Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 11
Edmund Leach: Social Anthropology. Fontana 1982. 254 bls. ■ Sir Edmund Leach er einn fremsti mannfræðingur Breta. Hann hefur um árabil stundað víðtækar rannsóknir á sviði félagslegrar mannfræði víða um heim og samið athyglisverð rit um líf þjóðflokka í fjallahéruðum Burma, í Kurdistan, á Formósu og á Ceylon. í þessari bók kynnir Sir Edmund fræði sin á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hann fjallar um ýmis helstu viðfangsefni mannfræðinnar, gerir grein fyrir ýmsum mikilsvarðandi stofnunum mannlegs samfélags, rekur þróun þeirra frá frum- stæðum samfélögum til hins margbrotna félagskerfis, sem við eigum við að búa. Ennfremur gerir hann stuttan en stór- fróðlegan og skemmtilegan samanburð á samfélögum manna og dýra. Robert A. Hinde: Ethology. Its nature and relations with other sciences. Fontana 1982. 320 bls. ■ Ethology, eða etólógia, eru þau fræði nefnd er fást við hegðun, siði og venjur ýmissa dýrategunda. Mun þessi fræði- grein hafa verið kölluð atferlisfræði á voru máli. ilasala*6ilaleiga L3630 19514 í sparaksturskeppni Orkusparnaðarnefndar og Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, sem fram fór í júní, urðu Volvobílarnir öruggir sigurvegarar í sínum flokkum. Úrslit slíkra keppna undanfarin ár sýna að hér er ekki um neina tilviljun að ræða, Volvo er einfaldlega með sparneytnustu bílum. Flokkur Röö Km á 51 Eyösla Meöalhraöi 1301 - 1600m3 1. Volvo 343 71,18 7,02 41,87 2101-3000 m3 1. Volvo 244 62,58 7,99 42,67 2. Volvo Turbo 59,82 8,36 38,59 Það er þess vegna ekkert undarlegt þótt Volvoeigendur sjáist sjaldan á bensínstöðvum - nema helst á þvottaplönunum! Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 VOLVO NÝ RITROÐ FRÁ FONTANA K2 REUGION Leszek Kolakowski : 36 fonMiw Mflstersumes ™ Edltor Fr.rnk Kermotle cnriAi ANTHROPOLOGY Edmund Leach Fontana Masterguides. Editor Frank Kermode. ■ Fontanaútgáfufyrirtækið breska hóf nýlega útgáfu ritraðar, sem á ensku nefnist Masterguides og mætti ef til vill útleggja sem leiðbeiningarrit fyrir meist- ara, eða þá, sem a.m.k. hafi nokkra undirstöðuþekkingu á viðkomandi við- fangsefni. í ritröðinni eru bækur um ýmsar ólíkar fræðigreinar og segir í kynningarriti frá útgáfufyrirtækinu, að þær séu einkum ætlaðar háskólamönn- um. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um fyrstu þrjár bækumar í þessum nýja flokki. Leszek Kolakowski: Rcligion. Fontana 1982. 235 bls. Höfundur þessa rits er póskur heim- spekingur og gegndi prófessorsembætti i heimspekisögu við Varsjárháskóla fram til ársins 1968 er hann var rekinn úr landi vegna stjórnmálaskoðana. Næstu tvö árin eftir það starfaði hann sem prófessor við háskóla í Bandaríkj- unum og Kanada, en hefur nú um tólf ára skeið starfað við rannsóknir i Oxford. 1 þessu riti fjallar Kolakowski um trúarbrögð, eða öllu heldur ákveðna þætti trúarbragðanna, út frá heimspeki- legu og heimspekisögulegum viðhorf- um. Hann tekur ákveðna þætti til meðferðar, ræðir fyrst um viðhorf manna, sem orðið hafa fyrir áföllum og óhöppum, til guðs og þau áhrif, sem þessir þættir geti haft á trúarhugmyndir fólks. Þvi næst tekur hann til meðferðar það, sem kalla mætti skynsemistrúar- brögð, trúarviðhorf þess fólks, sem leitast við að samhæfa trú og skynsemi. Þriðji þáttur fjallar um dulartrú og guðshugmyndir dulhyggjumanna og sá fjórði um heilaga og dauðann. I fimmta og síðasta þættinum er svo rætt um ýmiskonar tabú' og tilraunir fólks á ýmsum öldum til að orða hugsanir sinar um það, sem ekki verði talað um með venjulegum hætti. R.A. Hinde starfar við rannsóknir á dýrafærði, einkum þó á atferli og félagslegri hegðun ýmissa dýrategunda, við háskólann i Cambridge. í þessari bók fjallar hann um fræðigrein sina á skemmtilegan hátt og lýsir tengslum hennar við ýmsar aðrar og skyldar vísindagreinar svo sem vistfræði, sálar- fræði og mannfræði. I upphafi þessarar umfjöllunar var þess getið, að bækurnar i þessum nýja útgáfuflokki væru einkum ætlaðar há- skólamönnum, og þá væntanlega á þann hátt, að háskólamenn geti með hjálp þessara rita fræðst um greinar hvers annars. Ekki skal dregið í efa að bækurnar nái þessum tilgangi sínum, en hitt er þó ekki minna um vert, að höfundarnir taka allir á viðfangsefnum sinum á skemmtilegan og lifandi hátt og þess vegna ættu bækurnar að geta nýst öllu sæmilega upplýstu fólki, hvort sem það hefur háskólamenntun eða ekki. Jón Þ. Þór. •'zrsa. /V Ennþá sigraVolvoamir í sínum flokkum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.