Tíminn - 23.05.1982, Side 19

Tíminn - 23.05.1982, Side 19
Sunnudagur 23. mai 1982 19 ■ 1 frægri heimsókn Björns Blöndal löggæslumanns aö HofsstÖðum áttu þeir Höskuldurog eftirlits- maðurinn að hafa slegist með koppum, fullum af besta miði. Myndin er úr Speglinum. og flaskaði aldrei á þvl nema bara á þessum eina strákdjöfli, þvi ég varaði mig ekki á þvi að hann væri orðinn svona reykvisk- ur i anda og farinn að láta nota sig sem verkfæri. ÞU veist ekki hvað þú hefur borgað mikið i sektir samtals? Nei,það var aigin ógn. Það var eins og þrjú þúsund eða eitthvað svoleiðis, get ég giskað á. Það var ekki öllu meira. Þá hafa fariö 300 flöskur i að borga sektirnar. ÞU hefur verið tiltölulega fljótur að brugga upp i sektir? Jú, jú, jú. Ég klauf það alltaf. Hafðir þú töluverðar tekjur af brugginu? Nei, nei, nei. Ég hafði það svo sem ekki. Andskotinn hafi það. Það fór allt i sjálft sig og i þessar sektir. Þá hefur þetta að verulegu leyti orðið sport hjá þér? Já, já, já. Maður haföi stundum heMtigaman af þessu ogþvisem var I kring um það. Nú minnist ég þess, þótt ekki væri ég oft viðstaddur þar sem landi var soöinn, aö þetta var merkileg athöfn þegar byr jaði að drjúpa. Já, já, já, já. Og hafði stundum ekki undan hjá þeim sumum. Þeir voru svo helviti gráðugir i þetta, að drekka hann volgan. Og eitthvað hefur nU verið kveöið undir landasuðu? Já, það var nU kveöiö stundum. Eins og þessi hérna staka: Svo ég hiklaust segi frá og sannleik aungvan spari: Ég hef lifað langmest á landa og kvennafari. Og þessi hérna, — þegar maðurinn spurði hvað væri iglas- inu: Ég þig fræði ókunnur sem ei eru reglur kunnar: hálft er þetta höskuldur, en hitt eru Gvendarbrunnar Segðu mér, Höskuldur, — tel- urðu þig hafa hlotiö vinsældir af starfi þinu? Tíu krónur flaskan Alveg gegnumgangandi. Ég var alveg sérstaklega vel kynnt- ur, þannig að ég átti engan óvildarmann þarna vitt um sveit- ir. Nei, ég vissi hvergi til þess, heldur þvert á móti. Þeir voru mér allir svo elskulegir þessir menn. Það var ekkert sem angr- aði mig viðvikjandi þessu nema bara Björn. Hann hefur verið geysilega at- orkusamur. Hann var það náttúrlega. Vildi helviti mikið láta til sín taka. A hvað seldirðu flöskuna? Það var nú i þá daga, held ég, tiu krónur. Ekki hafa menn verið i reikn- ingi hjá þér? Fæstir. En fyrir kom og það stóð alltaf eins og stafur á bók. Sastu aldrei inni fyrir brugg? Nei, nei, aldrei. En i gæsluvarð- haldi einu sinni. En þeir græddu ekki á þvi, vegna þess að ég með- gekk aldrei neitt. Ég var nú einu sinni svoleiðis gerður, að ég bliknaði aldrei né blánaði þó ég sæi gyllta hnappa. En þar feilaði sumum, sem heföu kannski slst viljað vinna manni ógagn, að þeir voru of blautir gagnvart hnappa- skrúöanum. Það er eins og gerist og gengur. Mönnum finnst þá eins og þeir séu að standa guði al- máttugum reikningsskap. Þú hefur náttúrlega ekki hug- mynd um hvað þU seldir margar landaflöskur um ævina? Nei, það er svo langt, langt frá þvi. Hvað voru það mörg ár sem þú bruggaðir til sölu? Það hafa verið svona upp undir þrettán ár. Já, já. Hvað fluttir þú stærstan landa- farm til Reykjavikur, heldurðu? Ég