Tíminn - 23.05.1982, Page 26
Sunnudagur 23. mai 1982
26
nútíminn
— Hvað skiptir þig
mestu máli um þessar
mundir?
„Fjölskyldan er nilmer
eitt. Siðan tónlistin. Pen-
ingar skipta mig litlu
máli. Fólk getur auðvitað
sagt: „Auðvelt fyrir þig
að segja þetta,af þvi' þú
áttsvo mikið af þeim”, en
þetta er satt. Ég gæti vel
hugsað mér að setjast að i
litlum kofa á Jamaica og
stunda garðyrkju eða tré-
smiði...”
— Finnst þér þá pen-
ingavafstur vera tima-
eyðsla?
„Mér finnst svolitið
gaman að sýsla meö pen-
inga. Það er ekki siður
gaman að ná árangri á
þvi sviði en i tónlistinni.”
— Þú ert að verða
fertugur. Hvað finnst þér
um það?
„Ég hef engar áhyggj-
ur af þvl. Ég tæki varla
eftir þvi ef ég væri ekki
sifellt minntur á það. Og
nú þegar ég á krakka
„Tilbúinn að þroskast"
— Paul McCartney á ferðinni með nýja plötu
®Lifið hefur ekki verið
dans á rósum fyrir Paul
McCartney undanfarin
ár. Siöustu plötur hans
hafa þótt slakar og árið
1980 var félagi hans úr
Bitlunum, John Lennon,
myrtur. Þótt þeir Lennon
hefðu löngum eldað grátt
silfur saman duldist eng-
um að milli þeirra voru
sérstök bönd. Þeir voru
eins og bræður og er
bræðrum verður sundur-
orða er hitinn oft meiri en
ella, þótt væntumþykjan
séóbreytt eftir sem áður.
En nú virðist McCartney
óðum að taka sig saman í
andlitinu, hann er um
þessar mundir að gefa út
nýja plötu sem kunnugir
segja að sé merkasta
plata hans i langan tima,
og hann er nú tilbúinn til
að fjalla I smáatriðum
um samband þeirra
Lennons og áhrifin af
dauða hans á sig. Eftir-
farandi spjall er þýtt, og
stytt, úr bandariska viku-
ritinu Newsweek.
■ Nýja platan hans McCartney’s er að sögn besta
plata hans um langt árabil. Hana vann hann ásamt
Stevie Wonder og hér eru þeir I stúdióinu.
Paul McCartney verður
fertugur á þessu ári, og
þegar má sjá fyrstu gráu
hárin á höfði hans. Hann
er ennþá dálitiö hikandi
er hann ræðir um John
Lennon og morðið á hon-
um, en lifnar allur við
þegar talið berst aö plötu
hans, Tug of War. Hann
er, eins og jafnan áður,
glaölegur og brosandi,
strákslegur þrátt fyrir
árin fjörutiu.
— Hvað þýðir þessi
nýja plata fyrir þig?
„Sjáðu til, ég var með
nafnið i höföinu áður en
nokkuð annað varð til.
Tug of War. Platan er um
þetta þema, baráttu.
Platan heitir annars eftir
spili, leik.”
— Hafði það áhrif á þig
þegar gagnrýnendur
sögðu að siðasta sólóplata
þin væri grunnfærin?
„Að vissu leyti var þaö
rétt. Ég gat sest niöur og
eftir þrjá klukkutima
hafði ég samið hundraö
svona lög. Það versta var
að tiu þeirra höföu alla
burði til að slá í gegn. Ég
vildi leggja meiri tilfinn-
ingu i lagasmiðarnar og
þvi höfðaði Tug of War til
mín”.
— Hafðirðu John Lenn-
on ihuga?
„Nei. En þegar ég var
hálfnaður var John drep-
inn. Ég trúi þvi ekki enn i
dag, ég get ekki einu sinni
sagt þessi orð... En lagið
„Here Today” á Tug of
War er eina lagið sem er
sérstaklega um þennan
atburð. Lagið „Tug of
War” er náttúrlega lika
undir áhrifum... Og „
Somebody Who Cares”.
Ég varð mjög var við
dauða Johns meðan ég
samdi það lag.”
— Hittirðu hann oft áð-
ur en hann dó?
