Tíminn - 23.05.1982, Side 8
8
Sunnudagur 23. mai 1982
Utqefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Johanna B. Johannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs
son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim
ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnusson. Bjarghild
ur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friörik Indriðason. Heiöur Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson
(iþrottir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumula 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug
lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um
helgar. Askriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf.
Eflum ábyrga
stjórnmálamenn
til aukmna áhrifa
Á siðustu árum hefur fjöldi þeirra kjósenda i
landinu, sem telur sig óbundinn af stuðningi við
tiltekna stjórnmálaflokka, farið ört vaxandi.
Þessi fjölmenni hópur kýs lista eins stjórnmála-
flokks i þessum kosningunum en allt annan lista i
þeim næstu. Af þessum sökum hafa orðið veru-
legar sveiflur á fylgi flokkanna i undanförnum
kosningum.
Svo virðist sem verulegur hluti kjósenda i höfuð-
borginni hafi átt erfitt með að gera upp hug sinn
fyrir þessar kosningar. Það eru einmitt þessir
kjósendur, sem ráða úrslitum. Þeirra ábyrgð er
þvi mikil.
Það er mikilvægt fyrir framtið borgarinnar að
kjósendur geri upp hug sinn eftir að hafa kynnt
sér vandlega störf og stefnur flokkanna og full-
trúa þeirra. Ef kjósendur taka ákvörðun sina eft-
ir slikt málefnalegt mat, hljóta framsóknarmenn
að fara vel út úr þessum kosningum.
Framsóknarflokkurinn hefur axlað þá ábyrgð,
sem þvi fylgir að takast á við erfið vandamál
þjóðfélagsins bæði i rikisstjórn og i bæjar- og
sveitarstjórnum um landið allt. Framsóknar-
menn hafa hvatt kjósendur til þess að kynna sér
störf og stefnu Framsóknarflokksins og kveða
svo upp sanngjarnan dóm. Hvarvetna, þar sem
framsóknarmenn hafa ráðið ferðinni, hefur upp-
byggingar- og framkvæmdastefna verið rikjandi.
Þeim mun sterkari sem Framsóknarflokkurinn
hefur verið þeim mun áþreifanlegri hefur þessi
umbóta- og athafnastefna verið.
Sömu sögu er að segja um stjórn landsmál-
anna. Þar hefur Framsóknarflokkurinn haft for-
ystu um að leggja til atlögu við alvarlegasta
vandamál efnahagslifsins, verðbólguna. Fram-
sóknarmenn hafa þar haft forystu um skipulegar
aðgerðir gegn þessum vágesti og munu óhikað
gera það áfram.
Ekkert er auðveldara fyrir stjórnmálamenn,
sem eru i stjórnarandstöðu, en að halda uppi
ábyrgðarlausum málflutningi, sem þeir vona að
hljómi sætlega i eyrum almennings. En það er
mikilvægt fyrir framtið Reykjavikur og landsins
alls að kjósendur láti ekki blekkjast af slikum
fagurgala og meti stjórnmálaflokkana og fram-
bjóðendur þeirra af verkunum og stefnumálun-
um. Á þeim viðsjárverðu timum, sem nú eru,
verða kjósendur að efla ábyrga stjórnmálamenn
til aukinna áhrifa jafnt i borgarstjórn Reykjavik-
ur sem i bæjar- og sveitastjórnum um allt land.
Það gera þeir best með þvi að styðja Fram-
sóknarflokkinn.
Kjósendur verða jafnframt að hafa það i huga,
að með atkvæði sinu nú eru þeir ekki aðeins að
kjósa fulltrúa i bæjar- og sveitastjórnir. Atkvæði
þeirra getur einnig haft áhrif á stjórn landsins i
heild. Eflum þvi ábyrgan flokk framsóknar-
manna gegn leiftursóknarflokki Daviðs Oddsson-
ar og Geirs Hallgrimssonar.
— ESJ.
skuggsjá
Peter Weiss, leikritahöfundur. Myndin var tekin áriö 1967 er hann var aö leikstýra einu verka sinna.
SYRPA UM ERLEND
MENNINGARMÁLEFNI
Ii EIKRITASKALDIÐ PETER WEISS LÉST
FYRIR NOKKRUM DÖGUM t STOKKHóLMI.Hér
á landi sem viöa annars staöar mun hann fyrst og
fremst, ef ekki eingöngu, þekktur fyrir hiö áhrifa-
mikla leikrit sitt um Marat, einn af ógeöfelldustu
foringjum múgsins er fallöxin var að öðlast sess
sem tákn frönsku byltingarinnar, og de Sade, siö-
lausan stjórnleysingja og nautnasegg. Þetta leikrit
hefur veriö sýnt viöa um heim viö mikla aösókn og
umtal, og þar á meöal hér á landi oftar en einu
sinni.
