Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur , Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristín Leífsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttír. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Afleiðingarnar af hruni loðnuveiðanna ■ Síðan loðnuveiðarnar brugðust og þorskveiðarnar til viðbótar hafa risið upp ýmsir þeir, sem telja sig mikla spekinga, barið sér á brjóst og sagt: Er það ekki rétt, sem við sögðum? Er ekki búið að stækka fiskiflotann alltof mikið? Átti ekki að fara að okkar ráðum og stöðva alla stækkun fiskiflotans í ársbyrjun 1979 þegar Steingrímur Hermannsson varð sjávarút- vegsráðherra? Raunar spáðu umræddir spekingar því ekki þá, að loðnuveiðarnar myndu alveg bregðast og þorskveið- arnar að verulegu leyti, þótt þeir þykist nú hafa séð það fyrir. Það er ekki óalgengt, að menn hæli sér á slíkan hátt, en stórmannlegt er það ekki. Hið rétta er, að þótt fiskiflotinn hafi nokkuð stækkað í tíð Steingríms Hermannssonar, hefur verið reynt að halda vexti hans innan hóflegra marka. Þær beiðnir um fiskiskip, sem hefur verið hafnað, skipta orðið mörgum tugum. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að standa gegn þeim öllum, m.a. vegna þess að fyrir lágu fyrirheit frá fyrirrennurum Steingríms. Veigamesta ástæðan hefur þó verið sú, að þess hafði ekki verið gætt nægilega við uppbyggingu flotans, að hún skiptist með eðlilegum hætti milli útgerðarstaða og landshluta. Sumir útgerðarstaðir og landshlutar höfðu orðið fyrri til en aðrir. Meðal útgerðarstaða, sem höfðu dregizt verulega aftur úr, má nefna útgerðarstaðina á Suðurnesjum og Vestmannaeyjar. Sama gilti um nokkra útgerðarstaði annars staðar. Undir slíkum kringumstæðum var um það að ræða að láta koma til samdráttar og atvinnuleysis á þessum stöðum, láta fólkið flytjast þaðan og reyna að skapa því atvinnuskilyrði og húsnæði á öðrum stöðum. Slíkir tilflutningar hefðu vissulega orðið dýrir og dýrari í reynd en að skapa eðlilegri útgerð framtíð í viðkomandi byggðalögum. Þeir, sem tala um nauðsyn þess að minnka fiskiskipastólinn stórlega, gera sér yfirleitt ekki grein fyrir því, að það er ekki nóg að ákveða hámarksstærð hans. Það verður jafnframt að skipta honum réttlátlega milli útgerðarstaða og landshluta og tryggja þannig sem eðlilegust atvinnuskilyrði í landinu öllu. Hér þurfa að koma til víðtækari höft, ef þetta á að gerast réttlátlega, en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. Þrátt fyrir nokkra aukningu flotans síðustu árin, var að komast á nokkurn veginn eðlilegt ástand, þegar loðnuveiðarnar brugðust. Lýsing Árna Benediktsson- ar á forsíðu Dagblaðsins & Vísis í fyrradag er rétt, en þar sagði: „Fiskveiðiflotinn er of stór, þó ekki muni það mjög miklu. Hann var að komast í jafnvægi, þegar loðnan brást og loðnuveiðiskipunum var breytt í þorskveiðar. Þorskveiðiflotinn stækkaði á einu bretti um 25%.“ Hrun loðnuveiðanna hefur þannig haft þær afleiðingar, að flotinn er of stór miðað við það ástand, sem nú er. Því verður að treysta, að ekki frekar nú en fyrr, verði aflabresturinn varanlegur. Það gæti átt eftir að hefna sín illa, ef farið væri að ráðum þeirra, sem vilja miða stærð fiskiskipaflotans við það óvenjulega ástand, sem nú er á fiskimiðunum. - Þ.Þ. Gudmundur Jósafatsson fyrrum bóndi Austurhlíd, A-Húnavatnssýslu Að hugsa ekki i árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum. St.G.St. Búnaðarfélag Áshrepps minntist ald- arafmæli félagsins þann 12. þ.m. Meðal gesta þar var hinn aldni höfðingi Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöð- um. Þremur dögum síðar lést hann tæpra 88 ára gamall. Ef til vill getur það verið gaman að ná háum aldri, þegar heilsan er góð og áhugamálin mörg. Guðmundur hafði mörg áhugamál og heilsugóður til hinstu stundar. Hann var alltaf sistarfandi og fylgdist vel með öllu. Guðmundur fæddist þann 30. október 1894 að Nautabúi i Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jósafat Jónsson frá