Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. mai 1982
15
i w 1 -ift \ 1 . T 7 I y 3» \ : /
i 1*
1 \ ■ 1’
ÞEIR SELJA LEE COOPER FÖTIN.
VL. PALAS Grindavík
VL. FREYJA Kópavogi
VL. SMÁRABORG Kópavogi
KF. ÁRNESINGA Selfossi
KF. RANGÆINGA Hvolsvelli
KF. SKAFTFELLINGA Vfk í Mýrdal
VL. FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR
Þykkvabæ
VL. STEINA OG STJÁNA
Vestmannaeyjum
VL. TRAFFIC Keflavik
VL. ADAM Laugavegi 47
VL. ELFUR Laugavegi 38
VL. FALDUR Austurveri
v/Háaleitisbr.
VL. HERRAHÚSIÐ Bankastræti 7
VL. HERRAHÚSIÐ Aöalstræti 4
VL. STRÆTIÐ Hafnarstræti
VL. VINNUFATABÚÐIN Hverfisgötu 26
VL. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76
VL. TINNI Drafnarfelli
Hefur þú mátað
þær nýju frá Lee Cooper
/L. BJARG Akranesi
/L. GRUND Grundarfirði
/L. HÓLMSKJÖR Stykkishólmi
/L. INGA Hellissandi
CF. BORGFIRÐINGA Borgarnesi
CF. HVAMMSFJARÐAR Búðardal
/L. ÓSK Akranesi
/L. VfK Ólafsvík
/L. ARA JÓNSSONAR Patreksfirði
l/L. EINARS OG KRISTJÁNS fsafiröi
VL. EINARS GUÐFINNSSONAR
Bolungarvík
VL. JONS S. BJARNASONAR
Bíldudal
VL. LJÓNIÐ Isafirði
KF. DÝRFIRÐINGA Þingeyri
KF. STEINGRÍMSFJARÐAR Hólmavfk
VL. GUÐRÚNAR RÖGNVALDSD.
Siglufirði
KF. HÚNVETNINGA Blönduósi
KF. ÞINGEYINGA Húsavik
KF. N-ÞINGEYINGA Kópaskeri
KF. N-ÞINGEYINGA Ásbyrgi
KF. LANGNESINGA Þórshöfn
VL. SIGURÐAR PÁMASONAR
Hvammstanga
VL. SOGN Dalvík
VL. SPARTA Sauðárkróki
VÖRUHÚS K.E.A. Akureyri
VL.ELÍSAR GUÐNASONAR Eskifirði
KF. HÉRAÐSBÚA Egilsstööum
KF. VOPNFIRÐINGA Vopnafirði
KF. FRAM Neskaupstað
KF. FÁSKRÚÐSFJARÐAR
Fáskrúðsfirði
KF. STÖÐFIRÐINGA Breiðdalsvík
KF. A-SKAFTFELLINGA
Höfn, Hornafirði
KF. HÉRAÐSBÚA Seyðisfirði
KF. HÉRAÐSBÚA Borgarf. Eystra
VL. ALDAN Sandgerði
VL. EIK Hafnarfirði
Þannig var íslenska
vínbannið kyrkt
■ Andi bindindisstefnunnar átti
á bannárunum i striði við fleiri en
þá sem fannst sopinn góður. Frá
þvifysta var hér um pólitiskt mál
að ræða sem mjög snerti milli-
rikjaviðskipti landsins og það
voru einmitt viðskiptamálin sem
á endanum brutu bannið upp en
komu i veg fyrir að dæmi Islend-
inga yrði fylgt af mörgum öðrum
þjóðum. Þessi erlendi viðskipta-
legi þrýstingur varð þvi yfir-
sterkari öllum innlendum póli-
tiskum öflum. Sönnun þess er það
að hvað sem leið starfsemi and-
banninga þorði enginn að bjóða
sig fram til þings i Reykjavik árið
1921 sem fjandmann bannlag-
anna. Voru þau íeig eigi að siður
og má sjá af þvi hve lýðviljinn
stendur oft höllum fæti þegar þau
öfl sem starfa að tjaldabaki setja
hnefanniborðiðogsegja „Hingað
og ekki lengra.”