En hver var annars Peter Weiss? Jú, hann var
fæddur I Berlin áriö 1915, en átti þar engar rætur.
Móöir hans var svissnesk en faöirinn ungverskur.
Og þau voru Gyöingar. Þegar nasistar komust
til valda varö Peter Weiss þvi aö flýja landið, þá að-
eins 18 ára aö aldri. Segja má aö hann hafi verið
flóttamaöur siöan, þótt hann hafi lengst af búiö i
Sviþjóö. Þangaö kom hann árið 1945 eftir aö hafa
dvaliö um hriö m.a. i Englandi og Sviss. Og I Svi-
þjóö bjó hann og þar kvæntist hann sænskri konu,
Gunnillu Palmstierna, leikmyndasmið, sem starf-
aöi mikiö meö manni sinum.
Þótt Marat-Sade sé taliö langbesta verk Weiss, og
eins og áður sagði það eina, sem hefur hlotið al-
menna, alþjóölega viöurkenningu, þá hefur hann
skrifað mörg önnur leikrit. Sum verka hans voru á
sinum tima beint innlegg I stjórnmálaumræöu sam-
timans, svo sem gagnrýnisverk hans um framferði
Bandarikjamanna i Vietnam, Portúgala i þáver-
andi nýlendum sinum i Afriku, og fleira af þvi tagi.
Einnig samdi hann verk um ýmsar þekktar sögu-
persónur, þar á meöal Trotsky.
Siöasta leikrit Peter Weiss mun vera „Nýja
réttarhaldiö”, sem er byggt á frægustu sögu Frans
Kafka, Réttarhaldinu. Weiss hefur þar hins vegar
gertýmsar efnislegar breytingar á sögunni um ferö
Josef K. gegnum myrkviöi réttleysisþjóöfélags, þar
sem nafnlaus, ef ekki ósýnileg, öfl hafa einstakling-
inn aö leiksoppi.
Samhliöa leikrituninni samdi Peter Weiss ýmis
önnur verk, og hann mun einmitt hafa rétt fyrir
andlát sitt lokið viö þriöja bindi i itarlegu ritverki,
sem nefna mætti á islensku „Siðfræöi andstööunn-
ar”. Þetta mun vera einhvers konar blanda af
skáldsögu, ritgerð og sagnfræöi, og fjalla um ein-
staklinga, sem lenda i hringiðu stjórnmálaatburöa
og veröa fyrir margvislegum pólitiskum þrýstingi
og refskap.
T ONY-VERÐLAUNIN SVONEFNDU VERÐA
AFHENT VIÐ FORMLEGA ATHÖFN EFTIR
HALFAN MANUD.Þessi viöurkenning er eins kon-
ar Oscar þeirra, sem stunda leiklistina á Broadway.
Tilnefningar liggja þegar fyrir, en atkvæöagreiösla
meöal þeirra 620 starfsmanna viö leikhúsin og
blaðamanna, sem veita þessi verölaun ár hvert,
stendur nú yfir. Orslit munu liggja fyrir annan
sunnudag, 6. júni, og verður sjónvarpaö frá af-
hendingarathöfninni um Bandarikin svipaö og viö
afhendingu Oscarsverölaunanna.
Aö þessu sinni komu til álita öll leikverk, sem
sviösett voru á Broadway á nýliönu leikári. Þrettán
manna hópur fékk þaö verkefni að tilnefna fjögur
verk, eöa einstaklinga, i hverjum þeirra 19 flokka,
sem verölaun eru veitt fyrir — en það eitt aö fá til-
nefningu þykir verulegur heiöur.
Viö þessa verölaunaveitingu er geröur greinar-
munur á leikriti og söngleik, og hliöstæö verölaun
veitt fyrir hvoru tveggja. Þannig er besta leikritiö
verölaunaösér,ogeins frammistaöa einstakra leik-
húsmanna i slikum verkum, en sams konar verð-
laun siöan veitt fyrir hliöstæð afrek á söngleikja-
sviðinu. Nokkrir flokkar eru þó sameiginlegir, svo
sem leikmyndagerö, lýsing, búningagerð og fleira
af þvi tagi.
Aö þessu sinni eru þaö söngleikirnir, sem hafa
fengið lang flestar tilnefningar. Tveir þeirra eru
þar fremstir. Annars vegar „Dreamgirls”, eöa
„Draumastúlkur”, sem fékk 13 tilnefningar. Söng-
leikur þessi fjallar um þrjár ungar konur, sem kom-
ast á toppinn I poppheiminum. „Nine” eöa „Niu”
fékk 12 tilnefningar. Söngleikur þeirra félaga
Tim Rice og Andrew Lloyd Webber — „Joseph and
the Amazing Technicolor Dreamcoat” — hlaut
nokkrar tilnefningar, þar á meðal sem besti söng-
leikurinn. Þeir eru m.a. þekktir fyrir söngleiki eins
og „Jesus Christ Superstar” og „Evita”.
