Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 1
iþróttakennaraskólinn brautskráir 30 nemendur-bls. 11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 10. júní 1982 129.tölublað-66. árg. „Hugmyndir” formanns byggingameistara sem VSÍ skýrði frá í fyrradag: 9% MEIRI HÆKKIIN EN STRflX, OG 20% NÆSTU ■ „Ég ber mér ekki í munn, hvað VSÍ telur að þetta sé mikil hækkun til byggingamanna, það er svo hrikalegt“, sagði einn samninganefndarmanna ASÍ i gær. En samkvæmt traustum heimild- um er þar rætt um 9% hækkun á reiknitaxta akkorðsvinnu, auk þess sem ASÍ kemur almennt til með að semja um, eða t.d. 13% ef gengið er út frá 4% samningi við ASI, og siðan 20% i viðbót í 3ja ára samningstíma, eða samtals 35-36%. „Þetta eru hrein skemmdarverk, að láta sér detta i hug að koma fram með þetta meðan við erum að fitla við 0 -punktinn. En þetta kerfi er svo fáránlegt, að báðir samningsaðilar - meistarar og sveinar - skuli hafa beina hagsmuni af að hækka þetta sem mest, en þeir sem kaupa af þeim vinnuna - aðilar eins og ég og þú - fáum ekkert um málið að segja, nema bara borga“, sagði þessi ASÍ-samningamaður enn- fremur. Tekið skal fram, að ekki mun þarna um neitt formlegt tilboð meistara að ræða, heldur skýrslu um þær línur, sem Meistarasamband byggingamanna taldi að Ijúka mætti samningum á við byggingamenn eftir að aðrir samningar hefðu verið gerðir. Með þessu hafa allar viðræður siglt í strand að sinni. Allir þeir, sem Tíminn ræddi við í gær - úr herbúðum beggja aðila, töldu hins vegar samningaviðræður við Verka- mannasambandið komnar á góðan rekspöl, þannig að þeir ættu ekki að vera þrándur í götu samninga. Sáttanefnd kom saman i gær til að leita einhverra leiða út úr þessari „samningakreppu", sem menn voru sammála um að væru vandfundnar. „Alltént er engin leið til út úr þessu nema slæm, þær eru kannski aðeins mismunandi slæmar", sagði einn af samningamönnum ASÍ. -HEI Borgarspftalinn símasambandslaus í gær: UTLU MUNAÐI AÐ ILLA FÆRI — þegar kalla þurfti út aukalið vegna stórslyss eftir að símasamband komst aftur á ■ Litlu munaði að iUa færi i gær þegar simastrengur með um tvö hundruð simalinum var slitinn af gröfu rétt fyrir utan Borgarspitalann i Reykjavík með þeim afleiðingum að sjúkrahúsið var gjörsamlcga sambandslaust fyrir utan tvo neyðarsima sem lagðir eru annars staðar frá. Viðgerð strengsins tók um 4-5 klukkustundir. Stuttu eftir að símasam- band komst á að nýju um kl. 17.30 i gær, þurfti að kalla út aukalið á sjúkravakt vegna stórslyss. Hefði það ekki tekist þrautarlaust, og getað haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér, ef simasam- band hefði ekki verið komið á að nýju. „Þetta er óskaplegt og á ekki að geta komið fyrir. Þarna mun verktaki hafa verið að verki sem vinnur við vegagerð norð-austan við Borgarspitalann, og var að tengja saman holræsi. Það hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til þessara manna að þeir viti hvað þeir eru að gera og gæti vel að sér i þessum efnum", sagði Jóhannes Pálmason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali við Tímann í gær. Beinar linur milli spitalans og lög- reglu og slökkviliðs slitnuðu einnig við óhappið og þurfti að gera sérstakar ráðstafanir vegna þess. Einnig var dagskrá rikisútvarpsins rofin síðdegis til að koma að tilkynningum um símasam- bandsleysið. Auk Borgarspitalans var hluti nær- liggjandi íbúðarhverfa einnig símasam- bandslaus. Bilunarinnar varð vart fljót- lega upp úr hádegi. Eftir að vegsum- merki eftir gröfuna fundust var hafist handa við viðgerðina, og lauk henni á tilsettum tíma, enda mátti ekki tæpara standa. -Kás ■ Starfsmenn Pósts og sima höfðu nýlokið við viðgerð á simastrengnum, þegar kalla þurfti út aukastarfslið vegna stórslyss, sem ekki hefði tekist ellegar. ■ Bella Kortsnoj, eiginkona Viktors Kortsnoj skákmeistara og sonur þeirra Igor hafa fengið leyfi til að flytja á brott frá Sovétrikjunum. Sem kunnugt er hefur Viktor Korts- noj verið landflótta frá Sovétríkjunum frá þvi 1976. Siðan hefur hann sótt mjög stíft að fá til sín fjölskyldu sina. Hann hefur m.a. notið aðstoðar FIDE, Alþjóðaskáksambandsins i þessu bar- áttumáli sinu. Tíminn talaði við Friðrik Ólafsson, forseta FIDE í gærkvöldi. „Ef allt stenst sem sagt hefur verið þá er ég afar ánægður með þessa lausn. Þetta kemur til með að sætta alla aðila og hreinsa andrúmsloftið," sagði Frið- rik. - Kemur þetta á óvart? „í sjálfu sér ekki. Maður gerir nú alltaf ráð fyrir því að það sem við mann er sagt standist." - Verður þessi lausn þér til framdrátt- ar i forsetaframboði FIDE í haust? „Ég get nú i fljótu bragði ckki séð að það verði mér til trafala, enda fór ég ekki út í þetta sjálfum mér til framdráttar. Mér, sem forseta FIDE, bar skylda til að gera allt sem i minu valdi stóð til að leysa þetta mál. Það er búið að vera til trafala alltof lengi. Það hefur eiginlega rikt óviðunandi ástand i skákheiminum vegna þessa. Hvort sem þetta er sigur fyrir mig eða ekki þá er ég ánægður með lyktirnar,“ sagði Friðrik. - Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.