Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum ídag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 25. júní 141.tölublað-66. árg. skrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Erlent yflrlit: > ASI-samf lotið að rof na? Hún eltir glæpa- menn — bls. 2 Að losna við auka- kíló — bls. 10 Versta myndin — bls. 23 ÝMIS FÉLÖG REYNA AÐ SLÍTA SIG LAUS ¦ Eflir að aftur slitnaði upp íir samningaviðræðum Vinnuveitenda- sambandsins og Alþýðusambandsins í fyrrakvöld er Ijóst að verkalýðsfélög á ýmsum stöðum út um land eru nú alvarlega farin að hugleiða að draga sig út úr stóra samflotinu og semja við sina vinnuveitendur á heimaslóðum. Eins og fram kemur i frétt annarsstaðar í blaðinu hafa verkalýðs- félögin í Rangárvallasýslu og Árnes- sýslu þegar boðað sína viðsemjendur til samningafundar nú strax eftír helgina. Samkvæmt traustum heimild- um munu samningar á heimaslóðum einnig hafa verið viðraðir milli verka- lýðsfélaganna og vinnuveitenda í Vestmannaeyjum, en þar kemur yfirvinnubann til framkvæmda aftúr nú eftir helgi, sem gerir bæði frystihúsum og togaraútgerð mjög erfitt fyrir. Svipað mun uppi á teningnum viðar á landinu. Sjá bls. 3. - HEI Barnagaman i HDjómskálagarðinum Tiraarayiid: Róbert Skaðabótamál vegna útleigu á kvikmyndinni Ránið á týndu örkinni hjá myndbandaleigu í Reykjavík: ALDREI VERIÐ LÖGLEGA GEFIN ÚT A MYNDBAND ¦ Nú er hafinn undirbúningur að höfðun skaðabótamáls gegn mynd- bandaleigunni Videóspólunni í Reykjavík fyrir meinta ólöglega út- leigu á myndbandi með kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark, sem sýnd er í Háskólabió um þessar mundir. Virðist svo sem hér sé um svokallaða „sjóræningjaspólu" að ræða, þar sem kvikmyndin hefur aldrei verið löglega útgefin á myndband, og óvist hvort af þvi verði. „Okkur finnst ekki taka því að fara í lögbann vegna þessarar spólu, enda er ég þegar kominn með hana í mínar hendur, þar sem þarna er um svo hreint bort að ræða. Kvikmyndahúsið er með sýningarrétt að þessari kvik- mynd, en á sama tíma kemur fram kópfa af henni á myndbandi, áður en heimilað hefur verið að gefa hana út á myndbandi. Myndin hefur því verið tekin ólöglega upp, annað hvort hérlendis eða erlendis", sagði lögfræð- ingur Háskólabiós i samtali við Tímann í gær. Búast má við að skaðabótakrafan muni nema nokkirum hundruðum þúsunda króna. En hver er tilurð myndbandsins? „Það má vel vera að það sé rétt að þessi mynd hafi enn ekki verið gefin út á myndband, en þó kemur mér það svolitið á óvart. Og þó að myndin sé á ómerktri spólu þá þarf það ekki að þýða að um eftirtöku sé að ræða. Ég man ekki hvaðan þessi spóla er komin, en sjálfsagt er hún komin frá einhverjum sem hafa verslað eða skipt við mig með myndbónd. Liklega er þetta komið frá sjómönnum", sagði einn forsvarsmaður Videóspólunnar, í samtali við Tímann. -Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.