðaraðgerð- um, ef til þeirra á að koma. Enn virðist almenningsálitið þaö i Bretlandi, að innrás sé óhjákvæmileg, ef samkomulag næst ekki. Þjóðarstolt Breta krefstþess. Nær allir bandamenn Breta leggja hins vegar hart að þeim að reyna að komast hjá meiri háttar hernaðaraðgerðum. Mestur ■ John Nott hermálaráðherra Breta þrýstingurinn kemur frá Banda- rikjastjórn, enda þótt hún hafi lýst yfir formlegum stuðningi við málstað Breta. Þetta hefur þegar vakið mikla andúöaröldu gegn Bandarikjun- um í Suður-Ameriku og bendir allt til, að hún muni vaxa um allan helming ef til meiri háttar hernaðaraðgerða kemur. Takist Bretum aö sigra i bili og ná Falklandseyjum má búast við margra ára styrjöld um eyjam- ar. Sú styrjöld væri likleg til að gerspilfa sambúð Bandarikjanna og Suður-Ameriku. Ljóst viröist, að Argentinu- menn munu aldrei semja um að afsala Bretum eða öðrum Falk- landseyjar. Sennilegt er, að stjórn Galtieris falli, ef Bretum heppnaðistað hertaka Falklands- eyjar. Hin nýja stjórn, sem yrði annað hvort ný hershöfðingja- stjórn eða róttæk vinstri stjórn, myndi ekki semja um frið, heldur herða baráttuna gegn Bretum. Þjóðarstolt Argentfnumanna er ekki minna en Breta. Þeir telja lika hinn sögulega, landfræðilega og siðferðilega réttsin megin. Það styður lika þessa ste&iu Argentfnumanna, að henni er stöðugt að vaxa stuðningur, ekki aðeins f Suður-Ameríku, heldur yfirleittiþriðjaheiminum. BANDAMENN Breta i Vestur- Evrópu óttast afleiöingarnar af innrásBreta, eftil hennar kemur, ekki siður en Bandaríkjamenn. Þetta sést á tregðu Efnahags- bandalags Evrópu til að sam- þykkja áframhaldandi refsiað- gerðirgegn Argentinumönnum. Meðal bandamanna Breta er yfirleitt vaxandi skilningur á þvi, að málin komist i enn meiri ógöngur.efinnrásin heppnast. Þá er langvinn styrjöld framundan, sem myndi ljúkameð þvi aöBret- ar yrðu aö hrökklast burtu að lok- um. Breta skortir bæði siðferöi- legan og landfræðilegan rétt til aö heyja slika styrjöld og efnahagur þeirra þyldi hana ekki heldur. Fyrir Bandarikin og Vestur- Evropu yrði þaö þó alvarlegast, að slikt stríð yki enn deilurnar, sem eru kenndar við norður og suður. Það gæti orðið ærið vatn á myllu Rússa, sem fara sér nú hægt og minna helzt á púkann á fjósbitanum. „Tir-ý Þórarinn Þórarinsson, h 7/ f i ritstjóri, skrifar Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i eftirfarandi: RARIK—82027. Aðveitustöð á Akureyri, byggingarhluti, stækkun 1982. RARIK—82028. Aðveitustöð að Brúarlandi i Þistilfirði, byggingarhluti. Verkið á Akureyri felur i sér jarðvinnu og undirstöður vegna stækkunar útivirkis. Að Brúarlandi skal byggja 58 fermetra stöðvarhús (1 hæð og skriðkjallari). Verklok: Akureyri 16. ágúst 1982 Brúarland 31. ágúst 1982. Opnunardagur: fimmtudagur 3. júni 1982 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. Útboðsgögn verða seld frá og með mið- vikudegi 19. mai 1982 á skrifstofum Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik og að Glerárgötu 24, 600 Akur- eyri. Verð útboðsgagna: RARIK—82027 200 kr. hvert eintak RARIK—82028 200 kr. hvert eintak. Reykjavik 14. mai 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Öldungadeild - Kvöldskóli F.B. Umsóknir um öldungadeild Fjölbrauta- skólans i Breiðholti skulu berast skólanum fyrir 7. júni næstkomandi. Innritun nýrra nemenda fer fram i Miðbæjarskólanum i Reykjavik 1. og 2. júni, en i Fjölbrauta- skólanum i Breiðholti 3. og 4. júni. Boðið er fram nám á þrem námssviðum sér- staklega, tæknisviði, viðskiptasviði og listasviði, en auk þess i almennum grein- um. Hægt er að stefna að sérhæfðum próf- um en einnig stúdentsprófi. Var nýnema svo og eldri nemenda öldungadeildarinn- ar fer fram siðari hluta ágústmánaðar. Þá verða prófgjöld svo og efnigjöld innheimt. Skólameistari ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum isskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. ÍÍTOslvBrk REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Laus staða Staða lektors i félagsfræði i Kennaraháskóla tslands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að kenna bæði i kjarna og valgrein kennaranámsins. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólanámi i uppeldisfræðum er veiti kennsluréttindi i framhaldsskólum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 13. júni n.k. Menntamálaráðuneytið 13. mai 1982.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.