Tíminn - 23.05.1982, Síða 2

Tíminn - 23.05.1982, Síða 2
2___________ fólk f listum 1limm Sunnudagur 23. mal 1982 ■ Guðrún Snæfriður Glsladóttir, leikari, tekur þátt I flutningi eins vcrksins á tónleikum Musica Nova I Norræna húsinu næstkom- andi mánudag. Hér er hún ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni sem leika mun á pianó á þessum tón- leikum. Timamynd: Guðjón Ein- arsson. Kammermúsík á Kjarvalsstöðum ■ Fólk sem hefur yndi af kamm- ermúsik og kallarsig af þvi tilefni Kammermúsik klúbburinn hefur fimmtu tónleika starfsársins á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn kemur sem sé um þessa helgi. Efnisskrá er á þessa leið: — en gamanið hefst klukkan 20.30. JOSEF HAYDN (1732-1809): Strengjakvartett i G-moll, op.74 nr.3 („Reiter-Quartett”) Allegró, Largo assai, Menuetto: Alle- gretto, Finale: Allegro con brio. BENJAMIN BRITTEN (1913- 1976): Phantasy-Quartet fyrir óbó, fiðlu, viólu og celló, op.2, i einum kafla: Andante alla marcia — Allegro giusto — An- dante — Andante alla marci. ---HLÉ ----- Síðustu áskriftar- tónleikar Musica Nova — Verk eftir Berio, Satie og Gnðmund Hafsteinsson ■ A mánudaginn verða tónleikar i Norræna húsinu sem oftar. Það er Musica Nova sem heldur þá og þeir hef jast klukkan hálf niu. Það skal tekiö fram að þetta eru sið- ustu áskriftartónleikar félagsins á þessu starfsári. A efnisskrá eru þrjú verk. Fyrst Sequenza V fyrir básúnu frá árinu 1966 eftir L. Berio. Svo Sports et divertissiments fyrir pi- anóog leikara frá árinu 1914 eftir Satie. Og loks verkið Brunnu beggja kinna björt ljós eftir Guð- mund Hafsteinsson. Það er samið fyrir klarinett, selló og pianó og sett saman á siðasta ári og þessu. Sequenzan eftir Berio er eitt af fjölmörgum verkum fyrir ein- leikshljóðfæri sem tónskáldið hef- ur samið á liðnum árum og segir i fréttfrá Musica Nova að þetta sé án efa ein merkasta tónsmið bá- súnubókmenntanna. Verk Saties, Sport et divertis- siments er safn tuttugu smá- smiða. Sagt er að i þeim spinni höfundurinn saman leikrænan texta og tónlist. Trió Guðmundar Hafsteinsson- ar var pantað sérstaklega fyrir þessa tónleika og mun mikið vera i það lagt. Flytjendur á þessum tónleik- um, fjórir hljóðfæraleikarar og einn „venjulegur” leikari: Guð- rún Snæfriöur Gisladóttir sem tekur þátt i flutningi verks Saties. Hljóðfæraleikararnir eru William Gregory sem leikur á básúnu, Snorri Sigfús Birgisson sem ieik- ur á pianó, Óskar Ingólfsson sem handleikur klarinett og Nora Kornblueh sem sellóast. ■ Klúbburinn. SUMARSÝNING í ÁSGRÍMSSAFNI ■ Sunnudaginn 23. mai verður sumarsýning AsgrJmssafns opn- uð. Að þessu sinni eru flestar myndirnar á sýningunni vatns- litamyndir og hafa margar þeirra sjaldan verið til sýnis fyrr. Sýnd- ar eru landslagsmmy.ndir viðs vegaraðaf landinu, blómamynd- ir og flokkur mynda úr þjóösög- um, málaðar 1946. Þá eru einnig sýndar nokkrar oliumyndir þ.á.m. úr Húsafellsskógi. Sumarsýningar Asgrimssafns hafa jafnan veriö fjölsóttar af is- lenskum og erlendum feröa- mönnum. Sýningin veröur opin sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:30-16 i mai, en daglega nema laugardaga kl. 13:- 30-16 I júni, júli og ágúst. As- 74, Reykjavik. Aögangur aö safn- grimssafn er aö Bergstaöastræti inu er ókeypis. JOHANNES BRAHMS (1833- 1897): Kvintett fyrir pianó, 2 fiðl- ur, viólu og celló i F-moll, op.34 Allegro non troppo, Andante un poco adagio, Scherzo: Allegro, Finale: Poco sostenuto. Flytjendur: Laufey Sigurðar- dóttir, fiöla, Júliana Elin Kjart- ansdóttir fiðla, Helga Þórarins- dóttir vióla, Richard Talkowsky celló, Kristján Þ. Stephensen óbó, Gisli Magnússson pianó. Spegla- salur sálar- innar? — Sýning opnuð ■ Guðmundur einhver Björg- vinsson opnar i dag, laugardag, myndarlistarsýningu i Gallerii Lækjartorgi og má eins gera ráð fyrir að myndir hans hangi þar næstu vikurnar. Einsog sjámá af eftirfarandi fréttatilkynningu tekur Guðmundur þessi sig afar hátiðlega. Speglasalur sálarinnar verður i Galleri Lækjar- torg næstu vikurnar Þvi Guðmundur Björgvinsson opnar myndlistarsýningu þar laugardaginn 22. mai kl.2. En málverk hans eru þeirri náttúru gædd að sálarlif áhorfandans (eða hugur) speglast i þeim. M.ö.o. myndirnar eru þannig staðsettar mittá milli abstrakt og raunsæis að menn geta séð i þeim nánast hvað sem þeim sýnist alllt eftir upplagi hvers og eins. Þann- ig sjá klámhundar gjarnan hams- lausar kynlifsorgiur i myndum þar sem prestar sjá Jesú og læri- sveinana o.s.frv. Sumireru meira að segja svo tærir að sjá ekkert nema landslag og ávaxtaskálar útúr sömu myndum, jafnvel blóm. Það eru semsé engin tak- mörk fyrir þvi sem menn geta séð i myndunum, enda er sálarlif mannanna að sögn botnlaust hyl- dýpi. Svartir viðbjóðslegir djöflar skrimsli margs konar, englar’ kynfæri, bananar, lemstruð lik, i- þróttakappar að leik, dansmeýj- ar, rafmagnsverfæri, hundaskit- ur, kjötvörur, allt þetta og margt fleira má sjá i þessum sinnis- speglum Það má jafnvel sjá kjarna tilverunnar (essence of existence) i þeim ef menn eru þannig sinnaðir. Þó eru alltaf einhverjir inn á milli sem sjá ekkert nema mis- jafnlega vel heppnaðar litakless- ur i myndunum. En það er að sjálfsögðu allt i lagi. Semsagt þeir sem hafa áhuga á spegla sálarlif sitt á næstunni fara i Galleri Lækjartorg. Þeir sem eru aftur á móti hræddir um að einhver vafasamur óþrifnaður leynist i skúmaskotum sálarinnar ættu ekki að fara á sýninguna. Það gæti haft hinar hörmulegustu afleiðingar. Listamaðurinn tekur enga ábyrgð á öllum þeim úr- kynjaða viðbjóði sem fólk gæti mögulega séð i myndunum. Ekki frekar en að hann taki ábyrgð á þviefeinhver feraðsjá pólitiskan eða trúarlegan boðskap i þeim og frábiður sér að stofnaður verði i kringum sig stjórnmálaflokkur eða trúarsöfnuður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.