Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 13
16 FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði ^— 1 farln 10 KC ^ .......... ....................................................... 1 Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: Öxlar í'raman og aftan öxulflansar Hjöruliðskrossar Girkassaöxlar Girkassahjól Fjaðrafóðringar Hraðamælisbarkar Hurðarskrár stýrisendar Póstsendum. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik S.38365. spindlasett kúplingspressur kúplingsdiskar og margt fleira Leikirnir í HM Keegan kominn í form Kostaboð ■ Ferðaskrifstofa nokkur á Tene- rife hefur boðið öllum leikmönnum belgíska landsliðsins að dveljast eina viku í vellystingum á Spáni ókeypis, komist liðið i undanúrslit HM. Þykir þetta kostaboð hið mesta. EM/IngH Tékkar missa varn- armann ■ Bicovski, sem leikur i vöm tékkneska landsliðsins, mun leika næsta keppnistimabil með franska félaginu Strasbourg. Hann er orðinn 32 ára gamall og samkvæmt reglum þeirra Tékka gjaldgengur til að leika með erlendum félögum. Hann lék áður með Bohemians frá Prag. EM/IngH Eina vandamál Brassanna . . . ■ Þjálfari unglingalandsliðs Vest- ur-Þjóðverja hefur látið i Ijós þá skoðun sína, að eina vandamálið sem Brasilíumenn eigi við að glima þessa dagana sé hversu marga frábæra leikmenn þeir eigi og hverjir eigi að byrja inná i leikjum liðsins. Vettvangur úrslitaleiks HM, Bernabeu-leikvangurinn. Ringulreið verkfalls ■ Algjör ringulreið ríkir nú í höfuð- stöðvum spænska knattspyrnusam- bandsins vegna yfirvofandi verkfalls Ieikvangastarfsmanna í Madrid, en þar eiga að fara fram 6 leikir i milliriðlum og loks sjálfur úrslitaleikurinn á leikvelli Real Madrid, Bernabeu. Starfsmennim- ir munu leggja niður vinnu 28. júni nk. hafi samkomulag ekki náðst. Hér er um að ræða um 1000 starfsmenn á Bernabeu- og Calderon- leikvöngunum og eru þeir allir meðlimir i einu af verkalýðsfélögum kommúnista i borginni, CCOO, Lengi hafa vallar- ■ Zico teygir á lær- og kálfavöðvum sínum. Eins og fram hefur komið hér á iþróttasíðunum var skrokkurinn á Zico „byggður upp“ eftir vísindalegum formúlum þegar hann var á táningsaldri. Zico skyggir á alla f HM Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Brasiliumaðurinn Zico er á góðri leið með að verða stjarna þessarar HM númer eitt. Hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og nú síðast gegn Ný-Sjálendingum, en i þeim leik skoraði hann 2 mörk á stórglæsilegan hátt. Eftir þann leik var um það rætt hér i sumum blöðum, að Maradona kæmist ekki með tærnar þar sem Zico hefði hælana' EM/IngH I Tilbodin streyma til Krankl Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Austurrikismaðurinn Hans Krankl er skyndilega orðinn sérlega eftirsóttur af spænskum liðum og er hann þessa dagana að íhuga fjölmörg tilboð sem honum hafa borist. Ekki hefur enn verið uppi látið hvað félög hér er um að ræða. Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Kevin Keegan, aðalstjarna enska liðsins, er búinn að ná sér af bakmeiðsl- um þeim er hann hafa plagað undanfarið og fullyrðir að hann muni leika gegn Kuwait (í dag). Fleiri kempur hafa átt við meiðsl að stríða i enska liðinu og má þar nefna Brooking, Coppell, Woodcock og Rob- son. Þjálfari enskra, Ron Greenwood, hefur ekki miklar áhyggjur útaf slíkum „smámunum" og kveðst hann hafa úr nógu mannaúrvali að moða og muni hann jafnvel hvila þá sem verst eru haldnir er England leikur gegn Kuwait. „Sá leikur skiptir okkur ekki ýkjamiklu máli þar sem við erum þegar komnir i milliriðil“, segir Greenwood hróðugur. EM/IngH Meidslin hrjá vestur-þýska Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Fimm af fastamönnum vestur-þýska landsliðsins, þ.á m. Rummenigge Breitner og Schumacher eiga við meiðsl að striða þessa dagana, en þrátt fyrir það treystir Jupp Derwall á að geta stillt upp 500.. Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ í síðustu viku fékk vestur-þýski landsliðshópurinn hér flotta sendingu, sem innihélt um 500 krukkur af austurlensku mauki undir vörumerkinu ■llllllll I . ' T rimmdagurinn n.k. sunnudag FÖSTUDAGUR 25.JUNI 1982. Alsír vann Chile 3-2 ■ Leik Alsír og Chile lauk með sigri Alsír (3-2). Og með því komu Alsirmenn rétt einu sinni á óvart í heimsmeistarakeppninni og komust áfram i miUiriðil. Leikvanga- starfsmenn í Madrid láta hart mæta hörðu störfin verið mjög illa launuð og var þvi ákveðið að láta til skarar skríða i HM. Fótboltasambandið hefur gengið að öllum kröfum starfsmanna, nema þeirri að þeir fái rúmar 400 krónur á dag í aukalaun á meðan HM stendur. Vill sambandið ekki greiða nema fimmtung þeirrar upphæðar og nú stendur allt fast. . Verði af verkfallinu má búast við að nær ómögulegt verði að láta leikina i Madrid fara fram á „eðlilegan“ hátt, m.a. vegna miðasölunnar. (Dagbladet/- IngH) í dag: sama liði gegn Austurriki (i dag) og i leikjunum gegn Alsir og Chile. Paul Breitner hefur haldið kyrru fyrir í rúminu þar sem hann er að jafna sig eftir högg það er hann fékk í magann i síðasta leik. Rummenigge er meiddur á hægra fæti og hefur þurft á nuddi og heitum bökstrum að halda. EM/IngH Spánskir ætla sér sigurinn Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Á morgun (föstudag) leika Spán- verjar og Norður-írar siðasta leikinn i 5. riðli HM og verður þar án efa hart barist. Spánverjarnir hafa þegar tryggt sér sæti i milliriðlinum, en staða Norður-íra veltur á úrslitum leiks Honduras og Júgóslaviu. Þrátt fyrir tryggt sæti spánskra í milli riðlinum ætla þeir að sýna sínum dyggu áhangendum að þeir geti leikið góða knattspyrnu, en á það hefur nokkuð skort það sem af er HM. „Við ætlum okkur sigur i leiknum gegn Norður-ír- landi og ekkert annað,“ segir markvörð- ur og fýrirliði liðsins, Luis Arconada. EM/IngH krukkur af mauki Ginseng. FIFA gaf grænt ljós tyrir sendingu þessari eftir að hafa smakkað á gómsætinu vel. Töfralyf þetta ku vera unnið úr austrænum berki og á að hafa góð áhrif á vestur-þýsku leikmennina. EM/IngH Þakkið aðstoðarmanni mínum, Don Howe, fyrir markið sem Robson skoraði eftir aðeins 28 sek. i leiknum gcgn Frökkum, sagði enski þjálfarinn, Ron Greenwood að leikslokum. Hann bætti þvi við, að Howe hefði verið búinn að undirbúa strákana fyrir slika skyndisókn á hægri kantinum, skipuieggja hvað gera skyldi. Og þegar þessi staða kom upp gerðu þcir Coppell og Robson allt 100%, sagði Ronni ennfremur. Hinn frjálsi markaður eftirspurnar og framboðs ræður rikjum i miðasölu svarta- markaðsbraskara á Spáni þessa dagana. Til dæmis má geta þess, að verðið á miða á leik i Bilbao féll frá 1.800 krónum niður í rúmar 200 krónur vegna „alltof lítillar eftir- spumar", eins og þeir svörtu komust að orði. Leikmcnn norður-irska landsliðsins hafa ekki getað æft á leikvellinum i Valencia (eign FC Levantes-félagsins) eftir að skyggja tekur á kvöldin. Að visu em flóðljós til staðar, en þar sem Levante telst nú vera gjaldþrota er lokað fyrir strauminn eftir kl. 17 dag hvem. í hvaða tilgangi móthaldarar HM Ijúga til um áhorfendafjölda á einstökum leikj- um er ekki vitað, en vist er að þeir Ijúga stift. Til dæmis sögðu þeir að 19.750 áhorfendur hefðu séð leik Ungverja og El Salvador (10:1), en hið rétta var að um 6000 hræður vom til staðar. Varamenn hafa verið mikið notaðir i HM það sem af er og mun meira en i siðustu HM. Skýringuna segja fróðir, að sé að finna i hinum mikla hita á Spáni þessa dagana og þvi séu margir leikmanna örmagna að leikslokum. Bomba stóð utaná pakkanum sem fram- kvæmdanefndin i Alecante fékk i siðustu viku og alit fór á annan endann. Áður cn lengra er haldið skal þess getið að „bomba“ getur á spænsku þýtt sprengja eða loftdæla (,,pumpa“). Eftir að allar varúðar- ráðstafanir höfðu verið settar