Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 stuttar f réttir 'Ci 21 lauk frá ísafirdi f vor ■ ÍSAFJÖRÐUR: Alls stunduðu 129 nemendur nám í Menntaskólan- um á ísafirði i vetur, þ.e. hinum hefðbundna dagskóla, og auk þess 27 í nýstofnaðri öldungadeild, að þvi er fram kom í ræðu skólameistara Björns Teitssonar, við skólaslit sem voru í endaðan mai. Af nemendunum í dagskólanum, voru 62 á 1. ári, 30 á 2. ári, 16 á 3. ári og 21 á fjórða ári. Sem fyrr voru stúlkur i talsverðum meirihluta i skólanum. Undir stúdentspróf gekkst 21 nemandi, 11 af félagsfræðasviði og 10 af náttúrufræðasviði. Hæstu einkunn hlaut Eygló Aradóttir frá Patreksfirði 1. einkunn 8.25, en hún var af náttúrufræðasviði. Næst hæst varð Heiðdís Hansdóttir frá ísafirði. Alls gengu 110 nemendur i dagskólanum undir vorpróf og stóðust þau 94 eða náðu rétti til framhaldsnáms. Skólameistari nefndi að afföllin á 1. ári hefðu verið heldur meiri í vetur en stundum áður, enda árgangurinn óvenju fjölmennur. Hæstu einkunn fyrir vetrarnámið í skólanum öllum hlaut Birgir Þórisson frá Hvalskeri i Rauðasandshreppi, 9.1, en hann var nemandi á öðru ári. Af nemendum öldungardeildar náðu 20 upp á vorprófum. Skólameistari sagði öldungadeild- ina við skólann hafa farið vel af stað, enda væri þar um góða nemendur að ræða. Kvað hann það verða kannað á næstunni hvort grunvöllur verði fyrir starfrækslu öldungadeildar á 1. ári aftur á næsta vetri, en til þess þarf að fást lágmarkstala nemenda. Skólameistari sagði byggingamál skólans litið hafa gengið i vetur. Nýlega var þó boðinn út verkáfangi við hið nýja kennsluhúsnæði og á það allt að verða tilbúið undir tréverk fyrir 15. mars 1983. Hjá skólameistara kom og fram að niu fastir kennarar störfuðu við skólann i vetur og 11 stundakennar- ar. Nú hafa 3-4 hinna föstu kennara sagt starfi sínu lausu svo og brytinn í mötuneyti heimavistarinnar. Við skólaslitin flutti fulltrúi 5 ára stúdenta, Svandis Kristjánsdóttir ávarp og við lok athafnarinnar lék einn úr hópi nýstúdenta, Björk Sigurðardóttir frá ísafirði, á píanó verk eftir Chopin. - HEI Um 2.500 manns í nýstofnuðu Neytenda- félagi Reykjavíkur og nágrennis STÓR-REYKJAVÍK: Neytendafé- lag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað fyrir nokkru. Ákveðið var að starfssvæði félagsins verði Reykja- vik, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessa- staðahreppur, Mosfellssveit og Kjós- arsýsla. Félagsmenn í Neytendasam- tökunum sem nú verða félagar i þessari nýstofnuðu deild eru nú um 2.500 talsins. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna neytenda á félagssvæðinu. Hyggst félagið veita félagsmönnum almenna ráðgjöf og upplýsingar er lúta að verð- og vöruþekkingu. Jafnframt mun félagið veita félags- mönnum leiðbeiningar um rétt sinn í viðskiptum og ennfremur fyrir- greiðslu, ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vöru og þjónustu. Nýkjörin stjórn félagsins væntir þess að neytendur á félagssvæðinu geri þetta félag að sterku afli sem standi vörð um hagsmuni neytenda. Væntanlegum félagsmönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í Austurstræti 6 í Reykjavík (s. 21666), sem er opin milli kl. 15.00 og 17.00 virka daga. Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur skipa: Formaður Jóhannes Gunnarsson, Erna Hauksdóttir, Lára V. Július- dóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Anna Kristbjörnsdóttir, Bergþóra Gísla- dóttir, Björn Hermannsson, Gyða Jóhannesdóttir, Jóhanna Thorsteins- son, Sigrún Ágústsdóttir, Sigurður Sigurðsson og Teitur Jensson. Bætt um- fjöllun um listir m.a. á stef nu- skránni ■ NORÐURLAND: Menningar- samtök Norðlendinga voru stofnuð í Stórutjarnarskóla i Suður-Þingeyjar- sýslu föstudaginn 18. júni s.l. Samtökin eru heildarsamtök ein- staklinga og félags sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi og tilgangur þeirra er að efla menningar- líf og menningarsamskipti i fjórðung- num. Til þess að ná tilgangi sínum hyggjast samtökin m.a. liðsinna við ráðningu leiðbeinenda, stuðla að bættri umfjöllun um listir í fjölmiðlum, beita sér fyrir bættri aðstöðu og betra skipulagi listkynn- ingar, halda árlega ráðstefnu um lista- og menningarlíf i fjórðungnum og safna og miðla upplýsingum um listastarfsemi og menningarlíf bæði fyrir norðan og annars staðar. Á stofnfundinum gerðust 40 einstaklingar og félög á Norðurlandi stofnendur Menningarsamtakanna, en opið er að gerast stofnfélagi þar til á reglulegum aðalfundi sem hald- inn verður eigi siðar en 15. sept. i haust. Einnig var ákveðið að undirbúningsnefndin gegndi störfum bráðabirgðastjórnar fram að aðal- fundi, en hana skipa: Kristinn G. Jóhannsson, Einar Njálsson, Örn Ingi Gislason og Jón Hlöðver Áskelsson. - HEI Skólameistara- félag íslands: Lýsir van- þóknun á fyrirkomu- lagi launa- greiðslna ■ Skólameistarafélag íslands, félag stjórnenda í framhaldsskólum, hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Á fundinum voru samþykktar ýmsar ályktanir, þar á meðal er skorað á ráðherra mennta- og fjármála og Alþingi að hraða sem mest samþykkt frumvarps til laga um samræmdan framhaldsskóla og setningu laga um skiptingu skólakostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig telur fundurinn að brýnt sé að gerð verði heildaráætlun um fjölda framhaldsskóla i landinu, dreif- ingu þeirra og umfang þess náms sem boðið er uppá í hverjum skóla, en þetta kemur fram i fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér vegna fundarins. Þar segir ennfremur að fundurinn lýsi vanþóknun sinni á þvi launagreiðslufyr- irkomulagi sem nú er í framhaldsskólun- um, og einnig skorar fundurinn á stjórnvöld að koma þeirri skipan á að greitt sé eftir vinnuskýrslum skólanna, en þær síðan endurskoðaðar ef þörf reynist. í stjórn Skólameistarafélagsins sátu sl. ár Ingvar Ásmundsson formaður, Kristján Thorlacius og Sveinn Ingvars- son meðstjórnendur. Kristján hefur tekið formennsku i Hinu íslenska kennarafélagi, og lét þvi af störfum í stjórn Skólameistarafélagsins. í hans stað var kjörinn Heimir Pálsson, en stjórnin var að öðru leyti endurkjörin. SVJ ■ Brautin var mjög erfið í motocrosskeppninniumhelgina,ogtókustökumennimir oft á loft í brekkunum. Tímamynd: Arinbjöm ■ Um helgina var haldin motocross keppni á brautinni fyrir sunnan Grinda- víkurafleggjarann. Það var Vélhjóla- iþróttaklúbburinn sem stofnaði til henn- ar og var aðeins keppt í 125-500 cc flokki. Fjórtán hjól hófu keppnina og varð Heimir Barðason sigurvegari, hlaut 30 stig, en hann ók á Maico 490 cc. Gott veður var meðan keppnin fór fram og fylgdust allmargir áhorfendur með henni. Fyrirkomulag hennar var á þá leið að allir vélhjólamennirnir voru látnir keppa i einu. Farnar voru tvær umferðir, hálftíma hvor, en brautin er tveggja kílómetra