flutti aldrei mikið i einu þangað. Það var i smáum stil. Varkannskikomið meira tilþin að sækja hann? Já, já. Ég man heldur ekki eftir stórri afgreiðslu, — nei, svona fimm og tfu flöskum, ef það var vinnuflokkur, brUarflokkur eða einhverjii slikir sem gerðu Ut mann til min. Ef ekkert er stríðið... Var þetta timafrekt? JU, auðvitað var það það. En maöur reyndi nU að slá tvær flug- ur I einu höggi, að vera við sin bU- verk engefahinu gætur hæfilega jafnframt. Var þetta næturvinna? Nei, það var jafnt nætur og daga. Ekki hefur þU verið búinn að koma þér upp sjálfvirkum tækj- um? Nei, nei, nei. Ég var ekki kom- inn svo langt i þvi. Þegar ég hugsa um þaö núna, þá man éj» aö mér þótti voöalega sárt herna einu sinni, — eða reyndar ekki mér beint, heldur nágrönnunum, sem voru með syslumanninum i heimsókn. Þá vildi nú svoleiðistil aö hann fann 60 potta kUt með spira. Og ég skemmti mér nú voða vel við það aö sjá hann rog- ast með kútinn fram göngin, þaö varnU alveg óblandin ánægja. En köllunum fannst það svo sárt, þegar hann lagöi hann á stéttar- brúnina og lét allt fossa úr hon- um. Þeir báðu hann um að mega nú taka sér bara i glas. En hann vildi það ekki. Er langt siðan þú hefur heyrt drjúpa úr röri? Já,þaðeru orðin á milli tuttugu og þrjátiu ár. Ekkert hvarflað að þér seinni árin að brugga smávegis? Nei, ekkert. Ekki eftir að mað- urgat fengiðflösku ef andinn kom yfir mann aö langa til að hressa sjálfan sig, eða öllu heldur eiga eitthvað ef góðkunningi kæmi. Það var þörfin fyrir brennivin, sem stóö undirbrugginu, bæöi hjá sjálfum mér og öðrum, — en ekki alltof mikiðhjá sjálfum mér, þvi ég gat átt vin svo mánuöum og misserum skipti án þess að snerta það. Og liklega einmitt af þvi að það var nóg af þvi, þá var til- hneigingin engin. Hefur þú aldrei verið sérlega vinhneigöur? Nei. Ekki þannig. Mér hefur þótt voða gaman að vita af þvi til, svona undir sérstökum kringum- stæðum, og alveg eins þá tii að veita öðrum það. Og sjálfum mér, ef andinn kæmi yfir mig þannig, en aðallega þó ef ég fer til hests. Nú, ef þú gerir dæmið upp, hestamennskuna og landabrugg- ið, frá hvorri iðjunni áttu skemmtilegri minningar? Ég á nú náttUrlega skemmti- legri minningar i sambandi viö hestana. Þar hefur aldrei borið neinn skugga á. En hitt var nU svona áhyggjusamt. En var þaö nema til að auka spenninginn? Auðvitað var það til að auka spenninginn. Þvi ef ekkert er striðið, þá er engan sigur að fá. (Birt með góöfúslegu leyfi St. Jónssonar) Fundarboð Aðalfundur Fjárfestingarfélags íslands h.f. árið 1982, verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, jarðhæð, fimmtudaginn 27. mai n.k. kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Grensásvegi 13, Reykjavik, þrjá siðustu virka daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórnin. Aðalfundur Framleiðslusamvinnufélag iðnaðar- manna (Rafafl-Stálafl-Samafl), boðar til aðalfundar n.k. laugardag 29. mai kl. 8 árdegis að Hótel-Esju Reykjavik. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Stjórnin. Kaupfélag A-Skaftfellinga Hornafirði ■ 1 Æ ^ i | J 1 1 V 1 m ■ m

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.