„Nokkuð oft. En við-
skiptamál komust alltaf
upp á milli okkar, og
höföu slæm áhrif á sam-
band okkar. Eftir að
Sean, sonur þeirra Yoko,
fæddist, heimsótti ég þau
oft í Dakota-húsið og það
var ágætt. En ég kom
venjulega án þess að gera
boð á undan mér og hann
varð pirraður á því. Sagði
mér einu sinni að ég
skyldi hringja á undan
mér. Ég tók þetta alveg
vitlaust og varð móðgað-
ur. Eftir þetta höfum við
liklega ekki hist. Ég
hringdi hins vegar nokkr-
um sinnum. Og það var
mjög ánægjulegt að tala
við hann meöan við
spjölluðum bara saman
um fjölskyldulifið, um lif-
ið og tilveruna. Mér
fannst við vera eins og
gamlirvinirá nýjan leik.
Ég hef talað við Yoko um
þetta og hún segir mér að
honum hafi þótt reglulega
vænt um mig. Ég held við
höfum verið býsna nánir
vinir. En stundum rif-
umst við og þá varð heitt i
kolunum.”
-----Þegar litiö er yfir
gömul viötöl sést aö John
hefur oft veriö mjög
harðoröur um þig. Er
ekki erfitt aö hafa þessi
orö á herðunum?
„Jú. Ég veithvað hann
sagði. En þaö er skrýtið
hvað ég man frá þessum
tima. Maður skyldi ætla
að ég myndi best eftir
stærstu atburöunum en
þvi fer fjarri. Ég man
best allskonar smáatriði
allskonar dellu. Ég man
til dæmis að einu sinni rif-
umst við heiftarlega um
Apple-fyrirtækið og þegar
ég var um það bil að
rjúka á dyr leit hann á
mig, kikti svona yfir gler-
augun og sagði rólega:
„Þetta er bara ég.” Sjáðu
til, vandræðin stöfuðu af
þvi að þegar hann og
Yoko urðu svona lika ást-
fangin, þá skildum við
hinir ekki hvað var um að
vera. Við fórum i kerfi út
af hlutum sem voru sára-
meinlausir. Eins og þegar
þau birtu mynd af sér
nöktum utan á plötuum-
slagi, þá sögðum við:
„Ég meina það, djöfull-
innerþetta, þau eru orðin
bandsjóðandi vitlaus!”
Það var erfitt að taka
þessu. Við þekktum
gamla góða Johnny en
hann hafði breyst. Allt i
einu var gamli vinurinn
okkar berrassaður á
plötuumslagi og okkur
þótti það i meira lagi
kyndugt. Það þótti þaö
vistmörgum. Fólk sagöi:
„Af hverju getur hann
ekki bara haldið áfram að
vera Bitill, af hverju þarf
hann að vera með
stæla?” Núorðiö finnst
mér mjög leiðinlegt,
vegna John og Yoko að
viö hinir skyldum ekki
halda haus i þessu öllu
saman. Ber á plötuum-
slagi — af hverju ekki?
Ég er enginn púritani.
Þetta var bara áfall sem
ég kunni ekki að bregðast
við.”
— Hvaöa minningar frá
Bitlaárunum þykir þér
vænstum?
„Allar minningar. Þær
eru flestar góðar. Þetta
er eins og þegar maður
fer i hundleiðinlegt fri en
ári siðar man maður ekki
betur en allt hafi verið i
himnalagi. En ætli mér
þyki ekki vænst um minn-
ingar af þvf þegar vam-
armúrar Johns féllu. Það
gerðist ekki oft. Einu
sinni man ég að við vor-
um að hlusta á upptökur
einhverrar plötu, ég held
það hafi verið Rubber
Soul. 1 grófum dráttum
má segja að min lög hafi
veriðáannarri hliðinniog
hans á hinni. Við hlustuð-
um á alla plötuna og þá
sagði hann allt i einu:
„Ég held að sennilega
þyki mér lögin þln góð, ef
sattskal segja þykja mér
þau kannski reglulega
góð.” Þetta var bara eitt
andartak, svo reisti hann
varnarmúrana upp á
nýtt. Þetta var ólikt hon-
um, hann gætti sin alltaf
vel. Hann var mjög
sjálfselskur en á jákvæð-
an hátt. Hann sá um sig.