Króki í Norðurárdal (af Háafellsætt í Bg.). Þá vinnumaður hjá séra Jóni Magnússyni að Mælifelli, en hafði flust með honum frá Hvammi í Mýrasýslu og móðir hans Sæunn Jónsdóttir frá Þúfum í Óslandshlíð. Jón faðir Sæunnar var eyfirskur, systursonur Vatnsenda-Rósu. Móðir Sæunnar var Sigurlaug Kristjánsdóttir frá Bakka i Skagahreppi, en hennar móðir var Sæunn Guðmundsdóttir frá Haukagili í Vatnsdal. Foreldrar Guðmundar voru ógift og lágu leiðir þeirra ekki saman eftir að Guðmundur fæddist. Hann fylgdi móður sinni, er var á ýmsum bæjum i Skagafirði, m.a. í Valadal hjá Friðrik Stefánssyni og Guðrúnu Péturs- dóttur, en þeirra hjóna minntist Guð- mundur með þakklæti og virðingu. Þrettán ára gamall fór hann til föður síns, sem þá hóf búskap að Leifsstöðum, en flutti árið eftir að Brandsstöðum í Blöndudal. Næstu árin var hann hjá föður sínum, nema árin 1910-’13 er hann var á Brekku og Stapa í Lýtingsstaða- hreppi. Skólagangan var ekki mikil i æsku, aðeins nokkrar vikur fyrir ferm- ingu. Haustið 1915 urðu þáttaskil i lífi Guðmundar er draumur hans um skólagöngu rættist. Þá fór hann á bændaskólann að Hólum í Hjaltadal og dvaldist þar í 2 vetur og lauk búfræðiprófi vorið 1917. Þessi skóla- ganga reyndist Guðmundi haldgóð á lífsleiðinni. Þar fékk hann grunninn að þekkingu sem hann var alla ævi að bæta við, þvi hann var fróðleiksfús og minnugur vel, jafnvigur á bóklegt og verklegt. Kennararnir voru ágætir og höfðu viðtæk áhrif á nemendur sina. Sérstaklega var það áhugi skólastjórans Sigurðar Sigurðssonar á öllum framfara- málum þjóðarinnar og ekki sist ræktun- armálum og kennarans Jósefs J. Björns- sonar sem hafði mikla þekkingu í búvisindum almennt. Þeim tókst að vekja og hvetja nemendur sina til dáðríkra starfa. Guðmundur fékk á Hólum svalað námsþorsta sínum og kom þaðan fullur af áhuga og trú á auðæfi landsins og þá ekki síst mátt moldarinnar. Störf hans urðu líka mest á þvi sviði að hjálpa riki náttúrunnar - rækta landið og græða kalin sár þess. Eftir að námi lauk fór Guðmundur til föður síns að Brandsstöðum og hjálpaði honum við búskapinn. Jósafat var umbótasinnaður atorkumaður, sem tók við Brandsstöðum sem kotbýli, er varð i höndum hans að stórbýli. Guðmundur átti sitt i þessu umbóta- starfi. Hann kom með þekkinguna og hann var líka mikill atorkumaður, sem veigraði sér ekki við að glima við grjótið í kargþýfðu túni né heldur að synda á móti straumi i Blöndu, þvi sundmaður var hann ágætur. Það var aldrei spurt um kaup né ht'dur vinnutíma, en hugsað um að skil. dagsverkinu vel af hendi. Rækta mein og tryggja heyja- forðann sem öll velferð heimilanna áður fyrr byggðust á. Árið 1923 keypti Guðmundur jörðina Austurhlið (áður Eyvindastaðagerði) og bjó þar í 3 ár, en gerðist þá lausamaður til ársins 1931. Þá hafði hann bundist tryggðaböndum Sigurlaugu Þorláksdótt- ur, er áður var gift Sigtryggi Benedikts- syni frá Hóli í Ásum. Þau áttu þrjá syni og voru tveir með móður sinni er hún kom að Austurhlíð. Guðmundur og Sigurlaug bjuggu í Austurhlið i 30 ár, eða þar til Sigurlaug lést 1961. Þau eignuðust einn son Auðunn Jósafat, sem búsettur er i Keflavík. Guðmundur hóf búskap á kreppuárunum, en þrátt fyrir það hófst hann handa með framkvæmdir og skilaði jörð sinni sem góðbýli, en túnið fóðraði vart 2 kýr er hann hóf búskap. Hann var bóndi ágætur i þess orðs fyllstu merkingu. Byggði öll hús jarðarinnar úr steinsteypu og hann ræktaði mikið, svo búskapar aðstaðan gjörbreyttist í höndum hans. Það má með sanni segja að hann hafi gert tvö kotbýli að stórbýlum, því margur svitadropinn draup af honum við ræktun og byggingar að Brandsstöðum. Guð- mundur gengdi ýmsum trúnaðarstörfum enda mjög vel til þess fallinn. Hann var formaður safnaðarstjómar Bergstaða- kirkju frá 1920-1961. Endurskoðandi sveitarsjóðs Bólstaðarhlíðar 1920-1954. Trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands i A-Húnavatnssýslu 1940-1954 og einnig i V-Hún. 1946-1952. Héraðsráðunautur í A-Hún 1953. Vann hjá Búnaðarfélagi