löng. Þeir sem lengst komust fóru tólf hringi í hvorri umferð. Þorkell Ágústsson varð i öðru sæti, hlaut 24 stig, en hann ók á Kawasaki 250 cc. í þriðja sæti varð Ottó Einarsson, með 18 stig, en hann ók á Husquarna 430 cc. ■ Stjóm leiðsögumannafélagsins á- samt Vigdisi eftir að hafa afhent henni heiðursskjalið. F.v. Pétur Urbanic, Inga I. Guðmundsdóttir, Kristbjörg Þórhalls- dóttir, Júlia Sveinbjamardóttir formað- ur, forseti íslands, Vigdis Finnbogadótt- ir, Guðmundur Áki Lúðvíksson, Ásta Sigurðardóttir varaformaður og Þuríður Finnsdóttir. Forsetinn heiðurs- ffélagi leiðsögu- manna ■ Forseti íslands var kjörinn heiðurs- félagi Félags leiðsögumanna á 10 ára afmæli þess. Stjórn félags leiðsögumanna gekk á fund forseta íslands, VigdisarFinnboga- dóttur 8. júní sl. og afhenti henni skjal i tilefni þess að hún var á aðalfundi kjörin heiðursfélagi félagsins. Vigdís Finnbogadóttir var einn af stofnfélögum Félags leiðsögumanna fyr- ir 10 árum, en hún var afar vinsæll leiðsögumaður ferðafólks, segir i frétta- tilkynningu frá félaginu. Þar að auki stjórnaði hún um árabil námskeiðum fyrir verðandi leiðsögumenn, og mótaði þannig leiðsögustarfið eins og það er i dag. í bréfi sem fylgir heiðursskjalinu segir: „Við erum þér sérstaklega þakklát fyrir að þú hefur i þinu virðulega embætti aukið hróður leiðsögumanna- stéttarinnar og sjálf verið hinn besti landkynnir, sem ísland hefur átt.“ Sjö vænir laxar fengust úr Deildará á Sléttu: „Mjög óvenju- legt á þessum árstíma” — segir Jóhann Hólmgrímsson Vogi, formadur Veiðifélagsins ■ „Þessi veiði er mjög óvenjuleg á þessum árstima og kom okkur mjög á óvart“ sagði Jóhann Hólmgríms- son, Vogi, formaður Veiðifélagsins i Deildará á Melrakkasléttu í samtab við Veiðihomið en i ánni fengust þann 26. júni sjö vænir laxar, frá 10 og upp i 16 pund að þyngd og var það einn maður Auðunn Benedikts- son á Kópaskerí sem fékk laxana á maðk. Jóhann sagði að áin hefði verið opnuð þann 20. júni sl. en enginn hafði verið við veiðar þar sem ekki var von á að lax gengi í ána fyrr en seinna í sumar. „Það hefur verið veitt i þessari á frá örófi alda en tvö síðustu ár hafa verið mjög slæm og áttu flestir von á að svo yrði einnig í ár en þær spár fá ekki staðist ef við miðum við þessa góðu veiði um helgina" sagði Jóhann. í ánni mega vera 3 stangir en aðeins hefur verið leyft að veiða á tvær vegna tregrar veiði. í fyrra veiddust aðeins 93 laxar í Deildará, meðalþyngd 5.6 pund og hafði veiðin ekki verið svo treg í sex ár, en hún komst í 357 laxa árið 1978. Tveir vænir í Breiðdalsá Um helgina fengust tvær vænar hrygnur 16 og 19 pund að þyngd i Breiðdalsá en það var Róbert Kárason sem landaði þeim báðum, úr Gunnarshlaupi i ánni. Friðrik Stefánsson formaður SVFR, sem er með ána, sagði í samtali við Veiðihornið að hann vonaði að þessi góða veiði væri fyrirboði þess að laxinn sem átti að ganga í ána í fyrra, en lét ekki sjá sig, væri nú að koma upp. Varla er hægt að finna fegurra umhverfi til veiða en við Breiðdalsá og eru veiðileyfin þar mjög ódýr eða frá 120 kr. og upp í 380 kr. sem er hámarksverð. Veiðin í Breiðdalsá varð aðeins 41 lax i fyrra en hún komst í 412 laxa 1978. Byrjunin í ár lofar góðu og það er ánægjulegt að geta greint frá góðri byrjun i þessum tveimur ám þar sem á heildina litið, byrjar veiðitíminn mjög lélega í ár. - FRI SVJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.