Það voru viðskipti íslands við
Spánverja sem héðan höfðu keypt
saltfisk sem riðu baggamuninn.
Hótuðu Spánverjar að setja tolla
á fiskinn, ef landinn keypti ekki af
þeim spönsk vin og fyrir þvi
gugnuðu stjórnvöld.
Vitanlega fögnuðu „andbann-
ingar” þessari þróun mála og
þyrluðu upp „miklu moldviðri”
eins og templarar orðuðu það,
sögðu m.a. að það myndi kosta
þjóðina 7 milljónir króna yrði
ekki gengið að kröíu Spánverja.
Sala fiskjar um þetta leyti til
Spánar mun þó ekki haf'a numið
nema um 4-4.7 milljónum króna
en innflutningur frá Spáni 1.7
milljónum.
Liklega hefðu Spánverjar látið
sér þessi mál i léttu rúmi liggja,
hefðu þeir ekki óttast að dæmi Is-
lendinga yrði fylgt al öörum þjóð-
um. Mætir menn íerðuðust land
úr landi úr landi á vegum stjórn-
valda og Goodtemplara til þess að
tala máli tslendinga svo sem Ein-
ar Hjörleifsson Kvaran sem fór til
Danmerkur, Sviss og Englands.
Bar þessi viðleitni þann árangur
að Alþjóöa bindindissambandiö
sendi Spánarkonungi áskorun um
aö láta af viðskiptaþrýstingi á ís-
lendinga og Presbyteranakirkjan
i Bandarikjunum kallaði sendi-
herra Spánar fyrir æðstu menn
sina, i þvi skyni að tala máli Is-
lands og bindindishugsjóna þess.
Hið sama gerði Bannflokkurinn
bandariski. En allt kom lyrir
ekki. Skulum vér nú lita nánar á
hina pólitisku hliöina:
Spánverjar endurskoða
tollalöggjöfina
Mál þetta komstal siaö við það,
að Spánverjar skipuðu 2. jan.
1919 fjölmenna nefnd til þess að
endurskoða tollalöggjöfina. I
þeim tilgangi að koma nýju
skipulagi á tollana, sögðu Spán-
verjar upp verslunarsamningum
sinum við aðrar þjóðir, og meðal
annars samningnum við Dan-
mörk (og Island) frá 4. júli 1893.
Varð þá að hefja nýjar samninga-
umleitanir, og hófust þær með
þvi, að veittur var frá 20. mars
1921, þriggja mánaða frestur
enda tolllögin þá óútkljáð á Spáni,
og búist við að þess yrði alllangt
að biða að þeim lyki. En til þess
aðflýtasamningum setti Spánar-
stjórn bráðabirgðatolllög, 17. mai
1921. Var þar ákveðið að innflutn-
ingstollar skyldu vera tvenns
konar eða eftir tveim gjald-
skrám, skrá I og ) rá 11. Skrá II
gilti gagnvart þenn þjóðum, sem
sérstakan samning gerðu við
Spánverja um Ivilnanir fyrir
spánskar vörur en skrá I sem var
helmingi hærri, gilti gagnvart
þeim sem ekki gerðu samning.
Eftir þessum lögum hækkaði toll-
ur á innfluttum saltfiski úr 24 pe-
setum pr. 100 kg upp i 36 peseta
eftir skrá II og upp i 72 peseta eft-
ir skrá I. tslenskur saltfiskur var
þá tollaður eftir skrá II fram til
20. júni eða meöan fresturinn
stóð.
Kom á óvart
Þetta kom mönnum talsvert á
óvart og þar sem erfiðleikar voru
á að fá frestinn framlengdan fór
sendiherra Dana i Paris til Mad-
rid snemma i júni til þess að
reyna að fá frestinn framlengdan.