íslands á veturna frá 1953-1960, en var við búskap á sumrin. Árið 1961 hættir Guðmundur búskap og selur jörðina. Eftir það er hann starfsmaður i 20 ár hjá Búnaðarfélagi íslands. Þar kom hann i góðar þarfir, bæði til þess að aðstoða fagmenn við skýrslugerð, þvi þá var allt handskrifað og til að sinna ýmsum öðrum störfum í þágu félagsins, en lengst af var hann á Ráðningastofu landbúnaðarins og yfirmaður hennar í 12 ár. Guðmundur var gjörhugull og þaul- kunnugur öllu þvi sem að landbúnaði laut, allt frá „toppi til táar“. Hann leysti öll sin störf af frábærri kostgæfni og virtist alltaf hafa nægan tíma til alls. Hann var fyrir löngu síðan orðinn landsþekktur maður bæði fyrir erinda- flutning í útvarpi og ýmsa þætti er birtust eftir hann í tímaritum og dagblöðum. Ritstjóri afmælisrits Búnaðarsambands Kjalarnesþings var hann 1963. Hann bæði ritaði og talaði fagurt mál og ræðumaður var hann af guðs náð. Hann mat mikils og virti allt þjóðlegt og ekki hvað síst íslenska tungu. Guðmundur naut þess að hafa lifað þær mestu breytingar og umbætur sem orðið hafa á landi hér. Hann hreyfst og fagnaði hverjum sigri sem vannst i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hann tók líka virkan þátt í þessu öllu sem var að gerast og gerði alltaf sitt besta til lausnar hverju því vandamáli, sem að höndum bar. Hann vildi vel og vissi margt og eftir hann liggur mikið og farsælt ævistarf. Ég þakka ágæt störf hjá Búnaðar- félagi íslands fyrir bændastéttina og landbúnaðinn. Ég þakka líka persónuleg kynni og mörg holl ráð. Það kvöldar, en það er bjart yfir starfi og minningum Guðmundar Jósafatsson- ar, sem hugsaði líkt og Klettafjalla- skáldið er það sagði: Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum. Blessuð sé minning Guðmundar Jósafatssonar. Ásgeir Bjamason t Kallið er komið komin er nú stundin vina skilnaðar viðkvæm stund Góður maður er genginn þegar Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöð- um er horfinn af þessum heimi. Eftir samstarf okkar um þvi nær 30 ára skeið getur ekki hjá því farið, að margar og mætar minningar renni upp i hugskoti minu nú, þegar hann er allur. Alúðar- þakkir séu honum tjáðar og hjartans þakklæti af minni hálfu fyrir ánægjuleg samskipti og ágætt samstarf, sem ævinlega rann i straum timans með þeirri stefnu, er okkur báðum var til ánægju og vonandi þeim tiTgagns, er njóta skyldu árangurs verkanna. Guðmundur hafði um því nær heilan menningarmál Sinfonietta Lundúna ■ Þess verður talsvert vart, að áhugi fer vaxandi á nýmúsik og fornmúsík, en 19.-aldar tónlistin á i vök að verjast. Bach og þeir gömlu eru á uppleið, og Haydn fylgir með, en Beethoven til Brahms fá minni athygli. Og þannig var efnisskrá tónleika The London Sinfoni- etta í Gamla Biói 18. júní: 5. Brandenborgarkonsert Bachs, Strav- insky (þrjú verk fyrir strengjakvartett), Ligeti (10 verk fyrir blásarakvintett), Britten (Sinfonietta óp. 1), og frumflutt „Little Sweet“ eftir mann að nafni Jonathan Lloyd. í London Sinfonietta eru 11 hljóðfæri: 2 fiðlur, lágfiðla, knéfiðla og bassi, semball, flauta, óbó, klarinetta, fagott og horn. Hljómsveitin var stofnuð 1968 „og hefur fylgt þeirri stefnu að flytja samtimatónlist og átt náið samstarf við mörg fremstu tónskáld heimsins. The London Sinfonietta hefur frumflutt meira en 100 verk og voru mörg þeirra samin eftir sérstakri beiðni hljómsveit- arinnar". Hljóðfæraleikaramir eru að sjálfsögðu allir hinir prýðilegustu, en einna mest virtust 1. fiðla og flautan hafa sig i frammi. Fagottið virtist að vísu vera eitthvað óhresst og minnti á þessi orð skáldsins: ég reyndi að syngja en rödd mín var stirð og hás, en 1. fiðla spilaði af slikum fítonskrafti að hún minnti á orð annars skálds sem kvað: ég var einn af ellefu, (blástu meir), þvi hún gaf 11 fyrstu fiðlum í venjulegri hljómsveit lítið eftir. Og hornistinn hafði ekki pússað hljóðfærið sitt í margar vikur - en spilaði samt vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.