Af heföbundnum leikritum var þaö breskt verk,
sem fékk flestar tilnefningar aö þessu sinni. Þaö
var hin langa sviösetning á ævintýrum Nikulásar
Nickleby, sem Royal Shakespeare Company stóö aö
og byggö er á frægri sögu eftir Charles Dickens.
Sagan um ævintýri Nikka hlaut átta tilnefningar, en
næst kom ný sviösetning á hinni gömlu „Medeu”
meö sex.
Þaö vakti nokkra athygli, aö af þeim fjórum leik-
ritum, sem tilnefnd voru sem besta leikrit nýliöins
leikárs, var aöeins eitt bandariskt. Þaö var
„Crimes of the Heart”, er nefna mætti „Glæpir
hjartans”, eftir Beth Henley, en verk þetta hlaut
reyndar Pulitzerverölaunin á siöasta ári. Tvö hinna
leikritanna voru bresk (áöurnefnd ævintýri Nikka
og „The Dresser” eftir Ronald Harwood) og eitt —
„Master Harold... and the Boys” — eftir suöur-
afriskan höfund, Athol Fugard. Þykir þetta ekki
benda til mikillar grósku i bandariskri leikritun um
þessar mundir.
f
Rberlin var a dögunum haldið upp a
EITT HUNDRAÐ ARA AFMÆLI DAS BERLINER
PHILHARMONISCHEN ORCHESTER. Þetta mun
ánefa vera ein alþekktasta hljómsveit veraldarinn-
ar, en hún lýtur stjórn Herbert von Karajans. Nú
oröiö er hljómsveitin reyndar nátengd nafni hans,
enda unniö marga sigra undir hans stjórn.
I tilefni af afmælinu er ástæða til að rifja það upp,
aö hljómsveitin var upphaflega ekki slikt óskabarn
Berlinarbúa sem hún siöar varö. Þaö voru þvert á
móti nokkrir uppreisnargjarnir hljómlistamenn,
sem stofnuöu hljómsveitina á sinum tima, en form-
legi stofndagurinn var 1. mai 1882. Hin nýja hljóm-
sveit byggði á lýöræöislegum grunni, varö þaö sem
siöar var nefnt „hljómsveitarlýöveldi”. Tónlistar-
mennirnir fengu sem sé aö taka þátt i ákvöröunum
um starfsemi hljómsveitarinnar, og þeir fengu aö
eiga aöild aö vali á hljómsveitarstjóranum. Á móti
þessum réttindum komu aö sjálfsögöu skyldur um
aö leggja sig alla fram I starfi innan hljómsveitar-
innar.
Nú eru 125 hljóöfæraleikarar i hljómsveitinni,
sem auk annarrar starfsemi rekur eigin tónlistar-
skóla til aö þjálfa nýja hljóðfæraleikara fyrir
hljómsveitina.
li JÚKUM SVO ÞESSARI SYRPU UM ERLENDA
MENNING ARATBURÐI í DANMORKU.Þar hefur
staðiö hörð rimma um endurskoðun kvikmyndalag-
anna og þar með um fjárveitingar til kvikmynda-
gerðar. Nú er komin niöurstaða, sem dönsk blöð
hafa skýrt frá meö fyrirsögnum eins og: „Dansk
film reddet”, þ.e. danskri kvikmyndagerö bjargaö.
Menningarmálaráöherra og fjármálaráðherra
Dana hafa sem sé náö samkomulagi um verulega
hækkun fjárveitinga til kvikmyndagerðar. Samtals
fær danska kvikmyndastofnunin rúmlega 40
milljónir danskra króna (gengið er tæplega 1.4 is-
lenskar krónur) til aö styðja kvikmyndaframleið-
endur, og er að sögn danskra blaöa áætlað að það
dugi til aö hægt veröi að gera 15 nýjar leiknar kvik-
myndir á ári i Danmörku.
Samhliöa þessu voru gefnar um þaö yfirlýsingar
af hálfu ráöherranna að framvegis muni danska
sjónvarpiö leggja mun meiri áherslu á kvikmynda-
gerö i samvinnu viö þá aðila, sem vinna að gerð
leikinna kvikmynda, til þess að auka enn fjölda
nýrra danskra mynda.
Hér á landi hefur að undanförnu veriö mikil um-
ræða um breytingar á lögum um Kvikmyndasjóð og
þar með auknar fjárveitingar til islenskrar kvik-
myndagerðar. A þvi virðist svo sannarlega full
þörf, og vonandi tekst að afgreiða þaö mál farsæl-
lega á þessu ári.
Elías Snæland
Jónsson
skrifar : 1ÉÍ'