Og I rauninni gat hann
verið mjög hlýlegur mað-
ur.”
— ÞU sagðir nýlega í
viötaii: ,,Ég hef alltaf
haidiöaö til aö vera vin-
sæll hjá fólki yröi maður
aö vera gallaiaus. Nú sé
ég aö fólki fellur vel viö
gaila”. Hverjir eru galiar
Paul McCartneys?
■ Paul McCartney er aö veröa fertugur en lætur ekki
bilbug á sér finna.
langar mig ekkert aö
vera krakki sjálfur. Mig
langar að vera faðir. Ég
hef verið krakki, rokk-
stjarna svo lengi. Nú er
ég tilbúinn til að þroskast
dálltið. Sýna hógværð og
umburðarlyndi. Pabbi
reyndi stöðugt að kenna
mér þetta. Hann sagði:
„Reyndu að skilja sjónar-
mið annarra, sonur sæll.”
Og ég sagði: „Já, pabbi.”
„Sýndu umburðarlyndi,
sonur!” ,,Já, pabbi. ”
„Sýndu hógværð, sonur!”
„Já, pabbi.” Nú skil ég
loksins gildi þessara
hluta. Ég vona að mér
verði sýnt umburöarlyndi
vegna þess að ég er reiðu-
búinn að sýna öðrum
það...”
Blaðamaðurinn sem
ræddi viö McCartney fyr-
ir Newsweek er jafnframt
músikgagnrýnandi blaðs-
ins, Jim Miller. Hann
segir I sérstakri umsögn
að Tug of War sé án nokk-
urs efa besta plata
McCartneys i áraraðir og
ef til vill siðan hann átti
mestan þátt i Sgt. Pett-
er’s. Sum lögin komi ef til
vill ekki sérlega mikið á
óvart — „Here Today”
noti hann til dæmis
nokkra hljóma beint úr
„Yesterday” — en þau
séu metnaðarfyllri og
vandaðri en áður. Lýsi
meirieinbeitni og ástrlðu.
Heildarsvipur plötunnar
er dálitið dapurlegur en
jafnframt sýnt að Paul
McCartney hefur þrosk-
ast. Stevie Wonder tók
þátt i upptökum á plöt-
unniásamtMcCartney og
samsöngur þeirra i sið-
asta lagi plötunnar segir
Milier þessi að sé mjög
góður. Þá séu textarnir
vandaðri en textar
McCartneys eru oft. 1 lag-
inu „Here Today” fjallar
hann greinilega um forn-
vin sinn, Lennon, og
syngur m.a. „And if I
said/I really knew you
well/What would your
answer be?/You’d prob-
ably laugh and say/That
wewere worlds apart.”
Snúiö: Luigi,
poppfréttaritari.
■ John Lennon. Paul segir: „Eftir heiftariegt rifrildi
leit John á migog sagði rólega: Þetta er bara ég...”
,,Gallar minir? Svei
mér þá... mig langar ekk
ert sérlega til að opinbera
þá. En ég hef nóg af þeim,
það vantar ekki. John var
mjög hreinskilinn um
sina galla, hann var bara
svoleiðis. En ég get hins
vegar ekki talað auðveld-
lega um þessi mál”.
— Eftir að John dó
varstþú gagnrýndur fyrir
tilfinningalitil viöbrögö
en Yoko hélt uppi vörnum
fyrir þig og sagöi aö þú
gætir bara ekki tjáö þig
nd gu ve 1.
„Þetta er nú eitt sem
mér fellur ekki vel við
sjálfan mig. Þegar John
dó stakk blaðamaður
hljóðnema upp að andlit-
inu á mér og spurði hvað
mér fyndist. Ég sagði:
„Mér finnst þetta skitt”.
Þetta kom auðvitað mjög
ankannalega út. En
seinna sama dag vældi ég
og grenjaði og fékk útrás
fyrir sorgina. Þá var ég
ekki kaldlyndur náungi
sem sagði: „Mér finnst
þetta skitt”. En ég er
hættur að afsaka sjálfan
mig, ég er bara svona, ég
á ekki gott með að tjá
mig.”
i