16. júni fekk hann svo tilkynningu
um, að Spánverjar vildu fram-
lengja samninginn við Danmörku
en við lsland gæti ekki fengist
samningur meðan þar sé að-
flutningsbann á áfengi. Fram að
þeim tima hafði ekki heyrst á það
minnst. Danska stjórnin ákvað þá
að standa með lslendingum og
þiggja ekki framlengingu nema
Island fengi einnig samninginn
framlengdan en reyna að fá að
minnsta kosti eins mánaðar frest.
Eftir allmikið þref fékkst frestur
til 20. júli meðlram vegna sim-
slits og þar af leiðandi ófullkom-
ins skeytasambands við tsland,
en um frekari írest ekki að ræða
nema stjórnin legði þegar fyrir
Alþingi írumvarp til laga um
breytingu bannlaganna.
Sfðast í júni var Gunnari Egils-
syni sendiherra landsins i Genúa
falið að fara þegar til Madrid og
vera með i samningatilraunun-
um.
Þegar hann kom til Madrid 4.
júli var ástandið það að Spánverj-
ar hótuðuhæsta tolli.nema þvi að
eins aðstjórnin legði fyrir Alþingi
frumv. um breytingu bannlag-
anna og Alþingi væri búið að sam-
þykkja það frv. íyrir 20. sept.
Lengri frest vildu þeir ekki gefa
og hefði þá orðið að kalla saman
aukaþing. Þá var og fyrir
spánska þinginu frumvörp til toll-
laga sem voru miklu strangari en
bráðabirgðatolllögin þvi þar var
lágmarkstollurinn (skrá II) 40
pes. pr. 100 kg en tollur eítir skrá
I þrefalt hærri eða 120 pes til þess
að útiloka gersamlega samkeppni
frá þeim löndum sem ekki gerðu
verslunarsamninga við Spán og
veittu þeirra vörum ivilnanir.
Stjórnin guggnar
13. júli gekk stjórnin loks, eftir
itrekaðar neitanir, inn á það, að
leggja fyrir Alþingi frv. um
breytingubannlaganna, að þvi er
snertir vin undir 21% áíengis,
með þeim skilyrðum, að frestur
fengist til næsta reglulegs
Alþingis, að stjórninni væri heim-
ilt að setja reglur um innílutning-
inn, og aö Spánverjar veittu
bestu tollkjör á islenskum salt-
fiski. Þó átti að gera enn eina til-
raun til þess að fá Spánverja til
þess að falla frá kröfu sinni um
afnám bannlaganna.
Hinu siðarnefnda var þver-
neitað. En hitt hafðist fram eftir
afarmiklar umleitanir, þar sem
bæði var lögð áhersla á það, hve
nauðsynlegt bannið væri
Islendingum, að það hefði verið
sett á að undangenginni þjóðarat-
kvæðagreiðslu, hve erfitt það
væri að ná hér saman aukaþingi
o.fl. o. fl., og lögð áhersla á þá
fórn, sem færð væri með þvi að
leggja slikt frv. fyrir Alþingi, og
yrði þvi mikið að koma i móti.
Einkum var erfitt að fá Spán-
verja til þess að lofa bestu toll-
kjörum, þvi að þeir vildu nú enga
samninga gera i þvi formi, heldur
ákveðafasta tollupphæð. En eins
og liggur i augum uppi, var það
mikill munur.
A þennan hátt fékkst þá frestur
með bestu tollkjörum til 15. mars
gegn þvi, að stjórnin legði fyrir
Alþingi frv. um afnám bannlag-
anna á vinum undir 21% áfengis.
Stjórnin lagði frumvarpið fram
i febrúar 1922 og urðu um það
harðar umræður. Kom það hins
vegar aldrei til afgreiöslu, þvi
hinn 31. mai gaf konungur út til-
skipun um innflutning til Islands
á vinum undir 21% af styrkleika
og skyldi undanþágan ná einkum
til landa sem keyptu saltfisk af
Islendingum.
Náðust nú greiðlega samningar
við Spánverja um „bestu tolla-
kjör,” en bannlögin voru brotin
upp og báru ekki sitt barr að nýju.
—AM
LAUGAVEGI47 SÍMI17575
Sjá greinar og viðtöl bls 16—19