Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. Afleidingar yfirvinnubannsins í Vestmannaeyjum: SIGLT MEÐ AFLANN Á ENGLANDSMARKAÐ Herferdin MVeljum íslenskt”: Fagna þessu framtaki — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Ég vil fagna þessu framtaki ung- mennafélaganna í landinu, og tel það mjög virðingarvert og reyndar í þeirra anda“, sagði Steingrimur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Tímann þegar hann var spurður álits á herferð sem Ungmenna- félag íslands stendur fyrir þessa dagana þar sem íslendingar eru hvattir til þess að versla islenskt, þ.e. islenska fram- leiðslu. „Þessi félög voru fræg hér forðum fyrir einkunnarorð sín: „íslandi allt“, eins og þá var sagt. Þau gengu mjög fram í sjálfstæðisbaráttu okkar, og í raun og veru er þetta liður i sjálfstæðisbaráttu okkar i dag, þ.e. að tryggja okkur efnahagslegt sjálfstæði, að kaupa sem langmest af innlendum varningi. Þetta þýðir þó ekki það, að islensk framleiðsla eigi að fá neinn einkarétt á markaði hérlendis, þvi hún þarf bæði samanburð og samkeppni erlendis frá. Hins vegar held ég að við íslendingar höfum komist yfir þann misskilning sem var landlægur hér á árum áður, að islensk framleiðsla væri léleg. Við vitum það að íslensk framleiðsla er í mjög mörgum tilfellum ágæt, og mjög vel samkeppnisfær við það sem erlent er; auk þess sem hún hentar oft miklu betur fyrir íslenskar Snæfells- og Hnappadals sýsla: Jóhannes Árnason skipaður sýslu- maður ■ Jóhannes Arnason, sýslumaður, var skipaður þann 16. júni sl. af forseta íslands að vera sýslumaður Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu frá 15. ágúst 1982 að telja. Umsækjendur um embættið voru, auk Jóhannesar, Barði Þórhallsson bæjar- fógeti, Finnbogi H. Alexandersson dómarafulltrúi, Guðmundur Kristjáns- son aðalfulltrúi, Jón E. Ragnarsson hrl., Pétur Kr. Hafstein stjórnarráðsfulltrúi, Ríkharður Másson dómarafulltrúi og Sigmundur Böðvarsson hdl. SVJ „Oviðunandi ástand f málefnum aldraðra.” ■ „Pað ástand, sem nú ríkir í málefnum aldraðra, er þurfa hjúkrun og umönnun, er óviðunandi og til vansæmd- ar því þjóðfélagi, sem hælir sér af einhverri fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu, sem völ er á,“ segir í ályktun frá aðalfundi Sjúkraliðafélags íslands, sem haldinn var á dögunum. „Fundurinn bendir á nauðsyn þess að auka til muna vistunarpláss fyrir aldraða og jafnframt á nauðsyn bættrar heima- hjúkrunar. Pá bendir fundurinn á að samfara auknum vistunarplássum beri að tryggja að unnt verði að manna slikar deildir með sérmenntuðu og vel þjálf- uðu starfsliði." - Sjó. aðstæður, en það sem framleitt er erlendis. Að lokum vil ég fagna þessu framtaki og tek undir með þessu unga fólki, og hvet eindregið til þess að við verslum íslenskt", sagði Steingrímur Hermanns- son að siðustu. - Kás „Yfirvinnubann hefur þær afleiðingar að mjög ótryggt er að togararnir hér í Eyjum geti landað heima, nema í besta falli svona einn togari í viku, þar sem frystihúsin hafa þá nóg með að vinna bátaaflann. Ég er t.d. búinn að panta löndun í Englandi fyrir þann togara sem fer á veiðar i kvöld,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Samtogsh.f. i Vestmannaeyj- um. En þar var samþykkt á sameigin- legum fundi verkalýðsfélaganna - með 40 atkvæðum gegn 36-aðyfirvinnubann komi aftur til framkvæmda nú um helgina, þar sem ekkert hafi komið fram i viðræðum ASí og VSí sem réttlæti lengri frestun eða afnám yfirvinnubanns- ins. Viðhöfð var skrifleg atkvæða- greiðsla á fundinum. Gisli sagði það þó neyðarbrauð að landa erlendis yfir sumarið. í fyrrasumar hafi togararnir t.d. landað töluvert í Færeyjum og þá fyrir þokkalegt verð, en nú sé verðið svipað þar og hér heima. Og þó svo að reksturinn sé erfiður sagði Gísli ákaflega erfitt að binda togarana. „En við erum nú líka að vona að hann Steingrímur Hermannsson ætli að laga rekstrargrundvöllinn fyrir okkur. Út á það fóru togararnir nú á sjó“-, sagði Gísli. Raunar segist hann orðinn þeirrar skoðunar að aldrei verði hægt að laga ástandið hjá okkur nema að hér komi svolítið atvinnuleysi. „Fólk gerir enda- lausar kröfur án nokkurs tillits til þess hvernig atvinnureksturinn gengur. Ég held því að það sé fólki nauðsynlegur skóli að kynnast því hvað atvinnuleysi er, a.m.k. svona einu sinni á ævinni. En hér á landi hefur fólk undir fertugu aldrei kynnst þvi af eigin raun“. - HEI Nú er Castrol líka komin til íslands..! Castrol er olían fyrir allar vélar sumar sem vetur Margir hafa beöiö um Castrol á ís- landi, en án árangurs - fremstu smurolíu á heimsmarkaöi. En nú er hún komin. þÓR H/F hefur tekiö aö sér sölu og dreifingu á íslandi. Castrol framleiðir 450 geröir af smurolíum fyrir bíla, báta- og ski- pavélar, iönvélar og búvélar. Orug- gar olíur, sem auka slitþol véla og gera þær hagkvæmari í rekstri - olíur meö 75 ára reynslu aö baki. Innan skamms fæst Castrol einnig um allt land. hringiö og spyrjiö um næsta sölustaö og biðjiö um ókeypis smurkort. 13 H F= SÍMI B15DQ'ÁRMÚLA11 I Castrol

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.