í gang, m.a. fenginn sprengjusérfræðingur, var pakkinn opnaður. Innihaldið reyndist vera fótbolta„pumpa“, gjöf frá 43 ára gömlum múrara i Alicantc til framkvæmdanefndarinnar. ■ Her er a ferðumi Felag ahugamann um skokk og sund eða „KA-SKO“, trimmarar af Guðsnáð.. Allir ut ad trimma ■ Næstkomandi sunnudag rennur hann upp, trimmdagurinn mikli 1982. Nú verða aliir að slást i för með þeim fjölmörgu er öðlast andlega og likam- lega velliðan og hreysti af iðkun íþrótta og útivistar. í ávarpi frá landlækni, Ólafi Ólafssyni, til trimmara (núverandi og væntanlegra) segir: „Áhugi er vaxandi á almennigsíþrótt- um og er það vel. Ekki leikur vafi á að reglubundin líkamsrækt bætir og við- heldur líkamlegu og andlegu heilbrigði. í fræðslubæklingi sem landlæknisemb- ættið undirbýr nú útgáfu á í samvinnu við heilbrigðisráð ÍSÍ er leitast við að svara nokkrum algengum spurningum um likamsþjálfun og heilbrigði. Kemur þar m.a. fram að öll skynsamlega stunduð líkamsþjálfun er til bóta. Mikilvægast er þó að gera æfingar er reyna á blóðrásar- og öndunarkerfi í nokkum tima. Með því er átt við t.d. göngu, skokk og hlaup, sund, skíða- göngu, hjólreiðar og knattleiki. Áhersla er lögð á að líkamsþjálfunin fari fram reglulega og til að fá betra úthald þarf að reyna á sig tvisvar til þrisvar i viku. Þeir sem eru mjög feitir, með of háan blóðþrýsting eða einkenni frá hjarta eiga að leita ráða hjá lækni áður en þeir hefja likamsæfingar er valda þeirri áreynslu sem nauðsynleg er til að fá betra þol. Við þurfum að auka heilsuvernd. Þeir sjúkdómar er valda okkur þyngstum búsifjum í dag má að verulegu leyti rekja til okkar eigin lífernis ekki sist kyrrsetu, offitu, tóbaks- og áfengisneyslu. Ef árangur á að nást i baráttunni við þessa sjúkdóma nægir ekki að eiga kost á góðri heilbrigðisþjónustu. Það þarf meira til. Með þvi að auka hreyfingu og ástunda reglubundna líkamsþjálfun leggjum við okkar skerf af mörkum til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. Jafnframt getur betra þol bætt líðan. Því ber að fagna framtaki ÍSÍ að efna til trimmdags og hvetja alla sem það geta til virkrar þátttöku sunnudaginn 27. júni n.k. Jón Diðriksson. 800 m. hl. í vændum - á afmælismóti ÍR ■ Loksins fá unnendur frjálsra íþrótt að sjá mikla keppni í millivegalengdar- hlaupi á milli afreksmanna íslenskra. Á morgun verður Afmælismót ÍR á Laugardalsvelli og þar ber hæst 800 m. hlaup karla. Jón Diðriksson kemur gagngert frá Vestur-Þýskalandi til að etja kappi við bestu strákana hér heima, Gunnar Pál Jóakimsson og „spútnikk- inn“ Guðmund Skúlason. Þá eru líkur til að Oddur Sigurðsson sláist i hópinn, þó að hann sé öllu kunnari sem spretthlaupari. Margar fleiri athyglisverðar greinar eru á tímaseðli þeirra ÍR-inga. Keppni hefst kl. 14.30. _ ingH Enn á ný tökum við á Tímanum undir áskorunina og segjum: Allir út að trimma, „mens sana in corpore sano.“ - IngH Fram - IBK í kvöld ■ Einn leikur verður í 1. deild fótboltans í kvöld. Fram og ÍBK mætast á Laugardalsvelli og hefst viðureignin kl. 20. Drengjalands leikir gegn Færeyjum ■ Tveir drengjalandsleikir verða um helgina næstu á milli landans og Færeyinga. Eftirtaldir strákar leika fyrir íslands hönd: Björgvin Pálsson, Þrótti Sigurbergur Steinsson, Víkingi Jónas Björnsson, Fram Bjarni Stefánsson, Fram Eiríkur Björgvinsson, Fram Grétar Jónsson, Fram Finnur Pálmason, Þrótti Karl Karlsson, Þrótti Theodór Jóhannsson, Þrótti Eysteinn Hilmarsson, Fylki Guðmundur Magnússon, Fylki Skúli Sverrisson, Fylki Guðmundur Guðmundsson, ÍA Sigurður Jónsson, ÍA Jónas Guðjónsson, ÍR Elias Friðriksson, Þór, V. Sævar Hreinsson, Val Kristján Gíslason, FH Stefán Steinsen, Víkingi. Héradssam- bandakeppni ■ Keppni þriggja héraðssam- banda, HSÞ, UMSE og ÚÍA i frjálsum iþróttum verður haldin að Húsavik laugardaginn 26. júni nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.